Alþýðublaðið - 01.10.1974, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 01.10.1974, Qupperneq 6
Á seglskipi um aldamót? Um 1980 verður stærsta oliuskipið um 1 milljón tonn, en stærri verða þau ekki, segir Stian Erichsen prófessor við NTH i Þrándheimi. — Ekki vegna þess, að við getum ekki byggt stærri skip, heldur vegna þess, að það verður erfitt að nota stærri skip. Seinna gætu risaskip siglt yfir höfin með blaktandi seglum! Sjálfstýrðir, vindknúðir vélmenn, sem líða áfram yfir heimsins höf. Gamlir menn, sem unnu segl- skipunum geta nú glott i kamp- inn. Það litur út fyrir, að skútur eigi eftir aö sigla um höfin sjö aftur! Skipatæknin hefur tekiö ó- stjórnlegum framförum á þess- ari öld. Við höfum haft kol- og oliuknúin gufuskip. Við höfum séð þægilegar gufuvélar og öskrandi vélar knúðar gufu og gasi. Fyrir nokkrum áratugum bókaklúbbi AB ókeypis og kaupið bækurá betra verði ' Bókaklúbbur AB er stofnaður með það fyrir aug- um, að hæqt sé að gefa félögum klúbbsins kost á fjölbreyttu úrvali bóka á betra verði en yfirleitt gerist á almennum bókamarkaði. : Félagar geta allir orðið, haf i þeir náð lögræðisaldri. Rétt til kaupa á bókum klúbbsins eiga aðeins skráðir félagar Bókaklúbbs AB. : Bókaklúbbur AB mun gefa út 6-8 bækur árlega. Féalgsbækurnar munu koma út með eins eða tveggja mánaða millibili. Um það. bil einum mánuði áður en hver félagsbók kemur út verður félögum Bókaklúbbs AB sent Fréttabréf AB, þar sem bókin og höfundur hennar verður kynntur, greint frá verði bókarinnar, stærð hennar, o.fl. : Félagar Bókaklúbbs AB eru ekki skyldugir að kaupa neina sérstaka bók. Félagar geta afþakkað félagsbækur með því að senda Bókaklúbbi AB sér- stakan svarseðil, sem prentaður verður i hverju fréttabréfi AB. Félagar Bókaklúbbs AB geta valið sér aðra bólk, en þá, sem boðin er hverju sinni í Fréttabréfi, og auka bækur að vild sinni. Velja má bækurnar eftir skrá, sem birt er í Fréttabréfinu. Þá geta félagar keypt bækur til viðbótar samkvæmt sértilboði, sem veitt verður öðru hvoru. Ef bók er afþökkuð, eða önnur valin í hennar stað, eða aukabækur pantaðar, þarf fyrrnefndur svar- seðill að hafa borizt Bókaklúbbi AB fyrir tilskilinn tíma. Að öðrum kosti ver»ur litið svo á, að félaqinn óski að eignast þá félagsbók, sem kynnt er í Fréttabréfinu. Félagsbókin verður þá send ásamt póstgíóseðli. Félaginn endursendir siðan póstgíró- seðilinn ásamt greiðslu í næsta pósthús eða banka- stofnun. Sú eina skylda er lögð á herðar nýrra félaga Bókaklúbbs AB að þeir kaupi einhverjar 4 bækur fyrstu 18 mánuðina, sem þeir eru félagar. Félags- gjöld eru engin. Áskriftargjald Fréttabréfsins er ekkert. Félagar Bókaklúbbs AB geta sagt upp félags- réttindum sínum með þvi að segja sig skriflega úr klúbbnum með eins mánaðar fyrirvara. Sami uppsagnarfresturgildir fyrir nýja félaga, en þó að- eins að þeir hafi lokið kaupum á fjórum bókum irinan átján mánaða. 6 fyrstu bækur i Bókaklúbbi AB: 3 fjölfræðibækur: 2 skáldsögur: Fánar að fornu og nýju Sjóarinn, sem hafið hafn- Uppruni Mannkyns aði eftir Yukio Mishima Fornleifafræði Máttúrinn og dýrðin eftir Islenzkt Ijóðasafn. Graham Greene. Ég vil vera með Umsókn nýrra félaga Vinsamlega skráið mig í Bókaklúbb AB. Ég hef kynnt mér félagsreglurnar og geri mér grein fyrir kvöðum nýrra féiaga um kaup á bókum. Nafn Nafnnúmer Heimilisfang. é Almenna bókafélagið Austurstræti 18 — Reykjavík Pósthólf 9 — Símar 19707 & 16997 ■ s komu diselvélarnar og reyndust vel. Nú knýja þær meginhluta skipanna, sem flytja varning heim. Nokkur kjarnorkuknúin skip eru til, en þau tilheyra framtið- inni. Kjarnaklofvélin, sem not- uð er nú, er ekki hættulaus og dýr i rekstri. Kjarnaklofvélin (notuð til að bræða saman og kljúfa