Alþýðublaðið - 24.01.1974, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.01.1974, Blaðsíða 5
útgefandi: Alþýðublaðsútgáfan hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður, Freysteinn Jóhannsson. Stjórnmálaritstjóri, Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri, Sigtryggur Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar, Skipholti 19, simi: 86666. Afgreiðsla: Hverfis- götu 8-10, sími: 14900. Auglýsingar, Hverfisgötu 8-10, sími 86660. Blaðaprent hf. Ábyrgar varnarmálatillögur Alþýðubandalagið túlkar ákvæði málefnasamnings rikis- stjórnarinnar um varnarmálin þannig, að þar sé þvi lofað, að allt varnarlið verði látið hverfa brott af landinu á yfirstandandi kjörtlma- bili. Um þessa túlkun Al- þýðubandalagsins er á- greiningur i stjórnarherbúð- unum. Auk þess hafa bæði forsætisráðherra og utanrikis- ráðherra heitið þvi, að málið verði lagt fyrir Alþingi til endanlegrar afgreiðslu og nú þegar hafa það margir þing- menn úr hópi stjórnar- stuðningsmanna lýst sig and- viga kröfu Alþýðubandalagsins um brottvisun varnarliðsins og varnarlaust land að fyrirfram er vitað, að þótt rikisstjórnin legði fram tillögu á Alþingi um uppsögn varnarsamningsins, eins og kommúnistar vilja að gcrt verði, þá yrði hún ekki samþykkt. Af þessu má auðsætt vera, að hugmyndir kommúnista um varnarlaust land ná ekki fram að ganga. Fyrir þeim er hvorki meirihluti á Alþingi eða meðal þjóðarinnar svo þær eru ekki raunhæfar lengur — hafi þær þá einhverntima verið það, sem er i meira lagi vafasamt. Spurningin er þvi sú hvað annað sé til ráða i sambandi við þær athuganir á varnarmál- unum, sem verið er nú að fjalla um. Þar koma aðeins tvær meginleiðir til greina. önnur er sú að hafa allt með óbreyttum hætti — þ.e.a.s. sama fyrir- komulag á vörnum landsins og verið hefur. Hin er sú, sem þing- menn Alþýðuflokksins hafa bent á, að taka varnarsamninginn við Bandarikin til endur- skoðunar með það fyrir augum að takmarka frekar en nú á sér stað veru raunverulegs erlends herliðs ilandinu m.a. með þeim hætti, að íslendingar taki að sér ýmis störf á Keflavikurflug- velli, sem ekki þarf hernaðar- þjálfun til þess að sinna. Ilugmynd Alþýðuflokksmanna er sú, að þessi breyting á fyrir- komulagi varnanna verði látin gerast i áföngum þar sem fyrsti áfanginn verði t.d. sá, að islendingar taki að sér borgara- lega yfirstjórn á vallarsvæðinu. Næsti áfangi gæti hugsanlega verið sá, að islendingar tækju við björgunarflugi þvi, . sem rekið er af Varnarliðinu sem nú standa sakir. Þriðji áfanginn gæti verið sá, að íslendingar tækju við ratsjárstöðvum og að einhverju leyti við eftirlitsflugi þvi, sem rekið er með óvopnuðum eftirlitsflugvélum. Markmið Alþýðuflokksins með tillögunum er sem sé það, að leitast verði við með samningum við bandarisk stjórnvöld að ekki verði meira um erlenda hermenn á tslandi, en brýn nauðsyn beri til, án þess þó að sú fyrirkomulagsbreyting skerði á nokkurn hátt þátttöku þjóðarinnar i varnarsamstarfi vestrænna rikja ellcgar stefni i hættu öryggi islands, eins og segir i tillögu, sem þingflokkur Alþýðuflokksins samþykkti þar sem hann lýsir yfir stuðningi við þá stefnu, sem felst i skjali þvi, er samtökin „Varið land” beita sér fyrir söfnun undirskrifta á. Tillögur þingflokks Alþýðu- flokksins i varnarmálunum eru þvi ekki tillögur, sem stefna að þvi að veikja varnir tslands ellegar skerða þátttöku landsins i varnarsamstarfi vestrænna þjóða. Tillögurnar eru þvert á móti ábyrgar tillögur um nýtt fyrirkomulag á varnar- málunum, sem i senn fullnægja óskum mikils meginþorra íslendinga um að varnir lands- ins séu tryggðar i samstarfi við NATO-rikin og óskum lands- manna um, að ekki sé meira um erlenda hermenn i landinu, en brýnustu nauðsyn ber til. JAFNAÐARMENN FORYSTUAFLIÐ Á VINSTRI VÆNGNUM! Eins og Alþýðublaðið hefur skýrt frá hafa Fulltrúaráð Al- þýðuflokksins i Reykjavik og SFV I Reykjavik samþykkt