Alþýðublaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 5
Útgefandi: Blað hf. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Aðsetur ritstjórnar: Skipholti 19, simi 28R00 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, sími 14900 Prentun: Blaðaprent VÍXILLINN FELLUR Það er skammt stórra högga á milli hjá i- haldsstjórninni. Skömmu eftir valdatöku sina lækkaði hún gengi isl. krónunnar gagnvart er- lendum gjaldmiðlum um rösk 17%, hækkaði söluskatt um 2 stig, hækkaði bensingjald veru- lega og lagði nýjan skatt á raforku. 1 fyrrakvöld tilkynnti hún svo um griðarlegar hækkanir á landbúnaðarvörum. Nema þær hækkanir allt frá 14,8% og upp i 134,4%. Og enn hefur ekkert heyrst frá rikisstjórninni um aðgerðir til þess að bæta láglaunafólkinu i landinu upp verðhækkun- arskriðuna. Auðvitað má það til sanns vegar færa, að við- bótarniðurgreiðslurnar, sem ákveðnar voru s.l. vor, voru óraunhæfar að þvi leytinu til, að ekki var til fé i rikissjóði til þess að kosta þær. Með þeim tók ólafur Jóhannesson sér kosningavixil, sem hann hefur nú fengið Geir Hallgrimsson i lið með sér til þess að innheimta hjá islenskum neytendumEn jafnvel þótt það sé rétt, að það verð, sem islenskir ney tendur voru látnir greiða fyrir landbúnaðarafurðirnar i sköttunum sinum hafi verið orðið óhóflega hátt og gersamlega úr sambandi við „eðlilegt” verðsamhengi á afurð- unum, þá gefur það auga leið að svo mikill niðurskurður á niðurgreiðslunum á einu bretti kemur eins og hnefahögg i andlit launafólks. Enn þyngra hefði þó það högg orðið ef rikis- stjórnin hefði fengið að vera alveg einráð um málið, en eins og kunnugt er hugðist hún hækka útsöluverð landbúnaðarafurða miklu meira, en Alþýðusambandi íslands tókst að fá hana til þess að hnika hækkuninni nokkuð niður. Núverandi stjórnarflokkar — Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokkurinn — eru tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins. Þeir eru það aðeins vegna þess, að stórir hópar launafólks i landinu hafa glæpst á þvi að greiða þeim atkvæði. Nú ætti þetta fólk að sjá afleið- ingar þeirra gerða sinna og væntanlega verða reynslunni rikara. Fyrstu verk rikisstjórnarinn- ar voru þau að „rétta við” suma auðugustu at- vinnurekendur landsins með þvi að leggja hverja byrðina á fætur annarri á bak launafólks. En þessi sama rikisstjórn, sem fjölmargir laun- þegar hafa stutt til valda, hefur ekki enn gefið sér tima til þess að huga að þó ekki væri nema þeim allra lægstlaunuðu i þjóðfélaginu. FRÁLEITT KERFI Hin mikla verðhækkun á landbúnaðarafurð- unum kennir okkur enn einu sinni þá lexiu, hversu gersamlega fráleitt hið sjálfvirka verð- ákvörðunarkerfi landbúnaðarvaranna er og hve hættulegt það er að nota verðákvörðun á land- búnaðarafurðum sem hagstjórnartæki i svo miklum mæli sem gert hefur verið. Sennilega er epginn almennur neytandi á Islandi, sem gerir sér fulla grein fyrir þvi, hvað þessar afurðir i raun og veru kosta eða hversu mikið fé neytend- ur þurfa að greiða i auknum sköttum vegna hins tvöfalda verðlagningarkerfis á landbúnaðaraf- urðunum. Það er löngu orðið sameiginlegt hagsmuna- mál neytenda og bænda, að verðlagsmál land- búnaðarins verði tekin upp til heildarendur- skoðunar. En enn sem komið er virðist Alþýðu- flokkurinn vera eini stjórnmálaflokkurinn, sem þorir að orða þá nauðsyn —- þótt öllum sé það jafn vel ljóst hve hún er brýn. [alþýduj inftiTíii ERLENDIS FRÁ Oldungadeildin vill yfirheyra Kissinger Sérfræðingar í lögvísindum í öldunga- deild Bandaríkjaþings hafa gert það að tillögu sinni, að hafnar verði rannsóknir á því, hvort fyrrum yfirmaður bandar- ísku leyniþjónustunnar, Richard Helms, sé sekur um meinsæri og þeir ákæra utanríkisráðherrann Henry Kissinger fyrir að hafa vitandi vits gefið utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings villandi upplýsingar þegar hann undir eiði gaf skýrslu um starfsemi CIA í Chile á tímabilinu fram til falls Allende forseta. Eins og komið hefur fram i freftum upplýstist nýlega, að núverandi yfir- maður CIA, William Colby, hafi skýrt frá því í leyni- skýrslu, að CIA haf i varið 8 milljónum dollara í tíð Nixons til þess að grafa undan löglegri stjórn Allendes í Chile. Þessar aðgerðir hlutu samþykki undirnef ndar öryggismálanef ndarinnar, þar sem Kissinger sat í forseti. Áður hefur hann neitað því undir eiði við utanríkismálanef nd Bandaríkjaþings, að CIA hafi nokkur afskipti af stjórnarbyltingunni. I' nýrri skyrslu, sem unnin hefur verið af lögfræðingum undir stjórn Jerome Levinson, sem er aðal-lögf ræðiráðunautur þeirrar undirnefndar utan- ríkismálanef ndarinnar sem fjallar um f jölþjóðlegar fyrirtækja- samsteypur, er á það bent, að Kissinger hafi viljandi villt um fyrir utanríkis- málanefndinni og að allar likur bendi til þess, að Helms og fleiri hafi gerst sekir um meinsæri með því að afneita með öllu hlut- verki CIA í valdaráninu í Chile. Auk Helms beinist grunurinn að Charles Mayer, fyrrum aðstoðar- utanríkisráðherrra, Edward Korry, fyrrum ambassador í Chile og William Broe, fyrrum yfirmanni Suður- Ameríkudeildar CIA. Lögf ræðingarnir leggja til, að yf irheyrslurnar yfir Kissinger í sambandi við samþykki þingsins á honum sem utanríkis- ráðherra, verði teknar upp að nýju. Þessi sjónarmið hafa áður komið fram — í sambandi við grun um aðild hans að fyrirskipunum um sima- hleranir. Framhald á b\s. 4 Barnaflokkar - Unglingaflokkar - Flokkar fyrir fullorðna einstaklinga - Flokkar fyrir hjón - Byrjendur og framhald Innritun daglega frá kl. 10-12 og 1- 7 Reykjavik: Símar 2-03-45 og 2- 52-24 Breiðholt: Kennt verður í nýju húsnæði að Drafnarfelli 2-4. Sími 2-75-24 Kópavogur: Sími 3-81-26 Hafnarf jörður: Sími 8-48-29 Seltjarnarnes: Sími 8-48-29 Keflavik: Tjarnarlundur. Sími 1690 kl. 5-7. Unglingar! Allir nýjustu táningadansarnir --svo sem: Suzie Q. Junes, Funky, Bogo Rock, Macky Messer, Football, Spider, Pelican, Street Walk o. fl. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS Laugardagur 21. september 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.