Alþýðublaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 12
alþýðu l'liisf.09l llF plastpqkaverksmioja Sítnar 82639-82655 Vetnagör&um 6 Box 4064 — Róykjavtk KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 J.augardaga til kl. 12 ALLTAF ERFITT AÐ ÞURFA í VERKFALL Alþýðublaðið hafði i gær samband við nokkra forvigismenn Almennt má segja, að félögin hafi ekki tekið afstöðu til þessara sjómannafélagaúti á landi og spurði þá álits á tiimælum samn- tilmæla, enda eru þau nýkomin fram og allnokkur frestur þar til inganefndar Sjómannasambandsins að félögin öfluðu sér verkfallsboðun þarf að liggja fyrir, Um hálfur mánuður. heimildar til verkfallsboðunar frá og með 10. febrúar næstkom- andi hafi samningar ekki tekist þá. Svörin fara hér á eftir: VERKFALLSBOÐUN FISKVERDIÐ MED FYRIRVARA NÚMER EITl Sigurður Brandsson, formað- ur Verkalýðsfélags ólafsvikur. Við höfum samþykkt aö boða til verkfalls á bátunum frá 10. febrúar með þeim fyrirvara að samhljóða samþykkt veröi gerð i öðrum félögum á noröanveröu Snæfellsnesi. Þessi félög hafa haft mjög náiö samstarf undan- farin ár og komiö fram gagn- vart heildarsamböndum sam- eiginlega. Þannig munum viö biöa meö aö senda Sjómanna- sambandinu verkfallsheimild þar til öll félögin eru tilbúin. Reyndar er ég aö vona aö samningar takist áöur en til verkfalla kemur, en ef til vill er þaö óskhyggja. Þaö er alltaf erfitt aö þurfa aö fara i verkfall. Sjómenn hafa fariö illa út úr þvi, að tekið er af óskiptu til greiðslu i sjóði útgeröarinnar áöur en til skipta kemur. Ég geri ráö fyrir aö heimildin til verkfallsboðunar sé fyrst og fremst gerö til þrýstings á at- vinnurekendur og stjórnvöld, þvi fleira kemur til greina en beinar launahækkanir. Hlunn- indi eins og fritt fæöi og skatta- ivilnanir koma svipaö niöur. Komi til verkfalla má búast viö aö þaö geti dregist á langinn. Sigfinnur Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Norðfirðinga. Viö erum ekki i góöri aöstööu til aö beita okkur vegna þeirra atburöa, sem hér hafa orðið. Auk þess eru allflestir sjómenn héöan úti á sjó. Ég vænti þess að atkvæðagreiösla veröi um þessi tilmæli Sjómannasambandsins eftir þvi, sem bátarnir koma inn. Annars höfum við hér fyrir austan alltaf samið sérstaklega viö atvinnurekendur fyrir land- verkafólkiö og oftast náö hag- stæöari samningum en heildar- samningarnir reynast. Útgerö- armenn hér eru hins vegar allir ILÍÚ og fá ekki að semja nema fyrir atbeina þess. Þótt ekki sé viö stórum hlut aö búast, þá tel ég númer eitt að fá fiskveröiö. FURÐULEG STAÐA FYRIR VESTAN Bjarni L. Gestsson, stjórnar- maður i Sjómannafélagi isfirð- inga. Okkar félag er I Sjómanna- sambandinu, en hefur ekki tekiö þátt í samningagerð á þess veg- um, heldur Alþýöusambands Vestfjaröa. Ég á ekki von á neinum tiðindum á næstunni og þaö er ekkert fariö aö ræöast viö og ekki hafa komið fram neinar kröfur. í kvöld verður fundur i stjórn ASV og þaðan berast félögunum væntanlega tilmæli um að fela þvi umboð til samn- inga fyrir þau. Annars er staðan dálitiö furöuleg hér. Siðast þegar samninganefndir skrifuöu undir samninga meö fyrirvara um samþykki félaganna voru þeir felldir á ísafiröi og á Þingeyri, hér aðallega fyrir tilstilli þeirra, sem eru á skuttogurunum. Þegar tógararnir komu gaf Sjómannafélagiö út undanþágu til aö skrá á þá meö þeim skil- yröum aö skiptahlutfall yrði 35% i 15 staöi og Vökulögin giltu og meö þaö var farið af staö. Hins vegar hafa útgeröarmenn þeirra ekki fengist til aö staö- festa þetta meö samningum þótt svona hafi veriö i reynd alla tlð Karl Steinar Guðnason, for- maður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavikur. Það hefur ekki veriö tekin af- siöan. A minni bátunum hefur veriö greitt eftir þeim samning- um, sem ekki voru samþykktir. Þessu máli var visaö til héraðs- sáttasemjara, hann hélt einn fund og siöan ekki söguna meir. Sjómenn vilja aö sjálfsögöu koma samningum á hreint, en þaö er engin harka i þeim ennþá, enda ekki hægt aö lita þetta öörum augum en sem al- geran skripaleik af hálfu út- gerðarmanna togaranna. staða til þessa ennþá, en máliö er til athugunar, enda frestur- inn riflegur. Viö munum kanna samstööuna, þvi hægt er að svelta okkur lengi vanti hana. SAMSTAÐAN FYRIR ÖLLU FIMM á förnum vegi Hvernig líst þér á verkfallsbeiðni sjómanna? Lárus Þorleifson, verkamaður: „Mér Hst nú frekar illa á þá á- kvörðun, og tel aö hún sé van- hugsuð”. Eðvarð Benediktsson, smiður: „Ja, mér list á þaö aö vissu marki, þó aö mér finnist e.t.v. gengiö of langt meö þvi. En það er hægt að ætlast til þess að maöur axli byrðarnar, og leggi eitthvað á sig, en eins og það hefur gengið aö undanförnu, þá skil ég þaö vel að menn vilji fara I verkfall”. Jón Jósteinsson, vélamaður: „Er nokkuö annaö hægt að gera, Þaö er svo sem ekki allt of hag- stætt útlitið meö að það gagni. En þaö hefur aldrei þýtt neitt annaö”. Ólafur Sigurðsson frá Hábæ: „Ég vil það ekki, það þýðir ekk- ert. Ég vil að þeir lægstlaunuðu fái eitthvað, en hinir ekkert, en þaö þýöir ekki aö stilla bogann of hátt”. Ragnar örn, húsasmiður: „Mér list ekkert á verkföll eins og nú stendur. Miðað við allar aöstæöur sérstaklega og ást- andiö i efnahagsmálum, þá held ég aö það sé ekki timabært, en viö þurfum hærri laun, á þvi er enginn vafi”. ✓

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.