Alþýðublaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsúfgáfan hf. Stjórnmála-
ritstjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs-
son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit-
stjórnar, Skipholti 19. Sími 86666. Af-
greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Sími 14900.
Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími
86660. Blaðaprent hf.
LAUFLÉTTU STÓRYRÐIN
Þjóðviljinn var fljótur að gleyma stærsta máli
þjóðarinnar, landhelgismálinu, eftir að ráð-
herrar Alþýðubandalagsins höfðu að eigin sögn
látið sannfæringu sina I málinu i skiptum fyrir
áframhaldandi setu i rikisstjórn. Eftir allt það
fjaðrafok, sem var i Þjóðviljanum á meðan
landhelgissamningarnir voru á siðasta stigi, þar
sem talað var um „úrslitakosti Breta”, ,,alger-
lega óaðgengileg skilyrði” og annað i þeim dúr,
hefur vart heyrst þaðan hljóð úr horni.
En i staðinn er Þjóðviljinn tekinn til við að
rausa daginn inn og daginn út um annað mál —
varnarmálið. Nú á að telja kjósendum Alþýðu-
bandalagsins trú um, að á þvi máli eigi að
stöðva flótta þingmannaliðs Alþýðuband-
alagsins. Þar eigi að stilla sér upp, standa fast
og hopa hvergi.
Staðreyndin er hins vegar auðvitað sú, að með
sifelldu hjali um varnarmálin er Þjóðviljinn að
reyna að fá stuðningsfólk Alþýðubandalagsins
til þess að gleyma niðurlægingu flokksforyst-
unnar i landhelgismálinu. Með stóryrðaflaumi
um staðfestu Alþýðubandalagsins i varnar-
málunum, sem dag eftir dag eru sungin i
leiðurum Þjóðviljans, reyna ritstjórar blaðsins
að fela i moldryki niðurlæginguna i landhelgis -
málinu. Á bak við hvert slikt stóryrði býr óskin
um, að fólk fari nú að gleyma þætti Alþýðu-
bandalagsins i landhelgismálinu og láti nú enn
blekkjast — láti nú. enn telja sér trú um, að
einhver þungi búi á bak við hin stóru orð Þjóð-
viljans.
En auðvitað eru þessi stóru orð Þjóðviljans
ekki nokkurs virði. Ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins sýndu það i landhelgismálinu, að þeir
meintu aldrei það, sem Þjóðviljinn sagði. Þjóð-
viljinn var bara látinn bulla eitthvað út i loftið til
þess að friða flokkshjörðina á meðan ráðherrar
og ráðamenn Alþýðubandalagsins voru að
undirbúa sig undir að taka allt aðra afstöðu. Og
hvaða Alþýðubandalagsmaður trúir þvi i raun
og sannleika, að meiri alvara búi á bak við stóru
orð Þjóðviljans, i varnarmálunum en bjó á bak
við stóru orð þessa sama blaðs i stærsta máli
þjóðarinnar, landhelgismálinu. Alþýðubanda-
lagsfólk ætti að vera búið að gera sér grein fyrir
þvi, að flokksforystan notar Þjóðviljann aðeins
sem ábyrgðarlausan bullara til þess að friða
flokksfólkið á meðan ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins brugga ráð sin i leynum.
Ráðherrar Alþýðubandalagsins eru auðvitað
ekki það skyni skroppnir menn, að þeim sé ekki
löngu orðið það ljóst, að varnarliðið verður ekki
látið fara á kjörtimabilinu. Mikil andstaða er
gegn þvi i stjórnarflokkunum sjálfum og þing-
meirihluti þvi ekki fyrir hendi.
