Alþýðublaðið - 24.01.1974, Page 1
GRINDAVIKURHOFN:
VANDRÆÐI VEGNA
HAFNARFRAMKVÆMDA
Grindavíkurhöfn er að
verða vandræðastaður
vegna framkvæmda Vita-
og hanfarmálastjórnar.
Hefur ósinn inn i höfnina
verið breikkaður og
gengur sjór nú svo inn i
höfnina, að ókyrrð er svo
mikil, að til vandræða
horfir. Er þetta sérstak-
lega áberandi i sunnan og
suð-vestan átt. Telja sjó-
menn þetta til hinnar
mestu óþurftar.
Frá Grindavik róa á
vertiðinni allt að 60 bátar.
Þegar er vitað um 20
báta, sem róa þaðan á
loðnu. Einn þeirra er
Grindvikingur, sem þeg-
ar hefur fengið um 1100
tonn af loðnu.
Hart barist
um þjónustu- o
pláss í Breiö-
holtsmjóddinni
Gthlutun lóðar undir
stórverslun og alhliða
þjónustumiðstöð i
„Mjóddinni” i Breiðholti
I, hefur áður verið all-
mikið rædd. Hafa ýmsir
aðilar i viðskiptalifinu
sótt fast að borgaryfir-
völdum um að fá þessa
aðstöðu. Kaupmanna-
samtökin hafa farið þess
á leit, að ákvörðun um
byggingu þarna yrði sleg-
ið á frest. Vitað er, að
ekki eru allir á einu máli
um þá meðferð málsins.
Á fundi borgarráðs á
þriðjudag lagði Björgvin
Guðmundsson fram til-
lögu um, að ieitað yrði
álits Neytendasamtak-
anna og Húsmæðrafélags
Reykjavikur um málið,
og var sú tillaga sam-
þykkt einróma.
ÞANNIG VAR
EYJAFÉNU VARIÐ
► ► ► 3
Fimmtudagur 24. jan. 1Í74 55 ^
Það vantaði vélakostinn
og svo vissi
enginn launþegafjöldann
„Orlofiö verður komið
í lag fvrir sumarfrí
11
BliR FEKK
EKKISVAR
„Forsiðufrétt ykkar i Al-
þýðublaðinu var nokkuð
hvassyrt”, sagði Þorgeir
Þorgeirsson, forstöðumað-
ur Póstgiróstofunnar, er
blaðið átti tal við hann i
gær en hann kvaðst ekki
geta neitað þvi, að margir
örðugleikar hefðu komið
upp.
Fyrirsögn fréttarinnar
var: „Orlofið er i tómri vit-
leysu”, en i henni var sagt
frá þvi, að kvörtunum og
fyrirspurnum rigndi yfir
verkalýðsfélög viðsvegar
tt um land, vegna ófullnægj-
andi framkvæmdar á ný-
skipun á meðferð orlofs-
mála, innheimtu orlofs og
skilagrein til orlofsþega.
Þorgeir sagði að „við
nokkra erfiðleika hefði ver-
ið við að etja „i byrjun
þeirrar starfsemi, sem
kom i hlut nóstgiróstofunn-
ar að annast.
Meðcíi annars sagði Þor-
Borgarráð hafði i gær
að engu kröfur BÚR um
svör við þvi, hvort
Bæjarútgerðin fái að
byggja nýtt frystihús i
Bakkaskemmu á
Grandagarði og hvort
útgerðin fái lóð á upp-
fyllingu vestan Granda-
garða. Málinu var að
visu hreyft, en um það
urðu engar umræður og
fengust þvi engin svör
hjá borgarráði um það,
hvort það vill áfram
togaraútgerð á vegum
borgarinnar eða ekki,
en úr þvi telur útgerðar-
ráð REykjavikur skjót
svör ein geta skorið.
geir, að vegna ófullkom-
inna upplýsinga um fjölda
launagreiðenda og orlofs-
þega, hefði ekki verið unnt
að áætla þá með neinni ná-
kvæmni. Enda hefði
reynslan þegar sýnt, að or-
lofsþegar væru milli 40 og
50 þúsund i stað rúmlega 30
þúsunda, sem áætlað var.