hvort i sinu lagi að efna til kosningabanda- lags i næstu borgarstjórnar- kosningum i Reykjavik. Sam- þykktirnar voru gerðar sam- hljóða fyrst á félagsfundi SFV og slðar hjá Fulltrúaráði Alþýðu- flokksins i Reykjavik þar sem hafðar voru um málið tvær um- ræður, en það rætt i stjórnum flokksfélaga Alþýðuflokksins i borginni i millitíðinni. Siðdegis i fyrradag boðuðu svo Alþýðuflokkurinn i Reykjavik og SFV i Reykjavik til blaðamanna- fundar, þar sem mættir voru borgarfulltrúarnir Björgvin Guð- mundsson (A) og Steinunn Finn- bogadóttir (SFV), auk formanna beggja flokkanna, Gylfa Þ. Gisla- sonar og Hannibals Valdimars sonar og framkvæmdastjóra SFV, Halldórs S. Magnússonar. 1 upphafi fundarins greindi Björgvin Guðmundsson frá þvi, að kosningabandalag SFV og Al- þýðuflokksins hefði nú endanlega verið ákvarðað i báðum flokkun- um og sagði frá með hvaða hætti þær ákvarðanir hefðu verið teknar Einnig greíndi Björgvin frá að- draganda málsins, en upphaf þess var samþykkt, sem gerð var á kjördæmisþingi Alþýðuflokks- ins I Reykjavik siðsumars, en þar var samþykkt einróma að fela stjórn fulltrúaráðsins að leita eft- ir viðræðum við SVF I Reykjavik um, hvort grundvöllur væri fyrir sameiginlegu framboði þessara tveggja flokka við komandi borgarstjórnarkosningar. Stjórn fulltrúaráðsins ritaði stjórn SFV bréf, þar sem þessari ósk var komið á framfæri, og fékk stjórnin jákvætt svar frá SFV. Strax á eítir hófust svo viðræðu fundir milli stjórnar fulltrúaráðs- ins og viðræðunefndar frá SFV og var lokafundurinn haldinn 30. desember s.l. — Fljótlega kom i ljós, að eng- inn ágreiningur var um málefni, sagði Björgvin Guðmundsson, og einnig náðist samkomulag um skipan hins væntanlega fram- boðslista þannig, að Alþýðu- flokkurinn fengi allar oddatölur hans en SFV allar jafnar tölur hans. Þetta samkomulag var svo samþykkt af beggja hálfu og lögðu þau Steinunn og Björgvin Guðmundsson áherslu á, að sú samþykkt hefði verið gerð ein- róma hjá báðum aðilum. Hvers vegna kosningabandalag? Þá greindi Björgvin Guð- mundsson einnig frá ástæðum þess, að af samþykktinni um kosningabandalag hefði orðið. — I fyrsta lagi, sagði hann, þá standa nú yfir viðræður um sam- einingu beggja þessara flokka á landsmælikvarða. Flokksþing flokkanna beggja hafa ákveðið að stefna að slikri sameiningu og er nú unnið að henni. Enda þótt endanleg ákvörðun i þvi máli liggi ekki enn fyrir þá er það i fullu samræmi við þessar sameiningartilraunir sem Reykjavikurdeildir flokkanna taka nú höndum saman i kosningabandalagi án þess þó að með þvi sé verið að afgreiða sam- einingarmálið sjálft. Það mál er enn i deiglunni og athugunum á þvi verður haldið áfram i sam- ræmi við yfirlýsta stefnu beggja flokkanna. I öðru lagi viljum við benda á, að með sameiginlegu framboði þessara tveggja flokka, sem báð- ir kenna sig við lýðræðisjafnaðar- stefnu, er gerð mikilvæg tilraun til þess, að jafnaðarmenn verði i næstu borgarstjórnarkosningum forystuaflið á vinstri væng stjórn- málanna i borgarmálum. Saman fengu listar þessara tveggja flokka 7.800 atkvæði i siðustu borgarstjórnarkosningum og hefði það atkvæðafylgi nægt til þess, að sameiginlegur listi þeirra hlyti 3 borgarfulltrúa kjörna og yrði þannig forystuaðili á vinstri vængnum. Við teljum það skipta miklu máli hvað aðili er i forystu fyrir vinstri mönnum i borgarstjórn hvort heldur Sjálfstæðisflokkur- inn heldur meirihluta sinum eða ekki. Það er skylda okkar, sem teljum okkur vera jafnaðarmenn, að reyna að tryggja það, að jafnaðarstefnan sé það forystuafl á vinstri vængnum og þá skyldu okkar erum við að reyna að upp- fylla með þvi að taka nú höndum saman i komandi kosningum. — Milli okkar er ekki ágreiningur um málefni, sagði Steinunn Finnb'ogadóttír. Milii okkar hefur einmg teKist sam- komulag um skipan sameiginlegs framboðslista. Það er þvi eðlilegt að sá kostur hafi nú verið valinn, að flokkarnir gangi