Alþýðublaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 8
LEIKVIKA 6 Lelkir 21. sept. 1974 1 1 1XÍ2 Arsenal - Luton 1 Carlisle - Blrmingham .. Coventry - Everton .... X i ft Derby - Burnley * Ipswich - Chelsea .... Leeds - Sheff. Utd. . . 1 Liverpool - Stoke .... l Middlesboro - Man. Clty t Q.P.R. - Newcastle .... 1 West Ham - Leicester . . Wolves - Tottenham . . Fulham - Norwich ... . 1 "1:' - STAFRÚF KNATTSPYRNUNNAR 1974 L. .. Landsliösnefndin sem vann þaö frábæra afrek i lands- leiknum viö Belgiu aö leika snjallasta leikmann okkar út úr stööu svo hæfileikar hans nýtt- ust að sáralitlu leyti. Hvaö næst? Búbba sem linuvörö? M. .. Mark. Spuröu einhvern sóknarmanninn hvernig honum liöur þegar hann horfir á eftir boltanum i netiö. Mark!! Straumur fer um leikmenn og áhorfendur. U... Utanlandsferðir. Góö- umárangri fylgir oft á tiðum skemmtileg og þægileg utan- landsferö á kostnað félagsins. En ætli þeir hafi ekki svo sem unnið til þess? Okkur á Alþýðublaðinu datt í hug að skrifa um knattspyrnusumarið á dálítið sérstæðan hátt/ í veikri von um að lesendum þætti gaman að. Er hér um að ræða nokkurskonar stafróf knattspyrnunnar, að skrifa nokkur orð um knattspyrnu aftan við hvern staf. Ykkur er velkomið að spreyta ykkur á stafrófinu sjálf/ og þá jafnvel um eitthvert annað efni/ en þetta er alls ekki eins auðvelt og það sýnist. Að minnsta kosti komst ég oft i hreinustu vandræði. En hér leggjum við af stað... P... Enn versnar þaö. Jú ann- ars, bflastæöi eru nauösynleg viö alla knattspyrnuvelli. Spuröu bara hann Baldur. Þ... Þjálfari. Hér hefur allt morað af útlendum þjálfurum og nú eru þeir vist allir flognir meö milljónirnar i vasanum. En hvað skildu þeir eftir? S... Sigur. Er þaö ekki þaö sem allir keppa aö, en einhverj- ir verða að tapa, ekki satt, og þá erum við búin aö afgreiða T iika. B... Bolti. Kringlótt tuöra sem allt snýst um og allir keppa viö alla i að sparka greyinu til og frá. Þetta er vist ómissandi hlutur, getum við sagt. E... Ellert Scram. Þingmaö- urinn sem heldur um stjórnvöl- inn á knattspyrnuskútunni. Hann er ekki eins áberandi og forveri hans, en kemst kannski eins langt þó hægar (og hljóö- legar) fari. F... Fótur. Þessi likamshluti hefur reynst til fleiri nota brúklegur en aö ganga á, t.d. til þess að sparka með. Og er ekki hollara aö sparka bolta en sparka I Pétur og Pál. Auövitað er stundum sparkað óviljandi i Jón og Sigga, en hvaö getur ekki skeö I hita leiksins. N... Núll. Þegar ekkert mark er skorað, það sem allir vilja komast hjá að sjá á markatöfl- unni. En viröist fara fjölgandi þeim leikjunum. O... Nú versnar þaö. Ofsi leik- manna veröur stundum skyn- seminni yfirsterkari. Þá er stundum ýmislegt ljótt sagt eöa þá Pétur slær Pál. K... Karl Þóröarson. Akur- nesingurinn ungi og knái. At- hyglisvcrðasti leikmaður sum- arsins, sá sem kom mest á óvart. Við eigum eftir að heyra meira frá honum. Y... Yfir fór boltinn en ekki I netið, rétt einu sinni enn. Hann þarf að stilla kanónuna bctur bölv... Senterinn. Z... Þeir leika lika knatt- spyrnu I Vik I Mýrdal, þó ekki á jeppunum sinurn — ennþá. —HJ. G. .. Gaman. Hvað er þetta maður, ekki væri maður aö þvælast þetta á völlinn þótt hann rigni. þótt hann hvessi og jafnvel þótt hann frjósi, ef mað- ur hefði ekki gaman af þessu. H. .. Heimsmeistarakeppnin. Jólin I knattspyrnunni, hátið allra knattspyrnuáhugamanna, hvort sem þeir eru hvitir, svart- ir, gulir eða rauðir, allt frá is- landi til Istanbul og alls staðar þar á milli og þaðan út frá. H... Rauða spjaldið. Viltu gjöra svo vel að hypja þig útaf góðurinn, hér hefur þú ekkert meira að gera. Þetta óhugnan- lega litaspjald getur haft slæm áhrif á ýmsa, dómarinn sem bregður þvi á loft á jafnvel á hættu að vera barinn, að minnsta kosti ef hann er að austan. i... tsland. Veröur trúlega aldrei heimsmeistari en viö er- um þó alltaf með á landabréf- inu. J... Jóhannes Eðvaldsson. Sterki maðurinn I Val. Neitar þvi nokkur, að hann er verðugur knattspyrnumaöur ársins 1974. Ætli þjálfara I. deildarliðanna hafi ekki einhverntfma dreymt sæludrauminn um aö Búbbi gengi yfir I þeirra félag. En ekki rússneska björninn á Hllðar- enda, hans draumur var veru- leiki. Æ... Æfing. Ef hún er ekki I lagi, þá næröu ekki langt. Ef þú nennir ekki að æfa getur þú bara haldið áfram aö sprikla I firma- keppninni. A... Akranes, hvað annað. Liðið sem vann islandsmótið án þess að tapa leik liðið sem svo tapaði í sjötta sinn i úrslitum bikarkeppninnar. Akranes er samnefnari yfir allt það besta I islenskri knattspyrnu. C...l|einni stafurinn i nafni á tað sem flestir leikmenn þurfa ð heimsækja áður en I leikinn r haldið. D... Dómari. Hann er fyrir öll- um, hann skemmir allt og eng- inn vill sjá hann né heyra, en samt sem áður væri einfaldlega engin knattspyrna án hans. Ýmsir dómara okkar eru betri en við viljum vera láta, en margir þó öllu verri en af er lát- ið. Ö... örn Óskarsson. Vest- mannaeyingurinn með dýna- mitsprengjur I skónum sinum. Er ekki pláss fyrir hann i lands- Iiðinu? W... WC, sjá nánar í C. V... Valur. Glæsilegur sigur- vegari i bikarkeppninni. Liðiö sem er aö byrja þegar aörir eru að hætta. Einhversstaðar hefur eitthvað fariö úrskeiöis. X... Merkiö sem mér gengur alltaf erfiðast með þegar ég fylli út getraunaseöilinn. A Laugardagur 2T. september T974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.