Alþýðublaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 3
BJÖRN JÓNSSON SVARAR SPURNINGUM LESENDA ALÞYÐUBLAÐSINS UM VERKALYÐSMAL Fyrstu spurningarnar til Björns Jónssonar, forseta A.S.t. um verkalýðsmál eru frá Þóri Hinrikssyni, 9640-6665. Lesendum er bent á aö ritstjórn Aiþýöubiaðsins tekur viö spurnirigunum og kemur þeim áfram til Björns og siöan mun blaöiö birta spurningar og svör svo sem hér er nú fariö af staö meö. Spurningar Þóris eru: 1) Eru verkalýðsfélög og verkföll oröin úrelt kerfi I þjóöfélaginu? (Skýring: Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt aö árangur sá, sem náöst hefur i kjarasamningum, hefur jafnan veriö tekinn aftur meö ýmsu móti og launþegar aldrei náö raunverulegum kjarabótum, sem um hefur verið samiö). 2) Kæmiekkitil greina aö skipa geröadóm f málefnum launþega og ákveöa laun á þann hátt? (Skýring: Nú þegar er mikill fjöldi laun- þega I landinu, sem hefur mjög takmarkaðan rétt til samninga um laun sfn og vandséö hvers vegna samningarétturinn skuli gefinn ein- um hópi öörum fremur. (Bændur og sjómenn má nefna sem dæmi.) Svör Björns I 1. Svar: „Að minu mati fer hvoru tveggja ákaflega fjarri. Aö þvi er verkalýðssamtökin áhrærir fer mikilvægi þeirra i lýðfrjáls- um löndum sfst minnkandi. Starfsemi þeirra og áhrif taka ekki aðeins til ákvarðana um kaupgjald og vinnutima, heldur láta þau til sin taka á æ viðtæk- ari sviðum félagsmála, menn- ingarmála og efnahagsmála. Má þvi segja, að verkalýðsfé- lögin, landssambönd þeirra heimssvæðasambönd þeirra og alþjóðasamtök, hafi með árun- um stöðugt aukið áhrifavald sitl og séu I dag einn af stóru þátt- unum i þeirri valdadreifingu, sem ávallt hlýtur aö mynda og móta lýðræöislegskipti manna og lýðræðislegt þjóðskipulag yfirleitt. Verkfallsrétturinn er og á að vera trygging verkamanna (og launþega almennt) fyrir þvi, að þeir séu meðráðamenn við launaákvarðanir, en að kjör séu ekki skömmtuð að geðþótta at- vinnurekenda einum saman eða rikisvalds, svo sem tiðkast i ein- ræðisrikjum. Sú skýring, sem spurningunni fylgir, að árangur, sem næst i kjarasamningum sé jafnan tek- inn aftur, er vafalaust að hluta til rétt, þ.e.a.s. varðandi kaup- mátt umsaminna launa, en miklu siður eða ekki að þvi er varðar önnur samningsatriði. Mætti þar til nefna marga á- rangra kjarabaráttunnar, svo sem löggjöf um atvinnuleysis- tryggingar, orlof, lifeyrissjóði, sjúkrasjóði, vinnutima o.fl., sem staðist hafa allt hnjask i timans rás. Að þvi er kaupið sjálft eða raungildi þess varðar er lika rétt að hafa i huga heildará- rangur, sem náðst hefur á lengri timabilum, og verður þá glöggt, að ekki hafa þær allar gengið til baka, þrátt fyrir margar svipt- ingar. Raunverulegt kaupgjald hækkaði t.d. um nálægt 100% á tveim áratugum, frá 1950—1970. Samaingar um verölagsbætur á íaun hafa verið tilraun verka- lýðssamtakanna til að festa kaupgjaldsárangra i sessi, en reynslan hefur orðið sú, að af- komusveiilur þjóðarbúsins hafa ýtt stjórnvöldum út i margvis- legar skerðingar á umsömdum verðlagsbótum og hafa þessir samningar þvi ekki haldið i reynd, þegar á hefur hert. Þetta er þó siður en svo sönnun fyrir þvi, að verkföll og verkalýðsfé- lög séu úrelt — heldur fremur sönnun fyrir þvi gagnstæða. að verkalýðssamtökin séu lifs- nauðsynleg og þurfi að halda uppi vakandi starfi. Og einnig að þau þurfi að hafa eina vopn sitt, verkfallsvopniö, tiltækt, ef nauðsyn krefur”. 