Alþýðublaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 1
Laugardagur 1. des. 1973 ^l'lrg. Undanfarna daga hefur verið staddur hér á landi Philip Kochendor.fer, for- stjóri lcelandic Im- ports í Bandaríkjun- um, en það f yrirtæki er sameign nokk- urra islenskra iðn- fyrirtækja, og selur framleiðslu þeirra á Bandaríkjamark- aði. Eins og komið hefur fyrirtækið att við rekstrarrörðug- leika að stríða að undanförnu, og var ferð forstjórans hingað sú, að ræða við stjórn fyrir- tækisins um hugsan- legar leiðir til að bæta reksturinn. Hafa nokkrir slíkir fundir verið haldnir að undanförnu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Alþ.bl. hefur aflað sér, hefur ennþá engin lausn fundist. Hélt Kochendorfer utan i gærkvöldi, og verður líklega næst þingað i New York. Það mun hins vegar vera Ijóst, að mark- aður er nægur fyrir islenskar iðnaðar- vörur í Bandaríkj- unum, og þá helst ullarvörur. Mun Kochendorfer hafa gefið það í skyn, að hann hygðist jafnvel draga sig út úr lce- landic Imports, og stofna sitt eigið fyrirtæki á sama sviði. AAyndi hann þá væntanlega taka með sér mikilvæg viðskiptasambönd. Þetta hefur áður gerst viðvíkjandi lcelandic Imports, þegar Tomas Holton hætti hjá fyrirtæk- inu. Rekur hann nú eigið fyrirtæki, og selur m.a. vörur fyrir íslenska aðila. Hefur honum að sögn vegnað vel. ICELANDIC IMPORTS í LAUSU LOFTI_____ hef ur f ram í Alþ.bl., Eldmessa Lúðvíks „Þetta var sannkölluð eldmessa”, sagði Björn Guðmundsson útvegs- bóndi, fundarstjóri aðal- fundar Llú, eftir að Lúð- vik Jósepsson sjávarút- vegsráðherra hafði á- varpað fundinn. I ávarpi sinu ræddi Lúðvik vitt og breitt um sjávarútveginn, skamm- aði útvegsmenn og fleiri fyrir að vera sifellt að kvarta og kveina, og tal- aði um þá kröfupólitik sem væri svo áberandi hér á landi. Hann varði hin stórfelldu skuttogara- kaup, sagði, að þau hefðu verið nauðsynleg, og það væri ekkert nýtt að illa gengi i byrjun við útgerð nýrra skipa. Þá lýsti hann enn einu sinni þeirri skoðun sinni, að samningarnir við Breta hefðu ekki verið að sinu skapi, og skammaði útvegsmenn fyrir að hafa ekki staðið betur með þeim öflum sem vildu knýja fram hagstæðari samninga. Útvegsmenn ákváðu að boða til framhaldsaðal- fundar milli jóla og ný- árs, vegna óvissu i út- gerðarmálum. Kristján Ragnarsson var endur- kjörinn formaður LIÚ. OPINBERIR STARFSMENN MEGA EKKI FA KAUP- HÆKKUN SEGJA UTVEGSMENN Útv'egsmenn ályktuðu á aðalfundi sinum i gær, að kröfugerðir þær, sem nú væru uppi á hendur atvinnuvegun- um, væru algjörlega ó- raunhæfar, og hefði rikisstjórnin i þvi efni algjörlega vanrækt að gera þjóðinni grein fyrir þvi. Algert frumskilyrði sé, að laun opinberra starfsmanna hækki ekki, að öðrum kosti verði ekki hægt að hverfa frá þessari kröfustefnu. Eldgos til upphitunar Verður næsta eldgos á tslandi virkjað til orku- framleiðslu? Eða verða jarðeldasvæði landsins beisluð svo að ekki komi til eldgosa i þeim mæli, sem ógnar lifi manna og eignum? Eldfjallafræðingur á Kamchatka-skaganum i Austurlöndum Sovét- rikjanna i Asiu vinna nú að langtima áætlun, sem miðar að þvi að hagnýta geysilegt magn ódýrrar orku og hita, og jafnframt að draga verulega úr eldgosa- hættu á þessu lands- svæði. Frá þessu er skýrt i siðasta hefti Iðnaðar- mála, sem Iðnþróunar- stofnun tslands gefur út. Hugmyndin er i meginatriðum einföld, en vandamálin við framkvæmd hennar eru óhemju mikil. Á Kamchatka eru um 30 virk eldfjöll. Jarðhit- inn er nú notaður til hitaveitu i mörgum í smáborgum á þessu svæði. Einnig hefur ver- ið komið upp útibað- stöðum og heilsurækt- arstöðvum. Fyrsta tilraunaorku- verið, sem byggðist á hagnýtingu neðanjarð- arhitans var reist árið 1967. Það er 3.500 kw og er þegar sýnt, að auð- velt er að gera slik L orkuver algerlega sjálf- / virk. Ljósmyndun Jólagetraun Alþýðublaðsins 