Ákvörðun Alþýðubandalagsráðherranna i
sambandi við lausn landhelgismálsins um, að
ráðherrastólarnir skyldu hafa algeran forgang,
er svo auðvitað stefnumarkandi um framtiðar-
afstöðu þeirra. Fyrst þeir vildu sitja áfram i
landhelgismálinu vilja þeir auðvitað lika sitja
áfram i varnarmálunum. En til þess að varpa
ryki i augu islenskra herstöðvarandstæðinga er
svo Þjóðviljinn látinn bulla dag hvern. Alveg
eins og á siðustu stigum landhelgismálsins.
alþýðul
FRÁ ALÞINGI
Lög um lands-
hlutasamtökin
Það ber oft við, að þingmenn
úr fleiri flokkum — jafnvel úr
öllum flokkum — taki sig saman
um að flytja mál á alþingi. Oft
eru það þá mál, sem flutt eru að
beiðni einhverra ákveðinna að-
ila — t.d. sveitarstjórna eða
félaga. Meðal slikra mála, sem
nú hafa verið lögð fram á þingi,
er frumvarp til laga um breyt-
ingu á sveitarstjórnarlögum og
er frumvarpið um, að i þau lög
verði settur nýr kafli þar sem
staða landshlutasam taka
sveitarfélaga verði ákveðin.
Frumvarp þetta er flutt að ósk
stjórnar Sambands islenskra
sveitarstjórna af fimm þing-
mönnum úr jafnmörgum þing-
flokkum.
Alþýðuflokksmaðurinn, sem
er meðflutningsmaður að þessu
frumvarpi, er Stefán Gunn-
laugsson.
bar sem hér er um að ræða
nýmæli i lögum með innleiðingu
sérstakra ákvæða um iands-
hlutasamtök sveitarfélaga
þykir Alþýðublaðinu rétt að
birta frumvarpið i heild, þótt
langt sé.
F'rumvarpið hljóðar svo:
,,A eftir 109. gr. sveitar-
stjórnarlaganna komi nýr kafli,
V. kafli, er orðist svo:
framkvæmdastjórar sveitar-
félaga.
Sveitarfélag með 300 ibúa eða
færri kýs einn aðalfulltrúa.
Sveitarfélag með 301—700
ibúa kýs tvo aðalfulltrúa.
Sveitarfélag með 701—1500
ibúa kýs þrjár aðalfulltrúa.
Sveitarfélag með 1501—2500
ibúa kýs fjóra aðalfulltrúa.
Sveitarfélag með 2501—5000
ibúa kýs fimm aðalfulltrúa
Sveitarfélag með 5001—10000
ibúa kýs sex aðalfulltrúa.
Sveitarfélag með 10001 o.fl.
ibúa kýs sjö aðalfulltrúa.
Heimilt er einstökum lands-
hlutasamtökum að ákveða
fulltrúafjölda með öðrum hætti
en greint er i 2. mgr., enda sé
ákvæði um það i samþykktum
samtakanna, sem ráðherra I
staðfesti.
Eigi sýslufélög aðild að lands-1
hlutasamtökunum, sbr. 111. gr.,
skal sýslunefnd kjósa einn
fulltrúa og varafulltrúa úr sin-
um hópi, sbr. 1. mgr.
I
114. gr.
Æðsta vald i málefnum lands-
hlutasamtakanna er i höndum
aðalfunda þeirra, sem haldnir
skulu ár hvert.
A aðalfundi skal kosin stjórn
samtakanna, 5—11 menn, eftir
þvi sem nánar er ákveðið i sam-
þykktum, og jafnmargir vara-
menn. Formaður er kosinn
sérstaklega. Séu stjórnarmenn
fleiri en 7, er þeim heimilt að
kjósa þriggja manna
framkvæmdaráð, eftir þvi sem
nánar er kveðið á i samþykkt-
um.
Stjórnin fer með yfirstjórn
samtakanna milli aðalfunda og
hefur umsjón með störfum
samtakanna og fjárreiðum.
Stjórnin ræður framkvæmda-
stjóra og annað starfslið sam-
takanna.
115. gr.
Tekjur samtakanna eru:
a. Argjöld aðildarsveitarfélag-
amna, skv. samþykktum
aðalfundar.
b. Framlög úr Jöfnunarsjóði
sveitarfálaga, skv. lögum um
tekjustofna sveitarfélaga.
c. Aörar tekjur.
Ákvæði þessarar greinar taka
ekki til Reykjavikurborgar.
116. gr.
Nánar skal kveðið á um
skipulag og stjórn einstakra
landshlutasamtaka i samþykkt-
um þeirra, sem staðfestar skulu
af ráðherra og birtar i B-deild
Stjórnartiðinda. t samþykktum
skal enn fremur kveðið á um
gerð fjárhagsáætlunar og árs-
reikninga samtakanna, starfs-
svið framkvæmdastjóra o.fl.”