2. Svar: „Gerðardómar eru I eðli sinu andstæðir þeim frjálsa samn- ingsrétti launþega og atvinnu- rekenda, sem verkalýðssam- tökin hafa knúið fram og talið fjöregg sitt. Þau hafa þvi ávallt barist gegn gerðardómum sem öðru fyrirkomulagi, sem skerðir eða tekur af meðráðarétt þeirra um kjaramál. Hér gildir þó ekki sama máli, hvort um er að ræða lögþving- aða dóma eða gerðardóma, sem aðilar koma sér saman um að skipa til þess að leysa tiltekin landsmál eða deilur. Slikt getur vissulega komiö til greina sem undantekning frá meginregl- unni um frjálsa samninga. Rétt er, að ekki hafa allir launþegar hér á landi verkfalls- rétt. Opinberir starfsmenn eru þar undantekning, en verka- lýðshreyfingin er þvi eindregið fylgjandi, að þeir fái þennan rétt, með þeim takmörkunum, sem eðli málsins samkvæmt virðast eðlileg (læknar, lög- gæsla o.fl.). Bændur eru fram- leiðendur og oft atvinnurekend- ur og koma hér þvi tæpast við sögu. Sjómenn hafa fullan verk- fallsrétt. Þó að fiskverðið sjálft sé ákveðið af lögskipuðum gerð- ardómi, ráðast skiptakjör og tryggingar fyrir lágmarkskaupi af frjálsum samningum”. Reiknisyfirlit Viðlagasjóðs hafa alltaf legiö á lausu — Reikningar Viðlagasjóðs hafa ævinlega legið á lausu. Þá getur fengið að sjá hver sá, sem biður um það, sagði Helgi Bergs, formaður stjórnar Viö- lagasjóðs, er fréttamaöur blaðsins náði sambandi við hann i gærkvöldi. Tilefni ummæia Helga er for- siðufrétt Alþýðublaðsins i gær, þar sem sagt er frá ályktun Húseigendafélags Vestmanna- eyja þess efnis, að Viðlagasjóð- ur birti opinberlega öll gögn og reikninga sina. — Á skrifstofu sjóðsins er hægt aö fá að skoða reiknings- yfirlit hans hvenær sem er, sagði Helgi Bergs. — Þessar kröfur eru náttúrlega ekkert annaö en... ja, ég veit ekki hvað á að kalla það. A þessu stigi málsins get ég ekkert meira um þetta sagt. Ég sé ekki ástæðu til að svara þessu fyrr en mér hafa borist þessar ályktanir og kröf- ur rétta boðleið. Ámundi kóngur í Klúbbnum Annan þriðjudag, 1. október, verður haldið nýstárlegt skemmtikvöld i Klúbbnum, „A.A.-kvöld”. Það er Amundi Ámundason, sem stendur fyrir kvöldinu og munu þar skemmta hljómsveitirnarPelican og Roof Tops sem gert hafa plötur fyrir fyrirtæki Amunda, AA-hljóm- plötur, og eingöngu verða leikn- ar hljómplötur, sem fyrirtæk- ið hefur gefið út. Eins og mönnum er kunnugt hefur þegar komið út LP-plata með Pelican og LP-plata með Roof Tops kemur á markaðinn innan skamms. Þá er einng væntanleg um eða upp úr mán- aðamótum ný, litil plata með Pelican, og eru á henni lög, sem ekki eru á nýju LP-plötunni. HORNIÐ „LEIÐRÉTTINGAR VÆRU GERÐAR SVO FUÚTT SEM VERÐA MÆTTI” Félagsmálaráðuneytið hefur sent frá sér eftirfarandi vegna fréttar Alþýðublaðsins um að mistúlkun á lögum um endur- greiðslu skyldusparifé hefði haft stórfé af fólki: Að gefnu tilefni vill ráðuneyt- ið taka fram eftirfarandi: 1 júnimánuði s.l. var athygli ráðuneytisins vakin á þvi, að þeir, sem skv. lögum nr. 30/1970 fá skyldusparifé sitt endur- greitt, fái aðeins greitt álag, er svari til helmings hækkunar kaupvisitölu, sem orðið hefur á timabilinu frá þvi er féð var lagt inn, þar til endurgreiðsla fer fram. Af þessu tilefni fór fram at- hugun I ráðuneytinu á þvi, hvort þessi framkvæmd væri rétt og lögum samkvæm. Niðurstöður þessara athug- ana eru sem hér segir: 1. Með lögum nr. 42/1957 voru i fyrsta sinni leidd i lög hér á landi ákvæöi, er með tilteknum undantekningum skylduðu menn á vissum