Alþýðublaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 6
 w ■v.íU:. •í<S vrt't S1 iji-;,*. í?,lv ÍÉ Pf Wi i'.v;? 'AÍÍ gi| f ífe/ l!ví: •;o:*s ?:ív;5 HVAÐ MUN ARH) OSS? Hrútsmerkið. Frá kl. 1.07 hinn Zl mars til kl. 12.20 hinn 20. april. Þau ykkar, sem fædd eruð i fyrsta þriðjungi merkisins, munuð af og til taka eftir vissri stöðnun, sem angrar athafnasaman hrút i hæsta máta, einkum þar sem allir þeir, sem fæddir eru i þessu merki, munu verða fyrir miklu meiri uppörvun en nokkru sinni fyrr. Nyjar hugmyndir koma fram og langanir til nýrra athafna þrýsta á og krefjast þess, að tekið verði til óspilltra málanna. Þeim, sem fæddir eru i fyrsta þriðjungi merkisins, verður hik- laust að ráða það, að þegar þeir verða varir við fyrstu hömlurnar, taki þeir saman föggur sinar og biði þar til þeir skynja, að létt hefur á nýjan leik. Þar er sem sé um að ræða afstöðu Satúrnusar til sólarinnar i byrjun merkisins og það verður ætið að forðast það, að láta hana hafa hemjandi áhrif, þar sem þau eru mjög viötæk og langæ vegna þess að Satíirnus er hnöttur, sem hreyfist hægt. Hömlurnar koma i ljós á þann veg, að ekkert nær sér á strik með réttum hætti: samningar eru sviknir og peningar, sem búist var við á ákveðnum tima, koma siðar, sem aftur getur valdið verulegum óþægindum. Siðasti þriðjungur merkisins er á þvi spennulausa sviði, sem kemur frá Satúrnusi. Þegar hér er komið á hver og einn auðvelt með að koma lifi sinu vel fyrir. Nautsmerkið. Frá 20. april kl. 12.20 til 21. mai kl. 11.37 eftir hádegi. Þeir, sem fæddir eru i Nauts- merkinu, geta verið ánægðir með það, að i hönd fer mjög stöðugt ár, einkum þeim til handa, sem fæddir eru i fyrsta þriðjungi merkisins. Hin mildari áhrif frá bæði Satúrnusi og Júpiter færir þeim hamingju, sem endast mun langa hrið. Þetta snerlir einkum samningsgerð, söngmenntun og raunar einnig aðra menntun, samstarf við ungt fólk eða systkini viðkomandi og þvium- likt. t sambandi við allt þetta munuð þér veita athygli hinum mildu og öruggu áhrifum auk hamingjunnar, sem áður er minnst á. t byrjun ársins hefur Venus einnig góð áhrif á merkið og þvi kynni að vera möguleiki á löngu og öruggu ástarsambandi. Þeir, sem eru i Nautsmerkinu, þurfa á þvi ári, sem i hönd fer, að gæta sin á þvi, að hinn mikli stöð- ugleiki fái ekki alltof mikil áhrif á lif þeirra. Ef þeir, sem fæddir eru i Nautsmerkinu, nola i staðinn alla sina meðfæddu diplómatisku hæfileika til þess, að undirbúa vel framtið sina, munu þeir verða mjög ham- ingjusamirog komast langt á þvi ári, sem nú er hafið. Þeir munu verða heppnir með kaup á jarð- næði og húsum, sem þeir ráðast i. Skynsamlegt getur verið að leita gæfunnar i happdrætti. Þegar á allt er litið, mun hið nýja ár verða jákvaitt þeim, sem fæddir eru i Nautsmerkinu. .'rt*. i.