Alþýðublaðið - 04.08.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 04.08.1973, Blaðsíða 11
Iþróttir Þeir fá frí um helgina Nú gengur Verzlunarmannahelgin I garö, en þaö er eina helgi ársins sem keppnisiþróttamenn fá algjört frí. Þá er vissulega ei talið meö, beri jól eöa áramót upp á helgi. Þetta hefur mælzt vel fyrir hjá iþróttamönnum, þótt ástæöan sé þó varla nugulsemi viö þá, heldur þaö aö áhorfendurnir, sem annars heföu fiykkzt á völlinn, fara nú flestir útúr bænum. Fyrir tómum völlum þýöir ekki aö halda iþróttamót, allavega ekki knattspyrnuleik. Þaö hefur veriö venjan i iaugardagsblaöinu að ræöa um knatt- spyrnuleiki komandi helgar, og eru þá gjarnan birtar meö myndir til skreytingar. Nú eru engir leikir, en nóg af myndum. Hér koma tvær, tcknar sin i hvorum leiknum en þó eru mótivin furöu lik og nánast meö sömu mönnum. Friöþjófur tók myndirnar I leikjum Vals og ÍBK i sumar. Sú qeöri hirtist siöasta laugardag. HVER ER OSMEKKLEGUR? „Alþýðublaðssneplinum er ekkert heilagt”, ritar Alfreö Þorsteinsson á siöu þá sem hann er skráður fyrir i Timanum. Þar ritar hann á sinn smekklega hátt um þann hörmungaratburö, er ungur knatt- spyrnumaður fékk bana af meiðslum er hann hlaut á knattspyrnuvelli. Eins og fyrri daginn heldur Alfreð sig fjarri öllum rökræöum, hans aöferöer aðata þann auri sem hann deilir viö. I þetta sinn er þaö Alþýðublaöið sem fær sendinguna, og I þvi augnamiði dregur Alfreö fram I dagsljósið oröiö snepill, orö sem i óskráðum lögum islenzkra blaöamanna er ekki notað, og hefur ekki veriö gert um áraraöir. Þvi fer fjarri aö mér sé það ljúft aö standa i deilum um jafn viökvæmt mál, á svo viö- kvæmum timum fyrir aðstand- endur. En vegna skrifa Timans um atburðinn þann 28. júni, þar sem segir að Valsmenn hafi viljaö koma Hauki heitnum útaf vellinum sem fyrst stór- slösuðum, og kallaö um leiö „út- af með hræið” og annaö i þeim dúr, fannst Alþ.bl. rétt að gefa Valsmönnum tækifæri á að koma sinu máli á framfæri. f frétt Timans koma einungis fram sjónarmið Ármenninga, þaðan er fréttin komin enda var blaöamaður Timans ekki staddur á vellinum þegar um- rætt atvik átti sér stað. Margir mundu eftir fréttinni, og vegna hennar iágu Valsmenn undir höggi úr öllum áttum. f viötalinu við Arna Njálsson á miðvikudaginn, ber hann til baka margt sem kemur fram i fréttTimans, og þar stendur þvi fullyröing gegn fullyrðingu. Þá lýsir Arni einnig atburöarrás- inni stutt, og án alls æsings. Þar kemur ýmislegt fram sem óljóst var af fyrri fréttum, svo sem að Haukur heitinn lenti i árekstri við samherja, en ekki mótherja, og aödiann var aldrei fiuttur til á vellinum, heldur var beöið eftir sjúkrabfl. Arni Njálsson gaf þessar upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja, en lét ekki „teyma” sig til viötals, eins og Alfreð nefnir það. Mér er ókunnugt um hvaöa aðferðir Al- freð notar við sin viðtöl, en hér á Alþýðublaðinu tiðkast hið vernjulega form viðtala, og við- talið við Arna var tekið i gegnum sima, hafi Alfreð áhuga á að vita það. Ég mun ekki nema tilneyddur halda áfram skrifum um þetta viðkvæma mál. Við iþrótta- fréttamenn gætum beint kröftum okkar i aðrar áttir, til dæmis efnt til fjársöfnunar fyrir ekkju hins unga manns sem nú stendur uppi bótalaus. En frá málinu veröur ekki skilizt án þess aö minnast að- eins á smekklega og ósmekk- lega