aldri til að spara fé til ibúðarbyggingar eða bú- stofnunar i sveit. Samkvæmt 10. gr. þeirra laga skyldi slíkt sparifé endurgreitt með uppbót, er svaraði til hækkunar á visi- tölu framfærslukostnaðar. Um- rætt álag var reiknað að fullu i samræmi við hækkun nefndrar visitölu og endurgreiðslu spari- fjárins hagað i samræmi við það. 2. Frá 1964 var farið að greiða fullar visitölubætur á umrætt sparifé á grundvelli svonefndr- ar kaupgreiðsluvisitölu. Engin breyting varð á þessu fyrir- komulagi við gildistöku laganna um Húsnæðismálastofnun rikis- ins nr. 19/1965. 3. Með lögum nr. 21/1968 voru gerðar veigamiklar breytingar á lögum nr. 19/1965, þar sem þá voru lögtekin ákvæði um visi- tölutryggingu lána og sparifjár, sem eru fyrirmynd núgildandi ákvæða um þau efni. 1 lögunum var m.a. kveðið svo á, að eftir- leiðis skyldu lántakendur ibúð- arlána byggingasjóðs rikisins greiða hálfa visitöluuppbót á ársgreiðslur i staöinn fyrir, að áður höfðu þeir greitt fulla visi- tölu. í lögunum er ekkert tekið fram um, aö skyidusparifjár- eigendur skuli fá skyldusparifé sitt endurgreitt með hálfri visi- töluuppbót. 4. Sú framkvæmd á endur- greiðslu skyldusparifjár, sem verið hefur frá gildistöku laga nr. 21/1968, að greiða aðeins hálfa káupvisitöluuppbót hefur ekki stoð I lögum. Skyldusparn- að á þvi eftir sem áður að end- urgreiða með fullu visitöluálagi. 1 samræmi við framangreind- ar niðurstöður lagði ráðuneytið, með bréfi dags. 12. ágúst s.l., fyrir húsnæðismálastjórn, að sjá til þess að leiðréttingar á vangreiddu álagi kaupvisitölu til skyldusparifjáreigenda frá gildistöku laga nr. 21/1968 væru gerðar svo fljótt sem verða mætti. Ráðuneytinu er kunnugt um, að verið er að vinna að þessari leiðréttingu og má búast við að þvi verki verði lokið á næstunni og munu þá þeir, sem fengið hafa sparifé sitt endurgreitt og rétt eiga á þessari leiðréttingu, fá greiðsluna senda i ávisun. EKKI RÁÐU- NEYTIÐ Hallgrímur Dalberg, ráðuneytisstjóri í félags- málaráðdneytinu, hafði til viðbótar bréf ráðu- neytisins í þessu Horni samband við Alþýðublað- ið í gær vegna svars rit- stjóra blaðsins við at- hugasemdum Sigurðar E. Guðmundssonar í Horn- inu i gær. Sagði Hallgrímur, að í svari ritstjórans kæmi fram, að mistúlkunin á lögunum hefði verið ,,verk ráðuneytisins". ,,Það er ekki rétt," sagði Hallgrímur ,,Ráðuneytið sendi aldrei fyrirmæli um þessa túlkun til Húsnæð- ismálastjórnar." OG ÞÓ Mér er skylt að leiðrétta þau mistök i svari minu við athuga- semdum Sigurðar E. Guð- mundssonar i gær, að „það hátt- virta félagsmálaráðuneyti hafi nú uppgötvað mistúlkun sina á lögunum”. Það voru, eins og kemur fram i skrifum frá ráðu- neytinu hér i þessu Horni ein- hverjir, sem vöktu athygli ráðu- neytisins á mistökunum. Hitt er rétt að athuga, að Hús- næðismálastofnunin heyrir und- ir félagsmálaráðuneytið og þó mistúlkunin eigi sér ef til vill upptök hjá stjórn hennar með hliðsjón af þvi að ráðuneytið hafi aldrei sent „fyrirmæli um þessa túlkun”, þá ber ráðuneyt- iö auðvitað endanlega ábyrgð á gjörðum Húsnæðismálastjórnar og þá ekki siður fulla ábyrgð á þvi að hafa látið vitleysuna við- gangast. Þau orð, sem ég viðhafði i svari minu i gær um þörfina á „miklu strangari aðhaldi með framkvæmdavaldinu” eru þvi áfram i fullu gildi. Freysteinn Jóhannsson □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Laugardagur 21. september 1974. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.