Alþýðublaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 7
VERKALÝÐSHREYF- INGIN OG FJÓL- ÞJÓÐAFYRIRTÆKIN Fjölskylda hinna stóru Fjölþjóðafyrirtækin eru orðin sllkt veldi, að verkalýðshreyf- ingin verður nú að taka upp nýj- ar og áhrifarikari aðferðir i bar- áttu sinni fyrir jöfnuði og launa- rétti. Þvi hefur verið spáð, að árið 1985 muni milli 200 og 300 fjölþjóðafyrirtæki standa á bak við um framleiðslunnar i hinum vestræna heimi. Velta þessara fyrirtækja fer oft fram úr þjóðarframleiðsluverðmætum þess lands, sem þau athafna sig i, og vegna þess, hve viða þau standa, stofna þau starfi verka- lýðshreyfingarinnar i hættu. Sala Ford-hringsins nemur hærri upphæð, en þjóðarfram- leiðsla Dana er. IBM og Chrysl- er selja nú fyrir upphæðir sem jafngilda þjóðarframleiðslu Suður-Kóreu eða Filippseyja. A lista, sem gerður hefur verið yf- ir þau 100 lönd og fyrirtæki, sem sýna þjóðarframleiðslu eða veltu yfir tvo milljarða dollara, eru nöfn 56 fyrirtækja og aðeins 46 þjóða. Þar að auki vex um- setning fjölþjóðafyrirtækjanna tvisvar til þrisvar sinnum hrað- ar en aukning þjóðarfram- leiðslu flestra rikja. Með þvi að stofna dótturfyr- irtæki út um allar jarðir hag- nýta fjölþjóðafyrirtækin sér hvern þann kost, sem hvert land býður upp á og sniðganga með öllu skyldur þær, sem atvinnu- reksturinn þarf að sinna að boði valdhafa hverrar þjóðar. Þann- ig fer framleiðslan fram i einu landinu, sölu og dreifingu er stjórnað frá öðru og skattar og gjöld svo greidd i þvi þriðja. Þegar þannig er búið um hnút- ana er það fjárfestingin erlendis ein, sem hefur áhrif á gang mála, og takmarkið að byggja upp óbrigðultheimsnet sem yrði óháð smærri hlutföllum hvers lands fyrir sig. Þessi fyrirtæki leggja sig i framkróka um að tryggja sig og sina, þannig að gróðurinn þurfi nú ekki að eyðast i kostnaðar- sömu efnahagsstrfði þeirra i milli. General Motors og Fiat hafa gert samning sin i milli, US-Goodyear og Michelin hafa ruglað saman nokkrum reitum og einnig Fiat og Citroen. Það er þvi ekki aðeins viðgangur fjöl- þjóðafyrirtækjanna hvers fyrir sig, sem skiptir máli, heldur og það samstarf, sem þau eiga i hér og þar til að tryggja aðstöðu sina. Standard Oii er hiuthafi i 20 öðrum hlutafélögum, þar á meðal á það bróðurpartinn I nokkrum ásamt Shell. Angarnir teygja sig um Vestur-Evrópu alla: Þýskaland, Frakkland, Holland, Italiu og Spán. Breska fyrirtækið ICI, sem er næst- stærsta fyrirtæki heims á sviði efnaiðnaðar, er einnig hluthafi i ýmsum fyrirtækjum með helstu keppinautum sinum i Belgiu, Sviss og Danmörku svo dæmi séu nefnd. Og ICI hefur heldur ekki látið sér yfirsjást banda- risk fyrirtæki. Shell á hluta i fyrirtækjum með yfir 20 öðrum, þar á meðal sinum helstu keppi- nautum svo sem BP, Esso, Texaco og Standard Oil, sem fyrr er sagt. Utan seilingarfjarlægðar Hvaða hlutverki gegnir svo hvert einstakt riki i þessari heimsmynd? Meir en nokkru sinni áður er verkamaðurinn fjarri þvi, sem úr starfi hans verður. Margt af þvi, sem verkalýðshreyfingin hefur náð með harðri baráttu i hverju landi fyrir sig, er nú i mikiíli hættu vegna fjölþjóða- tengsla risafyrirtækjanna. Æ stærri hluti efnahagsþróunar- innar er nú utan við seiiingar- fjarlægð hinna einstöku rikis- stjórna. Fjölþjóðafyrirtækin ákveða verð, segja fyrir um laun, fjarfesta og ráðstafa gróða sinum án nokkurs tillits til einstakra rikisstjórna, þjóð- arhags