1973 Hjólpum jóla- sveininum að finna pokann i helgarblaðinu hefst jólagetraun Alþýðublaðsins 1973, og er hún fyrir börn á öllum aldri. Það er teiknarinn frægi Hans Qvist, sem leggur Alþýðublað- inu til með einka- rétti tíu mynda get- raunaseriu, sem býður börnunum upp á það að bregða sér i hlutverk leyni- lögreglumannsins. Jólasveinninn er úti að gera sleðann sinn feröakláran en það tekur alltaf sinn tíma, brýst ókunnur maður inn i kofann hans og hefur á brott með sér pok- ann með öllum jóla- gjöfunum. Þegar jólasveinninn kemur heim og sér hvergi pokann sinn, hefur hann strax samband við vin sinn Svein rannsóknarlögreglu- mann, og saman leggja þeir upp í slóð þjófsins. í myndum Qvists fá lesendur Alþýðu- blaösins að fylgjast með framgangi mála og hver mynd gefur vissar upplýs- ingar, þannig að i lokin eiga allir að vita, hver þjófurinn er og þá á jólunum að vera borgið. Að getrauninni lokinni verður svo dregiö úr nöfnum þeirra, sem mesta sýna leynilögreglu- hæfileikana, og þrir verða svo heppnir að fá ferðaútvörp fyrir vikið. list eða iðn? ,,Ég veit ekki betur en ljósmyndirnar, sem seld- ust á sýningunni Ljós ’71 séu söluskattskyldar, þvi ljósmyndun er löggilt iðn- grein, og allur iðnaður er söluskattskyldur”, sagöi Arnaldur Valdimarsson hjá Skattstofu Reykjavik- ur við Alþýðublaðið i gær. „En málverk, sem lista- maðurinn selur sjálfur eru hins vegar ekki sölu- skattskyld”, sagði Arn- aldur einnig. Þessi stefna Skattstof- unnar brýtur i bága við þá skoðum sem opinberir aðilar hafa áður látið uppi, þ.e. að ljósmynda- sýningin á Kjarvalsstöð- um hfi verið listsýning. Húsráö Kjarvalsstaða ákvað, aö sýningin skyldi falla undir listsýningar, og þar með var leigan 80 þúsund kr. fyrir hvern hálfan mánuð, en leiga vegna iðnsýninga i sama húsi er hálf milljón króna fyrir hálfan mánuð. Einn- ig var það ótviræð viður- kenning á þvi, að um list er þarna að ræða, að hún var tekin fyrir i sjón- varpsþættinum Vöku, þætti um listir á liðandi stund, og lýsti Björn Th. Björnsson þvi þar yfir, að þarna væri tvimælaiaust um listaverk að ræða. „Þær bestu voru tvi- mælalaust listaverk, nokkrar myndanna voru tilraun til persónulegrar endursköpunar á þvi við- fangsefni, sem ljósmynd- ararnir sáu fyrir sér”, sagði Björn, þegar AI- þýðublaðið ræddi við hann i gær. Hann bætti þvi við, að hann viti ekki áhrifarikari listsýningu en ljósmyndasýningu þá, sem Steiehen setti saman um viðfangsefnið Fjöl- skylda þjóðanna. Hún var send um allan heim, og kom m.a. hluti hennar hingað. Þá má geta þess, að fé- lagar i Ljós ’71 voru beðn- ir um það fyrir skömmu að setja upp nokkrar mynda sinna á Neskaup- stað, og héldu tveir þeirra austur með 50 myndir i gær. SLADE KOAAA í JANÚAR! Breska hljómsveitin SLADE kemur til Islands i janúar og heldur tvenna hljóm- leika i Reykjavik. Amundi Ámundason, umboðsmaður, staðfesti þessa frétt, er blm. Alþýðublaðsins náöi tali af honum i London i gærkvöldi. — Ég fullyrði þetta, sagði Amundi — og við erum búnir að gera samninga viö hljómsveitina, sem eru þó meö þeim fyrirvara, að þeir sjálfir eiga eftir að samþykkja þá. Af þvi hef ég hins vegar engar áhyggjur, þvi þeir hafa áöur lýst sig mjög fúsa til að koma til tslands. Amundi kvað ekki endanlega ákveðið hvenær i jan. hljómleikarnir yrðu haldnir, það ylti á hvort SLADE færu i fyrirhugaða hljómleikaferð til USA. — Svo verða hljómleikar i mars, aðrir i mai og loks i júli, en hvaða hljómsveitir þaö verða get ég ekki sagt enn, sagöi Ami i viötali við blaðið. — Við erum komnir i samband við gott umboðsfyrir- tæki, sem vill allt fyrir okkur gera. Þá höfum við farið á hljómleika með Faces og Uriah Heep og aldrei er aö vita, hvað kemur út úr þvi. Annars bið ég að heilsa FIH og ræði þessi mál nánar þegar ég kem heim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.