Alþýðublaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 5
Útgefandi Blað hf. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (áb) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Útbreiðslustjóri: Þráinn Þorleifsson Aðsetur ritstjórnar: Skipholt 19, simi: 28800. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10: simi 28660 og 14906. Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10: simi 14900, Blaðaprent hf. Alþýðuflokknum er einum treystandi Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa upp- lýst m.a. i sjónvarpi, að einhverjar viðræður hafi farið fram milli þeirra og forsvarsmanna Framsóknarflokksins um hugsanlegt samstarf og jafnvel stjórnarmyndun á siðustu dögum þingsins, sem Ólafur Jóhannesson siðar losaði sig við. Þessar viðræður hafa þá farið fram eftir að Ólafur Jóhannesson lagði fram á Alþingi til- lögur sinar um ráðstafanir i efnahagsmálum sem voru á þann veg, að forseti Alþýðusam- bands Islands hvarf frá fylgi við stjórnina og lýsti yfir vantrausti á hana. Ef þessi saga er rétt um samræður forystu- manna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins á þessari stundu, þá hljóta þær m.a. að hafa snúist um það, að reyna að ná samkomu- lagi um einhver þau atriði i kaupránsaðgerðum Ólafs, sem Alþýðusamband Islands hefur mót- mælt. Einhverjir valdamenn i Sjálfstæðis- flokknum hafa sem sé verið reiðubúnir til þess að ganga til liðs við einhverjar þeirra — annars hefðu engar viðræður af þeirra hálfu við Ólaf Jóhannesson farið fram. Af þessu getur fólk séð, að engu er um það að treysta, hvað Sjálfstæðisflokkurinn kann að gera i málum þessum eftir kosningarnar. Eini þingflokkurinn, sem einarðlega stóð gegn kaup- ránsráðaðgerðum rikisstjórnarinnar og vildi ekki ljá máls á neinum samningum um slika hluti, var þingflokkur Alþýðuflokksins. Þing- menn Alþýðuflokksins stóðu ekki i neinu makki við stjórnarliðið um þessi mál og þvi hljóta þeir launþegar, sem mótmæla vilja þeim ráðstöfun- um og leggja vilja sitt af mörkunum til þess að koma i veg fyrir, að næsta Alþingi staðfesti þær að snúa til liðs við Alþýðuflokkinn. Hann er eini stjórnmálaflokkurinn, sem fólkið getur treyst i þessum efnum þvi þingflokkur hans var eini þingflokkurinn, sem heill og óskiptur ljáði ekki máls á neinu baktjaldamakki við stjórnarliðið um málið áður en ólafur rauf þingið. ÖSKAMMFEILNI ÞJÓÐVILJALIÐSINS Eftir að ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa staðið með Ólafi Jóhannessyni, forsætisráð- herra, að útgáfu bráðabirgðalaga, þar sem kjarasamningar stéttarfélaganna eru ógiltir með valdboði,og kauphækkun, sem koma átti til framkvæmda þann 1. júni s.l., hrifsuð af launa- fólkinu með valdi,skýtur Þjóðviljinn upp kollin- um og segir, að sérhvert atkvæði greitt Alþýðu- bandalaginu i komandi kosningum sé vopn i kjarabaráttu verkafólks! Hversu öfugsnúin þessi röksemdafærsla Þjóðviljans er skýrist enn betur þegar að þvi er gáð, að i tillögum þeim um efnahagsmál, sem rikisstjórnin lagði fram á Al- þingi og urðu til þess, að verkalýðssinnarnir i SFV hurfu frá stuðningi við hana áttu ráðherrar kommúnista hugmyndina að ákvæði um að skera niður með lögum þær kauphækkanir, sem fjölmargar launastéttir höfðu þá nýlega undir- ritað samninga um. Svo kemur Þjóðviljinn eftir þetta allt saman og segir, að sérhvert atkvæði greitt G-listanum sé vopn i kjarabaráttu launa- fólksins i landinu. Sér er nú hver óskammfeiln- in! Það er eins og þessir herrar haldi, að launa- fólkið á Islandi sé bæði sjónlaust og heyrnar- laust — og skilningsvana i þokkabót. ialþýöuj SAGT í KOSNINGABARÁTTUNNI HIN SKÝRA STEFNA ÓLAFS Timinn er upp á siökastiö orðinn fjarska ánægður með ólaf sinn Jóhannesson, og er i rauninni ekki nema gott um það að segja — nægjusemi er dyggð. Nú er meira að segja farið að hrósa Ólafi hástöfum fyrir það, að hann sé eini stjórnmálaleið- togi þjóðarinnar, sem hafi skýra og ákveðna stefnu i efnahags- málum. Þaö hafi best komið