Alþýðublaðið - 07.11.1973, Side 1

Alþýðublaðið - 07.11.1973, Side 1
NÚ SVDUR Á VESTFIRSKUM SIÚMðNNUM Siglir Vest- fjarðaflotinn í höfn? Miðvikudagur 7. nóv. 1973 a™ Námskeið fyrir þá sem stjórna Almannavarnir rikisins standa nú fyrir námskeiöum fyrir þá, sem eiga aö mæta til starfa 1 stjórnstöö Al- mannavarna til aö annast skipulagningu og uppbyggingu á neyöarsamræmingu á íiættutimum. A nám- skeiöi þessu eru starfs- menn Almannavarna, starfsmenn Landhelgis- gæslunnar, sem vinna I landi og fulltrúar frá lögreglunni. Siöar er ætlunin aö taka á nám- skeiö i sama tilgangi fulltrúa frá Vegagerö- inni, Rauöa krossi Is- lands og björgunar- sveitum. Aö sögn Guöjóns Petersen hjá Almanna- vörnum er þarna aöal- lega veriö aö kenna mönnum fjarskipti i neyöartilfellum og skipulagningu aögeröa vegna eldgosa, jarö- skjálfta, fljóö, storma, hernaðarátaka eða kjarnorkusprengingar, og forspá i slikum efn- um. Alls munu 26 manns taka þátt i þess- um námskeiðum, en það er sá fjöldi, sem reiknaö er meö að starfi i stjórnstööinni,hvenær sem almannavarnir hefja aðgerðir ein- hversstaðar á landinu. BLAUTUR OKTÚBER Síðustu tiu dagana í október rigndi upp á hvern einasta dag í Reykjavik, og einnig rigndi fyrstu átta daga mánaðarins. Að sögn Markúsar Á. Einarssonar, veðurfræðings, gerir þetta að verkum, að úr- koma í mánuðinum var 41% meiri en í meðallagi eða 137 mm. Þrátt fyrir þetta mældist sól- skin í Reykjavík 87 klst. í október, sem er 16 klst. meira en i meðallag, en meðalhiti mánaðarins var 4.8 stig, sem er 0.1 stigi undir meðal- lagi. Nú er unnið að því að vinna upp meðaltalstölur úr mánaðarskýrskýrsl um veðurathuguna- stöðvanna, og er vanalega byrjað á Reykjavík til að gefa vísbendingu um veðurfar mánaðarins ,,Hér sýöur I sjómönn- um, aö ef nú á aö fara aö afhenda útlendingum þessi miö hér út af Vest- fjörðum i næstu tvö ár, getur vel farið svo, aö flotinn sigli I höfn”, sagöi Hermann Skúlason, skip- stjóri á b v. Júliusi Geir- mundssyni I viötali viö Alþýðublaðiö i gærkvöldi. „Hvern andskotann er verið að tala um dóms- rannsókn á meöan veriö er að drepa þessi kvikindi, sem eftir eru i sjónum”, sagöi Her- mann. „Hér eru um 50 Bretar, 10 Þjóöverjar og fleiri útlendingar”. Sagði Hermann þaö skoðun sjómanna, aö allt tal um lokun hólfa i nóvember, desember og janúar, þýddi það, aö bæöi Bretar, Þjóöverjar og aörir útlendingar héldu öllu sinu. „Sjómenn vilja fá spilin á borðiö”, sagöi Her- mann. „Viö höfum ekki tima til aö liggja yfir hálfsögöum blaöafregn- um um þessi mál. Viö heimtum aö fá fulla vitneskju um þaö, sem veriö er aö semja. Þetta pukur er meö öllu óþolandi. Astandiö er i einu oröi sagt hryllilegt”, sagði Hermann aö lokum. 1 fréttatilkynningu frá dómsmálaráöuneytinu, segir, aö ráöuneytið telji rétt, „aö aflaö veröi skýrslna frá skipstjórum á Vestfjaröamiðum um ó- þægindi, sem þeim hafi stafaö af hátterni er- lendra veiöiskipa á Vest- fjaröamiöum á undan- förnum vikum, sérstak- lega að þvi leyti, sem ekki hefur verið um þaö til- kynnt til varöskipa eöa Landhelgisgæslunnar, svo og um veiðar er- lendra veiöiskipa á friöuðum svæöum.” VERÐUR ÞJÚÐVILJINN SETTUR í STIORNAR- ANDSTÖÐU MEÐAN LUDVIK OG MflGNUS SITJA AFRAM í STJÓRN? Fyrir hádegi i dag mun rikisstjórnin halda siöari fund sinn i þess- ari viku um samnings- grundvöll við Breta, en aö beiðni Alþýöubanda- lagsráöherranna var málinu frestað um einn sólarhring i gær. Munu Alþýðubandalagsráð- herrarnir hafa farið fram á, að ákveöin atr- iöi i uppkastinu yrðu at- huguð nánar, og fengu til þess 24 klukkustund- ir. Ekki er talið að rikis- stjórnin taki sér frekari frest, og mun hún gera upp hug sinn á fundin- um i dag. Ólafur Jóhannesson mun vera staðráðinn i þvi að biðjast lausnar, fái hann ekki stuðning alira ráðherra rikis- stjórnarinnar við tillög- um sinum um, aö samn- ingur veröi gerður við Breta á grundvelli upp- kastsins. Almennt er talið að ráðherrar Ai- þýöubandalagsins muni á fundinum fallast á það. Jafnframt er þvi spáð, aö Þjóðviljinn taki eftirleiðis upp harða andstöðu gegn samráð- herrum Alþýðubanda- lagsins i rikisstjórninni, og þá einkum gegn Framsóknarráðherrun- um. Einnig er talið að ráðherrar Alþýðu- bandalagsins muni reyna aö versla eitthvað með varnarmálin I sambandi viö lausn landhelgismálsins, t.d. á þá lund, að þeir fái fulltrúa