Alþýðublaðið - 23.01.1975, Page 5

Alþýðublaðið - 23.01.1975, Page 5
' Ctgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri örn Halldórsson Hitstjórn: Skipholti 19, simi 28800 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. LODNUSOLUMALIN Eftir mikil fundahöld og nokkru eftir, að loðnuveiðar voru hafnar, tókst loks að ákveða loðnuverðið. Akvörðunin var gerð i yfirnefnd með atkvæðum fulltrúa seljenda og þjóðhags- stjóra gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda. Engu að siður eru seljendur og þá einkum og sér i lagi sjómenn óánægðir með verðákvörðunina. Verð- ið hefur lækkað töluvert mikið frá þvi i fyrra og mun það að sjálfsögðu rýra til muna afrakstur útgerðarinnar og hlut sjómannanna. A umliðnum árum hefur loðnan að mjög veri- legu leyti komið i stað sildarinnar fyrir islensk- an útveg. Loðnuaflinn hefur verið mikill og loðnuafurðir skapað þjóðarbúinu miklar tekjur. Veiði og vinnsla loðnu hafa staðið undir ýmsum öðrum greinum útvegs. Loðnuútgerðarmenn <j>g sjómenn á loðnuveiðum hafa verið skattlagðir fyrir aðra, og er það i sjálfu sér ekki svo óeðjli- legt þegar tekið er tillit til slæmrar afkomu ut- vegsins i heild og þeirra miklu uppgripa, sem verið hafa hjá mörgum, sem loðnuveiðar halfa stundað. | En nú virðist þessu timabili vera lokið þar sem loðnuveiðarnar höfðu slika yfirburði framyfir aðrar greinar útvegsins. Verð á loðnu- afurðum hefur lækkað mjög erlendis og okkur skorti framsýni til þess að semja um sölu á þeim afurðum á s.l. vetri á meðan verðið var enn við- unandi. í stað þess að selja við þvi verði, sem þá var i boði, var tekin sú áhætta að biða og sjá, hvort enn væri ekki hækkana að vænta. Sú bið kostaði þjóðarbúið mikið fé, þvi i stað þess að hækka fór verðið ört lækkandi. Slikt áhættuspil hefur oft leikið okkur íslendinga illa eins og reynslan sýnir og einmitt af þeim orsökum hef- ur verið komið á fót i flestum öðrum vinnslu- greinum sjávarafurða sölusamtökum til þess að samræma sölumálin þannig, að óþarfa áhætta sé ekki tekin. Hafa sölusamtökin vfirleitt gefið góða raun og myndu fæstir vilja hverfa aftur til gamla skipulagsins, þar sem svo til hver og einn verkandi varð sjálfur að selja framleiðslu sina. Það er áreiðanlega orðið timabært að taka upp svipað skipulag i sölu á loðnuafurðum — þ.e.a.s. að mynda heildarsölusamtök er móti stefnuna i sölumálum þessarar atvinnugreinar. Mjög mikið af loðnunni er unnið i verksmiðjum, sem islenska rikið á, og þvi væri eðlilegt, að rikisvaldið sjálft hefði frumkvæði um stofnun sölusamtaka loðnuvinnslustöðva komi slikt frumkvæði ekki annars staðar frá. Hér er um svo mikilvæga atvinnugrein að ræða fyrir þjóð arbúið, að við getum ekki látið sölumál hennar reka á reiðanum heldur ber brýna nauðsyn til þess að þau séu samræmd eins og verða myndi, ef stofnuð yrðu sölusamtök um sölu loðnuaf- urða. Slikt væri haldbesta leiðin til þess að koma i veg fyrir það, að óþarfa áhætta yrði tekin i sölumálum þessarar vinnslugreinar, sem haft getur ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir vinnslu- stöðvar, útveginn og þjóðarbúið i heild. Ef við ekki reynum að samræma stefnu okkar i sölu- og