Alþýðublaðið - 01.10.1974, Qupperneq 9
Lokaleikurinn verður
á milli Fram og Vals
Eftir handknattleiksleikina i
Reykjavíkurmótinu i fyrra-
kvöld er ljóst að Fram og Valur
keppi um Reykjavikurmeist-
aratitilinn að þessu sinni, en
þessi lið hafa áður keppt um
hann.
Þetta kvöld sigraði Valur ÍR
með 21 marki gegn 19. Jón Jóns-
son og Jón Karlsson voru
markahæstir leikmanna Vals,
og skoruðu meirihluta mark-
anna og tryggðu liðinu þannig
sigur i siðasta leik B-riðils.
Síðar um kvöldið léku Fram
og Vikingur, og sigraði Fram
þar með 20 mörkum gegn 16,
eftir fremur jafnan leik allan
timann. Pálmi Pálmason var
markahæstur Framara i þess-
um leik með fimm mörk, en
Vikingurinn Einar Magnússon
skoraði flest mörk fyrir sitt lið,
eða sjö.
Þar með sigraði Fram siðasta
leik A-riðils, og mun þvi keppa
við Val um Reykjavíkur-
meistaratitilinn.—
17 ára gamall norskur
skiðahlaupari hefur fundið
upp aðferð til að æfa sig d
skiðum án þess að þurfa snjó,
þannig að skiðamenn eiga að
geta þjálfað allt árið.
Áður höfðu reyndar svip-
aðar tilraunir verið gerðar i
Noregi, en þær brautir, sem
áður höfðu verið gerðar, voru
allar á malbiki og kvörtuðu
skiðamenn yfir að fá verki i
fæturna á þeim.
Braut Norvald Hagfors er
hinsvegar lögð á gras, og eru
þrjú hjól undir skiðunum, tvö
að aftan og eitt að framan,
sem rennur eftir afmarkaðri
braut.
Þekktir skiðamenn hafa
þegar reynt þessa nýjung Nor-
vaids og iokið iofsorði á hana.
Golfárið verður kvatt
um næstu helgi, en á
laugardaginn verða háð
siðustu mót sumarsins
hjá flestum golfklúbb-
um landsins.
Lokamótin eru gjarn-
an nefnd bændaglíma,
og taka allir klúbbmeð-
limir þátt í henni. Golf-
klúbbarnir í Reykjavík
og nágrenni halda sam-
eiginlegt lokahóf á Hótel
Sögu þá um kvöldið. —
Yfir 60 keppendur mættu á
Max Factor golfmótið á
Grafarholtsvelli um helgina,
en það var siðasta opna mótið
i nágrenni Reykjavikur i ár.
Keppnisveður var mjög gott,
eins og blaðið skýrði frá i fyrri
viku voru 18 holur i forgjöf og
keppt i fjórum karlaflokkum
og einum kvennaflokki.
Sigurvegari i meistaraflokki
karla varð Óskar Sæmundsson
GR með 76 högg, i 1. flokki
karla Ólafur Gunnarsson GR
með 84 högg i 2. flokki karla
Guðmundur Ingvi Sigurðsson
GR með 86 högg. 1 3. flokki
karla Gisli Ólafsson GR með
93 högg og Hanna Gabriels
sigraði i kvennaflokki með 107
högg. Hún er lika i GR.
Spá AB
fyrir
næstu
helgi
Leikir 5. október 1974
Birmingham - Covent
Cariisle - Liverpool
Everton - Newcastle
l.eeds - Arsennl
Leicester - Luion
Manch. City - Chelsí
Mlddlesbro - Wolves
O.P.R. - Ipcwich
Stoke - Sheft. Utd.
Tottenham - Eurnloy
West Ham - Derby
Fulham • Manch. Ittd.