fram, segja Tómaritstjórarnir, þegar hann lagði fram frum- varpið fræga um viðnám gegn veröbólgu. Til sannindamerkis hélt Timinn upp á hvitasunnuna með þvi að prenta framsögu- ræðu Ólafs fyrir frumvarpinu i heilu lagi. (A nokkrum siðum, enda er ekki ennþá farið að hrósa Ólafi fyrir að vera gagnoröur.) En hver er nú hin ákveðna stefna ólafs og Framsóknar i efnahagsmálum? Svariö má raunar, ef vei er leitað, finna i verðbólgufrumvarpinu og skýringum Ólafs viö þvi. Frum- varpið fjallaði, eins og lesendur muna, um verðstöövun og kaup- bindingu fram i nóvember, bráðabirgðaráöstafanir, sem áttu að fresta verð- bólguvandanum um hálft ár. I framsöguræðu sinni dró Olafur heldur enga dul á það, að þessar aðgerðir væru út af fyrir sig engin lausn. Þær væru aðeins fyrsti áfanginn af þremur. Annar áfanginn fól i sér hliðar- ráðstafanir ýmsar, aðallega „gengissig”, sem áttu að fylgja fljótlega á eftir. En þessir tveir áfangar áttu fyrst og fremst að veita ráðrúm til að undirbúa þriðja áfangann, hina raun- verulegu lausn vandans. Hin skýra stefna Ólafs Jóhanns- sonar i efnahagsmálum feist sem sagt i þvi, að nú sé rétt að hugsa sig vel um i svo sem hálft ár! Alþýðuflokkurinn neitaði að fallast á þessa stefnu, meðal annars vegna þess, að hann treysti ekki rikisstjórn ólafs Jóhannessonar til að nota umhugsunarfrestinn skynsam- iega og koma sér saman um fullnægjandi ráðstafanir i haust. Alþýðuflokkurinn taldi, að Alþingi þyrfti ekki einungis að tryggja ráðrúm til að snúast við vandanum, ekki aöeins að gefa umhugsunarfrest, heldur yrðium leið að setja á laggirnar stjórn, sem gæti hugsað, sem gæti undirbúið raunhæfar aðgerðir fyrir haustiö. Þess vegna vildi Al- þýðuflokkunnn, að stjórnin bæðist lausnar og efnt yröi til nýrra kosninga, um leið og fundin væri bráðabirgðalausn á aðsteðjandi efnahagsvanda. Meirihluti Alþingis reyndist vera sammálaAlþýðuflokknum um þetta, svo að Ólafur Jóhannesson neyddist til að efna til kosninga, að vísu á annan og óvarlegri hátt en Álþýðu- flokkurinn hefði kosið. Með bráðabirgðalögum var kauphækkunum frestað fram yfir kosningar, og nú biður rikisstjórn ólafs Jóhannessonar um nýtt umboð til aö fram- kvæma sina skýru stefnu i efna- hagsmálum. Með öðrum orð- um: ef hún sigrar i kosningun- um, ætlar hún að setjast niður og hugsa I nokkra mánuöi. En dettur nokkrum manni i hug i alvöru, að sú umhugsun myndi leiða til nokkurrar niðurstöðu, sem ráðherrarnir gætu orðiö sammála um? Auðvitað ekki. Stjórnin myndi halda áfram að velta málunum á undan sér frá degi til dags og gefast svo upp að lokpm, en þó ekki fyrr en ráðaleysi hennar hefði bakað þjóðinni tjón, sem seint yrði bætt. INDLAND í „ATÓMKLÚDDINN” Eins og fram hefur komið i fréttum, hefur Indland nýlega sprengt sina fyrstu atóm- sprengju. Sú sprenging hefur ekki vakið mikla athygli á alþjóða- vettvangi, enda þótt slikar sprengjutilraunir hjá öðrum rikjum hafi á undanförnum árum vakið upp öldu reiði og mótmæla viða um heim. Að visu hafa Ind- verjar fullyrt, að tilraunin sé gerð með friðsamlega hagnýtingu kjarnorkunnar fyrir augum — hvernig svo sem skýra á það, að kjarnorkusprengja geti verið notuð i friðsamlegu skyni. 1 raun- inni er hins vegar enginn vafi á þvi, að Indland stefnir óðfluga að þvi að verða sjötta kjarnorku- veldið. Á s.l. tveimur áratugum hefur fólk haft miklar áhyggjur af kjarnorkuvopnakapphlaupinu. fyrst vonuðust menn eftir þvi, að hægt væri að takmarka kjarn- orkuvigbúnað við þrjú lönd — Bandarikin, Sovétrikin og Bret- land. En svo slóst Frakkland i hópinn, og þar á eftir Kina. Þarmeð voru rikin i kjarnorku- klúbbnum orðin fimm og svo hagar til, að einmitt þessi sömu fimm riki eiga fastafulltrúa i öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þannig að segja mátti, að þarna væri náð hinni eðlilegu markalinu, þar eð þessi riki ættu öðrum fremur að bera ábyrgð á öryggis- málum heimsins. Árið 1968 tókst einnig að ná alþjóðasamkomulagi um bann við dreifingu kjarnorkuvopna. Þetta