markaðsmálum heistu útflutningsaf- urða landsmanna getur svo farið, að einstakir útflytjendur gripi til þess ráðs að undirbjóða hver annan. Mest er hættan á þvi, þegar erfið- lega horfir um sölumálin. öll rök benda þvi til þess, að okkur beri að samræma sölustefnuna i loðnuafurðunum enda höfum við góða reynslu af slikum sölusamtökum á öðrum sviðum. frá SUJ Sambandi ungra jafnaðarmanna Umsjón: Lárus Guðjónsson Slfellt bætist viö á vinnu- markaöinum ungt fólk, og gengur það sjálfkrafa I við- komandi stéttarfélag þeirrar atvinnugreinar er það stund- ar. Fljótlega rekst þetta unga fólk harkalega á alla þá ag- núa, sem eru á kjörum alís meginþorra verkafólks. Lé- legan vinnuaðbúnað sem birt- ist I ónógum hollustuháttum á vinnustað, ófullnægjandi ör- yggisútbúnaði gegn slysum o.s.frv. Eins og heilbrigðu ungu fólki sæmir veröur það reitt og hneykslað á óréttiæt- inu, og fer fram á breytingar til batnaðar. En fæst af þessu unga fólki sem er að hefja lifs- baráttuna þekkir inn á kerfið, og veit hvert það á að snúa sér með umkvartanir sinar. Jón Jónsson er ágætt dæmi um svona uppákomu. Hann er 18 ára og hefur starfað á fisk- verkunarstöð siðan hann lauk gagnfræðaskóla. Jón tók eftir þvi þegar hann fór að lesa siðustu samninga, að eftir þeim að dæma var hreinlætisaöstöðu mjög ábóta- vant. Vatn var sjaldan heitt i krönum og klósettin sjaldan þrifin. Þegar Jón i hneykslan sinni snyr sér til eldri og reyndari vinnufélaga sinna, kemur babb i bátinn. Hann fær upptalninguna gömlu um upp- reisnaranda unga fólksins, á- byrgöarleysi, frekju og eigin- girni. Honum er sagt að litið hefði orðið úr honum veturinn 1942, þegar oft þurfti að brjóta isinn af tunnunni sem notuð var til þvotta. Nú varð Jón reiður. Hann les samningana enn betur og rekur þá augun i það, að á hverjum vinnustað skuli vera trúnaðarmaöur, sem sjá eigi um að gerðum samningum skuli framfylgt. Jóni léttir mikið við þessar upplýsingar og aflar sér þegar vitneskju um, hver sé trúnaðarmaður verkalýðsfélagsins á staðnum, og heldur á hans fund. Trúnaðarmaðurinn varð Jóni nokkur vonbrigði, þvi hann var orðinn nokkuð gam- all og hafði liklega verið einn af þeim, sem þvoðu sér upp úr tunnunni frosnu veturinn 1942. Jón lét ekki á vonbrigðum sin- um bera vegna þess, að trún- aöarmaðurinn var einn elsti starfsmaður fyrirtækisins og yrði þvi illa séð ef hann yrði móögaður. En trúnaðarmað- urinn var Jóni til mikillar gleði alveg sammála I öllum höfuöatriðum, og lofaði að at- huga málið. Nú hélt Jón að öll- um raunum sinum væri lokið. Málið var komið i hendur trúnaðarmannsins og hann var jú fulltrúi verkalýðsfé- lagsins á staðnum. En það liður og biður og ekkert gerist i þá átt að hrein- lætisaðstaðan batni. Jóni likar ekki þessi seinagangur, og heldur aftur til fundar við trúnaðarmanninn, og spyr tið- inda. Trúnaðarmaðurinn segir þá Jóni, að málið sé ekki eins einfalt og ætla mætti við fyrstu sýn. Hann hafi farið og rætt þetta við forstjórann, en for- stjórinn tjáöi honum að þetta væri ýmsum annmörkum háð. Lagfæring á heita vatninu yrði það kostnaðarsöm, að fyrir- tækið hefði ekki ráð á þvi i bili. Jón Allir vissu að fyrirtæki er snéru