eða efnahagsástands i einu einstöku landi fyrir sig. Ein af ástæðunum fyrir þeirri verð- bólgu, sem nú tröllriður Vestur- Evrópu og fleiri álfum, er það lögmál, sem fjölþjóðafyrirtækin starfa eftir: Gengdarlaus út- þensla, stöðugt vaxandi fjár- festingar á báða bóga, en út- koman fyrir hvert land eru risa- vaxnar truflanir á efnahags- kerfi þess. Innan þeirra greina, sem nú þenjast hvað mest út, eins og rafeindatækni, efnaiðnaðar, oliu, plasts og lyfjaiðnaðar, ráða um tiu risafyrirtæki ferð- inni að öllu leyti. Þau gina yfir 50-80% framleiðslunnar og ákveða verð án nokkurs tillits til samkeppni. Aðeins fjárfesting- arstefnan kemur til greina. Samkeppnin er svo háð á öðrum sviðum: sölutækni, stjórnun, vöruvöndun og flýtinum við að hagnýta sér stundarfyrirbrigð- in, sem stöðugt skjóta upp koll- inum meðal neytenda. Vöru- verðið stjórnast þvi ekki að hlutfallinu milli kostnaðar og tekna heldur af fjármagnsþörf- inni. Verðhækkanir endurspegla þvi þörfina fyrir aukið fjármagn til aukinna f járfestinga og þetta afl ræður þróun efnahagsmála i heiminum án nokkurs tillits til þess, hvað rikisstjórnir ein- stakra landa vilja aðhafast i efnahagsmálum. Fjölþjóðafyrirtækjunum fylg- ir sivaxandi tækni til að leysa mannshöndina af hólmi. Meiri- hluti fjárfestingarinnar (um 65% að meðaltali) fer til alls kyns tilrauna til að fækka verkafólki við framleiðsluna. Þetta skapar atvinnuleysi. í Englandi er atvinnuleysið stöðugt að aukast og nemur nú um 5% þeirra, sem vinnufærir teljast. í Canada eru yfir 700.000 manns atvinnulausir og hefur sú tala aldrei verið hærri siðan i striðslok. Og á ítallu, i Þýska- landi, Frakklandi og Hollandi eykst fjöldi atvinnulausra stöð- ugt. Framleiðsla, sem sér mörgum fyrir atvinnu fer stöð- ugt minnkandi og i staðinn kem- ur framleiðsla, sem fæðir færri hendur. Fjölþjóðleg verkalýðshreyfing Þetta er vandinn, sem verka- lýbshreyfingin verður nú að horfast i augu við. Verkalýðs- hreyfingin verður að viður- kenna hann, brjóta hann til mergjar og haga aðgerðum sin- um I samræmi við niðurstöður sinar. Verkalýðshreyfingin verður að berjast á hverjum stað fyrir sig og á alþjóðlegu sviði um leið. Baráttuna verður að laga að ólikum aðstæðum þeirra iðn- greina, sem vaxa hægt eða eru á hverfanda hveli, og hinna, sem tútna út með hverjum deginum, sem liður. Það verður að endurskipu- leggja alþjóðlega aðstoð við þá, sem eiga i vinnudeilum á sinum stað, og gera þessa samheldni virka. Það verður að taka upp sameiginlega samninga milli landa og færa sig að þvi mark- miði, að verkalýðshreyfingin semji aðeins á fjölþjóðlegu sviði, eins og fyrirtækin starfa á. Það liggur i augum uppi, að verkalýðshreyfingin i hverju landi fyrir sig stendur tæpt að vígi, þegar meðlimir hennar telja aðeins smáhluta af þvi vinnuafli, sem fjölþjóðafyrir- tækið hefur i þjónustu sinni út um allar jarðir. Uppbygging fjölþjóðafyrirtækjanna gerir stjórnendur hverrar fyrir- tækjaeiningar betur fært að mæta verkföllum eða kröfum verkalýðshrey fingarinnar. Framleiðsluna má þá bara flytja til annarrar fyrirtækja- einingar i öðru landi eða þá að hægt er að gripa til birgða ann- arra fyrirtækjaeininga. Barátta gegn einu fjölþjóða- fyrirtæki — ef I henni taka þátt allir verkamenn þess fyrirtækis iöllum löndum, sem það starfar I, er raunhæfari og sterkari en barátta innan heillar iðngreinar sem aðeins fer fram með