Alþýðublaðið - 17.10.1973, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 17.10.1973, Qupperneq 10
Laus staða deildarstjóra við Norrænu menningar- málaskrifstofuna i Kaupmannahöfn. Staða deildarstjóra deildar þeirrar, er fer með almenn menningarmál I Norrænu menningarmálaskrifstofunni (Sekreteriatet for Nordisk Kulturelt Samarbejde) í Kaup- mannahöfn er laus til umsóknar. Staöan verður veitt frá I. janúar 1974 að telja. Norræna menningarmálaskrifstofan starfar samkvæmt samningi Noröurlandarikja um samstarf á sviði fræðslu-, vísinda- og annarra menningarmáia, en samningur þessi tók gildi 1. janúar 1972. -• Deilarstjórinn verður ráöinn af Ráðherranefnd Norður- landa, og verður meginhlutverk hans að annast, undir yfirstjórn framkvæmdastjóra, skipulagningu og stjórn starfa skrifstofunnar á þvl sviði, er undir deildina fellur. Gert er ráö fyrir, að starfinu verði aö öðru jöfnu ráð- stafaö með ráðningarsamningi til 2-4 ára i senn. Gerður verður sérstakur samningur um launakjör og skipan eftirlauna. Umsóknir, ritaður á dönsku, norsku eða sænsku, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, skulu stllaðar til Nordisk Ministerrád og sendar til Sekreteriatet for Nordisk Kulturelt Samarbejde, Snaregade 10, 1205 Köbenhavn K. Skulu umsóknir hafa borist þangað eigi siör en 15. nóvember n.k. Nánari upp- lýsingar um starfið má fá hjá framkvæmdastjóra Nor- rænu menningarmálaskrifstofunnar, Magnús Kull (simi (01) 114711, Kaupmannahöfn), eða Birgi Thorlacius, ráöuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Vakin er athygli á, að framangreindur umsóknarfrestur er ekki bindandi fyrir þann aöila, er ráðstafar starfinu, þar sem samkomulag er um það — með hliðsjón af mis- munandi tilhögun i Norðurlandarikjunum á ráðstöfun opinberra starfa — að i stöðuna megi einnig ráða án form- legrar umsóknar. II. október 1973. Karla og konur vantar til vetrarstarfá i sveitum — svo og unglinga. Upplýsingar gefur Ráðningarskrifstofa landbúnaðarins, simi 19-200. jaZZBQLLetdSkÓLÍ BQPU Dömur ath.: Nokkrir morgun- og dag- tímar lausir í líkamsrækt og megrun. Líkamsrækt og megrunaræf ingar fyrir dömur á öllum aldri. Sauna-þjálfunartæki. Uppl. í síma 83730. JCIZZBaLLOttSkÓLÍ BÓPU Skrifstofustarf Verðlagsskrifstofan óskar að ráða starfsmann, karl eða konu, til þess að ann- ast endurskoðun verðútreikninga. Laun samkvæmt 15. launaflokki starfs- manna rikisins. Verðlagsstjórinn Styðjum landsliðið Landsliðsmerki Nefndin hefir látið útbúa merki, „styrktarmerki lands- liðs H.S.I.”, sem munu verða seld um allt land, og er verð merkjanna kr. 200,00. Sala þess- ara merkja hefst á landsleikn- um á sunnudaginn, og munu þau verða seld á öllum landsleikj- um, sem hér fara fram fram að áramótum, en einnig verða þau væntanlega til sölu i öllum sportvöruverslunum I Reykja- vík, og eins og áður er sagt, sem vlðast um landið. Það er von okkar, að sem flestir kaupi þetta merki og beri, og leggi þar með framrétta hönd til styrktar landsliðsmönnum okkar og handknattleiknum almennt. A merkjum þessum stendur .„H.S.I., H.M. ’73”, en það verð- ur merki undankeppninnar, en komist íslendingar áfram, en við það miðast allar áætlanir fjáröflunarnefndarinnar, mun verða gefið út nýtt merki eftir áramótin, sem á stendur „H.S.I., H.M. ’74”. Fyrirtæki heita stuðningi Nefndin mun annast útgáfu leikskrár fyrir þá leiki í undan- keppninni, sem haldnir verða hér á landi, og hefir i þvi tilefni leitað eða mun á næstu dögum leita til ýmissa fyrirtækja um styrktarlinur, en nú eins og svo oft áður virðist, sem ýms fyrir- tæki og stofnanir bregðist sér- staklega vel við óskum okkar. Er sú reyndin, að sum fyrir-tæki hafa heitið stórum fjárfúlgum til styrktar þessari starfsemi. Sú móttaka, sem við höfum fengið hjá hinum ýmsu