Alþýðublaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 2
Kópavogur og nágrenni Óskum að ráða menn til eftirtalinna starfa: 2 menn i framleiðsludeild, 1 mann til lag- erstarfa. Upplýsingar veittar á staðnum hjá verk- stjóra, ekki i sima. Málning h.f. Kársnesbraut 32, Kópavogi. Tæknistörf Hafnarfjarðarbær óskar að ráða tækni- menn til starfa við ýmiss konar fram- kvæmdaeftirlit, mælingar og hönnunar- störf. Einhvers konar tæknimenntun er á- skilin og nokkur starfsreynsla æskileg. Nánari upplýsingar gefur bæjarverkfræð- ingur, Strandgötu 6, simi 53444. Við um- sóknum verður tekið á sama stað. Bæjarverkfræðingur. Reykjavíkurmót í 4 j HANDKNATTLEIK* hefst í dag kl. 14 - Þd leika S FRAM — ÁRMANN Kl. 15,15 leika VALUR — FYLKIR Húseign til söiu á Akureyri Kauptilboð óskast I útihúsbyggingar að Galtaiæk við Eyjafjarðarbraut, Akureyri, ásamt 3,8 hektara erfða- festulandi. Brunabótamat eignarinnar er kr. 5.868.900,00. Eignin verður til sýnis væntanlegum bjóðendum kl. 3—6 e.h., fimmtudaginn 26. sept. 1974, og tilboðseyðublöð afhent á staðnum. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11:00 f.h., 3. október 1974. INNK AUPASTOFNUN RÍKISINS BOHGARTÚNI 7 SÍMl 26844 Tilboð óskast i að reisa og fuilgera læknismóttökur á Breiðadalsvlk og Stöðvarfirði. Hvor bygging um sig er sjálfstætt Utboö. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og hjá oddvitanum á Breiðadals- vik og Stöðvarfirði. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri 8. október 1974, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS - N BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 STJÓRNMÁL Varnarmál í deiglu Fyrir nokkrum dögum lýsti Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra, þvi yfir i viðtali við Aiþýðublaðið, að hann myndi i viðræðum við Sisco, varautan- rikisráðherra Bandarikjanna, og aðra fulltrúa Bandarikja- stjórnar i Washington, „taka upp þráðinn, þar sem frá var horfiö”. Þetta loðna svar utanrikisráðherra við spurn- ingu Alþýðublaðsins um það, hvernig staöið yrði að viðræð- um við Bandarikjamenn um varnarmálin og endurskoöun varnarsamningsins og hvort viðræöugrundvöllurinn, sem vinstri stjórnin sendi banda- riskum stjórnvöldum snemma i vor, yrði nú dreginn til baka, hefur vakið athygli á þeirri staðreynd, að skoðanir st jórnarflokkanna eru að verulegu leyti ólikar. Nú hefur komið á daginn, að Einar Agústsson telur Fram- sóknarflokkinn bundinn af umræddum viðræðugrundvelli frá I vor. Hins vegar hafa tals- menn Sjálfstæöisflokksins alltaf lýst andstöðu sinni við þennan viðræðugrundvöll og talið, að hann byði heim hættu um, að allar varnir yrðu af- lagöar, yrði hann látinn liggja til grundvallar viðræðunum við Bandarikjamenn. i Alþýðublaðinu I dag segir Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, að viðræðugrund- völlur vinstri stjórnarinnar frá I vor sé ekki lengur á dag- skrá, heldur tillögur þær, sem Bandaríkjamenn lögðu fram i nóvember I fyrra. Þetta er einkar atbyglisvert þegar haft er i huga, aö Einar Agústsson, utanrikisráðherra, taldi þess- ar tillögur, meðan hann átti sæti i „vinstristjórn”, óviðun- andi. Nú er Einar Agústsson, utanrikisráðherra i „hægri- stjórn”, að skoða bandarisku tillögurnar, sem áður voru ó- viðunandi, meö nýjum gler- augum. Þetta er dæmigert um það, hvernig framsóknar- menn geta hagað seglum eftir vindi. Gæti verið eins konar siðgæðisvottorð fyrir Fram- sóknarflokkinn. Vonandi leikur núverandi rikisstjórn ekki sams konar skripaleik i varnarmálum og rikisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar lék á þriggja ára valda- tima sinum. Geir Hallgrimsson hefur nú lýst þvi yfir, að allar meiri- háttar breytingar á skipan varnarmálanna verði með- höndlaðar af rikisstjórninni i heild. Með öðrum orðum virð- ist Sjálfstæðisflokkurinn ekki ætla að leika sama