Alþýðublaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 6
Dr. Gunnlaugur Þórðarson. hrl. ■ Jfr'V mm ■ <*■■ msm Gjöfin, sem ekki j} -A -r-1' , Ræðumennska einokuð — Það verður að játa, að ræðu- snilldin hefur verið einn meginþáttur i þvi að komast upp á við i þjóðfélaginu og er þvi engin furða, þótt karlkynið hafi einokað mælskulistina að heita má. Fram á þessa öld þótti það goðgá, að konur töluðu á mann- fundum. Þessi viðtekna bann- helgi af hálfu karla er svo rótgróin i undirvitund kvenna, að það er ekki fátitt, að konur, sem standa upp til þess að flytja ræður, byrja á þvi að afsaka sig. Viöbrögð karlmanna eru oft augljós. Þeir brosa vorkunnsam- lega sin á milli, þegar kona stigur I ræðustól, eða ganga jafnvelút úr fundarsalnum og kjafta þá hástöfum frammi i anddyri, eða þá hitt, að þeir freistast til að gripa fram i fyrir ræðumanni og reyna að fipa hana. Komist konan vel frá ræðu sinni, sem nú er algengara en áður var, vegna aukinnar menntunar, þá er viðkvæðið: „Ja, þetta var nú bara sæmilegt hjá henni, af kvenmanni að vera”. þær hækka ekki i stöðum og er haldið niðri. Ef kona vill leita réttar sins, er viðkvæðið „kerlingin er vitlaus”, en hvernær heyrist eitthvað sambærilegt um karlmenn i sömu aöstöðu? Misrétti kynjanna kemur t.d. vel fram i hinu forneskjulega orðalagi við kirkju- legar hjónavigslur er prestur spyr hvort maður ætli að ganga að eiga konuna. Kona er hins vegar spurð, hvort hún ætli að giftast það er gefast manninum. Þvi auðvitað á hvorugt hitt, þów þau samþykki að ganga i hjóna- band. manna skipa 4 karlmenn og ein kona, samt eru konur nærri 60% félagsmanna. Landssamband islenskra verslunarmanna, með um 3800 konur og 2800 karlmenn, hefur enga konu i stjórn. V.R., þar sem konur eru meira en 55% af félags- mönnum, hefur 2 konur i stjórn af 12. Hjá Iðju er ástandið skárra, þar eru 70% af félagsmönnum konur og 3 konur i stjórn af 7. Þessi eignarréttarhugmynd, sem kirkjan er með þessu að læða inn, er andstæð nútimahugsun og hefur án efa valdið meira böli, en menn átta sig á. Kerlingin er vitlaus Konur eru að eðlisfari hlé- drægari en karlmenn. Þær eru að jafnaöi miklu gætnari i fjár- málum og er óvist, að Islenska þjóðin væri I slfku skuldafeni sem raunin er, ef konur hefðu meir látið til sin taka og hefðu verið hafðar meira með i ráðum i þessu efni. Hlédrægni kvenna veldur þvi, að þær komast að jafnaði hvergi áfram fyrir karlmönnum, Það hefur ekki gerst til þessa hér á landi að kona hafi orðið bankastjóri né aðstoðarbanka- stjóri, og þó et engrar sérstakrar menntunar krafist til þess. Segja má, aö i flestum starfsmanna- félögum eða samtökum ráði karl- menn lögum og lofum, þótt jafnvel meira en helmingur félaga séu konur. Það er næstum regla, að stjórn, sem situr, ræður þvi, hvaða stjórn verður næst kosin og hefur búið þannig um hnútana, að aðrir komast þar ekki að. eða viðskiptafræðingúr, Við . stofnunina störfuðu þá m.a. 6 fúlltrúar, allt karlmenn og yfirmenn að sjálfsögðu lika. Aðrir höfðu ekki sótt um stöður hjá stofnuninni. Ég leyfði mér að vekja sérstaka athygli ráð- herrans á þvi, að i hópi umsækj- enda, sem voru 18, væri 1 kona, og fullnægði hún skilyrðum og hefði góð meðmæli. Umsókn hennar var auðvitað hafnað. Þegar ég af forvitni spurði siðar, hvað hefði valdið þessu, var svarið, að sum af þessum störfum væru þannig, að menn þyrftu að ferðast út á land, og væri ekki hægt að leggja slikt á konu. Hvilik viska, enda var þetta auðvitað fyrirsláttur einn. Sú breytning varð þó á hjá þessari stofnun, að nú i haust var kona, lögfræðingur. skipuð fulltrúi við stofnunina. Konur fá naumast mannaforráð Og svona mætti lengi telja. Sennilega eru þó til einhverjar undantekningar. Stjórn Bandalags starfsmanna