Alþýðublaðið - 06.12.1974, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 06.12.1974, Qupperneq 2
GLENS „l)m hvaö ertu aö hugsa Dabbi?” „Ég er aö hugsa um þaö, hvort hann pabbi muni sjá um mjaltirnar, meöan viö erum i brúökaupsferöinni, ef ég bæöi þfn og þú segöir já.” ¥ „Guöi sé lof, aö þér eruö kom inn.” ¥ „Mér er sagt, að trúlofun þin sé á enda.” „Já, og hann Steini hagaði sér andstyggilega”. „Nú, ég hélt, að þú hefðir slitið trúlofuninni?” „Já, en honum stóð hjartan- lega á sama.” ¥ Svona hefur þú aldrei haldiö utan um mig, Astvaldur. * Móðirin: „Dóttir min er gagnmenntuð stúlka. Hún spilar á píanó, málar, kann grasafræði, dýrafræði, frönsku og itölsku. Hvað getið þér herra minn?” Biðill: „Ef i hart fer, get ég búiö til matinn og stoppað sokka.” ¥ „Kem eftir augnablik. Ég ætia bara aö koma krökkunum i rúmiö”. IBÆKUR TIL BLAÐSINS Hjalti tJt er komin, hjá Isafoldar- prentsmiðju, þriðji og siðasti hluti sögunnar af Hjalta litla, eftir Stefán Jónsson, og ber hann heitið „Hjalti kemur heim”. Bókin er beint framhald af „Mamma skilur allf'og er þetta önnur prentun hennar, en fyrst kom hún út árið 1951. „Hjalti kemur heim” er, eins og hinar Hjaltabækurnar, frá- sögn af lifi og lifsviðhorfum ungs drengs i sveit, vandamál- um hans, áhyggjum og gleðiefn- um. Þetta er fimmta bindið i heildarútgáfu Isafoldar á barna og unglingabókum Stefáns Jóns sonar, en jafnframt henni kem- ur nú út sjötta bindi hennar, „Björt eru bernskuárin”. Einar Bragi sá um útgáfu bókarinnar, listamaðurinn Orest Vereiski hefur myndskreytt hana, en káputeikningu og útlit annaðist Kristin Þorkelsdóttir. Suður s v eitar a nnálar Þá hefur ísafold einnig gefið út annað bindi af „Þá var öldin önnur” eftir Einar Braga, en fyrra bindi hennar var gefið út á slöasta ári. í þessari bók fjallar Einar Bragi um Austur-Skafta- fellssýslu og gerir mönnum og mannlifi þar á liðnum öldum nokkur skil. Skýrir undirtitiil bókarinnar,, Darraðardansinn I Suðursveit og fleiri þættir”, efni hennar ef til vill betur en löng lýsing. Bókin er, sem fyrr segir, gefin út af Isafoldarprentsmiðju, en káputeikningu annaöist Hörður Agústsson. Togarasaga tJt er komin hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Saga Islenskr- ar togaraútgerðar fram til 1917. Höfundur Heimir Þorleifsson cand. mag. fjallar hér um mikilvægan þátt I atvinnusögu tslendinga. Sagt er frá upphafi togveiða við Islands og bernsku- árum togaraútgerðar. t ritinu er leitast við að svara spurningum sem þessum. Var þorskastrið um aldamótin? Hvers vegna töpuðu útlendir kapitalistar stórfé á tslandi árið 1899? Var ofsagróði á togaraútgerð? Voru hásetar hátekjumenn þegar þeir fóru I verkfall 1916? Bókin er 212 blaðsiður, prýdd fjölda mynda m.a. af flestum togurum I eigu tslendinga á þessu tímabili. Þetta er þriðja bókin i ritröð- inni Sagnfræöirannsóknir — Studia historica, sem Sagn- fræðistofnun Háskóla tslands stendur aö, en Bókaútgáfa Menningarsjóðs annast útgáfu, en Prentsmiðjan Hólar sá um prentverk, Ritstjóri ritraöar- innar er Þórhallur Vilmundar- son. Próf. Bókin kostar innbundin 2190.00 en i kiljuformi 1.964.00. Saga Eldeyjar-Hjalta Tvimælalaust er Saga Eldeyj- ar-Hjalta, er kom útl tveimur bindum haustið 1939, eitt merk- asta verk Guðmundar G. Haga- lins og reyndar er hún jafntvi- mælalaust eitt af öndvegisritum islenskum frá þessari öld. Það var prófessor Siguröur Nordal, sem kom þvi til leiðar, að bókin var