Alþýðublaðið - 04.08.1973, Blaðsíða 10
BIKARINN
Víkingur
í 8-liða
úrslitin
Vlkingur tryggöi sér sæti i 8-
liða úrslitum bikarkeppninnar i
gærkvöld. Þá sigraði Vikingur
Þrótt úr Reykjavík 2:0 i aukaleik
liðanna, en fyrri leiknum lauk
meö jafntefli 2:2 eftir fram-
lengingu. Sigur Vikings hefði
getaðoröið miklu stærri, þvi yfir-
burðir liðsins voru algerir.
Staðan I hálfleik var l:0.Fyrra
markið skoraöi Jóhannes Bárðar
son eftir 15 minútna leik.
Jóhannes var aftur á feröinni á
20. minút siöari hálfleiks með eitt
mark. Hefur Jóhannes nú skoraö
sex mörk I þremur leikjum gegn
Þrótti. t 8-Iiða úrslitunum mætir
Vikingur Fram.
—SS
ALVEG
EINS
OG MARMARI
Iþróttasiðan fær oft sendan
myndir frá Vestur-Þýzkalandi,
og eru þær hver annarri betri,
enda fáir sem standa framar I
Ijósmyndun en Þjóðverjar. Hér
kemur ein slik, vatniö sem
drýpur af sundmanninum gerir
hann sem úr marmara væri.
HVAO MED LIKAMANH?
,,Enginn lætur hús sitt
grotna niður eða bilinn
sinn hristast i sundur.
En hvað um þá fasteign
og hreyfitæki, sem aldr-
ei er hægt að endurnýja,
likamann?
Þannig spyr Haukur Þórðarson
yfirlæknir i upphafi greinarkorns
sem hann ritar i nýjasta trimm-
bæklinginn sem kemur út á veg-
um ISt. t bæklinginn rita þrir
læknar um trimm og nauðsyn
þess. Bæklingnum verður að sögn
ALLTOF MORGUM GOLFMOTUM
ER HRIÍGAD Á OF STUTTAN TlMA
Eins og ég hef oft áður tæpt á I
þáttum minum, vantar mikið á,
aö skipulagning móta og þátttaka
i þeim sé miðuð við, að upp komi
harösnúið lið nýrra keppnis-
manna árlega, eins og æskilegt
væri. Meðaimennskan ræður rlkj-
um og stefnan hefur oft verið sú
að draga úr áhuga þeirra, er
skara fram úr að einhverju leyti.
AUtof mörgum keppnum er hrúg-
að á stutt ieiktimabil, þannig að
útilokaö er að menn geti æft
skipulega og undirbúið sig undir
átökin.
Yfirleitt þurfa menn ekki að
sanna getu sina til að fá þátttöku-
rétt i oþnum mótum G.S.l. Stund-
um hafa menn aðeins leikið golf i
fáeina mánuði, er þeir skrá sig i
allt að 72 holu keppni, sem er
bæði sjálfum þeim og öörum til ó-
gagns, þar eð alla undirstöðu
þekkingar og þjálfunar skortir.
Af þessum sökum eru kannski
50—100 keppendur i opnu móti,
sem hæfilegt væri að t.d. 30—40
manns hefðu þátttökurétt i.
Þegar á þessi atriði er minnzt,
er viöbáran sú hjá mörgum, að
við séum enn svo fáir, að útilokaö
sé aö takmarka þátttökuna við á-
kveöinn fjölda. Klúbbarnir hafa
jafnvel gortað af þvi aö hafa allt
upp I 120 keppendur I opnu móti
um sömu helgina, enda hefur
keppnisgjaldiö og veitingasalan
fært þeim drjúgar tekjur, enda
þótt golfiþróttin hafi sjálf fallið
nokkuð I skugga af skammsýni og
fégræögi. Enginn minnist á það i
sömu andránni, að flatir hafi ver-
ið upprifnar, og að 5—6 klst. hafi
veriö i að leika einn 18 holu hring,
sem leikur á aö vera að ljúka af á
3 1/2 klst. Undanfarin ár hefur
stöðugt verið unniö að þvi aö ráða
bót á þessum vandamálum, en
árangurinn virðist þvi miður litill
enn sem komið er.
Nú er kominn timi til að staldra
við og söðla um, ef við viljum
byggja upp góða keppnismenn,
sem frambærilegir veröa heima
og erlendis. Golfið stendur I harð-
vitugri samkeppni við aðrar I-
þróttagreinar um þátttakendur
og opinbert og óopinbert fjár-
magn. Við verðum þvi, aö beita
öllum tiltækum ráöum til að
byggja golfið upp sem almenn-
ings- og keppnisiþrótt og standa
jafnfætis öðrum Iþróttagreinum.
