Alþýðublaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 2
stjúrhmAl Enn um staðgreiðslu- kerfið I þætti þessum i gær var nokkuð rætt um staðgreiðslu skatta og varað við þvi, að kerfisbreytingin kynni að verða gerð til þess að fela megintilgang málsins — sem sé að auka skattheimtuna. Sú freisting er ávallt fyrir hendi hjá stjórnvöldum og þegar tækifæri býðst til þess að fela slika skattþyngingu meö kerfisbreytingu þá er rik ástæða fyrir almenning til þess að vera vel á verði. Hvað um skriffinnsk- una? Ýmis önnur framkvæmda- atriði þarf einnig vel að at- huga i sambandi við þá breyt- ingu aö taka upp staðgreiðslu- kerfi skatta. Til dæmis hvort slikt myndi hafa i för með sér meiri eða minni skriffinnsku — dýrara eða ódýrara innheimtu- og eftirlitskerfi. Fyrir nokkrum árum, þegar staðgreiðslukerfið var mjög til umræðu, var mér sögð sú saga af reynslu manna i nálægum löndum af slikri kerfis- breytingu, að staðgreiðslu- kerfið væri mun dýrara i framkvæmd en það kerfi, sem nú er i gildi á islandi — og áður var I gildi i viðkomandi löndum. Reynslan hefði orðið sú, að skattayfirvöld hefðu orðið að auka starfslið sitt að mun með staögreiðslukerfinu — bæði fjölga almennu starfs- liði og eins starfsliði viö eftir- litsstörf án þess þó, að þjónustan batnaði að sama skapi. Að sjálfsögðu verður að huga að slíkum atriðum og sjálfsagt mun rikisskattstjóri gera það i sambandi við athugun þá, sem honum hefur verið falin á málinu. Þá var þvi einnig haldið fram við sama tækifæri, at ýmsir borgarar yrðu verr settir i staðgreiöslukerfinu en þvi núverandi. Var fyrst og fremst rætt um námsfólk, eldra fólk og annað þaö fólk, sem aðeins þiggur starfslaun fyrir hluta úr ári. Sagt var, að erfitt væri að koma málum fyrir öðru visi en svo, að innheimta skatta jafnharðan af þessu fólki eftir sömu reglum og gilda um skattgjöld þeirra skattborgara, ser.i stunda launuð störf allt árið. Gæti þvi vel verið, að fólki, sem i rauninni ætti enga skatta að borga vegna lágra heildartekna yfir árið, væri gert skylt að borga sama hundraðshluta af útborguðum launum sinum t.d. sumariekj- um f staðgreiðslukerfi og öðrum er ætlað að gera og þetta væri ekki hægt að lagfæra með endurgreiðslum nema einu sinni til tvisvar á ári. Auðvitað er talsvert óhagræði að þessu fyrir tekju- lágt fólk þótt segja megi, að það standi jafnrétt eftir þegar dæmiö er gert upp á ársgrund- velli. —SB MINNINGARORÐ Sú harmafregn barst um borg og bæ hinn 17. þessa mánaðar, að þyrla hefði farist með 7 manns. Tveir þeirra sem fórust voru félagar i JC-Reykjavik, þeir Lúðvik Karlsson, flug- maður, og Kristján Sveinn Helgason, framkvæmdarstjóri. Með þeim eru gengnir tveir virkir og áhugasamir félagar, sem á undanförnum árum hafa starfað af ósérhlifni og áhuga að verkefnum innan samtakanna. Þeir voru einarðir i framgöngu og ábúðarmiklir, og það var tekið eftir þeim hvar sem þeir beittu sér að starfi. t starfi JC- Reykjavik liggja spor þeirra viða, og má nefna að báðir tveir höfðu þeir verið formenn fjár- öflunarnefndar félagsins. Kristján Sveinn átti sæti i nefnd ársins 1973-1974. Hann var þátttakandi i för til Turku á Evrópuþing JC hreyfingarinnar á siðasta sumri, og var hann einn