rituð, og i formála, sem hann skrifaöi með henni, segist honum svo frá, að náin kynni hans af Eldeyjar-Hjalta i Kaup- mannahöfn veturinn 1914-15, hafi sannfært sig um, „að þarna var efni i ævisögu, sem mátti ekki gleymast.”En árin liðu og það var ekki fyrr en Hagalin haföi skrifað Virka daga eftir frásögn Sæmundar skipstjóra, að Sigurður þóttist sjá, „að þarna var maðurinn, sem gat skrifað ævisögu Hjalta.” Og les- endur virðast hafa verið sama sinnis þvi aö fáar bækur munu hafa verið meira keyptar á sin- um tima eöa verið lesnar af meiri áhuga. En Saga Eldeyjar-Hjalta hef- ur um langt árabil veriö með öllu ófáanleg, svo að þau eintök Prang Verzlunarstéttin hefur fyrir löngu fundið bragöið af þvi, aö jólin séu heppilegur timi til þess að auka við umsetn- inguna. Rétt er það, að ýms- um veröur fé lausara i hendi fyrir jólin heldur en aðra tima ársins. Þetta er á engan hátt óeölilegt né ámælisvert. Það hefur um langan aldur tiökast, að jafnvel þrátt fyrir fjárráð af skornum skammti reyndu menn að gera sér dagamun á jólunum. Og jólagjafir eru i beinu fram- haldi af þessu, einn þátturinn i að gleðja eldri og yngri á þessum stærsta, almenna hátiðisdegi ársins. Auðvitað er þaö eins og i svo fjölmörgu á landi hér, að þær lenda oft og tiðum út I ýtrustu öfgar. I stað þess að vera hóflegur vottur um að menn minnist vina og vandamanna, hafa þær lent I þeim farvegi, að ekkert þykir hæfilegt, nema það sé nógu dýrt, kosti þús- undir króna. Jólavertið verzlananna er lika orðin býsna löng. Það er oröið nokkuð algengt, aö þegar nóvember er hálfnaður, eða máske fyrr, fara jólauglýs- ingar aödynja yfir landslýö, i útvarpi og sjónvarpi og blööin fá sinn skerf llka. Segja má, að ekki sé ráð nema I tima sé tekiö og allir hlutaðeigandi keppast viö að lofa sina vöru. Hástigið er svo slðustu daga fyrir jólin. En þetta er allt fyrir opnum tjöldum. og enginn er auðvit- að bundinn við að kaupa, þótt boðiö sé. Fjölmargir verzl- unarmenn leggja mikla vinnu og hugvit I að prýöa og skreyta verzlanir sinar svo sómi er aö og vegfarendum til augnayndis. Þannig setja vel skreyttir búöargluggar liflegan og skemmtilegan svip á umhverfiö oft og ein- att, og segja má I viðbót, að hér er um að ræða atvinnu- veg, sem á fullan rétt á sér. En það er líka til önnur hlið á þessari jólaverzlun, sem er á engan hátt aðlaðandi. Alls- konar prangaralýður tekur upp tjaldhæla sina og reikar um eins og hirðingjar, bjóð- andi margháttað glingur og dót við húsdyr borgaranna. Oft og einatt er þaö undir þvi yfirskyni, að veriö sé að afla fár til styrktarstarfsemi, sem I sjálfu sér er góðra gjalda verð. En heldur er það nú leiðinlegt, að þurfa að hlusta á utanaðlærðar rullur um tilganginn með þessu fram- og þó fremur bakdyra- prangi. Þó tekur út yfir allan þjófabálk þegar til þess arna eru höfð börn, að bera varn- inginn milli húsa, jafnvel i vondum veðrum og á þeim timum sólarhringsins, sem börnin ættu samkvæmt Guðs og manna lögum að vera heima hjá sér I faðmi fjöl- skyldunnar. Auðvitað veit prangaralýöurinn, að enn er þó svo mikið eftir af mannúð fólks, að margur verður til þess að kaupa eitthvert smá- vægi af börnum, sem bisa blá af kulda og i myrkri með skraniö heim að húsdyrum fólks. Á þann hátt er reynt að leika á strengi meðaumkun- ar og mannúðar. En allt þetta atferli er bæði hvim- leitt og einstaklega niður- lægjandi. Möguleikar fólks til þess að fara I verzlanir og kaupa þarfir sinar