fyrir- tækjum, sýnir ljóslega hversu gifurlegum vinsældum hand- knattleikur á að fagna hjá landsmönnum og að það eru ýmsir aðilar, sem vilja leggja mikið af mörkum til þess að gera handknattleiksmönnum unnt að sýna góðan árangur i keppni við erlendar þjóðir á komandi árum, eins og áður. Nefndin hefir ýmsar aðrar áætlanir um fjáröflun á prjón- unum, en mun að sinni einbeita sér aö þeim leiðum, sem hér hafa verið skýrðar, og er það reyndar von nefndarinnar, að svo vel takist til, að þessar fjár- öflunarleiöir nægi, a.m.k. vilj- um við biða átekta og sjá úrslit forkeppninnar. Það þarf vart að taka fram, að verði einhver af- gangur, rennur hann af sjálf- sögöu til áframhaldandi styrkt- ar til landsliðsmanna, t.d. varð- andi undirbúning undir keppni á næstu Ólympiuleikum. Stjórn H.S.I. tók þvi það ráð að stofna til nýrrar nefndar, sem hefir það verksvið að afla tekna til greiðslu á vinnutapi leikmanna, svo og að sjá um leyfi fyrir leikmenn, og reyndar i sumum tilfellum fararstjóra. Nefnd þessa skipa þeir Birgir Lúðviksson, Karl Benediktsson, Olafur Thordersen og Sigurður Jónsson. Það varð að sam- komulagi milli nefndarinnar og stjórnar H.S.I., að nefndin starfaði algerlega sjálfstætt, hún færi sinar eigin leiðir við fjáröflun, án afskipta stjórnar- innar, en nefndarmenn aftur á móti ábyrgðust greiðslur á vinnutapi vegna allra utanferða fram yfir heimsmeistara- keppni, samkvæmt þeim regl um, sem stjórn H.S.l. hefir sett. Aætlað er, að til þess að standa straum af þessum kostnaði, þurfi um það bil eina milljón króna. Það þarf væntan- lega ekki að taka það fram, að nefndarmenn allir eru miklír bjartsýnismenn. Nú á næstu vikum og mánuð- um munum við leita til almenn- ings og fyrirtækja um aðstoð. Við höfum þá bjargföstu trú, að það sé mjög mikill fjöldi fólks, sem hefir á þvi mikinn áhuga, aö Islendingar geti áfram sent út lið i einhverri grein Iþrótta, lið sem sé þess umborið að standa sig I keppni við þá bestu og skipa sér I fremstu raðir. A þvi er enginn vafi, að hand- knattleiksmenn eru nú þeir einu, sem til þess hafa nokkra möguleika. Þrátt fyrir góðan ásetning og vilja okkar nefndarmanna er okkur fullkomlega ljóst, að við stöndum algerlega vanmáttugir gagnvart þessu verkefni okkar, ef ekki kemur nú til hjálpar ykkar blaðamanna, ykkar sem eruö tengiliöir milli iþróttanna og fólksins. Við erum að visu þess fullvissir, að þið komið handknattleiksmönnum okkar til hjálpar nú eins og endranær, enda hafið þið meö áhuga ykkar og skrifum um handknattleik átt hvað mestan þátt i að gera hann svo vinsælan, sem raun ber vitni um. Eins og áöur segir göngum við aö þessu verkefni okkar með mikilli bjartsýni, viö höfum trú á þvi að bæði fyrirtæki og almenningur syni velvilja og áhuga, enda er ekki nokkur vafi aö þvi, að ódýrasta og besta fjárfesting vegna unglinga- starfs og heilsuræktar, er framlag til iþrótta. Seinni hluti Ávarp fjáröflunarnefndar vegna landsliðssöfnunar V ' ' W tR-ingar I sókn gegn Vfkingi um daginn. í kvöid mæta íR-ingar KR i leik um 3. sætiö. Leikið um 3. og 7. sæti í kvöld eru fyrri úr- slitaleikir Reykja- vikurmótsins i hand- knattleik. Þá verður leikið um 3. og 7. sæti, og hefst leikkvöldið klukkan 20 i Laugar- dalshöll. Fyrri leikurinn verður milli neðstu liðanna i hvorum riðli, Fylkis og Armanns. Armenn- ingar eru ekki alltof öruggir um sigur I leiknum, þvi Fylkir er i mikilli framför. Hver man ekki leik liðanna i fyrra, þegar Fylk- ir náði jafntefli? 1R og KR leika um 3. sætið i mótinu strax á eftir. ÍR-ingar hafa oft átt i brösum með KR, og þvi eru úrslit þessa leiks afar tvisýn. Um 1. og 5. sætið verður leikið eftir hálfan mánuð, 31. október. Leika þá Valur og Fram, Vik- ingur og Þróttur. 0 Miðvikudagur 17. október 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.