Alþýðublaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 12
alþýðu U nTllTll Bókhaldsaðstoð með tékka- færslum BÚNAÐAR BANKINN KÓPAYOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 30 ÁRAHÚMOR Helena: „Hverskonar eigin- mann ætti ég að fá mér?” Helga: „Fáðu þér ein- hleypan mann og láftu eigin- mennina i friði.” ■ ■ ■ Jóna: „Ég játaðist honum Harry ekki i fyrsta skipti, sem hann bar upp bónorðið.” Hanna: „Ég veit það. Þú varst ekki viðstödd þá.” ■ ■ ■ Bina: „Hefurðu heyrt það? Hún Lina er gift honum Stjána.” Stina: „Hvað er að heyra! Og þau, sem voru trúlofuð.” iVIagga: „Kærastinn minn segir öllum á Akureyri, að hann ætli hingað til Reykja- vikur til að kvænast fallegustu stúlkunni hér.” Maja: „En hvað það er leiðinlegt, þegar þið eruð búin að vera trúlofuð svona lengi.” ■ ■ ■ „Ég segi þér það satt, að maðurinn minn er sá eini, sem hefur kysst mig.” „Ertu að gorta eða kvarta?” ■ ■ ■ „Fólk segir, að eg yngist með degi hverjum.” „Það er lika satt. Fyrir mörgum árum varstu þritug og nú ertu aðeins 25 .” ■ ■ ■ „Þarna er kona, sem liður fyrir trú sina.” „Hvernig þá?” „Hún heldur, að hún geti notað skó númer 37 á fót númer 39.” ■ ■ ■ „Sæl,Sigga. Það er afmælið mitt i dag.” „Er það, Jóna? Hvað ertu ekki gömuí?” ■ ■ ■ Siggi: „Hversvegna kyssast konur en ekki karlar?” Sigga: „Af þvi að karlar geta fengið betra að kyssa en konur ekki.” ■ ■ ■ Tóta: „Ég hryggbraut hann fyrir tveim mánuðum og siðan hefur ekki runnið af honum.” Lalla:,, Það finnast mér nú of löng hátiðahöld.” ■ ■ ■ „Ég veit að hann er rikur, en er hann ekki of gamall til að teljast boðlegur?” „Hann er of boðlegur til að teljast gamall.” (H)RÓS í HNAPPA- GATIÐ (H)rós-hafi okkar að þessu sinni er okkur enn óþekktur, en það sem hann gerði sér t:l hróssins á eftir að snerta marga. (H)rós okkarfer sem sé til þess, sem varð til að vekja athygli félagsmálaráðuneytis- ins á þvi, að i ein sex ár hefur sparimerkjafé fólks verið end- urgreitt með hálfri kaupvisi- tölu, en ekki fullri, eins og lög kveða á um. Alþýðublaðið spurði i gær Hallgrim Dalberg, ráðuneytis- stjóra, hver hefði orðið til að vekja athygli hans á málinu. Sagði Hallgrimur, að „nokkrir aðilar” hefðu bent ráðuneytinu á þetta, og einn maður talaði við ráðuneytisstjórann persónu- lega. Ráðuneytisstjórinn vildi ekki skýra frá þvi, hver eða hverjir hefðu þarna verið að verki, svo við verðum bara að láta okkur nægja að rétta fram (H)rós okkar i dag i von um, að fulltrúi þeirra, sem til þess hafa unnið, komi og sæki viðurkenn- inguna. Kaktusinn okkar verður að þessu sinni tvöfaldur og eins og (H)rós okkar hér annars staðar á siðunni til kominn i gegn um mistúlkunina á lög- unum um endurgreiðslu spari- merkjafjárins. Akvörðunin, sem mistúlk- unin felst i, var tekin af stjórn Húsnæðismálastofnunar rikis- ins og fyrir það má formaður hennar, Sigurður Guðgeirs- son, sækja hennar kaktus á ritstjórnina til okkar. Enda þótt ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, Hallgrimur Dalberg, segi ráðuneytið ekki hafa gefið nein fyrirmæli um túlkun lag- anna, hlýtur ráðuneytið að teljast vel kaktushæft fyrir það að láta þessa vitleysu við- gangast i ein sex ár, með þeim afleiðingum, að stórfé hefur verið haft af fólki. Hallgrimur Dalberg fær þvi annan kaktus þessarar veit- ingar og má eins og Sigurður vitja hans á ritstjórn Alþýðu- blaðsins, Skipholti 19, 3ju hæð. Apakynið Sú kenning er uppi að ætt okkar megi rekja til apakyns og máski er þvi þannig varið, en þvilikt mætti marga spurningu vekja og meðal annars um blessað stjórnarfarið. Og ýmsum verður á að láta sig gruna, að ekki sé kannski tilhæfulaus fréttin, þvi það þykir stórum styðja kenninguna hvað stjórnin okkar er höll undir frumskógaréttinn. Og mönnum og öpum svipar reyndar saman sem sannast hefur bæði á lifandi og dánum. Og þvi verður mikið um dýrðir og déskoti gaman þann dag sem stjórnin kemur niður úr trjánum. PIMM á fförnum vegi ...... ^ ÁTT ÞÚ SPARIFÉ? Jón Arason, „altmuligmand”: A ég? Sextugur maðurinn? Skárri væri það nú andskotinn, ef maður æatti ekki eitthvað i bók. En það er sko ekki eftir átta timana. Ég er búinn að vinna eins og vitlaus maður allt mitt lif. Lára Jóhannsdóttir: Nei, það hef ég aldrei átt. Ég er öryrki og aldrei haft neitt til að leggja til hliðar. Runólfur Þorláksson, útvarps- virki: Maður reynir nú að eiga eins litiö af þvi og hægt er af skiljanlegum ástæðum. Gunnar Eirfksson, iðnverka- maður: Sparifé? Já, en ekki er það þó sérlega mikið. Nóg er það þó til þess, að ég er ekki skuldugur maður. örvar Möller, slmvirki: Já, slatta. Það kann að vera dálitiö óraunhæft að eiga peninga I banka — en hvað á maður að gera? mmmmmmmmimm^mmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmm s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.