frumeindir) er rétt á til- raunastiginu og það er langt þangað til að hún verður al- mennt notuð á skipum. A meðan gæti það komið fyrir, að seglskipin yrðu aftur hafin til vegs og virðingar. Um aldamót- in 2000, eða eftir 25 ár, gætu 500.000 tonna skip siglt um heimshöfin með aðstoð straums og storms. Þá yrðu þessi fornu náttúrulögmál aftur notuð til að knýja skip áfram! Bandariski prófessorinn Harry Benford við háskólann i Michigan kom fram með þessa kenningu i fyrirlestri i Japan. Fyrirlesturinn fjaliaði um elds- neytisvandamál framtiðarinn- ar. Þeir, sem láta sig dreyma um seglskipin mega þó ekki gera ráð fyrir ofbeldissömum báts- mönnum og eigingjörnum skipsstjórum undir hvitum, blaktandi seglum. Seglskip framtiðarinnar verða tæknilega fullkomin og búin öllum hugsan- legum tækjum frá kili að mastri. Burt með erfiöið! Nú er hægt aö vinda upp segl með vélum. Seglin verða gerð úr áli og rifuð eins og hansatjöld. Fáir verða i áhöfninni eða kannski engir næstum, svo að gamli skútuhá- setinn verður vist aldrei til aft- ur. Sannleikurinn er sá, að nú- timatækni sér um öll störf um borð og unnt er að stjórna þeim um gervitungl frá útgerðinni i landi. Þetta er að minnsta kosti hug- sanlegur möguleiki. Og um leið er sú staðreynd fyrir hendi að hér er um vélar knúðar af vindi og mataðar af staðreyndum að ræða. „Möguleikarnir fyrir hendi” Hvað segja norskir skipa- fræðingar um þetta? Stian Erichsen prófessor við sjó- mannaskólann i Þrándheimi varð fyrir svörum: — Möguleikarnir til að byggja seglskip eru enn fyrir hendi og þá á ég fyrst og fremst við vegna eldsneytiskreppunnar og mannfæðar, en ekkert norskt útgerðarfélag hefur slikt i hyggju nú! Það er ekki einu sinni unnt að segja, að menn hugsi alvarlega um seglskipin, þvi að sú hugmynd á enn langt i land! Tæknilega séð er þó ekkert i vegi fyrir þvi að byggja full- komið seglskip, segir Stian Erichsen prófessor. Við vitum meira um siglingafræði nú, en áður og getum þvi notað seglin betur. Við vitum einnig meira um veðurfræði og getum þvi hag- nýtt okkur vinda og staðvinda betur en áður. Við getum forð- ast stillur og hegðað okkur sam- kvæmt veðurspám fram i tim- ann. Þar koma gervitunglin og tölvurnar að góðu haldi. Tölvur um borð og i landi geta séð um siglingu og allt sem segl- unum viðkemur. Með gervi- tunglum og fjarstjórnartækjum er unnt að gera skipið sjálfstýrt. í seglskipum framtiöarinnar verða vélar, sem geta stýrt skipinu úr stillu eða unnt verður að nota dráttarbáta til að kom- ast þaðan. Seglaútbúnaðurinn er örugg- ari og jafnvægið meira eftir þvi sem skipið er haft stærra. Það er þvi ekkert þvi til fyrirstöðu að byggja 500 þúsund tonna skip eða enn stærra. Þvi stærri þvi betra. Stian Erichsen prófessor vill leggja áherslu á það, að þetta séu engir framtiðardraumar. Hann bendir aðeins á þetta sem tæknilegan möguleika. Ýmis- legt annað kemur einnig til greina, svo sem fjármagn, rekstur og öryggi. Oliuskortur- inn verður að aukast og oliu- verðið að hækka til að farið verði að hugsa alvarlega um seglskip. Nútima seglskip verður til- tölulega ódýrt i rekstri og þó skiptir engu hvert oliuverðið kann að verða, en vindurinn verður alltaf heldur óáreiðan- legur orkugjafi, hvað svo sem tækninni fleygir fram. Það er ekki hægt að búast við stöðugum byr. Seglskipin eru lika seinni i förum, en olian gæti orðiö svo dýr, að ekkert skip hefði efni á að bruna áfram. Vilja ekki „vélmenni” En meðan seglskipin eru enn ekki raunhæf á ný, er þróunin öll i þá átt að gera skipin sjálfstýr- anlegri. Nú eru til kerfi, sem geta sagt útgerðarmanninum meira um ástand skipsins, stöðu þess og siglingaleið en áhöfnin gæti gert og það þó að skipið sé hinum megin á hnettinum. Stian Erichsen