Alþýðublaðið - 01.10.1974, Síða 2
I>1
STJÚRNMÁL
Ólafur enn
á ferðinni
Möðruvallahreyfingin er
nú smátt og smátt að leysast
upp. Hluti hennar, undir for-
ystu Ólafs Ragnars, hefur
skriðið undir feld Magnúsar
Torfa. Aörir úr þessum
merkilega félagsskap eru aö
laumast inn um bakdyr Fram-
sóknarflokksins aftur.
Tilgangur ólafs Ragnars
Grimssonar með samstarfinu
við Magnús Torfa var m.a. sá
að tryggja sér þingsæti. Hefðu
tveir frambjóðendur F-listans
náð kjöri i stað eins hefði Ólaf-
ur lika náð inn á þing sem
uppbótarmaður. En svo varð
ekki — og varð hann að láta
sér nægja varamannssæti
fyrir Magnús Torfa.
En Ólafur Ragnar er samt
ekki af baki dottinn. Hugur
hans stefnir enn fram og leit-
ast hann nú við að ná undir-
tökunum i Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna.
Sjálfsagt mun hann þar enn
eiga vist liðsinni Jóns Bald-
vins Hannibalssonar, en þeir
félagar hafa lengi lagt sin plön
saman.
Ólafur Ragnar lætur sér
samt ekki nægja að verða
helsti hugmyndafræðingur
SFV á bak við tjöldin. Þvi
hefur hann nú komið þvi svo
fyrir, að Magnús Torfi
Ólafsson byrjar feril sinn sem
óbreyttur þingmaður á þvi að
sækja fund Allsherjarþings
S.Þ. sem fulltrúi i isl, sendi-
nefndinni. Verður Magnús
væntanlega ytra hluta af
starfstima Alþingis fyrir ára-
mótin og mun Ólafur Ragnar
Grimsson þá sitja á þingbekk i
stað Magnúsar. Er eins lik-
legt, að Ólafi sé mikið i mun aö
Magnús Torfi sitji ekki mikið
lengur en óhjákvæmilegt er á
Alþingi og gæti þvi margt
ósennilegra gerst en það, að
skammt yröi til þess að
Magnús Torfi léti af þing-
mennsku og Ólafur Ragnar
kæmi i staðinn.
Eftir atvikum
,,Eg er ánægður eftir atvik-
um”, segir Einar Ágústsson,
utanrikisráðherra, i viðtali við
Timann s.l. laugardag um
samningana i Washington.
Þetta „eftir atvikum” getur
verið býsna gott orðasamband
til þess aö nota, þegar menn
vilja slá bæði úr og i.
Þannig fer það ekkert á
milli mála, að Geir Hallgrims-
son gæti sagst verið ánægður
með Einar Agústsson „eftir
atvikum”. Ólafur Jóhannes-
son gæti sagst verið ánægður
með að eftirláta Geir forsætis-
ráðherraembættið „eftir at-
vikum”. Lúðvik Jósefsson
gæti sagst vera ánægður með
Ragnar Arnalds „eftir atvik-
um”. Jafnvel Kristinn Finn-
bogason gæti lýst mikilli
ánægju með Ólaf Ragnar
Grimsson „eftir atvikum”.
Og Einar Agústsson kemst
bara vel frá viðtaiinu við Tim-
ann um Washingtonsamning-
ana — „eftir atvikum”.
SB
Frumsýningargestur Alþýðublaðsins
Gestur Þorgrímsson
Að fara i leikhús er eins og að
endurfæðast, — laumast burt
frá hversdagsleikanum og eign-
ast hlutdeild i nýju lifi. Svona
hugsa ég, þegar ég fer i leikhús.
Ég hlakka alltaf til að fara að
skemmta mér. Alltaf þessi
sami undirbúningur — bað, —
gaman að sjá þetta leikrit. Það
rakstur, — hvar er slaufan min,
— burstaðir skór, erma-
hnappar.
A frumsýningu hittir maður
glæsilega búna karlmenn og
fagurlega klæddar frúr, og allt i
einu vaknar spurning. Finnst
þessu alvarlega, prúðbúna fólki
gaman að farsa?
Undirtektir i þetta sinn bentu
varla til þess að allir væru
ánægðir, og sannast að segja
var ég það ekki heldur.
Aður en ég fer I leikhús reyni
ég að stýra eftirvæntingunni inn
á vissar brautir, og nú hugsa ég
sem svo: — Ansi verður
gaman að sjá þetta leikrit. Það
er eftir Feydau, sama höfund og
skrifaði „Fló á skinni”, sem
mér er sagt að sé sprenghlægi-
legt frá upphafi til enda. Ekki er
leikstjórinn af verri endanum,
Christian Lund, sá sem stjórn-
aði „Þjófar, lik og falar konur”
eftir Dario Fo. Eða leikararnir '
hver öðrum betri. Þetta getur
ekki brugðist.
En af hverju brást það? Vist
var Margrét indæl i korselettinu
sinu og Sigriður hreint afbragð i
hnésiðum nærbuxum, og upp úr
aldamótunum siðustu hefur það
sjálfsagt þótt geysilega djarft
og fyndið að hoppa fáklæddur
um sviðið og vera ýmist uppi I
rúmi eða undir þvi. En nú
bregður enginn svip þótt leikari
sprangi um leiksviðið allsnak-
inn svo að þessi gamla, góða
nærbuxnafyndni dugir ekki
lengur.
Farsi þarfað vera hraður og
sprenghlægilegur frá upphafi til
enda, svo að áhorfandinn fái
aldrei tima til þess að átta sig á
þvi að hverju hann er að hlæja.
Ég hafði alltof mikinn tima og
verð þvi að segja, eins og
drottningin: „Oss er ekki
skemmt” („We are not
amused”)
Ekki verður annað sagt en að
leikararnir hafi skilað sinum
hlutverkum vel eftir efnum og
ástæðum, en ég vildi gjarnan
koma þvi á framfæri við ráða-
menn Þjóðleikhússins, hvort
ekki hefði mátt finna þessum
ágætu leikurum og fyrsta flokks
leikstjóra verðugra verkefni.
Og næst þegar ég leita að erma-
hnöppunum og bursta svörtu
skóna mina, vona ég að ég verði
ekki fyrir vonbrigðum i Þjóð-
leikhúsinu.
Oss er ekki skemmt
Gunnar Eyjólfsson og Margrét Guömundsdóttir f hiutverkum sfnum Gunnar Eyjólfsson og Sigrfður Þorvaldsdóttir I „Hvað varstu að
i „Hvað varstu að gera i nótt?” gera i nótt?”
Hafnarijarðar Apótek
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Helgidaga kl. 2 til 4.
BLÖMABÚÐIN
ALFHEIMUM 6
SIMI: 33978 — 82532
BLQMASKREYTIN&flR
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA f KRON
DUÍIA
í ClfEflDflE
/ími 84900
Þriðjudagur 1. október 1974.