eru ekki svo þröngir, að til þurfi að koma þessi óumbeðna að- stoð. Og segja má, að litiö dragi vesælan, að ata smá- krökkum út i að skrapa þannig saman fáeinar skitn- ar krónur. GENGISSKRÁNING Nr. 222 - 5. desember 1974. SkráC frá Eining Kl. 13, 00 Kaup Sala 2/12 1974 i Bandaríkjadollar 117,30 117,70 4/12 - i Sterlingspund 272, 50 273,70 2/12 - i Kanadadollar 118,70 119, 20 5/12 - 100 Danskar krónur 1987, 10 1995,60 * - - 100 Norskar krónur 2182, 40 2191,70 * - - 100 Sænskar krónur 2749, 60 2761, 30 * - - 100 Finnsk mörk 3196,55 3201,95 * - - 100 Franskir frankar 2536, 25 2547,05 * _ - 100 Belg. frankar 314,50 315, 80 * - - 100 Svissn. frankar 4404,60 4423,40 # - - 100 Gyllini 4564,00 4583,50 * - - 100 V. -Þýzk mörk 4729, 20 4749,40 * 4/12 - 100 Lírur 17,62 17,69 5/12 - 100 Austurr. Sch. 664, 15 666,95 * - - 100 Escudos 473,45 475, 75 * 4/12 -• 100 Pesetar 206, 30 207, 20 _ - 100 Yen 39, 12 39,29 2/9 100 Reikningskrónur- Vöruskiptalönd 99,86 100, 14 2/12 - l Reikningsdollar- Vöruskiptalönd 117, 30 117,70 Breyting frá síðustu skráningu. hennar, sem ratað hafa i forn- bókaverslanir, mega vist teljast harla fá. En nú hefur Almenna bókafélagið bætt úr þessum skorti og sent frá sér bókina i nýrri útgáfu. Er hún i tveimur bindum sem fyrr og alls um 560 bls. I allstóru broti. örn og Örlygur Bibliuhandbókin þin eftir sænska höfundinn Herbert Sundemo I þýöingu sr. Magnús- ar Guðjónssonar. Þetta er i fyrsta sinn, sem út kemur á is- lensku slik handbók við bibliu- lestur i heildarútgáfu hinnar helgu bókar. Aður hafa birst skýringar á hlutum hennar. Bókin er helguð minningu sr. Hallgrims Péturssonar og geng- ur hluti af andvirði hennar til byggingar Hallgrimskirkju (5%) Bókin er valin til þýöingar úr miklum f jölda slikra bóka, að bestu manna yfirsýn. Bókin fæst I grænu eða gulu, vönduðu bandi. Náttúran er söm við sig undir jöklieftir Þórð frá Dagverðará og færð I letur af Lofti Guð- mundssyni, myndskreytt af Ragnari Kjartanssyni. Þeir fé- lagar, Loftur og Þórður fara hér á kostum um Furðustrendur umhverfis (Snæfellsness) og lit rikrar æfi Þórðar sem flest er æfintýramenn óska sér virðist koma upp i hendurnar. Gersemar guðanna eítir Erich von Daniken I þýðingu Dags Þorleifssonar blaöamanns. Bókin fjallar um þá hugmynd höfundar, að guðirnir hafi verið geimfarar frá öörum veröldum, sem hafi heimsótt jörðina og kipptöpum upp á stig mannsins. Tilfærir hann fjölda dæma, sem fornfræðingar hafa enga skýr- ingu á, kemur jafnvel með skýr- ingu á guðdóminum sjálfum. Frumherjar I landaleit eftir Felix og Anthea Barker, þýdd af Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum. Bókin er upphaf bóka- flokks um þetta efni og fjallar um landkannanir frá fyrstu tið og lýkur á kafla um silkiveginn frá Kina. Fjöldi litmynda og korta prýðir bókina og að lokum er timatalsskrá og skrá yfir könnuðina sem bókin fjallar Að lokum eru bækur fyrir yngstu lesendurna, Paddington i innkaupaferð og Paddington i loftfimleikum eftir Bond og Banbery, þýddar af Lofti Guð- mundssyni. Báöar eru rikulega myndskreyttar með litmynd- um, eins og vera ber. í hreinskilni sagt eftir Odd A. Sigurjónsson Hafnartjarðar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasími 51600. BLÖMABÚÐIN BLQAWSKREYTINGflR ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA f KR0N | U! Durm i CUEflBffi /fmi 84900 0 Föstudagur 6. desember 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.