Alþýðublaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 1
Svissneskt fyrirtæki hefur nú gert samning viö islenska flugfélagiö Air Viking um flugferö milli Zurich og Bangkok. Fréttamaður Alþýöu- blaösins haföi samband viö Guðna Þórðarson, forstjóra, af þessu tilefni. Guðni kvað hér vera um að ræöa byrjunarsamn- ing viö stærsta ferða- skrifstofufyrirtæki Sviss- lands. Aöspuröur aö því, hvort þaö væri ekki tals- verður gæðastimpill að fá samning viö slikt fyrir- tæki,sagöiGuöniaöeins að hann væri mjög ánægöur með hann. „Annars höf- um við farið rólega af staö”, sagði Guöni Þórö- arson, „en frá þvi viö byrjuðum i april i fyrra, höfum viö nú flutt um 20 þúsund farþega”. t fréttatilkynningu frá Air Viking segir: Hinir svissnesku aðilar völdu islenska þotu frá Air Vik- ing umfram aðra, vegna þess, aö þýskir farþegar og feröafélög, sem Air Viking flaug fyrir milli Þýskalands og Kanari- eyja milli jóla og nýárs, hrósuöu mjög allri þjón- ustu og stundvisi i þeim flugferöum. Þá er þess getið, að ým- is önnur verkefni séu nú framundan hjá flugfélag- inu, og ab til standi aö ráða islenska flugmenn til viðbótar á Boeing-þot- ur Air Viking. BRUNABOTAMATHUSANNA SEM SKEMMDUST f NES- KAUPSTAD 313,5 MILU. Furðuleg leynd rikir yfir könnun stjórnvalda á alþýðu FðSTUDAGUR 24. janúar 1975 — 19. tbi. 56. árg. „Sigur" á sér vísan frama í fótboltanum, segir í Panorama * um Asgeir Sigurvinsson. Sjá íþróttir á bls. 9 GJALDEYRIRINN OKKAR BÚINN EFTIR 3 VIKUR islendingar eru langt komnir með að eyða öllum gjaldeyrisvara- sjóði sínum. Ef gjaldeyriseignin er reiknuð á gengi ísl, krónunnar eins og það var við lok s.l. árs hefur gjaldeyr- isvarasjóðurinn rýrnað um 7.158 m.kr. á því ári og nam í ársbyrjun 1975 aðeins 1.914 m.kr. Sé reiknað með sama við- skiptahalla að meðaltali á mánuði á næstunni og var að meðaltali á s.l. ári og óbreyttu gengi ísl. krónunn- ar þá ætti gjald- eyrisvarasjóðurinn að vera með öllu uppétinn fyrir miðjan næsta mán- uð, nema nýjar er- lendar lántökur komi til. Viöskiptahallinn á s.l. ári nam alls 15.300 m.kr. á árinu 1974, en þaö er fjórfalt meiri halli, en á árinu 1973. Þessum mikla mismun á verömæti innflutnings og útflutnings var mætt með tvennum hætti. 1 fyrsta iagi voru tekin ný erl. lán aö upphæö 9.100 m.kr. auk þess sem 400 m.kr. komu i sjóöinn vegna annarra fjár- magnshreyfinga. 1 öðru lagi var svo gengiö á gjaldeyrisvarasjóöinn eins og aö ofan greinir og hann rýröur um 5.800 m.kr. sé miöað við meö- alviöskiptagengi Isl. kr. á árinu, en 7.158 m.kr. sé miöað viö gengi hennar I lok ársins. tjóni þvi, sem varð i Nes- kaupstað I snjóflóöunum 19. desember. Alþýðu- blaðiö hefur árangurs- laust reynt að fá upplýs- ingar um heildar- tryggingarupphæð þeirra verðmæta, sem eyöilögð- ust i þessum náttúruham- förum. En þó að blaöinu sé kunnugt um, aö til sé skýrsla með tölum um tryggingarupphæöir og bráöabirgðamat á tjón- inu, fást um þær engar upplýsingar hvorki hjá Rikisábyrgöasjóði né Viölagasjóöi. Eins og kunnugt er voru bætur til þeirra aöila, sem misstu eignir sinar i eldgosinu i Vestmanna- eyjum, miðaðar viö brunabótamat eignanna. Alþýðublaðiö hefur aflaö sér yfirlits um brunabótamat þeirra fasteigna, sem skemmdust eöa gereyöi- lögöust I snjóflóöunum, og nemur brunabótamat þeirra samtals 313,5 milljónum króna. En þess er að geta, aö þar munar