-r* M Hinar persónulegu stjörnuspár lesendunum til handa fyrir árið 1974 virðast vera þrungnar meiri spennu en nokkru sinni fyrr. Hér getur hver og einn fundið sitt eigið stjörnumerki og gengið úr skugga um hvað stjörnuspámaðurinn hefur séð honum til handa á árinu 1974. Tviburamerkið. Frá 21. mai kl. 11.37 til 21. júni kl. 7.38. Rétt eins og hin stjörnumerkin, Vatnsberinn og Vogarmerkið, lof- ar Tviburamerkið einnig góðu um árið, sem nú fer i hönd. Kemur nú æ betur i ljós hin hagstæða geisl- un frá Júpiter i Vatnsberanum. Þar að auki nýtur siðasti þriðj- ungur merkisins einnig mildandi áhrifa frá Úranusi i Vogarmerk- inu. Upp af þvi mun spretta mikill fjöldi nýrra og næstum byltingar- kenndra hugmynda, sem þér munið hafa hug á að koma i fram- kvæmd. Áhrif Úaranusar á hið sibreytilega og órólega Tvibura- merki munu verða að nokkru leyti óstöðug, nú eins og siðustu árin, þannig, að fram kemur þörf til mikilla breytinga, hvort heldur á vinnustöðum eða i atvinnulif- inu. Þar sem allt mun þó fara vel á endanum, er þessi hneigð ekki hættuleg tilhneiging á þessu ári, svo fremi, að þér notið heilbrigða skynsemi yðar á raunsæjan hátt. Sannast sagna eru neikvæð áhrif Neptúnusar miklu hættulegri. Aftur á móti geta þeir, sem fæddir eru i fyrsta þriðjungi merkisins, notið góðs af þeim inn- blæstri, sem einnig Neptúnus get- ur veitt, til þess að fá arð af fé sinu, rétt eins og þeir, sem njóta heillavænlegra áhrif frá fæðingarstjörnuspánni, geta haft með sér mikla heppni i spilum.al- mennt séð. Krabbinn. k'rá 21. júni 7.38 til 23. júlikl. 6.31. Þeir, sem fæddir eru i byrjun krabbamerkisins, munu nú merkja áhrifin frá nærveru Satúrnusar i stjörnumerki sinu. Þar sem þessi stjarna fer á u.þ.b. tveim og hálfu ári i gegn um hvert stjörnumerki, verður maður að búa sig undir komu hennar með nokkurra ára fyrirvara og áhrif hennar á lif manns um tveggja og hálfs árs skeið, það gerir maður best með hægri en öruggri festu i lifi sinu eða mikilli andspyrnu gegn neikvæðum áhrifum. Allir þeir, sem fæddir eru i fyrsta og öðrum þriðjungi merkisins, munu veita Satúrnusi athygii i ár. Jafn- vel við mjög mildar kringum- stæður mun hann hafa tilhneig- ingu til þes að gefa öllum hlutum miklu meiri alvörusvip. Hver og einn mun beita sér i rikari mæli að starfi sinu en áður, menn hafa ákveðinn vilja til vissra hluta og hægt en örugglega vinna menn sig áixam og leitast við að tryggja sem best heimili sinu og fyrir- tæki. t margbreytilegum kring- umstæöum mun Satúrnus hafa áhrif til þunglyndis og áhyggna. Sé manni ljóst, að hér er aðeins um breytingaskeið að ræða, er að sönnu auðveldara að sigrast á þvi, heldur en ef maður áliti, að þennig.muni það verða áfram. En það er sem sagt ekki um það að ræða. En vist getur það orðið erfiður timi meðan hann stendur. Þér þurfið sem sagt að tak« yður saman i andlitinu. Þegar Satúrn- us i Krabbamerkinu er i fullri andstöðu við sitt drottinmerki (Steingeitin) minnka nokkuð áhrif hans. Ljónið. Frá 23. júli kl. 6.11 til 23. ágúst kl. 1.30. Ljónið er vant að gera það, sem það vill, en á hinu nýja ári hljóta þeir sem fæddir eru i þessu merki að hugsa sig um oftar en einu sinni, áður en þeir gera það, sem þeir vilja. Júpiter er i mikilli andstöðu við merkið, einkum þegar sólin kemur i Vatnsbera-, Nauts- og Höggormsmerkið. Þeg- ar liða tekur á árið hlýtur sérhver Ljónsmaður að ganga mjög var- lega til verks, þvi að ella gæti illa farið. Erfiðleikar i hjónabands- málum gætu hæglega komið fyr- ir. Sérstaklega jákvæð áhrif stafa frá Neptúnusi i Bogamerkinu fyrsta þriðjung merkisins. Getur það leitt til mikillar hamingju og góðs árangurs, ef þér farið skyn- samlega að. Mars verður i Ljóns- merkinu frá lokum júnimánaðar til byrjunar júlimánáðar og mun hafa i för