hlið við hlið tií næstu kosninga hér i Reykjavik. Báðir flokkarnir hafa ályktað um nauðsyn þess að sameina jafnaðarmenn á íslandi undir eitt merki. Þá skyldu okkar erum við nú að reyna að uppfylla. Engin fyrirmæli ,,að ofan” Þá voru formenn flokkanna, sem viðstaddir voru blaða- mannafundinn, spurðir að þvi, hvort það væri með vilja þeirra og samþykki flokksstjórnanna, sem af þessu kosningabandalagi yrði. Gylfi Þ. Gislason sagði það vera með sinum fulla vilja og stuðningi, sem til þessa kosninga- bandalags væri stofnað. Taldi hann það vera eðlilegan lið i þró- un sameiningarmálsins, sem fyrst kjördæmisþing og siðar fundur i Fulltrúaráði Alþýðu- flokksins i Reykjavik hefðu tekið ákvörðun um. — Um sameiningarmálið sjálft er það hins vegar að segja, sagði Gylfi Þ. Gislason, að i þessu kosningabandalagi felst ekki af- greiðsla á þvi. Það má er þannig vaxið að eðlilegt er, þar sem ann- ar flokkurinn er i stjórn en hinn utan stjórnar, að endanleg ákvörðun i þvi máli verði ekki tekin fyrr en boðaðar hafa verið kosningar til Alþingis hvenær svo sem að þvi kann að koma. Þá mun hvað Alþýðuflokkinn varðar verða boðað til sérstaks flokks- þings — reglulegs þings eða auka- þings — til þess að afgreiða sam- einingarmálið, sem er að sjálf- sögðu um sameiningu flokkanna á landsvisu. Hannibal Valdimarsson lýsti sig mjög ánægðan með það sam- komulag um kosningabandalag, sem tkist hefði i Reykjavik. — Ég tel, að það samkomulag sé byggt á eðlilegum sanngirnis- reglum og vona ég að það mark- mið náist, sem að er stefnt — að listi jafnaðarmanna hljóti mest fylgi framboðslista vinstri fiokk- anna i borginni. — Ég vil einnig taka það fram, að kosningabandalag þetta er ekki ákvarðað af stjórnum flokk- anna heldur er það gert að vilja flokksfélaganna i Reykjavík. Þannig munu framboðsmálin við komandi sveitarstjórnarkosning- ar verða ráðin af flokksmönnun- um i hverju sveitarfélagi fyrir sig án afskipta flokksstjórna. Æski- legt er auðvitað að þessir tveir aðilar nái saman á sem flestum stöðum, en þar ráða að sjálfsögðu aðstæður á hverjum stað og vilji flokksfólksins sjálfs. Félagsmálastefnan á oddinn Þá voru borgarfulltrúarnir spurðir að þvi, hvaða mál yrðu liklega aðalbaráttumál fram- bjóðandanna á hinum sameigin lega lista jafnaðarmanna i kom- andi borgarstjórnarkosningum. Svöruðu þau þvi til, að málin, ;em fyrst og fremst myndu höfð á oddinum, myndu vera i fyrsta lagi félagslegar umbætur hvers konar, þ.á m. aðgerðir i hús- næðismálum, bætt aðbúð aldraðra og langlegusjúklinga og úrbætur i málefnum aldraðs, sjúks fólks, sem hvergi ætti höfði sinu að að halia. í öðru lagi væru það atvinnumálin og þá sérstak- lega efling félagslega rekinna fyrirtækja eins og Bæjarútgerðar Reykjavikur og i þriðja lagi bar- átta fyrir auknu borgaralýðræði — þ.á.m. fyrir atvinnulýðræði i borgarrekstrinum. Þá kom einnig fram hjá borgarfulltrúunum, að á þvi kjör- timabili borgarstjórnar Reykja- vikur, sem nú er senn á enda, hefði tekist ágætt samstarf milli allra minnihlutaflokkanna i borgarstjórn og viðræður stæðu nú yfir á milli þeirra um sam- stöðu i komandi kosningum — s.s. eins og varðandi sameininlega málefnaskrá til þess að leggja fram i kosningabaráttunni og starfa samkvæmt að kosningum ioknum. Sextugur er i dag Krist- mundur Bjarnason, Eyrar- götu 6, tsafirði. Kristmundur hefur jafnan verið dyggur fylgismaður jafnaðarstefnunnar og traustur liðsmaður Alþýðu- flokksins. Hann mun i dag dveljast á heimili dóttur sinnar I Reykjavik. Alþýðublaðið sendir Krist- mundi og fjölskyldu hans sinar einlægu árnaðaróskir FLOKKSSTARFIÐ Hafnfirðingar BÆJARMÁLIN Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar boðar tilfundar i dag fimmtudaginn24. janúar kl. 20,30 i Alþýðuhúsinu. Fundarefni: Hörður Zóphaniasson, bæjarfulltrúi, ræðir fjárhagsáætlunina. Stjórnin. Fimmtudagur 24. janúar 1974. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.