Alþýðublaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 11
Gisli Blöndal átti gott „come back’*, og var einn þriggja íslend- inga sem skoraði, eins og taflan sýnir. -en markvarsla Óiafs frábær Hcr kemur tafla yfir sóknar- leik islenska landsliösins gegn Svium. Eins og áður er aðeins tekið meö i reikninginn ef sókn islenska liðsins gekk upp. Ef hún endaði með skoti, sést hvort það endaöi með marki, var var- ið, fór framhjá o.s.frv. Endaði hún ekki með skoti, fer það und- ir dálkinn bolta tapað, en undir hann fellur ef ruöningur var dæmdur, stig á linu, skref, röng sending o.s.frv. Þá eru einnig linur yfir linusendingar sem gáfu af sér mark eða viti, og hverjir fiskuðu viti. Það er athyglisvert við þessar töflur, hve boltinn tapast oft I leiknum. Einnig hve nýting skotmanna er yfirleitt slök, sér- staklega þó línumannanna. Ólafur Benediklsson stóö i markinu allan timann, og varði frábærlega vel, alls 19 skot, þar af 11 linuskot, 7 langskot og eitt viti. /•V W' LEIKMENN: no 2. Gunsteinn 2 no 3. Gisli Bl. 6 no 4. ViðarSim. 5 no 5. ÁgústSv. 2 no 6. Björgvin 2 no 7. Sigurbergur 0 no 8. Vilberg 1 no 9. Auðunn 0 no 10. Ilörður 1 no 11. Axel 12 íþróttir Fara íslenskir íoppmem út í atvinnumennsku? Bandaríkjamenn íhuga nú að gera handknattleik að atvinnuiþrótt í heimalandi sínu. Eigandi sjónvarps- stöðvar í Detroit, Abraham Johnson að nafni, sagðist um síðustu helgi vera reiðubúinn að leggja fram 250 milljónir islenskra til stofnunar deildar fyrir atvinnu- lið. Ef af stofnun verður mun verða leitað til bestu handknattleiksmanna Evrópu, og eru þar toppmenn i islenskum handknattleik ekki undanskildir. Þessi hugmynd var rædd við sænsku landsliðsmennina sem hingað komu i vikunni, þegar þeir voru á gerð i Bandarikjun- um um siðustu helgi. Sex þeirra voru tilbúnir að reyna, mark- vörðurinn Lasse Karlsson (no 16), Bo Anderseon (no 3), Lars .Enström (no 4)., Bengt Hansson no 8) og sjálft átrúnaðargoð Svia, Lennars Eriksson (no 6) sagði i stuttu viðtali við Alþ.bl. þegar hann var hér, að islenskir toppspilarar ættu vissulega möguleika á þvi að gerast þarna atvinnumenn, leikmenn eins og Ólafur Benediktsson, Ólafur Jónsson, Geir Hallsteinsson, Björgvin Björgvinsson og Axel Axelsson. Verða leikmönnunum tryggðar minnst 1600 þúsund krónur á ári. Bandariskur landsliðsmaður i handknattleik, Dennis Berkholtz (hefur leikið hér á landi!, sagði i viðtali við sænska blaðið Dagens Nyheter i byrjun vikunnar, að menn hefðu tröllatrú á þvi að atvinnu- væru vanir þvi að leikið væri með boltann i höndunum, og vanir mörgum mörkum. Þvi hefðu þeir ekki getað fellt sig við knattspyrnuna. ,,En með handknattleikinn gildir öðru máli”, segir Dannis. ,,Hann er leikinn með höndun- um, hann gengur hratt fyrir sig, og oftast eru gerð mörg mörk. Við höfum trú á þvi að það sé rúm fyrir atvinnudeild i hand- knattleik hér i Bandarikjunum” — SS. mennska i handknattleik ætti framtlð fyrir sér i USA, þótt ekki þyrfti að gera sér vonir um að hún næði álika vinsældum og þjóðariþróttirnar baseball, ameriskur fótbolti og körfubolti. Ekki væri að marka þótt til- raunin með knattspyrnu hefði mistekist, þvi Bandarikjamenn Axel Axelsson og ólafur Jónsson. Fá þeir og fleiri islenskir topp- menn i handknattleik atvinnutilboö frá Bandarikjunum? Allt leggst á eitt í handknattleiknum þessa stundina ' LANDSLIÐ, FÉLAGSLIÐ OG BOMARAR í ÓSTUÐI Það fer ekki hjá þvi að hand- knattleikurinn leiti á hugann þessa dagana, eftir þann stóra skammt sem menn hafa fengið af þeirri iþróttagrein upp á sið- kastið. Þvi mun rabbhorn þetta enn einu sinni fjalla um þá iþrótt. Og þaðer ekki að ástæðu- lausu, þvi siðustu dagar hafa á- þreifanlega fært okkur heim sanninn um að islenskur hand- knattleikur er i öldudal núna, og sigurinn yfir Frökkum var að- eins blossi, sem hjaðnaði jafn- óðum og hann kviknaði. Frammistaðan gegn Svium I landsleikjunum var slök, ef frá eru taldir kaflar ólafs Benediktssonar markvarðar, sem nú hefur haslað sér sæti sem okkar besti markvörður fyrr og siðar. Það var sárgræti- legt að tapa gegn lélegu sænsku liöi, slfk tækifæri bjóðast ekki aftur. Þvi miður er ekki bjart framundan hjá landsliðinu, hætt er við að förin til Austur-Þýska- lands nú á næstunni, förin á Norðurlandamótið um jólin og sjálf Heimsmeistarakeppnin eftir áramót, verði ekki vett- vangar nýrra sigra fyrir is- lenskan handknattleik. Og ekki er ástandið skárra hjá félagsliðum okkar en landsliði. Hingað kemur miðlungslið frá Júgóslaviu, án sinna tveggja bestu raanna, en vinnur samt tvö af okkar betri liðum. Og sjálf deildarkeppnin hefur ekki verið glæsileg. Miðlungsleikir og þaðan af lélegri, og áhuginn kominn i lágmark, sem sést best á þvi að 2—300 manns mættu á siðasta leikkvöld, og ekki varð húsfyllir i Hafnarfirði á leik FH og Vals. Það eru sannarlega margar spurningar sem leita á, á þess- um sfðustu timum. Af hverju. leika flestir okkar bestu manna langt undir getu? Af hverju virðast sumir þeirra alveg æf- ingalausir? Af hverju hafa dóm- arar okkar aldrei verið eins um- deildir og nú, og hefur dóm- gæsla þeirra þó ekki verið hátt skrifuð undanfarin ár? 1 Englandi er svipað ástatt i knattspyrnunni. Þar hafa fær- ustu menn sest á rökstóla og velt fyrir sér spurningunni, hvað er til úrbóta? Væri það svo vitlaus hugmynd að HSl beitti sér fyrir sliku hér? Sigtryggur Sigtryggsson í HREINSKILNI SAGT Skotnýtingin slök og margar vitleysur Laugardagur 1. desember 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.