FLOKKSSTARFIÐ
Um landshlutasamtök
sveitarfclaga.
110. gr.
Akvæði kafla þessa gilda um
landshlutasamtök, sveitar-
félaga, þ.e. Samtök sveitar-
félaga i Reykjaneskjördæmi.
Samtök sveitarfélaga i Vestur-
landskjördæmi, Fjórðungssam-
band Vestfirðinga, Fjóröungs-
samband Norðlendinga, Sam-
band sveitarfélaga i Austur-
landskjördæmi og Samtök
sveitarfélaga i Suðurlandskjör-
dæmi.
Akvæði þessa kafla gilda um
Reykjavikurborg, eftir þvi sem
við á, sbr. einkum b-lið 112. gr.,
en ákvæði kaflans hagga ekki
gildandi reglum um stjórn
borgarinnar.
VIÐTALSTÍAAAR
Alþýöuf lokksfélag
Reykjavíkur auglýsir
viðtalstima þingmanna
Alþýduf lokksins á
f lokksskrifstof unum við
Hverfisgötu — sími
15020 — n.k. laugardag
kl. 11—12 f.h.
Til viðtals verður
GYLFI Þ. GíSLASON,
formaður Alþýðu-
f lokksins.
Alþýðuf lokksfélag
Hafnarf jarðar auglýsir
viðtalstíma með bæjar-
fulltrúum Alþýðu-
f lokksins í Alþýðuhúsinu
við Strandgötu n.k.
laugardag kl. 11—12 f.h.
Til viðtals verða
HÖRÐUR ZÖPHANÍAS-
SON og KJARTAN JÖ-
HANNSSON.
111. gr.
Sérhvert sveitarfélag á aðild
að samtökum sveitarfélaga i
'sinum landshluta.
Samtökunum er heimilt að
veita sýslufélögunum aðild að
landshlutasamtökunum.
112. gr.
Hlutverk landshlutasamtak-
anna er:
a. að vinna að sameiginlegum
hagsmunum sveitarfélaga og
héraða i umdæmi sínu og
landshlutans alls.
b. að vinna að áætlanagerð
varðandi landshlutana i sam-
ráði við Framkvæmdastofnun
rikisins.
c. að vinna að öörum verkefn-
um samkvæmt lögum.
d. að vinna að framkvæmdum á
samþykktum aðalfunda sam-
takanna og annast almennt
ráðgjafastarf i þeirra þágu.
113. gr.
Hver sveitarstjórn kýs
fulltrúa og varafulltrúa á aðal-
fund samtakanna eftir hverjar
sveitarstjórnarkosningar eða
oftar, sé það ákveðið i sam-
þykktum samtakanna. Kjör-
gengir eru aðalfulltrúar og
varafulltrúar i sveitarstjórn og
BASAR í REYKJAVÍK
Kvenfélag Alþýöuflokksins I Reykjavik minnir á basar fé-
lagsins, scm haldinn veröur 6. des. nk.
Tekið verður á móti gjöfum á skrifstofu Alþýðuflokksins,
Hverfisgötu 8-10, dagana 4-6des. nk.frá kl. 9 árdegis til kl. 5
siðdegis.
SÖLUBÖRN ÓSKAST
Sölubörn óskast til þess að selja miða í Jólagjafahapp-
drættinu. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu Alþýöu-
flokksins, 2. hæö i Alþýðuhúsinu, n.k. laugardag og sunnu-
dag frá kl. 1-4 e.h.
Góð sölulaun og SÖLUVERÐLAUN.
BASAR Á ÍSAFIRÐI
Kvenfélag Alþýðuflokksins á tsafirði minnir á basarinn,
sem haldinn verður á morgun, sunnudag, i Alþýðuhúsinu,
niðri.
Sala hefst kl. 5 siðdegis.
A basarnum verður að venju fjöldi eigulegra muna.
Komið og geriö góð kaup.
Kvenfélagið
AÐALFUHDUR FUJ GRINDAVÍK
Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna i Grindavik
verður haldinn I félagsheimilinu FESTI kl. 4 I dag, laugar-
dag.
Fundarefni:
1. Rætt um stjórnmálaviðhorfið.
2. Venjuleg aðalfundarstörf.
Laugardagur T. desember 1973