mest um brunabótamatiö á frystihúsinu, Strand- götu 77-79, sem nemur tæplega 179 milljónum króna, eöa meira en helmingi brunabótamats þessara fasteigna. Eyöi- legging á frystihúsinu er þó engan veginn alger, þar sem starfræksla niðurlagningarverk- smiöju I sama húsnæöi er nú þegar komin I gang. Brunabótamat umræddra fasteigna er sem hér segir: Strand- gata 4, Ibúöarhús, kr. 892.000,00, Strandgata 54, bifreiðaverkstæði, kr. 2.655.000,00, Urðarteigur 52, ibúðarhús Mána h.f., kr. 5.233,000,00, Máni h.f. viö Strandgötu, geymsla, kr. 1.735.000,00, Strand- gata 54a, steypustöð, kr. 3,770,000,00, Sildar- vinnslan h.f. Nausta- hvammi 15-19, geymsla, kr. 7.118.000,00, Sildar- vinnslan h.f. v. Strand- götu 81-83, bræðsla með þróm, kr. 47.649,000,00, Sildarvinnslan h.f., tvær mjölgey mslur, kr. 28.199.000.00, Strandgata 77-79, frystihús, kr. 178.920,000,00, Strandgata 77-79, geymsla frystihúss- ins, kr. 6.167,000,00, Naustahvammur 4, ibúðarhús, kr. 985,000,00, Naustahvammur 6, ibúðarhús, kr. 1.151.000,00, Geymsla Sildarvinnslunnar h.f. v. Naustahvamm, kr. 21.045.000,00, ótilgreind fasteign Sildarvinnsl- unnar h.f. kr. 5.000.000.00, Strandgata 78-80, tré- smiðja, kr. 3,000,000,00 Samtals er brunabótamat þessara fasteigna 313.519.000,00 krónur. Þetta eru einu tölurnar, sem Alþýðublaðinu hefur tekist aö afla sér, til aö varpa einhverju ljósi á umfang tjónsins, sem varö i Neskaupstað, og endurreisnarstarfsins, sem framundan er þar eystra. Sem kunnugt er hefur forsætisráðherra lýst þvi yfir, að það starf veröi unnið fyrir sam- eiginlegan reikning allra landsmanna. Eins og fyrr segir hefur Alþýöublaðiö leitaö upp- lýsinga um „Neskaups- staöarmáliö” hjá þeim opinberum aðilum, sem um þaö fjalla. Hjá Viö- lagasjóði hefur blaðiö fengiö þær upplýsingar, aö starfsmenn sjóösins hafi ekki undir höndum tölur um tryggingarupp- hæöir eignanna, fast- eigna og lausafjármuna, sem uröu eyöileggingunni aö bráö i snjóflóöunum, Viðlagasjóöur sé i reynd mjög litiö farinn aö fjalla um „Neskaupstaöarmál- ið”, enda skorti enn hvorutveggja nauðsyn- legar lagaheimildir og reglugerðir til að vinna eftir. Þvi verði þetta mál ekki tekið fyrir af alvöru, fyrr en Alþingi hafi sam- þykkt þær lagabreyt- ingar, sem til þurfi, og ákveðiö hafi veriö, hvern- ig staðið verði að fjár- öflun til endurreisnar- starfsins i Neskaupstað. Sem dæmi um hina miklu leynd, sem rikir varðandi „Neskaup- staðarmálið”, má nefna, að Alþýðublaðið hefur fengið staðfest hjá Við- lagasjóði, aö þegar liggi fyrir skýrsla, þar sem fram kemur m.a., hverj- ar eru tryggingarupp- hæðir helstu verðmæt- anna, sem eyðilögöust i sn jóflóðunum. Þessi skýrsla sé á hinn bóginn ekki i höndum Viðlaga- sjóðs. Hún sé enn eins konar leyniskýrsla, sem hafi ekki einu sinni veriö kunngerð Noröfirðingum sjálfum. Alþýöublaöið haföi I gær samband viö Ragnar Sigurðsson, hafnarstjóra i Neskaupstaö, en hann er framkvæmdastjóri nefndar þeirrar, sem sett hefur verið á laggirnar af hálfu heimamanna vegna endurreisnarstarfsins, og er hann helsti tengiliöur heimamanna i Neskaup- stab og Viölagasjóðs. Ragnar vildi ekki gefa blaöinu neinar upplýsing- ar um tryggingarupp- hæöir verömætanna, sem eyöilögðust. Fullyrti hann, aö heildarkönnun að þessu leyti væri ekki til. Þær tölur, sem fyrir lægju, væru aöeins bráða- birgöatölur. Benti hann á, að mjög væri