Alþýðublaðið - 01.10.1974, Side 8
Sænska handknattleiksliðið Hellas að koma hingað
Landsliðs-
menn með
o
í hópnum
Sænsku leikmennirnir vildu
helst keppa við íslendinga
Sænska handknattleiksliðið
HELLAS frá Stokkhólmi kemur
hingað til lands á föstudaginn i
boði Handknattleiksráðs
Reykjavikur. Leikur liðið fjóra
leiki gegn islenskum liðum i
Laugardalshöllinni. Sá fyrsti
verður gegn tslandsmeisturun-
um FH sunnudagskvöldið 6. okt.
Annar leikurinn verður mánu-
dagskvöldið 7. okt. gegn úrvals-
liði, sem landsliðseinvaldurinn
Birgir Björnsson velur og
stjórnar. Þriðji leikurinn verður
miðvikudagskvöldið 9. okt. gegn
liðinu, sem hreppir annað sætið
i yfirstandandi Reykjavikur-
móti. Fjórði og siðasti leikurinn
verður svo fimmtudagskvöldið
10. okt. gegn nýbökuðum
Reykjavikurmeisturum.
Þetta er þriðja heimsókn
Hellas til tslands. Liðið varð sl.
vetur i þriðja sæti sænsku 1.
deildarkeppninnar og öðlaðist
þar með rétt til þátttöku i úr-
slitakeppni fjögurra efstu lið-
anna um sænska meistaratitil-
inn. Liðið náöi þó ekki titlinum.
Siðast varð liðið sænskur meist-
ari veturinn 1971—1972 og tók
þátt i Evrópukeppninni næsta
vetur. Komst það i undanúrslit,
en tapaði þá fyrir júgósla vneska
liðinu Partisan Bjelovar.
Þar sem liðið komst i hóp
fjögurra efstu liðanna, mátti
það velja sér leikför, og varð ís-
land fyrir valinu, enda búast
Sviarnir við harðri keppni hér
og góðri æfingu. Siðast þegar
liðið kom hingað sigraði það alla
sina leiki nema við landsliðið,
þar varð jafntefli.
Hingað til lands koma 16 leik-
menn, þrir markverðir og 13
útileikmenn. 1 liðinu eru fjórir
landsliðsmenn með samtals 135
landsleiki að baki, en leikmenn
liðsins eiga einnig að baki sam-
tals 35 landsleiki leikmanna
yngri en 23 ára og 18 unglinga-
landsleiki. Þrir leikmenn liðsins
tóku þátt i heimsmeistara-
keppninni i A-Þýskalandi sl.
vetur, tveir þeirra tóku einnig
þátt i handknattieikskeppni
Ólympiuleikanna i Munchen
1972 og einn einnig i heims-
meistarakeppninni i Frakklandi
1970.
Kunnustu leikmenn liðsins
eru þeir Dan Eriksson, sem var
fyrirliði sænska landsliðsins I
siðustu heimsmeistarakeppni,
og Johan Fischerström, sem
sænskir blaðamenn töldu hafa
verið besta leikmann sænska
landsliðsins i öllum leikjum
keppninnar.
Aðaiþjálfari liðsins er hinn
kunni Roland Mattsson. Hann
var einnig þjálfari sænska
landsliðsins i sjö ár, þar til að
hann lét af þvi starfi sl. vor að
eigin ósk. Hann er meðal kunn-
ustu handknattleiksþjálfara
heims, en var áður um langt
skeið aðalmarkvörður sænska
landsliðsins. Hann hefur náð
mjög góðum árangri með Hell-
as, sem sést best á þvi, að Hell-
as er eina sænska liðið, sem allt-
af hefur komist i úrslitakeppni
fjörurra efstu liðanna i 1. deild,
„Sluttspillet”, frá þvi að sú
keppni var tekin upp.
Hilmar Björnsson, leikmaður
með KR og þjálfari Vals, lék
með Hellas sl. tvö ár, jafnhliða
námi sinu við iþróttakennara-
háskóla i Stokkhólmi. Lek
hann m.a. með liðinu i Evrþpu-
keppninni veturinn 1972—1973.
Nýr
þjónustuaðili
í dag verða þær breytingar á þjónustumálum
okkar, að nýstofnað viðgerðarverkstæði,
MIÐBÆJAR-RADÍÓ,
Hverfisgötu 18, sími 28636,
yfirtekur þjónustuna á öllum okkar tækjum
(BSR, Clarion, Grundig, Kuba-lmperial, Mar-
antz, Saba, Scandyna, Superscope og Wel-
tron). Mun þetta nýja verkstæði eingöngu
annast þjónustu á okkar tækjum, og er það
von okkar, að þessi ráðstöfun verði til að
tryggja ört vaxandi hópi viðskiptavina okkar
skjótari og betri þjónustu.
NESCO HF
VERSLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI I0/SÍMAR: I 9 I 50 8, I 91 92
LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI SJÓNVARPS- ÚTVARPS OG HLJÓMTÆKJA
Grétar Magnússon heilsar fyrirliöa Júgósiavanna, en þeir skiptust
á félagsfánum fyrir ieikinn. A neðri myndinni er leikurinn hafinn og
Grétar og Júgóslavneskur leikmaður stökkva eftir boltanum.
Þessar myndir tók Björn Blöndal af leik júgóslav-
neska liðsins Hadjuk Split og ÍBK, sem fram fór í
Júgóslavíu fyrir nær hálfum mánuði, og lauk með
sigri júgóslavanna 7:1, og við skýrðum frá á sínum
tíma. Síðari leiknum, sem fram fór milli sömu liða á
sama stað lauk einnig með sigri júgóslavanna 2:0.
Þriðjudagur 1. október 1974.