með sér aukna þörf tii viðskipta, en þá ber að leggja áherslu á, að ihuga sérhverja að- gerð mjög nákvæmlega. Siðasti þriðjungur Ljónsmerks- ins mun i byrjun ársins verða undir mildandi áhrifum frá Satúrnusi og allt árið undir mild- andi áhrifum frá Úranusi. Þessi tvenn mildandi áhrif munu draga nokkuð úr andstöðu Júpiters og Ljónsmenn ættu—undir hinum hvetjandi áhrifum Úranusar ásamt hinum staðföstu jákvæðu áhrifum Satúrnusar að hafa við- skipti um hönd, svo að þeir geti með góðum hagnaði búið sig 1 undir framtiðina. Jómfrúarmerkiö. 23. ágúst kl. 1,30 til 23. september kl. 10,59. Fyrsti og annar þriðjungur Jóm- frúarmerkisins býr i ár við beina andstöðu Júpiters i merki sinu. Áður hefur verið fyrir hendi and- staða frá Satúrnusi og þvi er hægt að hugga yður með, að andstaðan frá Júpiter er ekki jafn áhrifa- mikil og andspyrna frá Satúrnusi. Engu að siður gæti viðkvæm jóm- frú talið það vera sér mikið áhyggjuefni. Engu aðsiður er það svo, að frá Satúrnusi koma nú mildandi áhrif, sem I fremsta máta munu hafa áhrif á yður til góðs. Af þeim leiðir meiri ró i huga, heppni i viðskiptum og raunar hvaða starfi sem er. Og þar sem þeir, sem fæddir eru i Jómfrúarmerkinu, þarfnast yfir- leitt meira sálarjafnvægis hljóta þeir að fagna hinum mildandi áhrifum frá Satúrnusi. Undir þessum áhrifum munu þeir geta gert framtið sina öruggari og jafnframt stofnað til mjög varan- legra sambands, þar á meðal persónulegra. Þér munuð veita hinum jákvæðu og hagstæðu áhrifum eftirtekt, einkum þegar sólin stendur i Steingeitinni, Nautsmerkinu, Krabbanum eða Höggorminum, og þá ber yður að hafast að. Það skuluð þér gera eftir rækilega ihugun og það myndi verða mjög hættulegt að fara að neyta eiturlyfja, úr þvi að þessi áhrif eru fyrir hendi. Vogamerkið. Frá 23. septcmber kl. 10,59 til 23. október kl. 8,12. Þeir sem fæddir eru i Vogarmerk inu, munu hefja árið undir mjög mildandi áhrifum, semmunu vara mest allt árið. Þegar sólin hefur innreið sina i merkið verður Mars einnig þar. Það mun veita þess- um mönnum óvenjulegan kraft til aðgerða og viðskipta. Einnig verður Úranus allt árið i merk- inu. Það leiðir til nýrra viðhorfa og nýs aukins innblásturs, en einnig til óskar um byltinga- kenndar breytingar og uppbygg- ingu nýrra mannlegra leiða. Hvað kvenfólkið snertir er enn um aukið ástarlif að ræða. Allt fram til 7. mars verður jafnt Merkúr, Venus, Júpiter sem Satúrnus i þrihyrningsafstöðu til merkisins, Neptúnus i sex- hyrningsafstöðu og þrihyrnings- afstaða Mars hefst, en allt hefur þetta mjög mild áhrif i för með sér. Þeir, sem fæddir eru i Voga- merkinu, hljóta á öllum sviðum að reyna að notfæra sér þessi áhrif. Og þar sem þeir hafa einnig og ennfremur Plútó i sinu merki munu breytingar, nýjar leiðir, ný atvinna og margt fleira af þvi tagi, gerast i lifi margra þeirra, sem fæddir eru i þessu merki. Ef þér viljíð skipta um at- vinnu og fá meira út úr framtið- inni, er rétti timinn til þess að gera það NÚ. Þegar á allt er litið mun þetta nýja ár verða mjög spennandi, hafa jákvæða þróun i för með sér og veita mikið á öllum sviðum. Þér munið einnig hafa heppnina með yður i peningamál- um og getið reiknað með tekjum frá bæði starfi yðar og spila- mennsku, einkum á þrem fyrstu mánuðum ársins. Drekinn. Frá 