Alþýðublaðið - 02.08.1974, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 02.08.1974, Qupperneq 5
alþýdu i r, i i Otgefandi: BlaS hf. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Útbrei&slustjóri: Þráinn Þorleifsson ASsetur ritstjórnar: Skipholti 19. simi 28800 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906 Afgre/ðsla: Hverfisgótu 8—10. simi 14900 Prentun: Blaðaprent ÞOKUKENNT ÞJOÐVILJARAUS Þjóðviljamenn eru manna slyng- astir i þvi að beita fyrir sig alls kyns slagorðum án þess nokkurn tima að láta fylgja með neina skilgreiningu á þvi, hvað þau eiga að merkja. Þannig eru þeir sitalandi um „vinstri” og ,,hægri” stefnu i is- lenskri pólitik. Engin frekari skil- greining fylgir þessum orðaleppum Þjóðviljans önnur en þá sú, að vilji Alþýðubandalagsins hverju sinni sé ,,vinstri”stefna, en vilji annara sé þá með sambærilegum hætti ,,hægri”stefna. Ekki verður með nokkru móti séð, hvað gott slik orða- leikfimi getur haft i för með sér fyr- ir islensku þjóðina. Til þess svona rétt að gefa hug- mynd um, hversu marklaust þetta slagorðahjal Þjóðviljans er, þá skulu hér nefnd tvö dæmi þar um. I kosningabaráttunni skrifaði Kjart- an Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans, blaðagrein, þar sem honum var mjög tiðrætt um ,,vinstri” og ,,hægri”. Eina dæmið, sem hann til- færði um hvað hann ætti við með ,,vinstri”stefnu var, að hún væri fylgi við 50 milna fiskveiðilögsögu. En þá má spyrja: Hvað þá um kröfu Sjálfstæðisflokksins um tafarlausa útfærslu i 200 milur? Samkvæmt hinni takmörkuðu skilgreiningu Þjóðviljaritstjórans ætti það þá að vera enn meiri ,,vinstri”stefna, en „ vinstri”stefna Alþýðubandalags- ins — og Sjálfstæðisflokkurinn þá sennilega marx-leniniskur flokkur! Svo annað dæmi sé nefnt, þá segir Þjóðviljinn nú, að ,,vinstri”stefna sé fólgin i kröfunni um varnarlaust land. En ef herinn hyrfi nú af landi brott, yrði þá ,,vinstri”stefna á Is- landi þar með búin vegna verkefna- skorts? Allt þetta „vinstri” og „hægri” hjal Þjóðviljans er svo gersamlega marklaust, að það þjónar ekki nokkrum tilgangi — nema þá þeim einum að segja frekar en þegja. Engin vandamál á íslandi verða leyst með svona barnahjali. Þoku- kennt raus um „vinstri” og „hægri” leysir engin vandamál. Spurningin, sem Alþýðubandalagið verður að svara, er miklu raunhæfari og ein- faldari en flest i slikum orðaleikj- um. Hún er einfaldlega þessi: Hyggst Alþýðubandalagið ganga til samstarfs við öfl, sem styðja vilja verkalýðshreyfingu þessa lands, um aðgerðir i mest aðkallandi vanda- málum þjóðarinnar þannig, að hag- ur launafólksins verði þar ekki fyrir borð borinn, eða ætlar Alþýðu- bandalagið að hlaupast undan ábyrgðinni af gunguskap og beita þvi fyrir sig, að það fái ekki fram- gengt kröfum um varnarlaust land, sem þjóðin hefur hafnað i kosning- um? Þessari einföldu spurningu verður ekki svarað með innantómu hjali um „vinstri” og „hægri”. Henni verður Alþýðubandalagið að svara undanbragðalaust og beint til þess að þeir launþegar, sem eflt hafa Alþýðubandalagið með at- kvæðum sinum, fái að vita, hvort flokkurinn sé traustsins verður þeg- ar við liggur, eða hvort þeir Alþýðu- bandalagsmenn séu ekkert annað en ábyrgðarlausir vindhanar og póli- tiskir afturúrkreistingar, sem aldrei þori að axla neina ábyrgð og séu þvi vitagangslausir til allra hluta í is- lenskri pólitik. Vandamál Alþýðubandalagsins er að gefa svar við þessari spurningu. Enginn launþegi hefur hins vegar minnsta áhuga á merkingarlausum orðavaðli Þjóðviljans um „vinstri” og „hægri”. WATERGATE EKKIEINKAMÁL USA Nú virðistljóst orðið, að rikis- réttur verður settur yfir Nixon Bandarikjai'orseta vegna Watergate-málsins, eftir að dómsmálanefnd Bandarikja- þings hefur sent fulltrúadeild- inni ákæruatriði i þremur liðum á