örfárra islendinga sem komið höfðu til Coral Gables i Florida, til höfuðstöðva JC hreyfingarinnar i heiminum. Þá átti Kristján Sveinn sæti i landsstjórn samtakanna, sem gjaldkeri 1972-1973. Lúðvik átti sæti i mörgum nefndum samtakanna, og eins og áður segir formaður fjár- öflunarnefndar félagsins. Hann var varalandsforseti 1971-1972, og tók þátt i fjölmörgum ræðu- keppnum fyrir hönd JC-Reykja- vik. Hann var þátttakandi á al- heimsmóti JC hreyfingarinnar i Dublin á trlandi 1971, og segja má, að hann hafi átt einn rikast- an þátt i á þvi þingi, að is- lendingar fengu kosinn sinn fyrsta og eina alþjóðlega vara- forseta hreyfingarinnar. Lúðvik var margt til lista lagt, og hefði án erfiðleika getað skapað sér sess á viðskipta- sviðinu, en flugið átti hug hans allan. Hann hafði m.a. aflað sér réttinda i froskköfun, stundaði fallhlifarstökk og hafðiárum saman verið eini ferjuflug- maður islendinga. Kristján Sveinn starfaði áður hjá ýmsum fyrirtækjum, en fyr- ir um tveim árum setti hann á stofn sitt eigið fyrirtæki Hjól- barðasólunina Bandag hf., og á siðasta ári stofnuðu þeir Kristján og Lúðvik fyrirtækið Þyrluflug hf., og báru þeir mikl- ar vonir i brjósti um framtið þess og framgang. Ekki auðnaðist þeim að sjá þann sameiginlega draum sinn ræt- ast, heldur voru kallaðir á burt i slikri skyndingu. Þegar við nú kveðjum þá félaga okkar Lúðvik og Kristján Svein kemur margt i huga, eftir samstarf margra ára. Eitt ber þó öðru hærra. Báðir tveir höfðu þeir tileinkað sér það af ein- kunnarorðum JC hreyfingar- innar, sem við leiðarlok skilur dýpst spor eftir, en þau eru: „Að manngildið sé mesti fjár- sjóður jarðar”. Þeir virtu og sýndu i breytni sinni og störfum, að þeir höfðu tileinkað sér þá Klambrarar. Hagleikur er vist ekki öll- um gefinn, hvorki til orðs né æðis. Og um smekkinn er er- fitt að deila. Þrátt fyrir margskonar þrengingar i 1100 ára byggðasögu, höfum viö þó átt umtalsverðan fjölda þjóðhaga þótt fámenn séum. En þvi er auðvitað ekki að neita, að baglarar og klambrarar eru drjúgum fleiri. Þegar ræðir um smiðis- gripi, sem hægt er að festa hendur á, villast menn naumast á handbragðinu. Hrákasmiöin á sliku og þvi- llku dylst siður fyrir augum manna en þegar um óhlut- kennda gripi er að ræða. Móðurmál okkar hefur þá náttúru, að gefa færi á ærinni fjölbreytni um orðasmiö. En þar er auðvitaö alls ekki sama hverjir fara höndum og huga um. Sem betur fer eigum við mýmörg dæmi um ágæta orðasmiö, sem falla að hugtakinu eða hlutnum eins og hanzki að hönd. En þvi miður eigum við lika hryggileg dæmi um hið gagnstæða. Hér er ekki tóm til að rekja þetta lengi. Samt er ekki úr vegi að minnast á örfátt, sem nú veður uppi. Valkostir er eitt nýyrð- anna, sem fyrir skömmu hefur skotið upp kollinum og er nú á allra vörum. Sjálf- sagt er hugsunin á bakvið orðtakið, að eiga margra eða fárra kosta völ. En það þarf meira en litið hugarflug til að telja þörf á að hnoða þessu saman i eitt orð. Auð- vitað eiga menn kost á ýmsu og á ýmsu völog geta valið á milli þessa og hins. Engin þörf virðist að gera á þessu neina „bragarbót” og fyrir minum sjónum er þetta likt og að klambra saman fram- parti af hesti og afturparti af kú. Arsgrundvöllur! er