segir að ekkert sé þvi tæknilega til fyrirstöðu að fjarstýra skipinu, en norskir út- gerðarmenn kæra sig kollótta um það. Þeir vilja ekki gera skipið svo sjálfstýrt, að engir menn séu um borð! Áhöfnin á norskum skipum i framtiðinni á að fá alla þá tæknilegu aðstoð sem unnt er, en áhöfnin á að vera kyrr. Eng- inn vill fá vélmenni, fjarstýrð tæki og stjórnun úr landi. — Hvernig verða yfirmenn- irnir um borð varir við þróun- ina? — Við skulum fyrst tala um á- höfnina. Venjulegir hásetar hafa hingað til unnið á þilfari eða i vél, en skipting yfirmanna hefur ekkert breyst. Það er vafasamt, að þetta verði svo á- fram, en stýrimenn og vélstjór- ar hafa sterk stéttafélög og miklar umræður verða án efa áður en það verður einhver breyting á þessum málum. Margir hafa hugsað sér sam- eiginlegt námskeið fyrir alla yfirmenn á flotanum og þá hafa þeir sérmenntun i huga, sem byggð er á undirstöðumenntun- inni. Yfirmennirnir verða þvi með mun meiri sérmenntun en nú og ásamt lýðræðisiegri stjórnun um borð hlýtur þetta að verða mikil breyting. Tökum sem dæmi vaktakerfi yfirmannanna. Yfirmaðurinn verður valinn með tilliti til sér- menntunar, sjógangi og stöðu skipsins. öryggið verður meira, ef sérfræðingarnir eru valdir eftir hæfni og allir halda kunn- áttunni við. Það verður að leggja á þaö á- herslu að öryggið verður að vera meginmál bæði háseta og yfirmanna. Nú er einn yfirmað- ur á vakt á dag, þegar skipið er ** : ét ■*» „Globik Tokyo” fékk nýlega titilinn „stærsta flutningaskip heims” Skipið er 477 þúsund tonn og var byggt i Japan fýrir Globtik Tanker Co. Skipið er 379 metrar á lengd, 62 á breidd og ristir 36 metra. Ef til vill verður „heimsins stærsta skip” 1 milljón tonn eftir fáein ár! á rúmsjó og þannig getur það lika verið, ef skipið er búið öll- um hjálpartækjum tæknilega séð. Sé sjógangur mikill getur stundum nauðsyn krafið, að tveir menn séu við stjórn eins og á flugvél. Mannlega séð getur vélvæð- ingin haft óheppileg áhrif. Þvi er nauðsyn á þvi, að allar að- stæður um borð séu eins góðar og frekast er unnt. Það er þegar greinilegt„að ástandið um borð er orðið lýðræðislegra. Útgerðin hefur gengið fyrir öðrum fyrir- tækjum á þessu sviði. A flestum góðum skipum eru af og til sam- eiginlegir fundir og gamaldags yfirstjórn skipstjóra/yfirmanna yfir áhöfninni er að hverfa. Það hefur orðið mikil breyting á stjórnun norskra skipa. En skipstjórinn stjórnar enn skipinu og hann ber ábyrgðina alla, einnig lögfræðilega séð. Þannig er það um allan heim og það verður langt þangað til að breyting verður á þvi. Ef ein- hver vill þá breyta þvi. Það hafa verið uppi ráðagerð- ir um að skipta ábyrgðinni milli skipsstjóra og annars yfir- manns. T.d. með þvi að skipta yfir á tvær tólf tima vaktir og Erichsen segist ekki vita betur en þetta kerfi sé notað hjá einu merku skipafélagi „Hurtigrut- en”. Þar hefur fyrsti stýrimað- ur ábyrgð á skipinu meðan hann er á vakt. Hann telur rétt að breyta kerfinu þannig, að skipsstjórinn beri ekki einn alla ábyrgð á skipinu. Margir skipstjórar standa i brúnni svo dögum skiptir þvi að skipstjórinn ber á- byrgð á skipinu, en það er erfitt að finna aðra lausn eins og lög- gjöfin er nú. Fyrr eða siðar hljóta þó mannleg viðhorf að breyta þessu. — Hvernig haldið þér, að venjulegt skip liti út um alda- mótin Erichsen? — Það bendir ekkert til þess að róttækar breytingar verði á skipum fyrir 1990. Skipin verða bætt en ekki breytt. Oliuskip verður útlits eins og oliuskip nú. Yfirbyggingin verð- ur kannske frábrugðin, en skip- ið sjálft verður i aðalatriðum eins og þaðer nú. Byggt úr stáli. Tæknilega séð er hægt að byggja risastór flutningaskip úr steinsteypu, en skipasmiða- stöðvar um gjörvallan heim byggja