23. október kl. 8,12 til 22. nóvember kl. 5,40. Um þá, sem fæddir eru I Dreka- merkinu, gildir það, að mest allt árið verður Júpiter i þrihyrnings- afstöðu til sólmerkis þeirra. Hin- um jákvæðu áhrifum þessa mun- uð þið taka eftir I sambandi við hvorttveggja, öll lögleg viðskipti sem og á hjónabandssviðinu. Þá stendur Satúrnus einnig i mjög jákvæðri afstöðu til merkisins, og sú afstaða mildar hina meðfæddu heift i m jög rikum mæli með þeim stöðugleika,sem Satúrnus færir merkinu frá Krabbamerkinu. Þetta er tilvalið ár fyrir alla þá, sem fæddir eru i Högggorms- merkinu, til þess að taka að sér ný störf, einkum mun fólk, sem fætt er i fyrsta þriðjungi merkis- ins, veita þessum jákvæðu áhrif- um mikla athygli, er mun leiða margt gott af sér. Þeir, sem ekki fara i ný störf, heldur hallda áfram i hinum fyrri, munu einnig veita þvi athygli, að heppnin er nú með þeim. Margir eiga nú von á mikilli forfrömun til framtiðar. Og sumir eiga nú von á mikilli upphefð, sem þeir höfðu engan veginn gert sér neinar vonir um. A sviði hjónabands og ásta gerist gott eitt, sem býður þeirra á hinu nýja ári, sem fæddir eru i Drekamerkinu. Þetta er einnig árið, þegar þeir, sem fæddir eru I Drekamerkinu og hafa áhuga fyrir að fást við at- huganir á andlegum efnum, hefjast handa um það og komast langt á þvi sviði. Bogmaöurinn. 22. nóvember kl. 5,40 til 22. desembcr kl. 6,57. Þeir, sem eru i Bogamerkinu, verða að búa sig undir, að margt og misjafnt ryðjist til áhrifa i lifi þeirra á hinu nýja ári. Fyrsti þriðjungur merkisins er undir áhrifum þess, að Neptúnus er staðsettur i sjálfu merkinu, þar við bætast áhrif frá Júpiter i Vatnsberanum og frá Úranusi i Vogamerkinu. Þetta merkir, að hér blandast saman hið heim- spekilega andrúmsloft i Fiskun- um (Neptúnusi. ). Þetta getur tið- um leitt til þess, að hinn oft ber- skjaldaði Bogmaður lendi i vangaveltum. En þeir, sem fædd- ireru I þessu merki, komast ekki hjá þvi á hinu nýja ári að taka af- stöðu til margra undarlegra hluta, sem verða á vegi þeirra og gerast i lifi þeirra. Þeir munu m.a. dragast af miklu afli að austurlenskum visindum. Margir þeir, sem fæddir eru i Bogmerkinu, munu verða fyrir þvi, að verða skyndilega ofsalega ástfangnir. En fleiri i siðasta þriðjungi merkisins munu verða varir við sterkar óskir i brjóstum sér um stofnun nýs hjónabands eða breytingar á starfi og/eða hjónabandi. Öllum þeim, sem fæddir eru i Bogmerkinu, iná segja það, að velflest sem þeir taka sér fyrir hendur á hinu nýja ári, mun takast vel. öll viðhorf i kringum merkið eru svo mild, að þeir hafa ekkert að óttast. Steingeitin. 22. desember kl. 6,57 til 20. janúar kl. 11,47. Margir þeirra, sem fæddir eru i Stengeitinni, munu verða fyrir miklum þrýstingi, einkum þeir, sem fæddir eru fyrst og siðast i merkinu. Þar er um að ræða þrýsting frá Satúrnusi vegna and- stöðunnar i Krabbamerkinu og einnig þrýsting frá Úranusi i tengslum við Vogarmerkið. En þar sem þeir, sem fæddir eru i þessu merki, eru gæddir afar mikilli þolinmæði og næstum óþrjótandi stöðugleika munu þeir einnig allir reynast menn til þess að bjóða mótstöðunni byrginn. Samtimis þessu er hægt að segja, að undir þessum kringumstæðum biði þeirra mikill andlegur þroski, sem er ómaksins virði að afla sér. Ef þér látið nú slag