blaðamennsku. Lesendur ættu bara að lesa greinarnar tvær i Timanum og bera saman við grein Alþýöublaðsins. Hún er að mati Alfreðs ósmekkleg blaðamennska. Hvaða dóm fá þá hans eigin greinar? Annars er ekki ástæða til að elta meir ólar við skrif Alfreðs. Þau eru einhver allra bezta sjálfslýsing sem nokkur maður hefur sett á prent. Alfreð segir, að ekkert bóli á vexti Alþýðublaðsins né Alfreð Þorsteinsson vaxtarverkjum. Af kynnum af Alfreð i gegnum árin gét ég sagt, að ekkert bólar á vexti hans, og þvi siður vaxtar- verkjum. —SS. — Nokkur orð um skrif Alfreðs Þorsteinssonar HOLUKEPPNiN KOM ÞEIM UM KOLL 1 fyrradag kom islenzka unglingalandsliðið heim úr för sinni á EM i golfi i Silkiborg á Jótlandi. Alþbl. hafði samband við Loft Ólafsson, fyrrverandi íslandsmeistara, sem fræddi okkur um ýmislegt i sam- bandi við mótið. Loftur sagði, að völlurinn hefði verið S.S.S. 72 og par 71 en ekki 69 eins og fram hafði komið i fréttum. Samanlögð lengd brauta er 6.200 m.Brautir voru harðar og snöggslegnar, þannig, að erfitt var að slá brautarhögg með trékylfum og löngu járnunum. Flatir voru i minna lagi og ótölulegur grúi af sandgryfjum. Loftur taldi þennan völl að sumu leyti erfiðari til leiks en Peninavöllinn i Portúgal. Loftur sagði einnig, að reynsluleysi okkar i holukeppnum væri hemill á góðum árangri i keppnum eins og EM, sem allar byggjast á holukeppni. Hann taldi að nú væri kominn timi til að stokka spilin og æfa upp þetta keppnisform hér heima og mætti benda á að meistara- mót margra stórþjóða á golfsviðinu væru enn háð sem holukeppni. Þátttakendur i EM höfðu ekki búizt við miklu af islenzka liðinu og kom flestum á óvart, að Islendingar skyldu ná 12. sæti i undanrásum af 14 þjóðum. Alls voru 8 lið i A-riðli en öll hin i B-riðli. íslendingar léku aðeins við 2 þjóðir i framhaldskeppninni, þ.e. Luxembúrg og Finna. Þeir töpuðu naumlega 4 1/2 gegn 2 1/2 fyrir Lúxembúrg, eftir að Björgvin Þorsteinsson átti unnan leik, sem hann missti út úr höndunum á siðustu holu. Finnar unnu okkar menn hins vegar 5 gegn 2, sem var heldur ójafn leikur, þar sem okkar strákar lentu i miklum skógar- og sandgryfjuæfintýrum. Þar með hafnaði Island i 14. og siðasta sæti i fyrsta EM fyrir juniora með þátttöku Islands. A sunnudaginn höfðu strákarnir siðan fri og gátu fylgzt með baráttunni um efstu sætin og sagði Loftur, að þeir hefðu haft mikið gagn af þessu og að hrein unun hafi verið að sjá, hversu vel þjálfaðir og harðir t.d. Sviar og Frakkar hafi verið. Að lokum sagði Loftur, að Óskar Sæmundsson hefði staðið sig mjög vel og ennfremur, að Island ætti að geta unnið sig upp um nokkur sæti i næsta móti, ef undirbúningur undir það mót gæti hafizt fljótlega. —EG ÁRAAANN OG ÞRÓTTUR UNNU Einn leikur fór fram i 2. deild I vikunni, Armann vann Selfoss verð- skuldað 4:2. Selfyssingar komu á óvart i byrjun með þvi að ná foryst- unni, en Armann var betra liðiö þegar á leikinn leið. i bikarkeppni 1. flokks urðu úrslit þau, að Akureyringar sigruðu Þrótt Reykjavik i úrslitunum 6:1, og urðu þar með sigurvegarar. Yf- irburðir norðanmanna voru mjög miklir, og þeir léku á köflum skin- andi vel. Þeirra beztu menn voru Magnús Jónatansson og Jóhann Jakobsson (bróðir Jakobs heitins), en hann skoraði fjögur af mörkun- um. o Laugardagur 4. ágúst 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.