allt sitt á stáli og breyt- ingin yrði langvarandi og dýr. Stálið stendur sig enn i sam- keppninni og mun án efa gera það lengi. Nú eru tæki um borð, sem mæla áhrif hafsins á skips- skrokkinn. Yfirmaður á vakt getur alltaf lagað hraða skipsins eftir áhrifum sjávarins. Þessi tæki gera mönnum kleift að nýta stálið betur. Tæknilega séð er unnt að byggja skip, sem er mörg milljón tonn og frá heimsstyrj- öldinni siðari hefur stærð „stærsta flutningaskips heims” þrefaldast árlega. Stian Erichsen prófessor telur óliklegt að sú þróun haldi á- fram. 1 lok sjöunda tugsins verða skipin 750 þúsund eða milljón tonn. Þó aö menn hljóti að fara gætilega með getgátur hvað útgerð viðkemur bendir allt til þess að breytt viðhorf muni draga úr óðavexti skip- anna. Það er ekki vegna tækni- vandamála heldur vegna þess, að við höfum ekkert með stærri skip að gera. Þróunarlöndin munu i sivaxandi mæli hreinsa oliuna sjálf og með minni hrá- oliu þurfum við færri skip. Færri en tæknilega fullkomnari oliuskip. — Hvað um framtiðarvélina? — Gufuvélar eða vélar, sem ganga fyrir þykkri oliu. Eða kolefni eða kolefnisblönduð olia. En það gætu einnig verið disel- vélar. Ég held, að hér sé ekki heldur neinnar byltingar von. Diselvélinni tekst áreiðanlega að halda i horfinu. Hreyflarnir eru hins vegar takmarkaðir. Hver hreyfill get- ur knúið gott skip áfram með 60 þúsund hestafla krafti, en á stóru oliuskipi afkastar hann ekki meira en 60 þúsund hestöfl- um. Það er nóg til að knýja á- fram 1 milljón tonna skip og auðvitað er ekkert þvi til fyrir- stöðu að fjölga hreyflunum. — Simritun? — Það verða mörg ár áður en hætt verður að nota loftskeyti á skipum. Það verður varla fyrir 1990 og ef til vill enn seinna. Þetta orsakast af öryggisástæð- um um borð. Það verður að tryggja öryggi skipanna i neyð- artilfellum. Það er ekki hægt að reikna með sima um borð i stór- um skipum. Við þurfum að nota loftskeyti i mörg ár enn. Annars verður mikii breyting innan útvarps á næstunni og þá á ég við gervitunglin og fjar- skipti þau. sem þau munu sjá um. Nauðsynleg samtöl og einkasamtöl munu verða um út- varpstima svonefndan. Það er ekki fáránlegt að ætla, að venju- legur háseti geti legið I kojunni og hringt heim um 1980. Siðar munu neyðarköll einnig fara fram gegnum útvarps- sima. en þá þarf að breyta öilu simakerfinu. Það tekur vitan- lega tima. þvi að það er ekki hægt að ætlast til þess að allur heimsflotinn hætti við loftskeyt- in og byrji að nota simann á svipstundu. DYNASCHIFF. Þýskir vlsindamenn hafa byggt skip samkvæmt kenningu, sem þeir kalla .Dynaschiff”. Þar sýna þeir. hvernig ei unnt að byggja seglskip framtiðarinnar. „Dynaschiff” er 1 þúsund tonna skip. A skipinu eru 6 möstur, scm eru hreyfanleg. sjálfstæðog þri þætt. Rárnar eru fastar við mastrið og unnt er að sveigja allar rár I söinu átt, þegar mastrinu er snúið. Þær eru þannig lagaðar, að loftmót staðan verður hæfileg á seglin, þegar þau eru notuð. Seglin eru þanin út lárétt sln hvoru megin við mastrið. Gert er ráð fvrir, að það taki 15-20 sek. að draga segl við hún. Hjálpartækin eru þrjár 500 hestafla vélar, sem notaðareru til aö draga scgl aö hún, rifa þau og knýja skipið áfram. Allt undir þilfari er ætlaö flutningi og öðru sllku. „Dynaschiff” er liægt að beita meira upp I vindinn (48 gráöur) heldur en unnt var að beita fjórmöstruðum berki af gömlu gerðinni (68 gráður). Seglskip fer betui I sjó en vélknúið skip, þvl að þar gætir ekki titringsins frá vélunum og óloft og ollufnykur fyrirfinnst ekki. Vfsindamenn gera ráð fyrir þvl, að seglskipið vcrði cinnig satnkeppnisfært fjárhagslega. o Þriöjudagur 1. október 1974. Þriöjudagur 1. október 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.