Við erum ekki að sækjast eftir
snobbfólki, sem vill einangra sig
og yfirgefa iþróttahreyfinguna i
landinu. Golfið verður að draga
lærdóm af og stuöla að samstöðu
iþróttafólks i landinu. Með þvi
móti fyrst og fremst eigum við
bjarta framtið fyrir okkur. Við
höfum þegar fengið mikilvægan
stuöning frá öðrum Iþróttagrein-
um með þátttöku keppnismanna
úr handbolta og fótbolta, sundi og
fleiri greinum I golfinu. Slikir
menn eru velkomnir i okkar hóp
og væntum við þess, að þeir byrji
á golfinu áður en þá dagar uppi I'
sinum greinum, þar sem bezt er
að byrja á golfiðkun á unglingsár-
Þessi vandamál verða meðal
þeirra, sem Golfþingið I haust
veröur að taka til meðferðar. Golf
getur ekki oröið almenningsiþrótt
fyrr en keppnismennirnir hafa
rutt brautina með blaðaskrifum
og hagnýtingu annarra fjölmiðla
golfiþróttinni i heild til heilla.
E.G.
útbreiðslustjóra ISÍ dreift i haust
i það stóru upplagi, að hann á að
berast i fjórða hvert heimili
landsins. Ef vel ætti að vera,
þyrfti að prenta bæklinginn i það
stóru upplagi aö hægt verði að
dreifa honum inn á hvert heimili
landsins, og það ókeypis.
1 bæklinginn rita þrir yfirlækn-
ar, þeir Hjalti Þórarinsson,
Haukur Þórðarson og Nikulás
Sigfússon. Eins og að likum lætur
benda þeir með læknisfræðilegum
rökum á nauðsyn hreyfingar. Þá
gefa þeir einnig upp meöul sem
duga,einskonar recept fyrir kyrr-
setumenn, áætlun sem þeir geta
fariö eftir, vilji þeir ganga út úr
hýði sinu og byrja að hugsa um
likama sinn.
Hjalti segir I grein sinni að eitt-
hvað hafi áunnizt með trimmher-
ferðinni, en betur megi. Hann
segir:
Hætt er þó við, að ennþá séu
kyrralifsdýrkendur allmargir.
Nú er sumarið komið og færi vel á
þvi, að sem flestir kyrrsetumenn
hristu nú af sér slenið og gæfu sér
tóm til að huga nokkuö að aukinni
velferð likamans með útivist og
hreyfingu. Með því öðlast þeir
andlega og Iíkamlega velliðan,
aukið viðnám, þrek og þrótt.
„ÞETTA
GEKK
ALLT
SAMAN
FRAMAR
VONUM”
„Þetta gekk allt saman framar vonum”, sagði hinn siungi og káti skólastjóri Leirárskólan^ Sigurður
Guðmundsson, þegar hann leit inn á ritstjórnarskrifstofur Aiþ.bl nýverið. Tileinið var að hann var ný-
búinn að slita Iýðskóladeild skólans, sem nú Isumar var i fyrsta sinn starfrækt.
Þessi deild var sett upp með stuttum fyrirvara, og þvi ekki að búast við skjótum árangri. En starf-
ræksla þessarrar deildar við iþróttaskóla Siguröar að Leirárskóla gekk afbragðsvel, og voru allir hlut-
aðeigendur ánægðir með útkomuna.
I skólaslitaræðu Siguröar kom fram, að nemendur voru niu I sumar, fjórar konur og fimm karlar.
Voru nemendurnir viösvegar að af landinu. Aðalkennari i bóklegum og verklegum Iþróttum var Norð-
maðurinn Leiv Sandven. Auk hans kenndu ýmsir aðrir við skólann, og margir voru fengnir til að flytja
fyrirlestra. I lok námskeiösins gengust allir nemendur undir próf, sem þeir stóðust með sæmd.
Nemendur skólans fengu mikla innsýn i starf og stjórnun innan iþróttanna. Kennslan var bæði bókleg
og verkleg, og má sem dæmi nefna aö nemendur lýðskóladeildar tóku að sér að skipuleggja á hverjum
degi félagsstarf yngri nemenda iþróttaskólans. Sagði Siguröur i skólaslitaræðu, að hann vildi ógjarnan
missa þá aöstöðu að hafa þá ungu og fullorðnu saman.
í lokin sagði Siguröur, aö það væri ekkert launungarmál, aö hann hefði fullan hug á að halda þessu
starfi áfram, lýðskóladeild samhliða skóla fyrir þá yngri. —SS.
mm
Wtzí%£&x&[
©
Laugardagur 4. ágúst 1973.