einni þjóð i einu. Verkalýðshreyfingin er nú að stlga fyrstu sporin i strangri göngu. Byrjað hefur verið á þvi að safna gögnum og upplýsing- um um 40 stærstu fjölþjóðafyr- irtækin i efnaiðnaðinum til að leggja grundvöll að þvi, að fjöl- bjóðafyrirtækin eigi við fjöl- pjóðaverkalýðshreyfingu. Leið- in verður ekki auðfarin, en hver sigur og hver áfangi mun breyta stöðu verkalýðshreyfingarinnar I heiminum smátt og smátt, þar til hún ein stendur uppi sem það afl, sem hinn einstaki verka- maður getur ótrauður sett sitt traust á. (Þýtt og endursagt úr norsku (AP).) Dr. Kjartan Jóhannesson: eru ýmist að öllu leyti I eigu Alusuisse, eins og Isal, ellegar að hluta. Þessi fyrirtæki eru i nokkrum Evrópulöndum i Ame- riku og viðar. Bauxitnámur eru m.a. tiltölulega nýlega teknar til starfa i Astraliu, og hefur vaxandi hluti súráls til ISAL komiðþaðan á undanförnum ár- um. í samningnum milli rikis- stjórnar íslands og Alusuisse eru ýmis ákvæði varðandi rekstur Isals, sem tryggja eiga hagsmuni Islendinga. Þannig eru ákvæði um það, að tveir stjórnarmenn af sjö skuli til- nefndir af rikisstjórninni, þótt Islendingar eigi ekki hlut i verk- smiðjunni. Getur rikisstjórnin Islenska álfélagið h.f. (ISAL) er að öllu leytii eigusvissneska fyrirtækisins Alusuisse, en starfar samkvæmt sérstökum samningi, sem tryggja á áhrif tslendinga á stjórn fyrirtækisins og islenska hagsmuni að öðru leyti, m.a. með tilliti til skatt- tekna af rekstri þess. Höfnin i Straumsvik er hins vegar eign Hafnarf jarðarbæjar, og annast hann stjórn hennar. Isal hefur þó tekið að sér að standa undir stofnkostnaði hafnarmannvirkjanna gegn þvi að njota forgangs um notkun hafnarinnar. Alusuisse er fjölþjóðafyrir- tæki með aðalstöðvar i Zurich i Svisslandi. Dótturfyrirtæki þess fyrir atbeina þessara fulltrúa fylgst með rekstrinum og haft áhrif á starfshætti fyrirtækisins. Ennfremur er tilskilið, að meirihluti stjórnarmanna skuli vera islenskir rikisborgarar. Frá upphafi hafa fimm stjórn- armanna verið Islendingar. I viðskiptum við fjölþjóðafyr- irtæki þykir jafnan varasamt, að fjölþjóðafyrirtækið hefur bæði sölustarfsemi og hráefnis- kaup dótturfyrirtækisins i hendi sér og getur þannig haft afger- andi áhrif á rekstrarafkomuna og þá skattgreiðslur fyrirtækis- ins. Þessu er lika þannig farið hjá ISAL, að Alusuisse sér um sölu álsins og súrálið kemur úr námum þess. Til þess að mæta þessari áhættu eru ákvæði um það i ISALsamningnum, að meginregla skattlagningar skuli vera sú, að greitt sé gjald af hverju útfluttu tonni af áli og fer upphæð gjaldsins eftir skráðu heimsmarkaðsverði á áli, sem birt er reglulega i er- lendum timaritum. Komi hins vegar til þess að gjald þannig reiknað fari fram úr 50% hagn- aðar fyrirtækisins getur Isal myndað skattinneign hjá rikis- sjóði, sem notast til þess að mæta hluta af framleiðslugjaldi siðar. Þegar Isal notfærir sér þetta ákvæði, hefur rikisstjórn- in heimild til þess að tilnefna aðila til þess að endurskoða reikningana og eiga þeir þá að- gang að bókhaldsgögnum Isal. Þrátt fyrir ákvæði um skatt- inneign, þegar gjaldið fer yfir 50% hagnaðar, verður Isal ætið að greiða lágmarksgjald $12.50 á hvert útflutt áltonn eða kr. 106 milljónir á ári miðað við 72 þús. tonna framleiðslu. Við hækk- andi álverð og enga skattinn- eign geta greiðslurnar orðið langtum hærri. Þannig mun Isal greiða um 60 milljónir á mánuði um þessar mundir. Þá eru i samningnum ákvæði um, að ekki megi draga meira úr framleiðslu hjá Isal en að jafnaði hjá öðrum álverum und- ir yfirráðum Alusuisse, en það hefur þótt áhættusamt hjá fjöl- þjóðafyrirtækjum, ab þau drægu úr rekstri sumra fyrir- tækja sinna til þess að halda öðrum gangandi, þegar að kreppir. 