hendur forsetanum. Þó að talsmenn forsetans hafi lýst þvi yfir, að forsetinn sé fullkomlega sannfærður um, að fulltrúadeild þingsins muni greiða atkvæði honum i vil, virðast fáir vera honum sammála. Þó að forset- inn láti i ljós bjartsýni um fram- vindu mála i þeim yfirlýsingum, Sem hann lætur frá sér fara, fer ekki fram hjá neinum, að Watergate-málið er forsetanum fullkomin martröð. Þetta ein- stæða mál er forsetanum mikil likamleg og sálarleg byrði og bera sjónvarpsmyndir af forset- anum að undanförnu þessu glöggt vitni. Forseti Bandarikjanna er einn valdamesti maður heims. Akvarðanir hans hafa afgerandi þýðingu langt út fyrir landa- mæri Bandarikjanna. Water- gate-málið er þvi ekkert einka- mál Bandarikjamanna. Þó að dregið hafi úr spenn- unni milli stórveldanna, rikir spenna i alþjóðamálum. Deilur NATO-rikjanna tveggja, Grikk- lands og Tyrklands, um Kýpur og hið ótrygga stjórnmála- ástand við innanvert Miðjarðar- haf, sýnir þetta glöggt. Þróun mála i Miðausturlönd- um og á Kýpur hefur sýnt, að stórveldin tvö, Bandarikin og Sovétrikin, hafa mikinn áhuga á umræddu heimssvæði eins og mörgum öðrum hernaðarlega mikilvægum stöðum i heimin- um. Segja má, að hingað til hafi Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna, verið eins kon- ar trygging fyrir þvi, að Banda- rikjastjórn taki skynsamlega á utanrikismálum. Enginn veit hins vegar, hve lengi þessarar „tryggingar” nýtur. Kissinger hefur sjálfur hótað að segja af sér sem utanrikisráðherra vegna ásakana um aðild hans að Watergate-málinu. Það er i hæsta máta ógnvekj- andi, að Bandarikjunum og ut- anrikisstefnu þeirra sé stjórnað af forseta, sem ákærður er fyrir glæpsamlega starfsemi af dómsmálanefnd þingsins, for- seta sem nýtur stuðnings aðeins litils brots bandariskra kjós- enda og sem i þokkabót er þjak- aður af miklu andlegu álagi. Það er erfitt að hugsa sér, að nokkur maður geti.tekið skyn- samlegar og vel hugsaðar ákvarðanir við slikar aðstæður. 1 öllum þingræðisrikjum Vestur-Evrópu væri rikisstjórn, sem leiðst hefði út i kviksyndi á borð við það, sem stjórn Nixons er nú komin i, fyrir löngu búin að segja af sér burt séð frá þvi, hvort hún væri sökuð um glæð- samlegt athæfi eða ekki. 1 stjórnarskrá Bandarikjanna er enginn stafkrókur, sem gefur visendingu um, hvernig forseti geti brugðist við aðstæðum sem þeim, sem Nixon á nú yið að striða. Hið eina, sem forsetinn getur gert samkvæmt stjórnar- skránni, er að troða hina erfiðu braut gegnum hreinsunareld rikisréttarins. Hann hefur alla vega ekki notað vald sitt sem forseti til að finna aðra leið út úr ógöngunum. ERLENDIS FRÁ: ACHENBACH - HINN SVARTI SAUÐUR BONN-STJÚRNAR Málið gegn hinum dæmda and- nasista — Beate Klarsfeld — hef- ur á ný beint kastljósinu að stjórnmálamanni einum i Bonn, sem hefur allt annað en flekk- lausa fortið. Þegar þetta er ritað er Ernst Achenbach enn lykil- maður i utanrikismálanefnd vest- ur-þýska þingsins. Hann er það enn, enda þótt menn bæði innan og utan Vestur-Þýskalands hafi látiði ljós undrun sina yfir þvi, að þessi fyrrverandi nasisti skuli hafa getað látið eins og hann lysti i stjórnmálum i heimalandi sinu sem fulltrúi flokks Frjálsra demókrata (FDP) eftir strið. Eitt af skýrustu dæmunum um brogaða fortið þingmannsins er skeytið, sem hann sendi þýska utanrikisráðuneytinu frá Paris þann 15. febrúar árið 1943 — skeyti nr. 1071 — þar sem hann sem þýskur sendiráðsráðgjafi lagði til, að i refsingarskyni við dráp tveggja þýskra liðsforingja, sem franska andspyrnuhreyfing- in stóð fyrir, ætti að senda tvö þúsund gyðinga austur yfir . Og „austuryfir” i þessu sambandi — eins og svo oft áður og siðar — merkti til gasklefanna i Maidan- ek og Auschwitz. Hefur f þrjú ár komið f veg fyrir gildistöku samnings. Aður en haldið er áfram að rekja syndaregistur Achenbachs — eins og blaðamaðurinn Die- trich Strothmann gerir þvi skil i blaðinu „Die Zeit” — þá verður i stuttu máli að rekja söguna af þvi, hvernig hann kemur inn i myndina i málinu gegn Beate Klarsfeld. 