leikinn og Alþýðubandalagið I siðustu stjórn, að takmarka völd utanrikisráöherra með þvi að skipa sérstakt varðliö til að fylgjast með gerðum utan- ríkisráðherrans i varnarmál- um. Kaflinn um varnarmálin i stef n uy f ir lý sing u rikis- stjórnarinnar viröist kveða skýrt á um stefnu hennar i þessu viðkvæma máli. H.E.H. Umbúöasamkeppnin haldin í 4. sinn Umbúðasamkeppni Félags isl. iðnrekenda, sem haldin hefur verið annað hvert ár, veröur nú haldin i fjórða sinn. Tilgangurinn með samkeppninni er að kanna hvað gert hefur verið af nýjum umbú um og veita þeim bestu þeirra viðurkenningu. Með þessu er ætlunin að auka skilning og á- huga á gildi hagkvæmra og fall- egra umbúða i sölustarfsemi. Samkeppnin er fyrir allar gerð- ir umbúða, svo sem flutningsum- búðir, sýningarumbúðir og neyt- endaumbúðir. Verða þær að vera hannaðar á íslandi og hafa komið á markaðhér og erlendis. Allir is- lenskir umbúðaframleiöendur og umbúðanotendur geta tekið þátt i samkeppninni, svo og aðrir þeir sem hafa með höndum gerð og hönnun umbúða. Að þessu sinni verður sýning á umbúðum i Umbúðasamkeppn- inni sameinuð finnskri umbúða- sýningu, sem opnuð verður I Nor- ræna húsinu 8. október. Munu tveir finnskir sérfræðingar i um- búðamálum starfa með dóm- nefndinni að vali þeirra umbúða, sem viðurkenningar hljóta. Þá verða viðurkenningar afhentar um leið og finnska sýningin verð- ur opnuð. Þá gangast finnarnir fyrir tveggja daga seminar um um- búðir dagana 9. og 10. október, þar sem fjallað verður um marg- visleg efni. Má nefna umræðuefni eins og verndun vörunnar, um- búðir á heimilunum, stöðlun um- búða, hlutverk umbúða i sölu- starfseminni, prófun á söluhæfni umbúða, prentun umbúða, papp- irs og pappategundir, pappirs- pokar, plastumbúðir, pökkun til útflutnings og margt fleira. Dómnefndin veitir viðurkenn- ingu þeim umbúðum, sem hún telur til þess hæfar og eru veittar viðurkenningar fyrir mismuna- ndi gerðir umbúða. Allar umbúðir sem eru sendar til þátttöku, á að afhenda i þrem- ur eintökum, og skulu, ef unnt er, tvö þeirra vera með innihaldi en eitt án innihalds. Fyrir sérstakar gerðir umbúða má þó veita und- anþágu frá þessu skilyrði. Um- búðirnar ásamt upplýsingum um nafn og heimilisfang þátttak- anda, umbúðaframleiðandann, umbúðanotandann og þann, sem hefur séð um hönnun umbúðanna, skal senda til Félags islenskra iðnrekenda fyrir 28. september nk. Eins og fyrr segir er þetta fjórða umbúðasamkeppnin, sem haldin er á íslandi. Var sú fyrsta haldin i tengslum við iðnkynning- una árið 1968. A þessu timabili hafa oröið stórstigar framfarir i hönnun og framleiðslu umbúða hér á landi og má vafalaust rekja hluta þessara framfara til áhrifa Umbúðasamkeppninar. 70 ára er á morgun sunnud. 22. sept. Frú Lina Dalrós Gisladóttir, Skólastig 23, Bolungarvik. Hún tekur á móti gestum i félagsheimilinu á morgun milli kl. 3 og 6. — Dagur fatlaðra Fjáröflunardagur fatlaðs fólks er á morgun, en þá verða seld merki Sjálfsbjargar og ársrit samtakanna, Sjálfsbjörg. Merki Sjálfsbjargar sýnir mann, sem leggur til atlögu við ókleif hamra- björg. Er það mjög táknrænt fyrir bar- áttu fatlaðra manna fyrir lifi sinu. Annars er i blaðinu Sjálfsbjörg að finna margan þann fróöleik um starfs- semi og samhjálp fatlaðra, sem annars er flestum ókunnur. Það þarf að styðja viö bakið á þess- um fámenna hópi, sem hjálparlausu er fyrirmunaö að lifa nokkru þolanlegu llfi. Með hjálp hinna heilbrigðu getur fatlaö fólk klifið björg, og ætti það að vera metnaöarmál hvers einasta manns að bera á morgun merki Sjálfs- bjargar I barminum , og helst fleiri en eitt. Blað samtakanna er hverjum manni til fróöleiks, sem ekki verður aflað á ódýrari og auðveldari hátt. Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. 0 Laugardagur 21. september 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.