erfitt aö gera sér grein fyrir tryggingastærðum, hér væri bæöi um að ræöa fast eignir og lausafjármuni RIKIÐ FÆR TÆP 40% AF REKSTURS- KOSTNAÐI BÍLSINS ÞÍNS I 3 BER ILLA SAAAAN UM SPÍRAMAGNIÐ Rannsókn á máli skip- verjanna þriggja á Mána- fossi og aðstoðarmanns þeirra i landi er nú lokiö og hefur mál þeirra veriö sent saksóknara. Fram- buröi þeirra I málinu ber þó ekki saman og munar töluvert miklu á þvi magni af spira sem þeir vilja kannast viö að hafa smyglaö til landsins. Tveir þeirra hafa játað sambærilegt magn og segjast hafa flutt inn rúmlega 1000 litra af spira á timabilinu frá þvi i lok ágúst 1974, til 9. janúar 1975. Bera þeir að magnið I hverri ferö hafi verið 200-240 litrar, nema I siðustu feröinni, en þá hafi þeir varpað útbyröis 3000 litrum. Af þvi magni fann Tollgæslan þá um 230 lltra. Bera þeir að hinir tveir hafi átt fullan hlut aö þessu magni öllu. Þriðji skipverjinn ber aftur á móti að á árinu 1974 hafi hann verið aöili aö smy^li á 150 lítrum af spira, í það heila tekið. Þaö magn sem varpað var útbyröis 9. janúar, og Tollgæslan fann megin- hlutann af, telur hann að hafi verið um 125 litrar og hefur ekki breytt þeim framburöi sinum, þrátt fyrir fyrirliggjandi sönnun á aö það hafi verið aö minnsta kosti 230 litrar. Samtals telur hann þvl ekki aö smygliö hafi veriö meira en 275 lltrar sem ekki er nema rúm- lega fjóröi hluti þess sem skipsfélagar hans hafa játaö. Samstarfsmaður skip- verjanna I landi, sem sótti smyglið út á sjó, hefur ekki heldur viljaö kannast við nema hluta af þessum 1000 litrum og telur hann sig hafa náð I um 150 litra I þrem ferðum 50-60 litra I ferð. Allar ferðirnar fór hann á árinu 1974, svo framburði hans ber saman við fram- burö þess af skip- verjunum sem ósammála er félögum sinum. Um dreifingarleiðir á spítanum eru þeir allir sammála og kveöjast hafa selt það innan kunningjahópa sinna. Spirann seldu þeir óblandaöan, en reikna má meö að úr þessum 1000 litrum hafi orðiö um 2300- 2500 lítrar af áfengi sem svipað er að styrkleika og þau sterku vin sem seld eru af Afengisverslun- inni. Þeir þvertaka fyrir þaö aö hafa selt eitthvaö af smyglinu til veitinga- húsa. Mál skipverja á öörum farskipum, sem einnig hafa oröið uppvísir að smygli, eru enn I rann- sókn. UNDIRTEKTIR ÞOLANLEGAR ,ILANDI' „Við sögöum strax i byrjun, að við myndum gefa okkur og atvinnu- rekendum forsvaran- legan tima til viðræðna, ef undirtektir væru þol- anlegar. Þó svo hafi ekki veriö að öllu leyti er ómögulegt að segja fyrir um nú,hvort þess- ar viðræöur leiöi til árangurs, eöa stefni i strand”, sagði Björn Jónsson, formaður ASÍ I viðtali við Alþýðublaðiö i gær, þegar blaðið spurði hann um stööu samninga landverka- fólks I tilefni þess, að samninganefnd Sjó- mannasambandsins hefur fariö þess á leit viö aðildarfélög sin að þau afli sér verkfalls- heimildar. „Sjómenn hófu sina samningagerö fyrr en við. Auk þess eru at- vinnuhættir þeirra frek- ar ársttöabundnir en okkar umbjóðenda. Samningagerð okkar er ennþá unnin i nefnd- um. Tveir fundir hafa verið haldnir meö at- vinnurekendum og einn meb rikisstjórninni. A morgun mun svo verða fundur meö fjármála- ráöherra, þar sem rætt verður um skattamál Ennfremur veröur á morgun fundur með at- vinnurekendum.” „FÆÐINGAR ÁN OFBELDIS” AFÆÐINGAR- HEIMILINU % 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.