Alþýðublaðið - 02.08.1974, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 02.08.1974, Qupperneq 12
FIMM á förnum vegi------------------------------------------ Hefurðu íesið Landnámabók? Jóhannes Helgason, starfar hjá Eimskip: Nei, ég hef ekki lesiö Landnámabók. Eg held ég hafi aldrei litið i Islendingasögurn- ar, ekki einu sinni i gagnfræða- skóla. Hafsteinn Blandon, verk- fræöingur: Ég las hluta af Landnámu fyrir um þaö bil 10 árum. Þetta var aðallega nafnabuna og litið spennandi lesning. Sturla Sæmundsson, trésmiður: Jú, ég hef lesið Landnámabók og allar merkustu Islendinga- sögurnar. Ég man best eftir Hrafna-Flóka, enda er hann af minum stöðvum. Stefán Benediktsson, arkitekt: Ég hef lesið Landnámu, jú, en ekki siöan i skóla. Minnis- stæðast úr Landnámu er auð- vitað landnám Ingóifs. Siguröur Steinsson, fram- kvæmdastjóri: Jú, ég las Land- námabók fyrir mörgum árum siðan, þegar ég var strákur. En ég er ltkast til búinn að gleyma öllu sem þar var skrifað, eða svo til. Ljótt útlit og slæm umgengni er ekkert einkamál trassanna Ekki er sama, hvor hliðin er skoðuð Tollstöðvarbyggingin nýja er eitthvert ris- mesta mannvirkið i miðborginni. Hefur ekkert verið til sparað að gera hana sem best úr garði, enda hýsir hún tekjuhá embætti, t.d. skrifstofur Tollstjóra og Skatt- stofuna. Einhver fegursta skreyting utanhússhér á landi, mósaikmynd Gerðar Helgadóttur, prýðir framhlið hússins, öllum til ánægju og húséig- endum til sóma. Eins og á öllum hlutum er önnur hlið á þessu húsi en fram- hliðin, sem að götunni veit. Alþýðublaðið fékk sendar tvær myndir, sem sýna umhverfið við innganginn til toll- gæslunnar i Reykjavik, sem hefur bækistöðvar i þessu glæsilega húsi. Þar ægir saman spýtnabraki, sorp- tunnum og gámum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta skýtur mjög skökku við það, sem áður er lýst um ágæti þessarar byggingar og fegurð, enda ekki ætlað öðrum en starfsmönnum að umgangast og hafa fyrir augum. Þykir þetta augsýnilega rétt mátulegt handa þeim. Þessar mótsagnir eru þvi miður ekkert einsdæmi. Við höfum getið um þær áður og birt myndir af þeim. Ennþá fleiri höfum við séð á ferðum okkar um borgina, þótt þær hafi fundið misjafna náð fyrir mynda vél Friðþjófs. Eitt er þeim öllum sameiginlegt, en það er, að framhliðin er alltaf sú skárri af tveim misjöfnum, og minnir á það, sem sagt var i óvildarhug um mann: „Útlitið er innrætinu skárra”. Vitanlega er það ekki tilviljun, að fegrað sé það, sem við augum flestra blasir, en fela draslið. Þetta er góðra gjalda vert, ef fram- takið nær ekki lengra, en alltof viða lýsir þetta berlega þeim eindæma trassaskap og hirðuleysi, sem við erum að gera atlögur að. Ekki vitum við, hvað sá dagur heitir, sem við getum birt myndir af þessum sömu stöðum við Tollinn, þrifnum og snyrtum, en ánægjan verður okkar, þegar allt verður til fyrir- myndar við þetta hús, bæði i bak og fyrir. Bakhliðin er yfirieitt verri alþýðu n FTiTfil Bókhaldsaóstoó með tékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SENVIBIL ASTOOIN Hf

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.