rikis og bæja, sem hefur innan sinna vébanda um 5000 karlmenn og 4100 konur, er nú algjörlega i höndum karlmanna, að visu var ein kona kosin i stjórn við slðasta stjómarkjör, en hún fór utan til framhaldsnáms, og ein kona var kosin i varastjórn. Stjórn Landssambands banka- Mér er jafnan i minni, að fyrir tæpum 3 árum voru auglýstar lausar til umsóknar 6 fulltrúa- stöður I einu hjá tiltekinni rikis- stofnun. Störf þessarar stofnunar snertu vissulega bæði kynin að jöfnu og fór þáverandi fjármála- ráðherra með mál hennar. Ráðningarskilyrði voru, að umsækjandi væri lögfræðingur S.l. föstudagskvöld flutti dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl., erindi um daginn og veginn í hljóðvarpið. I erindi sínu f jallaði Gunnlaugur um stjórnarskrármál og í því sambandi fyrst og fremst um réttarstöðu konunnar í þjóðfé- laginu. Erindi Gunnlaugs hef ur vakið mikla athygli og hafa lesendur beðið blaðið um að fá leyf i til birtingar á erindinu. Það leyf i hefur dr. Gunn- laugur góðf úslega veitt og er erindi hans hér í opnunni. vélritarastarfs þingskrifara verslunarskólagenginn karl- maður. Hann fékk strax miklu hærri laun en konur, sem gegnt höfðu þessu starfi áður. Var þaraa um margra launaflokka mismun á launum karls og konu I sama starfi og með sömu menntun að ræða, en konurnar með meiri þjálfun. Nú hefur þessi sami starfsmaður Alþingis verið ráðinn sem fulltrúi I 21. launa- flokk til vélritunarstarfa, meðan konurnar eru i 17. launaflokki. Þar með er alls ekki sagt, að vélritunarstarfið sé ofgreitt, þó maður taki laun skv. 21. launa- flokki fyrir það. Það haggar ekki þvi, að mismunur á launum kvenna og karla i hvaða starfi sem er ætti ekki að vera neínn. Óþarft er að taka fram, að hér er ekki við umræddan mann að sakast. óánægja útaf sams konar misrétti og hér hefur verið nefnt hefur verið landlægt á slóðum þessarar virðulegustu stofnunár, sem hýsir einna hæst launuðu menn landsins og nú ér svo komið, að fyrrverandi starfs- konur Alþingis hafa neyðst til þess að höfða mál fyrir dómstól- um út af launamisréttinu. Að sjálfsögðu mætti nefa fleiri dæmi þaðan, en skal ekki gert að svo stöddu. Þaö hendir varla, að konur séu yfirverkstjórar i fiskvinnslu- Það er sama, hvar menn bera niður, alls staðar eru það karl- menn, sem hækka I launaflokk- um, en konur ekki. Það telst til undantekninga, ef konur eru hækkaðar i stöðu og fá manna- forráð. Stundum hefur þetta hent af tilviljun eða af persónulegum ástæðum, en ekki kannske I samræmi við starfsaldur né menntun. En þannig er þetta i bönkum, stjórnarráði og opinberum stofnunum og vafa- laust einnig hjá sveitarfélögum og einkafyrirtækjum. Til þess að geta mismunað kynjunum i laun- um, eru búnar til stöður eða mönnum gefin stöðuheiti til þess að geta hækkað þá I launum, en konum er haldið i lágum launum. Tökum sjálfa löggjafarstofnun þjóöarinnar, Alþingi. Menn skyldu ætla, að sú stofnun, sem samþykkti lög um launajöfnuð 1961, mismunaði ekki kynjunum undir forustu forseta sinna. Stað- reyndin er hins vegar sú, að misréttið er þar engu minna en annars staðar, þegar að er gáð, þrátt fyrir itrekun á umræddri löggjöf með lögum um jafnlauna- ráð 1973, en i 1. gr. þeirra laga segir: „Konum og körlum skulu greidd jöfn laun fyrir jafnverð- mæt og að öðru leyti sambærileg störf”. 1 2. gr. segir: „Atvinnu- rekendum er óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kyn- ferði”. Að visu má segja, að eðli- legt hefði verið, að dómstólar leystu einir þessi mál, sem jafn- launaráði er ætlað að leysa að einhverju leyti. Fyrir nokkrum árum réðst til Kvenfólk er nú aö finna f fiestum si jafnvel meö haka og skóflu.... © Föstudagur 24. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.