Þá sagði Þorgeir, að
vélakostur girókerfisins
sem var notaður til undir-
búningsvinnu fyrir
skýrsluvélar rikisins hefði
verið ónógur, og lengri bið
orðið á nýjum, fullkomnum
vélum, en ráð var
fyrirgert. Hins vegar væru
þessar vélar nú komnar til
landsins og yrðu þær settar
upp næstu daga og teknar i
notkun. Með þvi skapaðist
nauðsynleg samræming i
hraða undirbúningsvinnu
póstgiróþjónustunnar og
annars vegar og skýrslu-
véla rikisins og Reykja-
vikurborgar hins vegar
sem hefðu veitt mjög góða
þjónustu frá byrjun.
Þorgeir sagði að lokum,
að skil launagreiðenda á
orlofsfé væru yfirleitt eins
og reglur mæla fyrir um,
og að framkvæmd hinnar
nýju tilhögunar orlofsmála
hefði i stórum dráttum
reynst vel, þegar frá væru
taldir þeir örðugleikar,
sem þegar er getið.
MANN í HVERGI
VIÐBOT SMEYKIR
— Tilgangurinn með
þessu sameiginfega
framboði er að gera
jafnaðarmenn að sterk-
asta aflinu á vinstri
vængnum i islenskri
borgarpólitik og það
hvort sem ihaldið held-
ur sinum meirihluta eða
ekki, sagði Björgvin
Guðmundsson.
Um niðurröðun á list-
ann vildi Björgvin ekki
ræða, sagði skoðana-
könnum eða framboð
meðal flokksbundinna
Alþ.fl. manna i Reykja-
vik ráða þvi „að veru-
legu eða öllu leyti”.
Um sameiginlegt
framboð allra minni-
hlutaflokkanna sagði
Björgvin: — Þessari
hugmynd var hreyft i
haust en það kom strax i
ljós, að enginn flokk-
anna hafði áhuga á
henni.
— Við Sjálfstæðis-
menn i borgarstjórn
höfum ekki meiri
áhyggjur af sameigin-
legu framboði krata og
hannibalista til borgar-
stjórnar i vor en svo, að
við höfum ekki einu
sinni rætt það mál i al-
vöru, sagði Birgir Is-
leifur Gunnarsson
— Það virðist enn
bera það mikið á milli,
sagði borgarstjóri, — að
þótt flokkarnir geti
komið sér saman um
einhverskonar mál-
efnasamning, þá er ekki
allur vandinn leystur.
Þaö þekkjum við frá
málefnasamningi rikis-
stjórnarinnar. Þá þykir
mér einnig saga á bak
viö þá staðreynd, að all-
ir minnihlutaflokkarnir
reyndu árangurslaust
að bjóða fram i Reykja-
vik i vor.
Stúdíóin
spretta upp
Eftir helgina tekur til
starfa annað hljóðstúdió-
ið, sem rekið er af einka-
aðilum hérlendis'. Er þar
á ferðinni Hjörtur
Blöndal, 23 ára gamall
reykviskur hljóðfæraleik-
ari, og er hann þessa dag-
ana að ljúka við innrétt-
ingar á húsnæði i Braut-
arholti 20, þar sem heild-
verslun Alberts
Guðmundssonar var áð-
ur. Fyrsta upptaka verð-
ur gerð með hljómsveit-
inni Hafrót, og gefur
hljómsveitin plötuna út á
eigin kostnað.
Verði svo af fyrirhug-
uðum stúdióum Pálma
Stefánssonar á Akureyri.
og Svavars Gests i
Reykjavik, þá verða
með vorinu starfandi ekki
færi en fjögur stúdió i
einkaeign hérlendis. Al-
þýðublaðið skýrði frá
gangi þessara mála á for-
siðu s.l. þriðjudag.
Stúdió Hjartar (fyrir-
tækið verður siðar meir
kallað Il.B.-hljómplötur)
Hjörtur er með tvö
stereo-segulbandstæki af
gerðinni Teac, 6 rása
Yamaha-hljóðblandara
(mixer), Teac-magnara
og einnig svokallað
,, Dolby-system" af sömu
gerð. 1 gegnum Dolby-
kerfiðer upptökum rennt,
þegar þær eru fullgerðar
Hjörtur hyggst endurnýja
tækjakost sinn sem fyrst,
fá sér bæði fullkomnari
mixerog segulbandstæki.
►
lljörtur
við
hljóð
blend-
inn