annað, sem flæðir úr vitum ótrúlega margra og i allskonar tilfell- um. Aflabrögð eru komin á ársgrundvöll, verðbólgan á ársgrundvöll, svo og vísital- an og ótal margt fleira. Já, það vantar svei mér ekki grundvöllinn! Framundir þennan tima hefur málið komizt ágætlega af án þessa orðskripis og mætti enn svo fara ef menn nenntu að hugsa og koma orðum hag- legar að þvi sem þeir vilja túlka. Og þá er það stærðar- gráðan! Það er sannarlega aumkunar vert að heyra menn velta út úr sér annarri eins rassbögu. Þetta eða hitt vandamáliðsé af þessari eða hinni stærðargráðu! Þó að hitastig sé mælt og talið i mismunandi stórum stigum eöa gráðum eftir þvi hvaða mælir er notaður, held ég að fráleitt sé, að tekið sé mið af þvi. Hitt er líkara, að þetta skripi hafi oltib út úr ein- hverjum bögubósanum og menn svo tekið þetta eftir hugsunar- og gagnrýnilaust. Annað eins og það, er svo sem ekki dæmalaust. En, að minu viti, er litil fremd I þvi fyrir einn og ann- an, að gerast sporgöngu- menn hv.aða klumbufótar, sem öslar um lendur tung- unnar. Löngum hefur sýnt sig að illgresið hefur nógan vaxtarhraða, þótt ekki sé að þvi hlúð, eða þvi sýnd nein virkt. ^VAÍL), | | CENGISSKRÁNINC Nr. - 23. janúar 1975. SkráS írá Eining Kl. 13,00 Kaup Sal a 30/12 1974 i Bandaríkjadolla r 118,30 1 16, 70 23/1 197 5 i Síerlingspund 282, 35 283, 55 * - - i Kanadadollar 119,00 119, 60 * - - 100 Danskar kronur 2135, 45 2144, 45 * _ _ 100 Norskar krónur 2347,90 2357,80 _ _ 100 Sænskar krónur 2956, 80 2969, 30 * - - 100 Finnsk mörk 3368, 00 3382.20 * _ _ 100 Franskir frankar 2750, 00 2761, 60 * - - 100 Belg. írankar 338, 85 340, 25 * _ _ 100 Svisfln. frankar 4726, 20 4746, 20 * - - 100 Gyllini 4682,35 4902, 96 * _ - 100 V, - Þýr.k mörk 5078,90 5100. 40 * - - 100 Lfrur 18, 46 18, 54 * - - 100 Au stu r r. Sc h 713, 85 7 16, 8 5 * 22/1 - 100 Escudos 485, 35 4K7,35 17/1 - 100 Pe seta r 210, 40 211.30 23/1 - 100 Ye n 39, 50 39, 66 2/9 1974 100 Reiktiingskrónur - Vöruskiptalönd 99, 86 100, 14 30/12 - 1 Reikningsdolla r - Vtíruskiptalónd 1 18. 30 1 18. 70 * Brey • t i:.írá siðusttj sk ráningu. Lúðvík Karlsson, flugmaður og Kristján Sveinn Helgason, framkvæmdarstjóri Kveöja frá Junior Chamber Reykjavík hugsjón er að baki þessara ein- kunnarorða liggur. Það var akkur okkur hinum að hafa ver- ið samtiða þeim. Við hryggjumst við fráfall góðra félaga og söknum vina i stað. Við vottum ekkjum þeirra og börnum dýpstu samúð og hluttekningu, svo og ættingjum þeirra öðrum. Kveðja frá alþjóðavaraforseta Junior Chamber International J.C. félagar um allan heim samhryggjast eiginkonum, fjöl- skyldum og félögum sinum i J.C. á Islandi vegna hins sorg- lega missis tveggja góðra fé- laga sinna. Lúðvik Karlsson og Kristján Sveinn Helgason voru velþekktir og virtir ungir menn, sem sýndu hversu einstaklings- framtakið er mikilvægur þáttur lifsins. Ég sendi fjölskyldum þeirra minar innilegustu samúðar- kveðjur. Jeffry Bird alþjóðlegur varaforseti fyrir Island. í hreinskilni sagt eftir Odd A. Sigurjónsson Hafnarfjaröar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasími 51600. DÚ11A í GlflEflBflE /ími 64900 © Föstudagur 24. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.