standa með allt það efnislega, sem börn Steingeitarinnar eru nú einu sinni afar hneigð til og hallast að i rik- um mæli, en taki i þess stað að sinna i þeim mun rikari mæli andlegum ihugunum og þeim hliðum lifsins, sem þær opna yður-ja, þá eru þeir vissu- lega komnir langt áleiðis til þess að yfirvinna mótstöðuna og snúa öllu sjálfum sér i hag. Oft gerist það, þegar fólk býr við kringumstæður sem þessar, að það leitar á vit hins leynilega lokaða eða dulræna, félaga sem sýsla með slikt. Það gæti orðið þeim, sem fæddir eru i þessu merki, jákvætt að gera það ein- mitt nú, þvi að það mun færa þeim hamingju og heppni. Vatnsberinn 20. janúar kl. 11,47 til 19. febrúar kl. 2,00. Gleðjist nú, allir vatnsberar, þvi að i ár getur ekki allt farið á verri veg fyrir ykkur. Júpiter fer um sólmerki ykkar og það eitt útaf íyrir sig hefur i för með sér heppni og hamingju. Þar að auki kemur það til, að á vissum timum verður Júpiter i þrihyrningsaf- stöðu bæði til Úranusar og Satúrnusar. Þeir, sem fæddir eru i miðhluta og siðasta hluta merkisins, geta búist við fram- sókn nær hvarvetna i lifinu. Undir þessum kringumstæðum er næstum útilokað, að þeir geti haldið rangt af stað eða farið vit- laust að. En þetta lán leggur lika skyldur á herðar ykkar. Það krefst samúðar og viðsýni og til- litssemi gagnvart öllum lifandi verum. Heppnin verður förunautur yðar (allt eftir fæðingarstjörnu- spá hvers og eins) i viðskiptum, happdrættum, ástum, fasteigna- viðskiptum og á mörgum öðrum sviðum. Þér getið skipt um at- vinnu, breytt um aðsetur, flutt utan eða tekið yður eitthvað annað alveg nýttt fyrir hendur. Sumt þarf þó að varast, nefni- lega þegar sólin stendur i Naut- inu, Ljóninu eða Drekanum. Með- an á þvi stendur skuluð þér sýna mikla aðgæslu og halda fast um hugmyndir og breytingar, þar sem þessi áhrif geta hamið eða komið i veg fvrir góð áform, um nokkurt skeið. Fiskarnir. Frá 19. febrúar kl. 2,00 til 21. mars kl. 1,07- Fólk, sem fætt er i Fiskamerkinu, býr við tvenn mjög misjöfn áhrif. Þeir, sem fæddir eru i fyrri hluta merkisins, taka eftir mjög já- kvæðum stöðugleika-áhrifum frá Júpiter i merkinu og frá þri- hyrningsafstöðu Satúrnusar i tengslum við siðasta hluta Tvi- buranna og fyrsta hluta Krabba- merkisins. Þeir, sem fæddir eru i merkinu, hafa sem sé oftsinnis mjög brýna nauðsyn fyrir mild- andi áhrif. Umfram allt má ekki láta eftir þörf til þess aö drekkja sorgum sinum i áfengi eða lyfjum pé heldur leitast við að fá svefn- þörf sinni full.iægt með pillum eða öðru þviumliku. Hin áhrifin koma frá siðasta hluta merkisins. þégar Satúrnus er þannig settur, að hann eykur þunglyndi og angur. Sumir þeirra, sem fæddir eru i Fiskamerkinu, hafa tilhneigingu til þess að gefa eftir fyrir öðrum og þvi kann það að heröa þá upp. þegar ég segi þeim nú. að hér er aðeins um timabundið ástand að ræða. um mitt árið birtir til og þvi ætti að vera auðvelt að halda út. Leitið ekki huggunar i neinu heimskulegu, það mun aðeins gera hlutina erfiðari viðfangs og i langflestum tilfellum mun það aðeins leiða til þess, aö þér getið ekki notfært yður léttinn , þegar hann kemur til sögunnar. •.-OjVv ‘VTji' !0: ■É'ií í's;i * o Föstudagur 22. febrúar 1974 Föstudagur 22. febrúar 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.