samkomulag var liður i við- leitni Bandarikjanna og Sovét- rikjanna um að draga úr spennu i heiminum, en þvi miður fyrir samkomulagið — og e.t.v. heims- byggðina alla — voru nokkur voldug riki, sem ekki fengust til þess að undirrita sáttmálann. Meðal þeirra voru tvö kjarnorku- veldi — Frakkland og Kina og auk þeirra nokkur riki, sem ekki höfðu yfir kjarnavopnum að ráða — þar á meðal Indland. Samt sem áður gátu menn huggað sig við það, að öflugur alþjóðlegur stuðn- ingur væri við þá hugmynd að komið væri i veg fyrir það, að fleiri riki en þau fimm, sem þá réðu yfir kjarnorkuvopnum, slægjust i „kjarnorkuklúbbinn.” Indland er nú að hnekkja þessari viljayfirlýsingu fiestra þjóða heims jafnvel þótt það muni taka landið nokkur ár til viðbótar að ERLENDIS FRÁ framþróa þá tækni, sem þarf að beita svo hægt sé að nota kjarn- orkuvopn i styrjöld. Það er erfitt að spá nákvæm- lega fyrir um, hvað vakir fyrir Indlandi með þessari ákvörðun, hvert stjórn landsins hyggist stefna. Indland hefur fyrst og fremst átt í deilum við Pakistan, en I Bangla-Deshstyrjöldinni kom glögglega i ljós, að Indland hafði algera yfirburði, hvað varðar venjulegan vopnabúnað og her- styrk. Afstaðan til kjarnorku- veldisins Kina hefur þvi sjálfsagt vegið þyngra á metaskálunum. Milli þessara tveggja rikja hafa orðið landamæraskærur og bæði keppa þau um forystuhlutverkið i Asiu. Kina 'styður Pakistan, en Sovétrikin Indland. Þar með hafa lönd þessi beinlinis dregist inn i átök Sovétrikjanna og Kina og með eigin kjarnorkuvopnabúnað að bakhjarli getur Indland styrkt stöðu sina sem sjálfstætt og óháð riki við þær aðstæður. Hins vegar er það alls ekki vist, að þessi ákvörðun Indverja að koma sér upp eigin kjarnorku- vopnum auki á öryggi landsins. En kjarnorkuvopnabúnaður skapar riki aukið álit, og það er kannski það, sem úrslitum réði. Það er næsta eðlilegt, að jafn stórt og mannmargt riki, sem Indland er, reyni að koma sér i hóp stórvelda. Aður lék það hlut- verkið sem forysturiki hinna hlut- lausu rikja i heiminum, en þvi hlutverki hefur landið orðið að af- sala sér af ýmsum ástæðum. Þegar lengra er litið mun kjarn- orkuvopnabúnaður auka styrk þess og mótvægi gegn Kina i Asiu. En það er ekki heldur hægt að lita fram hjá þeirri staðreynd, að stjórnmálaviðhorf innanlands kunni að hafa haft áhrif á þessa ákvörðun Indlandsstjórnar. Sprengjutilraunin eykur mjög álit þeirrar rikisstjórnar, sem Indira Gandhi veitir forstöðu, en upp á siðkastið hefur stjórn hennar sætt mjög harðri gagnrýni frá iands- lýðnum. Óánægjan með erfitt efnahagsástand landsins hefur verið mikil og bæði hin sigursæla styrjöld gegn Pakistan og atóm- sprengingin geta leitt huga fólks- ins á aðrar brautir. Þá hefur rikisstjórnin einnig verið undir mjög miklum þrýstingi frá áköfum þjóðernissinnum. Sigurinn i styrjöldinni gegn Pakistan og sprenging kjarn- orkusprengju munu þó aðeins reynast stjórninni skammgóður vermir, ef hún fær ekki leyst erfiðleika þá, sem við blasa i innanlandsmálum. Þessi stað- reynd er einnig hinn veiki blettur á Indlandi hvað varðar stöðu þess meðal rikja heims og áhrif þess á alþjóðavettvangi. Ef Indland fær ekki leyst þau erfiðu vandamál, sem þjá landið sjálft og stafa af innanlandsástæðum einum saman, þá mun það áfram leika heldur litið hlutverk i alþjóða- stjórnmálum — þrátt fyrir sigur- inn yfir Pakistan og kjarnorku- spreng jutilraunina. FRÁ A-LISTANUM ÚR VESTFJARÐAKJÖRDÆMI KOSNINGASKRIFSTOFA Alþýöuflokkurinn í Vestf jaröakjördæmi hefur opnað kosningaskrifstofu á Isafirði. Skrifstofan er í Alþýðuhúsinu, uppi, sfmi 3955. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin eftir há- degi og á kvöldin, en verður síðar opin lengur. Alþýðuf lokksfólk og aðrir stuðningsmenn A- listans á Vestfjörðum. Hafið samband við skrifstofuna eða forystumenn flokksins í hverju byggðarlagi og veitið upplýsingar. A-listinn Miðvikudagur 5. júní. 1974 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.