011 ofantalin ákvæði stefna greinilega að þvi að gera áhættu Islendinga af rekstrinum sem minnsta en tryggja jafnframt islenskt eftirlit og aðhald. Sama gildir um rafmagnskaupin. Þau verður Isal að greiða hvort sem það notar orkuna eða ekki. Tvö atriði er varða rekstur Isal hafa e.t.v. verið öðrum óft- ar til umræðu á undanförnum árum, en það er verðlag raf- orkusölunnar til fyrirtækisins og mengun frá þvi. Strax i upp- hafi gagnrýndu ýmsir orku- verðið fyrir, að það væri of lágt. Var þá á hinn bóginn bent á, að hin miklu orkukaup réttlættu lágt verð og gerðu hina hag- kvæmu virkjun i Búrfelli mögu- lega og arðsama, en án þessar- ar orkusölu yrði sú virkjun ó- framkvæmanleg. Með hækk- andi orkuverði I heiminum og vegna hlutfallslegra breytinga á gengi erlendra gjaldmiðla hefur raforkuverðið til Isal þó orðið Landsvirkjun óhagkvæmara en ætlað var i upphafi. Ýmsir benda hins vegar á, að taka verði tillit til framleiðslugjalds- ins vib mat á orkuverðinu og lita á þetta tvennt saman. Að þvi er mengunarvarnir varðar hefur veriö unnið að til- raunum með hreinsitæki, sem Jón Þórðarson, Reykjalundi hefur hannað og hefur Isal styrkt þær. Jafnframt hefur ‘ verið fylgst með tilraunum með nýja hreinsunaraðferð, sem dótturfyrirtæki Alusuisse i Þýskalandi hefur gert að und- anförnu. Þykja þær tilraunir lofa góðu. Hvaða aðferð svo sem valin verður, virðist einsýnt, ab hreinsitæki verði sett upp fyrr en siðar. Svissneska fjölþjóða- fyrirtækið Alusuisse er eigandi að 106 fyrir- tækjum í 27 löndum. Flest eru fyrirtækin í heima- landinu, 31 talsins, 11 eru i V-Þýskalandi, 9 á (talíu, 7 í Bretlandi, 5 í Ástralíu og Hollandi, 4 í Suður- Afríku og Belgíu, 3 í Nígeríu og Banda- ríkjunum, tvö í Brasilíu, Curacao, Svíþjóð, Frakk- landi, Japan, Noregi og Gineu og eitt i hverju ef tirtaI inna landa: l sla ndi, Danmörku, Portúgal, íran, Austur- ríki, Kanada, Costa-Rica, Madagaskar, Sierra Leone og Finnlandi. Af þessum 106 fyrir- tækjum á Alusuisse 100% í 52 (þar á meðal Islenska álfélaginu hf.) og í 31 fyrirtæki að auki á Alusu- isse 50% eða meira. Þá á fyrirtækið Lonza Ltd. sem Alusuisse á 94,9% í, hlut að 19 öðrum fyrir- tækjum í Sviss, V-Þýska- landi og Bandaríkjunum; fimm þeirra að öðru leyti og 50% eða meira í sjö. I Finnlandi er Alusuisse eigandi að einu fyrirtæki að98%, í Danmörku á það eitt fyrirtæki 100%, í Sví- þjóð á það eitt fyrirtæki 100% og 50% í öðru og í Noregi á það eitt fyrir- tæki 100% og 74,8% í öðru fyrirtæki. STIRDARI SAMBUD YFIR- OG UHDffiMANNA EN BESTU KJARASAMHMGAR ILANDMU „Það væri ekki sannleikanum samkvæmt að viðurkenna ekki þá staðreynd, að samningavið- ræður við Islenska álfélagið hafa gengið mun greiðar og verið með allt öðrum blæ en samningaviðræður um hina almennu samninga,” sagði Her- mann Guðmundsson, formaður Verkamannafélagsins Hlifar i Hafnarfirði, þegar Alþýðublaðið spurði hann um samskipti verkalýðssamtakanna og áliðjuversins. Og Hermann bætti við að náðst hefðu samningar, „sem telja verður allsæmilega eftir atvikum”. Um samskiptin að öðru leyti sagði hann, að