Alþýðublaðið - 17.10.1973, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 17.10.1973, Qupperneq 1
Einar til Moskvu á næsta ári? Komið hefur til tals, að Einar Agústsson, utan- rikisráðherra, fari i opinbera heimsókn til Moskvu á næsta ári. Að sögn Péturs Thorsteinssonar, ráðu- neytisstjóra f Utanrikisráðuneytinu, kom boð um slika ferð ”fyrirall löngu siðan” og mun það standa enn opið. Pétur sagði það boð þó ekkert hafa verið áréttað nýlega — ”og utanrikisráðherra fer örugg- lega ekki á þessu ári”, enda munu ráðamenn i báðum ríkjunumhafa i ýmsu öðru að snúast þessa dagana. ” Sú ferð hefði engan sérstakan tilgang annan en þann, aö vera i kurteisisskyni,” sagði Pétur Thor- steinsson. Miðvikudagur 17. o kt- 1973 54.’ árg'. alþýðu Blaðið sem þorir Verður Magnús eftirmaður Beirs sem varaformaður Siálfstæðis- flokksins? Magnús Jónsson frá Mel þykir nú liklegastur til að verða varafor- maður Sjálfstæðis- flokksins i stað Geirs Hallgrimssonar. Magn- ús á sér marga stuðn- ingsmenn i öllum fylk- ingum flokksins og út- slagiö gerir svo stuðn- ingur Jóhanns-Geirs armsins og Ingólfs Jónssonar. Ekkert liggur á borö- inu um það, hvort og þá hvernig Gunnar Thoroddsen ætlar að bregöast við i þeirri að- stöðu, sem hann nú er kominn i eftir hina ó- væntu afsögn Jóhanns Hafstein sem formaður Sjálfstæðisflokksins. REYNIR LEÓSSON: „Volvo er að stela uppfinningu minni” Þeim tekst aldrei að bæta mína uppfinningu, hvort sem þeir svo kaupa af mér eða ekki bað er greinilegt að sænsku Volvoverksmiðj- urnar eru að reyna að stela uppfinningu minni að stórbættum stýrisút- búnaði vörubila, auk þess sem verksmiðjurnar eru aö reyna að koma verðinu fyrir hana niður úr öllu valdi, m.a. með þvi að draga afgreiðslu á lang- inn, sagði Reynir Leósson bilstjóri og uppfinninga- maður, i viðtali við blaðið i gær. Eins og blaðið hefur áð- ur skýrt frá, hefur Reynir i fjölda ára unnið að full- komnun uppfinningar sinnar, sem miðar að þvi að stórbæta stýrishæfi- leika stórra bila. Þegar Reynir taldi sig hafa fullkomnað uppfinn- inguna nægilega, átti hann Volvo, og taldi þvi eðlilegt að snúa sér til Volvo umboðsins hér og bjóða Volvo verksmiðjun- um einkarétt, gegn gjaldi að sjálfsögðu. Var þá Reyni boðíð út til Sviþjóðar, en varð reyndar að greiða þá ferð sjálfur. Þar voru m.a. tekin atriði i kvikmynd Reynis um aflraunir hans, og koma þar Volvo bilar mikið við sögu og hefur þaö verulegt aug- lýsingagildi fyrir verk- smiðjurnar. Þær hafa þó ekkert greitt fyrir það enn. Myndin er væntan- lega tilbúin til sýningar i lok þessa mánaðar, og verður engu breytt um efni hennar úr þessu. Um „stuld verk- smiðjanna á uppfinning- unni”, sagði Reynir að verkfræðingar þeirra ynnu nú að þvi að útfæra hana á einhvern annan hátt en hann gerði til aö geta eignað sér hugmynd Reynis og sloppið þannig við allar greiðslur til hans. „Þaö tekst þeim aldrei”, sagði Reynir, „hvort sem það veröur til þess, að þeir kaupa upp- finningu mina eða ekki”. VOLVO FÆR FRÍA AUGLÝSINGU í KVIKMYND REYNIS Erfitt að útrýma sóðaskapnum Allt upp i 13% þeirra staða, sem fást við framleiðslu, sölu eða dreifingu á neysluvör- um, brjóta hvað eftir annað heilbrigðis- og umgengnisvenjur og hefur heilbrigðiseftirlit- inu gengið illa að fá eig- endur og umsjónar- menn fyrirtækjanna að bæta úr ástandinu og koma i veg fyrir sóöa- skapinn. Kemur þetta fram i skýrslu, sem heilbrigð- iseftirlitið hefur látið frá sér fara. Tekinn var 451 staður og þeim skipt niður i þrjá flokka. t fyrsta flokki voru 32%, fyrirtæki, sem eru til fyrirmyndar um hrein- læti og umgengni neysluvöru. 