Alþýðublaðið - 14.09.1973, Side 2
álnavöru
markaður
BÚTARNIR
ERU
KOMNIR
Átnavörumarkaðurinn er að Hverfisgötu 44.
Opið i Hádeginu
■m
/j/ <S)
ik
HVERFISGÖTU -M
Músikleikfimi
Hefst 17. sept.
Styrkjandi æfingar
og slökun, fyrir konur.
Timar kl. 5,30 og 6,15
i húsi Jóns Þorsteins-
sonar.
Kennari:
Gigja Ilermannsdóttir.
Uppl. og innritun
i sima 13022.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i
allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Kilasprautun Garðars Sigmundssonar
■Skipholti 25. Simar 19099 og 20988.
Frá Samvinnu-
skólanum Bifröst
Nemendur Samvinnuskólans Bifröst
veturinn 1973-1974 mæti i skólann
miðvikudaginn 19. september.
Norðurleið h/f tryggir ferð frá Umferða-
miðstöðinni kl. 14 (kl. 2) þann dag.
Skólinn verður settur árdegis fimmtu-
daginn 20. september.
Skólastjórinn.
Framburöurinn hefur
verið veika hliðin
a dönskukennurunum
— og nú er verið að bæta úr því í Norræna húsinu
Satt best aö segja hefur fram-
burðurinn verið veika hliðin hjá
dönskukennurum og er þetta
námskeið haldið til þess að bæta
úr því, sagöi Guðmunda Hall-
dórsdóttir formaður Félags
dönskukennara við blaðamenn i
Norræna húsinu á fimmtudaginn.
Nú undanfarið hefur staðið yfir
námskeið fyrir dönskukennara i
Norræna húsinu og hefur þar ver-
ið lögð áhersla á framburðar- og
samtalsæfingar. En i kjallara
Norræna hússins hefur verið
komið upp mjög góðri aðstöðu til
framburðarkennslu. Þar hefur
verið innréttað herbergi fyrir 7
nemendur og hefur hver þeirra
sinn bás, þar sem hann getur
hlustað á ýmsar talæfingar af
segulbandi óg borið saman við
sinn eigin framburð. Kennarinn
hefur síðan aðstöðu til að fylgjast
með hvernig gengur hjá hverjum
nema, án þess að neminn verði
þess var.
Kennarar á þessu námskeiði
eru Peter Rasmussen lektor i
dönsku við Háskóla islands og
Gunnar Hofdal, sem einnig kenn-
ir við háskólann.
Maj-Britt Imnander forstöðu-
kona hússins sagði, að þetta væri
skemmtilegasta starfsemin, sem
farið hefði fram siðan hún tók við
stjórn hússins.
Seinna i vetur verður haldið
annað námskeið fyrir dönsku-
kennara með sams konar sniði,
en nokkrir urðu frá að hverfa nú
sökum plássleysis.
Norrænir blaðamenn
kynna sér (sland
— á ráðstefnu sem Norræna félagið
heldur í samvinnu við
Blaðamannafélag íslands
Norræna félagið efnir til nor-
ræns blaðamannanámskeiðs i
samvinnu við Blaðamannafélag
Islands, og ber það nafnið Is-
land i dag.
Námskeiðið verður i Norræna
húsinu 18.-21. þm. Boðið hefur
verið 40 norrænum blaðamönn-
um til námskeiðs þessa og koma
10 frá hverju landanna Dan-
mörku, Noregi og Sviþjóð, 6 frá
Finnlandi, 2 frá Alandseyjum, 1
frá Færeyjum og 2 frá Græn-
landi. Alls sóttu 93 norrænir
blaðamenn um þátttöku.
Helstu efni, er tekin verða til
meðferðar eru: Fjárhagsmál
Islands, Jón Sigurðsson hag-
rannsóknarstjóri flytur erindi
og svarar spurningum.
Barátta mannsins við
náttúruhamfarir. Þorbjörn
Sigurgeirsson, prófessor flytur
erindi og svarar spurningum.
Islenzk dagblöð fyrr og nú.
Erindi flytja Vilhjálmur Þ.
Gislason fv. útvarpsstjóri og
Jónas Kristjánsson ritstjóri, og
taka einnig þátt i umræðum um
dagblöð og hlutverk þeirra.
Siðan koma fulltrúar islensku
stjórnmálaflokkanna, skýra frá
stefnuskrám flokka sinna og
sitja fyrir svörum um flokkana
og sjónarmið þeirra á málefn-
um dagsins. Auk þess verða
heimsóttar vinnustöðvar og
stofnanir s.s. fiskverkunar-
stöðvar i Hafnarfirði og Grinda-
vik, ullariðnaður hjá Alafossi,
Reykjalundur Hitaveitan og
Keflavikurflugvöllur. Forsætis-
ráðherra, menntamálaráðherra
og iðnaðarráðherra taka á móti
þátttakendum i skrifstofum sin-
um og svara spurningum um
það, sem efst er á baugi hjá
rikisstjórninni i dag. Einn dag
er ráðgerð ferð til Vestmanna-
eyja. Námskeiðinu lýkur með
kvöldverðarboði blaðafulltrúa
rikisstjórnarinnar.
Norræni menningarmála-
sjóðurinn styrkti þetta nám-
skeið með 30.000.- dkr. og var
það fé notað til þess að greiða
ferðakostnað þátttakenda.
Allir fundir verða i Norræna
húsinu, en þátttakendur búa á
Hótel Esju.
Undirbúning námskeiðsins
annasr: fh. Norræna félagsins,
Hjálmar Ólafsson, konrektor,
formaður undirbúningsnefndar,
Vilhjálmur Þ. Gislason fv. út-
varpsstjóri og Jónas Eysteins-
son, framkv. stjóri Norræna
félagsins. Fyrir hönd Blaða-
mannafélags Islands Bjarni
Sigtryggsson, formaður félags-
ins.
Reyna að flytja fisk
flugleiðis inn á
markaðssvæði í Evrópu
Flugfélagið Iscargo i
Reykjavik, er þessa
dagana að kanna til hlit-
ar hvort ekki sé mögu-
leiki á að fljúga með
nýjan fisk beint á
Evrópumarkað. Nokkr-
ar þess háttar ferðir
voru farnar árið 1971, en
siðan lagðist þetta fisk-
flug niður.
Blaðið hafði tal af Lárusi Gunn-
arssyni, eins eiganda Iscargo, og
sagði hann, að einkum væri við
tvö vandamál að glima, sem ver-
ið væri að reyna að leysa nú.
Annars vegar er að fá nægilega
mikið af nýjum fiski á skömmum
tlma, og hins vegar er að safna
honum saman og útbúa hann fyrir
ferðina, en til þess þarf aðstöðu.
Þetta voru þau atriði sem urðu
til að stöðva fiskflugið 1971, en
vélin þarf að fá 15 tonn til að ferð-
in beri sig, og helst þarf hlassið að
koma I hana á sama stað.
Tækist að leysa þessi vanda-
mál, sagði Lárus, að mikil fram-
tið væri i þessari fisksölu, enda
sagði hann að nú fengist jafnmik-
ið fyrir kilóið af nýjum fiski með
haus og öllu, á Evrópumarkaðn-
um, eins og fyrir kilóið af fullunn-
um og frystum fiski á Banda-
rikjamarkaði.
Föstudagur 14. september 1973