i viðræðunefnd viö Bandarikin um end- urskoöun varnarsamn- ingsins, en Einar Agúst- son mun taka þeirri hugmynd viösfjarri. Náist samkomulag i rikisstjórninni 'um samningagerð við Bret- ana, mun málið vænt- anlega verða lagt fyrir Alþingi seinna I þessari viku. Verður það liklega gert I formi þingsá- lyktunartillögu frá rtkisstjórninni, þar sem hún leitar heimildar Al- þingis til þess að gera samninginn, en texti samningsins mun þá fylgja þingsályktunar- tillögunni sem fylgi- skjal. Samþykki Alþingi til- löguna, ætti það að koma i hlut Einars Ag- ustsonar utanrikisráð- herra að ganga form- lega frá samningum við iBreta, og undirrita þá fyrir tsiands hönd. Nú er morfínið orðið soluvara hér á Islandi Langumfangsmesta Hknilyfjamál, sem hingað til hefur komið upp hér á landi, er nú i rannsókn, og eru fyrri mál sama efnis smámunir i samanburði viö þetta. Auk þess, sem þegar hefur komist upp um stórfelldan innflutning og sölu á hassis, benda nú sterkar likur til að farið sé að smygla hér inn hinu stórhættulega efni mor- fini. Einnig hefur komist upp um talsverðan inn- flutning á LSD, sem sann- anlega veldur varanleg- um heilaskemmdum sé þess neytt, jafnvel ör- sjaldan. Asgeir Friðjónsson, rannsóknardómari I áv- ana- og fiknilyfjamálum, sagði I viðtali við blaðið i gær, að á siðasta einum og hálfum mánuði hafi komist upp um a.m.k. átta kiló af hassis, sem flutt hafa verið hér inn siðan i april sl. og sterkar likur bendi til að þessi tala eigi eftir að hækka verulega eftir þvi, sem á rannsóknina liður. Fimm menn sitjá nú i gæsluvarðhaldi en alls hafa 10 til 15 manns setið i gæsluvarðhaldi i lengri eða skemmri tima vegna þessarar rannsóknar. Þá hafa tugir manns verið yfirheyrðir án þess að hafa lent i gæsluvarðhaldi og sifellt dragast fleiri inn I málið. Ásgeir sagði að vart væri hægt að kalla þetta eitt einstakt mál, heldur væru þarna mörg sam- fléttuð mál á ferðinni, og hefur þegar náðst I nokkra umfangsmikla innflytjendur. Enn sem fyrr liggja þræðirnir til Kaup- mannahafnar, en þaðan berst nær allt hass hing- að. Þangað kemur hassiö frá Austurlöndum, þar sem það er ódýrt, og for- tók Asgeir ekki að likur bentu til að islenskir aðil- ar væru farnir að sækja efnið þangað, jafnvel I stórum stil. Algengt smásöluverð á hassi hér mun vera ná- lægt 400 krónur fyrir grammið’ og er þvi sölu- verð kilósins hér nálægt 400 þúsund krónum. Nokkrir þeirra, sem einkum hafa fengist við innflutning, stunda stop- ula vinnu, og munu þvi eins likiega hafa veruleg- an hluta tekna sinna af innflutningnum. Jafnhliöa þessu hefur komis.t upp um nokkurt magn af LSD, en mjög erfítt er að hafa upp á þvi efni vegna þess að það er I formi örlitilla pillna. Al- gengt verö á skammtin- um mun vera um 400 krónur. Rannsókn þessi er svo umfangsmikil, að bætt hefur verið við einum rannsóknardómara og fenginn lánaður maður frá öðru embætti. Ö- verulegt magn þess sem fyrr segir frá, hefur verið gert upptækt. Eru íslendingar farnir að sækja fíkniefni til Austurlandanna? LÆKNARAÐ ÞARF EKKI AÐ ÚRSKURÐA SAKHÆFINA 1 þessum mánuöi er að vænta Hæstaréttar- dóms I máli Haraldar Ólafssonar kafara, sem I byrjun ársins gekk berserksgang i Breið- holtshverfi i Reykjavik. Særöi hann einn mann svo illa með hagla- byssu, aö taka varö af fótinn, og reyndi auk þess aö bana fjölda manns. Haraldur var dæmdur I Sakadómi Reykjavikur 10. júli og hlaut þá 12ára fangelsi. Þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar. Haraldur hefur setiö i gæsluvaröhaldi siðan hann gerði moröárásina 15. janúar s.l. og var gæsluvarðhaldiö enn framlengt i gær I 30 daga, eöa þar til dómur hefur falliö I Hæstarétti. Niöurstaöa geðrann- sóknar Þórðar Möller læknis varö sú, að Haraldur væri fullkom- lega sakhæfur, en þó væri merkjanleg skemmd á heila. Páll S. Pálsson verjandi Haraldar, óskaöi álits Læknaráös á þessum úrskuröi, en hefur nú dregið þá ósk til baka, Sföan úrskurði Sakadómur Reykjavik- ur var áfrýjað, hefur náliö verið i höndum Jónatans Sveinssonar fulltrúa Saksóknara rikisins. Þar sem verjandi Haraldar hefur nú dregiö til baka ósk sina um álit Lækna- ráös, getur munnlegur málflutningur hafist, og er ákveöið aö hann hefjist miðvikudaginn 14. nóbember. Dóms er svo að vænta seinni hluta mánaðarins.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.