þau væru með nokkuð öðrum blæ, en við ættum að venjast á tslandi, „íslenska álfélagið ber þess ótviræð merki, að það er angi af alþjóð- legu fyrirtæki. Það er sjáanlega sniðið eftir erlendum fyrir- myndum, enda viðurkennt af stjórnendum fyrirtækisins, og kerfi sem er alþjóðlegt þ.e. gilda i þeim fyrirtækjum, sem Sviss aluminium rekur viða um heim. Slikt á ekki við, hvað snertir íslenskar aðstæður, nema að takmörkuðu leyti enda hafa oft orðið árekstrar af þeim sökum, sem komast hefði mátt hjá. Bar sérstaklega á sliku fyrstu rekstrarár verksmiðjunnar. Sem sagt alþjóðlegt yfirbragö áliðjuversins hefur haft það i för með sér, að öll viðskipti á milli samningsaðila eru með öðru sniði, en venja er til hér á landi og má þar sérstaklega nefna stirðari sambúð yfir- og undir- manna. — En nú hafið þið náð fram ýmsum nýmælum i samningum ykkar við áliðjuverið? — — Já, það er rétt. I samningunum eru ýmis nýmæli, sem til bóta eru fyrir starfsmenn i Straumsvik. Nýmæli, sem ekki finnast i öðrum samningum hér á landi. — Hafið þið leitað eftir upplýsingum erlendis frá, við undirbúning samninga við tslenska álfélagið? — — Já, það höfum við gert. I byrjun höfðum við samninga, sem giltu þá i Noregi, til nokkurrar hliðsjónar, og fyrir tveimur árum sendum við tvo menn til Noregs, til þess að kynna sér kaup og kjör svo og annað varðandi áliðjuverin þar i landi. Og við munum að sjálf- sögðu halda áfram að fylgjast með þvi, sem gert er erlendis og draga okkar lærdóm af þvi. — Nú er þvi haldið fram að hvergi þekkist hér á landi svo góðir samningar sem þeir, sem nú gilda við áliðjuverið? — — Jú, mikil ósköp. Þetta hefur oft verið sagt. Og það er ekki fjarri sannleikanum, hvað ýmis atriði samninganna snertir. En vinnan i áliðjuverinu er engin sæld og á sér enga hlið- stæðu hér á landi. — Hvernig standið þið að vigi samanborið við önnur erlend verkalýðsfélög, sem semja við fyrirtæki sem áliðjuverið i Straumsvik? — — Þessari spurningu er mjög erfitt að svarai þar kemur svo margt til greina. Við saman- burð við Norðmenn, eins og við gerðum hann eftir athugun á skýrslum fyrir tveimur árum vorum við með hagstæðari atriði á nokkrum sviðum, en á eftir sums staðar. Hvernig þetta er nú er i athugun. Aftur á móti er ljóst að við erum hvað kaup- gjald snertir langt á eftir verka- fólki i áliðjuverum i Banda- rikjunum og Kanada. Auðvitað erum við ekki alls kostar ánægðir með samninga okkar við Isal, þótt margt hafi þar náðst gott fram, og sam- skiptin hafi lagast á undan- förnum árum. Það er augljóst, að við verðum nú óhjákvæmi- lega að ná fram ýmsum atriðum, sem við höfum áður gert kröfur um, en ekki hafa komist inn i samninga. Og einnig verðum við að fá fram ýmis atriði, sem reynslan hefur sýnt að verða nú að komast inn i nýja samninga okkar við Isal. — Nú heyrist sú rödd æ meir, að verkalýðsfélög i hinum ýmsu löndum þurfi að þjappa sér saman gegn fjölþjóðafyrir- tækjum og koma svo nánu sam- starfi að þau standi sem einn aðili gegn einu fyrirtæki. — — Ég held að þetta sé óhjákvæmileg þróun. Þab segir sig sjálft, að þegar fyrirtæki er komið I útibúum út um alla veröld, þá þarf verkalýðs- hreyfingin að svara á nákvæm- lega sama hátt. Það eitt er rök- rétt svar við tilkomu og þróun hinna fjölþjóðlegu fyrirtækja. o Laugardagur 21. september 1974. Laugardagur 21. september 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.