Ensku
úrslitin
um
helgina:
1. deild
Birmingham — Arsenal 3-1
Burnley — West Ham 3-5
Chelsea— Wolves 0-1
Everton — Leeds 3-2
Leicester — Coventry 0-1
Luton — Carlisle 3-1
Manch.City — QPR 1-0
Newcastle — Ipswich 1-0
Sheff.Utd. — Liverpool 1-0
Stoke — Derby County 1-1
Tottenham—Middlesbro 1-2
2. deild
Bolton — Notts County 1-1
Bristol Rov. — Blackpool 1 -3
Cardiff — Hull City 1-2
Millvall — Bristol City 1-0
Norwich — Manch.Utd. 2-0
Nottm. For. — Sunderland 1-1
Oldham — Fulham 1-0
Orient — Sheff.Wed. 1-0
Southampton — A.Villa 0-0
WBA —Oxford 3-0
York City — Portsmouth 3-0
Staðan i 1. deiid er nú þannig:
Ipswich 10 8 0 2 18 6 16
Manch. City 10 6 2 2 14 11 14
Liverpool 10 6 1 3. 17 8 13
Everton 10 4 5 1 14 11 13
Sheff.Utd. 10 5 3 2 14 14 13
Newcastle 9 5 2 2 16 13 12
Middlesbro 9 4 3 2 12 7 11
Derby 10 3 5 2 16 13 11
Stoke 10 4 3 3 13 11 11
Wolves 10 3 5 2 12 11 11
Carlisle 10 4 2 4 8 8 10
West Ham 10 4 1 5 20 18 9
Burnley 10 4 1 5 17 18 9
Birmingham 10 4 1 5 17 18 8
Coventry 10 2 4 4 11 17 8
Leicester 9 2 3 4 13 17 7
Lúton 10 1 5 4 11 16 7
Chelsea 10 2 3 5 10 18 7
Arsenal 9 2 2 5 9 12 6
Leed^ 9 2 2 5 9 12 6
Tottenham 9 3 0 6 11 15 6
Q.P.R. 10 1 4 5 8 13 6
I 2. deild er staðan þannig
Manch. Utd. 10 7 2 1 18-6 16
Norwich 10 3 5 1 11-8 13
Blackpool 10 4 4 2 13-7 12
Sunderland 8 4 3 1 14-5 11
Fulham 10 4 3 3 13-6 11
York City 10 3 5 2 12-9 11
Aston Villa 9 3 4 2 15-7 10
WBA 9 3 4 2 10-6 10
Oldham 8 4 2 2 8-5 10
Orient 10 2 6 2 6-8 10
Notts Co. 10 2 6 2 9-13 10
Hull City 11 2 6 3 11-21 10
Bristol City 8 3 3 2 5-4 9
Nottm. For. 10 3 3 4 14-15 9
Oxford 9 3 3 3 9-13 9
Southampton 10 2 4 4 14-15 8
Bristol Rov. 9 2 4 3 8-12 8
Millvall 11 3 2 6 9-16 8
Portsmouth 10 2 3 5 11-18 7
Bolton 8 2 2 4 7-9 6
Sheff.Wed. 9 1 4 4 8-11 6
Cardiff 9 1 2 6 6-17 4
Efstasund 2 — 80
Kleppsvegur 120 — 136
Skipasund 7 — 79
Sæviðarsund 13 — 102
Barðavogur 18
Eikjuvogur 4
Blaðburðarfalk
óskast til að
bera blaðið út
í eftirtaldar
götur
Hlunnavogur 6
Njörvasund 26 — 37
Sigluvogur 11 — 16
Snekkjuvogur 7 — 21
Súðavogur 7
Hafið samband við
afgreiðslu blaðsins.
Sími 14900
Samkeppni um
gæðamerki fyrir
íslenskar
iðnaðarvörur
Otflutningsmiðstöð iðnaðarins boðar til samkeppni um
gæðamerki fyrir islenskar iðnaðarvörur. Merkinu er ætl-
að að vera sameignlegt gæðatákn fyrir útfluttar islenskar
iðnaðarvörur, þó að einnig megi nota merkið á vörur ,sem
seldar verða á tslandi. Stjórn Útflutningsmiðstöðvarinnar
mun skipa til þess sérstaka nefnd, að ákveða á hvaða vör-
um megi nota merkið. Er ætlunin að sú nefnd fylgist með
þvi, að gæði vörunnar haldist þau sömu og þegar leyft var
að nota merkið. Nefndin getur bar af leiðandi svipt fram-
leiðendur leyfi til að nota merkið, ef gæði vörunnar reynist
ekki fullnægjandi.
