Alþýðublaðið - 28.12.1974, Side 12
alþýðu
mum
Bókhaldsaðstoð
meó tékka-
færslum
BÚNAÐAR-
\QJ BANKINN
KÓPAYOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
e
30
ÁRAHÚMOR
PIMM á förnum vegi--------------------------------------------
Fitnaðir þú um jólin?
Móöir: „Hárið á þér er allt
úfið, Lóa min. Kyssti hann þig
gegn vilja þinum?”
Lóa: „Hann hélt það vist,
mamma”.
♦
Hann: „Kossarnir tala mál
ástarinnar”.
Hún: „Hvað um það?”
Hann: „Við skulum tala um
ást”.
*
„Hættu þessu, Bolli!”
„Láttu ekki svona. Þér er
ekki alvara”.
„Kysstu mig þá aftur og
sannaðu til”.
V
Faðir: ,-,Er hann ekki dálitið
fljótur á sér?”
Dóttir: „Jú, en samt kemst
hann ekki undan! ”
*
Villi: „Jæja, hvað sagði
hún, þegar þú barst upp bón-
orðið?”
Jónsi: „Ég bað hennar ekki.
Aöur en ég komst svo langt,
kvaðst hún elska Matthias,
Einar og Davið, svo að ég tók
þann kostinn að þegja”.
*
„Er Magga enn að leita að
fullkomna manninum sin-
um?”
„Nei, nú leitar hún bara að
eiginmanni”.
*
„Er ég nógu góður handa
þér?”
„Nei”, svaraði hún hrein-
skilnislega, „það ertu ekki. En
þú ert of góður handa öllum
öðrum stúlkum”.
#
Hann: „Þegar ég kvænist,
mun ég leiða fagra stúlku og
góða matreiðslukonu að altar-
inu”.
Hún: „Almáttugur! Það
væri tvikvæni”.
Hann: „Heldur þú, að það sé
óheilnæmt að kyssast?”
Hún: „Ég veit ekki — ég hef
aldrei...”
Hann: „Hefur þú aldrei ver-
ið kysst?”
Hún: „Ég hef aldrei orðið
lasin”.
„Þú gleymir henni fljótlega
og verður jafngóður aftur”.
„Nei, þvi miður eru engar
horfur á þvi! Ég hef keypt
handa henni ósköpin öll, og
allt með afborgunum”.
(H)RÓS í
HNAPPA-
GATIÐ
KAKTUS-
ORÐAN
Kaktusinn okkar fell-
ur að þessu sinni í skaut
borgarstjórnarmeiri-
hlutans í Reykjavík með
borgarstjóra í broddi
fylkingar. Tilefni veit-
ingarinnar er, að á tím-
um kjaraskerðingar,
bindingar vísitölu og sí-
hækkaðs verðlags láta
kaktushafar sér sæma
að nýta til fulls álagn-
ingarheimildir á ein-
staklinginn, sem laun
sín fær frá öðrum, en
fella að nýta möguleik-
ann á álagningu að fullu
á þá sem atvinnurekstur
hafa með höndum og
skammta sér laun til
framtals að eigin geð-
þótta.
Þegar flestir landsmenn sitja
heima og njóta fri- og helgi-
daga, er alltaf hópur fólks að
störfum. Okkur hættir oft til að
gleyma þessu fólki, þegar við
strjúkum kýldar vambirnar og
hreiðrum um okkur i sófanum —
óhult frá dagsins amstri. Og
ekkert þykir okkur sjálfsagð-
ara, en að þetta fólk sé að
störfum fyrir okkur, ef okkur
býður svo við að horfa.
Það er þetta fólk, sem við
veitum siðasta (h)rós ársins
1974 og til að veita (h)rósinu
viðtöku völdum við simastúlk-
una. Sem annað þetta starfsfólk
stendur hún trú sinn vörð, með
klemmur um höfuð, og sér til
þess að við getum rabbað við
vini og ættingja, jafnt fjær sem
nær og jafnt á hátiðum sem
hvunndags.
Það var Bragi Kristjánsson,
forstjóri rekstrardeildar Lands-
simans, sem nældi (h)rósinni i
barm Unnar Þorsteinsdóttur,
yfirvarðstjóra.
Bragi kvaðst vera glaður að
fá tækifæri til þess að veita
þeim þessa viðurkenningu og
sagði: „Það er mér mikil á-
nægja, að veita þessa (h)rós,
fyrir hönd Alþýðublaðsins. Hún
er ykkur öllum veitt, fyrir að
sitja hér og þjónusta okkur hin,
meðan við erum heima og etum
og drekkum, sofum og látum
okkur liða vel”.
Rækjustríðið
Rækjustriðið er hafið á Húnaflóa,
hetjur og vikingar fram til orustu róa,
það blikar á vopnin og skipst er á ögrunarorðum
og augljóst að dragi til tiðinda rétt eins og forðum.
Rækjan er fjarska litil og illa lesin
og læðupokast i Flóanum utan við nesin
og kann ekki að varast mannanna mein og hrekki
og Matthíasar guðspjall skilur hún ekki.
En eitt hef ég hugleitt heilmikið núna i vetur
hvað þetta litla, örsmáa kvikindi getur
vaidið miklum og þrálátum deilum og þrasi
og þyngslum fyrir brjóstinu á Matthiasi.
Hrund Helgadóttir, nemi:
„Hvað heldurðu”.
Egill Egilsson, verslunarstjóri:
„Það er nefnilega það. Ég bara
veit það alls ekki. Ég stig aldrei
á vigt eftir jól — ekki fyrr en i
febrúar, i fyrsta lagi”.
Bryndls Þorsteinsdóttir, hús-
móðir: „Ja, ætli ég hafi ekki
þyngst um svona hálft kiló”.
Kjartan ólafsson, lögreglu-
þjónn: „Já, ég hef ábyggilega
fitnað. Ætli þaö hafi ekki bæst á
ein tvö kiló eða svo”.
Elin Davlösdóttir, afgreiðslu-
stúlka i Isbúö: „Ég er ekki farin
aö athuga það ennþá. Raunar
geri ég fastlega ráð fyrir þvi.
Hver er það, sem ekki fitnar um
jólin?”