1 maimánuði árið 1954 urðu Frakkar og Þjóðverjar sammála um, að striðsglæpamenn, sem dæmdir höfðu verið af frönskum dómstólum, þyrftu ekki að sæta ákæru á ný i Þýskalandi. Frakkar gleymdu hins vegar að taka það fram i sáttmálanum, að þýskir striðsglæpamenn, sem fengið höfðu dóma i Frakklandi en tekist að flýja yfir landamærin og þvi ekki afplánað réfsingu sina, ættu að leiðast fyrir þýska dómstóla. Fyrst þann 2. febrúar 1971 var nýr samningur gerður milli þýsku og frönsku stjórnanna um að Vestur- Þjóðverjar skyldu stefna slikum mönnum fyrir rétt i sinu heima- landi. Meðal þeirra, sem áttu að falla undir þetta samningsákvæði, var fjöldamorðinginn Lammerding hershöfðingi, sem m.a. gaf skipun um fjöldamorðin i Tulle og Ora- dour-sur-Glane (i millitiðinni lést hann án þess að þurfa nokkru sinni að standa frammi fyrir dómara). Annar var hinn fyrr- verandi SS-yfirmerkisberi Kurt Liscka, sem enn þann dag i dag gengur frjáls um götur Kölnar án þess að hafa afplánað svo mikið sem einn dag af þeirir ævilöngu fangelsisvist, sem dauðadómi hans i Frakklandi var breytt i. Það er mál hans, sem Beate Klarsfeld hefur látið sig varða. En allt i allt eru þeir striðsglæpa- menn, sem undir sömu sök eru seldir og ganga frjálsir um i Þýskalandi, u.þ.b. 300 talsins. Vegna stöðu sinnar sem i utan- rikismálanefnd vestur-þýska þingsins hefur Achenback tekist að „setjast á” umræddan samn- Ernst Achenbach, þingmaður Frjálsra demókrata. ing milli Þýskalands og Frakk- lands, þannig að hann hefur ekki verið látinn taka gildi i Þýska- landi þótt 3 ár séu nú liðin frá þvi hann var gerður. Nú hefur Schmidt heitið þvi að hraða málinu. En nú gengur það vist ekki lengur. Nú heimta menn um ger- vallt Þýskaland — með unga jafn- aðarmenn i fylkingarbrjósti — að Achenback skili þessu máli af sér i utanrikismálanefndinni. Og kanslarinn hefur heitið þvi að hraða staðfestingunni. Þvi er vart ástæða til þess að ætla, að hægt sé að tefja gildistökuna öllu lengur — né heldur að samningurinn fái ekki tilskilinn meirihluta i Bonn til staðfestingar. En komum þá aftur að registri Achenbachs. Að sögn blaðamanns „Die Zeit” hefur Achenbach allt frá árinu 1950barist harkalega fyrir þvi, að öllum þýskum striðsglæpamönn- um verði gefnar upp sakir. Hann hefur oft tekið að sér vörn i slik- um málum —vAchenbach er lög- fræðingur — og m.a. fyrir einka- ritara Göbbels. Nú siðast varði hann mann i Essen, Horst Wagner, sem ákærður er fyrir meðsekt i morði 365 manna. Dag nokkurn fyrir skömmu sagði Achenbach, að hann gæti ekki lengur unnið með dómstólnum i málinu og sagði af sér sem verj- andi — með þeim afleiðingum, að allt málið gegn striðsglæpamann- inum, sem var náinn samstarfs- maður Himmlers, hefur strandað. Þetta er i þriðja sinn, sem slíkt og þvllikt hefur gerst, og þá hefur frekarí málarekstri ávallt verið „frestað”. Þegar Wagner var handtekinn stóð hópur manna reiðubúinn til þess að greiða þau 70 þúsund mörk i tryggingu, sem krafist var til þess að hann fengi að ganga laus meðan á mála- rekstrinum stæði. Sumir Vestur-Þjóðverjar hafa reynt að láta sem þeir viti ekki af Beate Klarsfeld og baráttu Beate fyrir þvi, að þýskir striðsglæpa- menn fái sinn dóm. En það er i meira lagi heimskulegt. Slik mál er ekki hægt að svæfa með þögn- inni. Enda segir franska stórblað- ið „Le Monde”, að Frakkar séu reiðubúnir til samstarfs við landa Willy Brandts og Beate Klarsfeld — en ekki við landa Kurt Lischka og Ernst Achenbach. Nýtt símanúmer Föstudagur 2. ágúst T974. 0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.