Merkið á að vera til almennra nota i tengslum við þær vör-
ur, sem leyft verður að nota það, svo sem á prentföng, i
auglýsingar, sem barmmerki, á umbúðir og viðhengi, á
vöruna sjálfa, o.s.frv.
Tillögum að merki i einum lit skal skila i stærð 10 — 15 cm.
iþvermálá pappirsstærð DIN A4 (21x29,7 cm). Keppend-
ur skulu gera grein fyrir merkinu i linu og litum. Einnig
skal fylgja stuttorð lýsing á efnisvali. Tillögurnar skal
einkenna með sérstöku kjörorði og skal nafn höfundar og
heimilisfang fylgja með i lokuðu ógagnsæju umslagi,
merktu eins og tillögurnar.
Skilafrestur tillagna er til kl. 17.00 föstudaginn 25. október
1974. Skal skila þeim i póst eða skrifstofu Útflutningsmið-
stöðvar iðnaðarins merktum:
Útflutningsmiöstöð iðnaðarins,
Samkeppni,
c/o Birgir Harðarson,
Haliveigarstig 1,
lleykjavik.
Birgir Harðarson er ritari nefndarinnar og jafnframt
trúnaðarmaður keppenda og geta keppendur snúið sér til
hans i sima 24473, varðandi frekari upplýsingar um sam-
keppnina.
Sú nýbrevtni verður við samkeppni þessa, að almenningi
gefst kostur á að taka þátt i vali merkisins. Dómnefnd hef-
ur verið skipuð og mun hún velja úr bestu merkin. Verða
þau siðan kynnt i fjölmiðlum og almenningi gefinn kostur
á að greiða atkvæði um merkin.
Veitt verða þrenn verðlaun, þeim þremur merkjum, sem
flest atkvæði fá. Fyrstu verðlaun verða að upphæð kr.
110.000.00 og önnur og þriðju verðlaun verða kr. 25.000.00
hvort.
1 dómnefnd eru Helga B. Sveinbjörnsdóttir, auglýsinga-
teiknari, Gisli B. Björnsson, skólastjóri Myndlista- og
handiðaskólans, Gunnar Arnason, fulltrúi i Kassagerð
Reykjavikur, Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Islensks
markaðar og Orri Vigfússon, framkvæmdastjóri Glits h.f.
Samkeppnin er haldin i samráði við Félag islenskra aug-
lýsingateiknara, sem skipaði tvo fulltrúa i dómnefndina.
Rétt til þátttöku hafa allir, sem hafa starfsréttindi á ts-
landi.
Vei'ðlaunumim verður öllum úthlutað.
Þaðskal sérlega brýnt fyrir tillöguhöfundum, að Út-
flutningsmiðstöð iðnaðarins áksilur sér frjálsan og algjör-
an einkarétt til notkunar þeirrar tillögu sem fær 1. verð-
laun til afnota fyrir stofnunina sjálfa eða með framsali til
annarra, án endurgjalds til höfundar en greiðslu i eitt
skipti fyrir öll að fjárhæð kr. 150.000,00.
Ennfremur áskilur stofnunin sér sama rétt gagnvart
hverri annarri tillögu, sem berast kann, með fullum
höfundarrétti samkv. framansögðu., með endurgjaldi til
höfundar i eitt skipti fyrir öll að fjárhæð kr. 150.000.00.
ÚTFLUTNINGSMIÐSTÖÐ
IÐNAÐARINS
Hallveigarstíg 1, Reykjavik.
Þriðjudagur 1. október 1974.
o