að sjávarútvegi væru það skuldug. Ekki var heldur hægt að taka neinn innan fyrirtækisins til að þrifa kló- settin þvi manneklan væri það mikil við framleiðslustörfin, og of dýrt væri að ráða til þess sérstaka manneskju. Þetta kom Jóni mjög á ó- vart, og hann spurði trúnaðar- manninn hversvegna hann hefði ekki talað við verkalýðs- félagið? Hann væri fulltrúi þess og honum bæri að gæta hagsmuna verkafólksins á vinnustaðnum. Nú varö trúnaðarmaðurinn örlitið reiður. Hann benti Jóni á það, að hann væri búinn að vinna þarna I 30 ár og hefði veriö laus við vesen allan þann tima. Og ef Jón hafi svona mikinn áhuga á að gerast verkalýðsfrömuður, skuli hann gera þaö á fundum hjá verkalýðsfélaginu. Og Jón fór á fund. Hann var staöráöinn i þvi að fá heita vatnið sitt og hreina klósettið. A fundinum voru fáir. Það fór svolitill glimuskjálfti um Jón þegar fundurinn hófst, og þar fóru menn upp i ræðupúlt og héldu ræður. Alltaf þegar maður var i ræðustólnum ætl- aði Jón aö verða næstur. En þannig fór að lokum aö hann kiknaði undir þeirri hugsun að standa þar sjálfur og tala. Fundinum lauk án þess að Jón ræddi um vandamál vinnu- staöar sins, og enn notar hann óhreina klósettiö og þvær sér upp úr köldu vatni. Þannig fór þetta með Jón, og þeir eru margir Jónarnir. Verkalýðshreyfigin biður ó- metanlegt tjón með þvi að reyna ekki að ná til ungs fólks sem nýgengiö er i hennar rað- ir, og skóla það til félagslega. Þaö er ekki nóg að auglýsa einhver námskeið i blöðum og á kaffistofum. Verkalýösleið- togar verða að gefa sér tima til að koma á vinnustaði og ræöa við öll þau nýju ungu andlit sem þeir sjá, um kjör þeirra, sem verkafólks, fram- tið þeirra sem verkafólks og þá þörf, sem verkalýöshreyf- ingin hefur fyrir það sem virka félaga. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort verkalýösfélög ófaglæröra verkamanna gætu ekki tekið upp svipað fyrir- komulag og iðnnemafélögin. 1 þeim er mestmegnis mjög ungt fólk, og þeim er stjórnað oft á tiöum af ungmennum um tvitugt af mikilli röggsemi. Þar lærast undirstöðuatriöi verkalýösbaráttu og stjórnun- ar, og ræðupúltið breytist úr gapastokk i ákjósanlegan stað, til að segja meiningu sina. Ef Jón hefði fyrst verið i sliku félagi, hefði hann bæði fengiö heita vatnið sitt og hreina klósettið. FLOKKSSTARFIÐ Kvenfélag Alþyöuflokksins i Reykjavik FÉLAGSFUNDUR Kvenfélag Alþýðuflokksins i Reykjavik minnir félagskonur á fundinn i Félagsheimili prentara við Hverfisgötu i kvöld kl. 20,30. GESTUR FUNDARINS VERÐUR BENEDIKT GRÖN- DAL, FORM. ALÞÝÐU- FLOKKSINS. Félagskonur! Mætið vel og stundvislega. STJÓRNIN ísfirðingar og nágrannar STJÚRNMALAVIÐHORFIÐ Alþýðuflokksfélag tsafjarðar boðar til fundar nk. laugardag, 25. janúar, kl. 16.00 I Alþýðuhússkjallaranum, gengiö um aðaldyr. FUNDAREFNI: 1. Sighvatur Björgvinsson, alþm., segir frá þingmálum og þá einkum hlut Vestfjarða I nýsamþykktum fjárlögum. Einnig ræöir hann viðhorfin framundan. 2. önnur mál. Athugið! Allt stuðningsfólk Alþýöuflokks- ins á isafirði og i nágrenni er velkomið á fundinn auk flokksbundins fólks. STJÓRNIN Fimmtudagur 23. janúar 1975. o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.