Alþýðublaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 9
Haustþankar: Nú um miöjan sept. viröist botninn dóttinn úr keppnisgolf inu hér á landi og er það óræk sönnun þess, að menn hafi verið sprengdir á keppnum i sumar. Uppbygging opnu stigamótanna i sumar hefur verið röng og fremur stuðlað aö leikþreytu en batnandi árangri. Sökudólgurinn er fyrst og fremst hinn öri vöxtur á fjölda golfiðkenda, sem sprengt hefur af sér alla fjötra. Hér við Faxaflóann eru nú 5 golfklúbbar með 7-800 félaga og þar af allt að 1-200, sem sækja keppnir að marki. Er nú svo komið, að Grafarholtsvöllurinn er sá eini, sem getur tekið viö um 100 þátt- takendum með góöu móti, ef ljúka á keppni á laugardegi og sunnudegi, eins og tiðkast hefur. Að minu mati má ekki draga það eitt árið enn að viður- kenna staðreyndir, þ.e. að fækka beinlinis opnum mótum um leið og forgjafartak- markanir veröa teknar upp. Peningagræðgin má ekki skyggja á árangur i iþrótt okk- ar. Ég tel t.d. æskilegt, að opnar keppnir verði .miðaðar við hámarksforgjöf 20 að öllu jöfnu. Hins vegar mætti hafa 5—4 keppnir eingöngu fyrir forgjöf 20 og yfir en leggja áherslu á að menn spili sig niður i forgjöf 20 i innanfélagsmótum, áður en þeir fara almennt að stunda opnar keppnir a.m.k., sem skipta máli til vals á landsliði. Sjálfsagt er orðið að hafa keppnir á a.m.k. 2 völlum um sömu helgi með einhverri for- gjafarskiptingu. Það kom vel i ljós i sun.ar, að árangur i keppnum varö jafnvel lakari eftir þvi sem menn komust i betri æfingu. Á þessu er m.a. sú einfalda skýring, að menn hafa dreift sér alltof mikiö, tekið þátt i mótum helgi eftir helgi af gömlum vana og einnig til að safna stigum og þar með hefur naumast gefist tóm til að æfa markvisst fyrir mótin. Golfþing nú i haust þarf að taka þetta vandamál til með- ferðár og marka framtiðar- stefnu i keppnismálunum. Golf- klúbbarnir heimta sömu mótin ár eftir ár og alltaf fjölgar þátt- takendum. Oft tekur 6—8 klst. að ljúka 18 holu hring og veldur slikur seinagangur óþarfa leiða 1 mönnum og kemur fram i golf- leiknum. Einnig mætti hugsa sér að hafa undankeppnir og leika 18 holur fyrri dag, þ.e. t.d. þeir sem hafa förgjöf 10 og yfir og ljúka þá forgjafarhlutanum. Siðari dag léku siðan t.d. 10—20 bestu fyrri daginn auk þeirra, sem hafa 10 og lægra 36 holur i án forgjafarkeppninni. Þannig þyrftu menn ekki að eyða nema öðrum frideginum i viðkomandi mót en er þó gefið tækifæri til að komast i án forgjafar hlutann, þ.e. þeim sem skara fram úr fyrri daginn. Fleiri leiðir koma til greina en sú siðastnefnda sem fer þó dá- litið bil beggja. Næsta sumar þarf að hafa t.d. 2 vikur á milli stigamóta, þannig, að keppendur hafi tima til að þjálfa sig sérstaklega og undirbúa. Unglingamót og drengjamót þarf að halda oftar og byggja upp keppnislið hjá æskunni. Nú er öll þjálfun dottin upp fyrir enda þótt full ástæða sé til, að landsliðshópurinn æfi fram i snjóa úti en hefji inniæfingar strax i okt.-nóv. með tilliti til EM snemma næsta sumar. P' ) Þorbjörn Kjærbo er t.v. á háu myndinni og á litlu myndinni er Björgvin Þorsteinsson, en hvað mest hefur borið á afrekum þeirra í sumar. — Einar Guðnason skrifar um golf HARDPLAST Sending nýkomin af italska harðplastinu i miklu litaúrvali. Páll Þorgeirsson & Co. Ármúla 27 Simar 86-100 og 34-000 fÍTT I Frysti- I kistur Verslunin I PFAFF fluglýsiö í Alþýðublaðinu Skrifstofumaður eða skrifstofustúlka óskast til skrifstofu- og gjaldkerastarfa á aðalskrifstofu austurlandsveitu, Egilsstöðum. Upplýsingar veitir rafveiturstjóri Austur- lands, Selási 8, Egilsstöðum, slml 97-1300 eða starfsmannastjóri. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik Tilboð óskast f tæki og búnað fyrir alls 8 stk. kæli- og frystiklefa og ennfremur i 1 stk. plötufrystitæki. Útboðsgagna skal vitja á skrifstofu vora. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 jAuglýsið í Alþýðublaðinu \ Sími 28660 og 14906 jazzBaLLettökóLi bópu Skólinn opnar i nýjum og glæsilegum húsakynnum að Siðumúla 8. KENNT VERÐUR: Ballett — Modern — Jazzballett og Show bussnes. Flokkaskipting verður sem hér segir: 7—9 ára, 10—12 ára, 13—14 ára, 15—17 ára. Sérstakir flokkar fyrir ungt fólk 17—25 ára i jazzæfingum og léttum dönsum. Timar tvisvar og þrisvar i viku. Morgun- dag- og kvöldtimar. UNGT FÓLK ATH! Fokkar jafnt fyrir pilta og stúlkur 13 ára og eldri. Foreldrar hvetjið æskuna til að eyða tómstundum sinum i þroskandi og skemmtilegt nám! Irmritun ísíma 83730 frá kl. 1—6 jazzBaLLeCdQkóLi Bár\ o Laugardagur 21. september 1974. jazzDalleCtskdi Báru

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.