1 öðrum flokki voru 55—58%, fyrirtæki, sem þurfa stöðugt aðhald, en fara yfirleitt án tafar eftir fyrirmælum eftirlitsins og i þriðja flokki voru svo 13%, eins og áður segir. Þá kemur og fram i skýrslunni, að i fyrra voru tekin 243 sýni af kjöti og kjötvörum og reyndust 100 þeirra að- finnsluverð — og eftir kröfu heilbrigðiseftir litsins var eytt tæpum tveimur tonnum af kjöti liðnu ári. SÆKIR TIMA MEDAN DEILDARRÁÐIN RÖK- STYÐJA Sin MAL ,,Ég hef sótt tíma í sögu í Háskólanum frá því kennsla hófst, og hingað til hef ég verið látinn ó- áreittur", sagði Magnús Árnason, einn þeirra kennara- menntuðu manna, Milljón í hassi Tveir ungir menn sitja nú i gæsluvarð- haldi I Reykjavik vegna meintrar hlutdeildar i innflutningi, sölu og neyslu hassis. Er hér um að ræða 1,800 grömm af hassis á skömmum tima, en andvirði grammsins i smásölu hér mun vera allt að 500 krónur svo heildarverðmæti þessa magns i smásölu nemur nálægt einni milljón króna. sem Alþýðublaðið skýrði frá í haust, og hefðu sótt um inn- göngu í Háskólann, en fengið synjun. Sagði Magnús við Alþýðublaðið þá, að hann ætlaði að sækja tíma i Háskólanum þar til hann yrði bor- inn út. Eins og málin standa kvaðst Magnús ekki búast við að fá að taka próf i vor þótt hann fái að sitja tíma út veturinn. Hins vegar tók háskólaráð ný- verið þá ákvörðun að vísa umsóknum þeirra kennara- skólamanna aftur til deilda þeirra, sem þeir sóttu heimspeki- deildar. um og þ.e. laga- Stefán Sörensen, háskólaritari, sagði við Alþýðublaðið í gær, að málinu hafi verið ,,vísað til deildanna til rök- studdrar greinar- gerðar". Samkvæmt því virðist hafa komið í Ijós við nán- ari athugun, að synj- un deildanna var ekki byggð á nægi- lega góðum rökum. Greinargerðar laga- og heimspekideildar um málið er að vænta innan skamms, að sögn há- skólaritara. „HEF VERIÐ LATINN ÓÁREITTUR" Fljúgandi læknar á Vestfjörðum Til þess að bæta úr læknaskortinum á Vest- fjöröum i vetur hafa sau- tján læknar i Reykjavik ákveðið, að tilhlutan Ölafs ólafssonar land- læknis og Friöriks Ingvarssonar, ráðningar- sstjóra, að fljúga tn skiptis reglulega á þá staði, sem vandræðin eru mest, — og er landlæknir sjálfur i þeim hópi. Þeir staðir, sem hér um ræðir, eru Þingeyri, Flateyri og Hólmavik. Landlæknir fór, ásamt tveimur læknum öðrum, i fyrstu vitjunina á þessa staði siðastliðinn föstu- dag, en þrir læknar fóru aftur i gær og fyrradag. Landlæknirsagði i við tali við Alþýðublaðið i gær, að þetta sé að sjálfsögðu að- eins til aö bæta úr brýn- ustu nauðsyn, „en það veitir þó fólkinu þjónustu þá daga, sem við komum, og með þessu er mögulegt að veita reglulega skóla- og ungbarnaskoðun, eft- irlit með fólki á lyfjagjöf- um o.fl. Ef eitthvað kem- ur fyrir á öðrum dögum er Landhelgisgæslan allt- af reiðubúin, og læknarn- ir á Isafirði og Patreks- firði geta veitt leiðbein- ingar i sima, Þá hafði Alþýðublaöið samband við sr Stefán Eggertsson, sóknarprest á Þingeyri, og sagði hann, að vitanlega sé um al- gjört neyðarúrræði að ræða, en þó beri að lofa landlækni fyrir þetta framtak. Sr Stefán sagði, að á Þingeyri hafi ekki verið búsettur læknir i eitt ár, og nokkur ár eru siðan læknir var búsettur á Flateyri.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.