Alþýðublaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 9
 sf \AH/' l ffH Ifc „Sigur” á eftir að ná langt sem knattspyrnu- maður segir þjálfari belgíska landsliðsins um Ásgeir Sigurvinsson sem kallaður er „Sigur” í Belgíu „Asgeir Sigurvinsson á örugg- lega eftir aö ná langt sem knatt- spyrnumaður”, sagði landsliðs- þjálfari Belga i knattspyrnu um Asgeir Sigurvinsson. „Fyrst þegar ég sá Asgeir leika knattspyrnu var i unglingakeppni UEFA á Italiu, en þar var Island i riðli með Belgiu, Englandi og Sviss. í leik tslendinga við Englendinga veitti ég einum leik- manni i islenska liðinu mesta athygli, en það var vinstri útherji liðsins sem gaf hinum vel þjálfuðu leikmönnum Englands ekkert eftir. Hann átti mjög góðan leik þarna þrátt fyrir að Islendingarnir töpuðu leiknum 2-0. Þegar ég kom heim á hótel- herbergi mitt eftir leikinn hugsaði ég með mér að á þessum leikmann yrðum við að passa okkur. Það kom lika i ljós að ég hafði á réttu að standa, þvi hann skoraði mark gegn okkur og nægði það til að islenska liðið náði jafntefli við okkur og um leið urðu vonir okkar að engu með að komast áfram i keppninni. Þessi leikmaður i islenska liðinu var enginn annar en Asgeir Sigurvinsson”. Þetta er haft eftir landsliðs- þjálfara Belgiu i vikublaðinu PANORAMA sem birti viðtal við Asgeir Sigurvinsson fyrir nokkrum dögum og vitnar blaða- maðurinn þar i ummæli þjálfarans Raymond Goethals, en en hann var einmitt upphafs maðurinn að þvi að leið Asgeir lá til Belgiu. Hann frétti að Asgeiri hefði verið boðið til skoska liðsins Glasgow Rangers og sagði þá framámönnum Standard Liege frá pilti sem svo buðu honum að koma til Belgiu. Það bar svo þann árangur að Asgeir gerði i fyrstu samning til tveggja ára við félagið og eftir að sá samningur var útrunnin var Asgeir ekki skuldbundinn félag- inu. Nú hefur hann hinsvegar gert nýjan tveggja ára samning þar sem hann er skuldbundinn félaginu og segir i blaðinu að verði hann seldur frá þvi muni hann kosta mikla peninga. Asgeir segir i viðtalinu að honum liki vel að búa i Belgiu, það hafi að visu verið ansi erfitt að aðlaga sig breyttum aðstæðum i fyrstu og hafi sér erfiðast að geta ekki tjáð sig við hina nýju félaga sina sem allir töluðu frönsku. Það hafi t.d. aðeins einn leik- maður i liðinu getað talað ensku, Roger Henroatay og hafi hann verið sér ómetanleg aðstoð i fyrstu. Nú sé hann hinsvegar komin nokkuð á veg i irönsku- námi sinu og geti þvi lalað við félaga sina. Asgeir kvaðst sakna þess að fá ekki góðan fisk sem hafi verið sinn uppáhalds matur lieima á íslandi. Hinsvegar hafi móðir hans sem nú dvelst hjá honum reynt að elda þann fisk sem er á boðstólnum i Liege, en hann sé ekki sambærilegur við það sem hann átti að venjast heima á íslandi. Hinsvegar þyki honum frönsku kartöflurnar i Belgiu góöar. Þá segir Asgeir við blaða- manninn að sig hafi alltaf langað til að gerast atvinnumaður i knattspyrnu og sé hann tilbúinn að leggja mikið á sig til að ná langt i knattspyrnunni. Þá segir i blaðinu að það séu ekki margir tslendingar sem hafi náð langt I knattspyrnu á erlendri grund. Þeir séu aðeins tveir, Albert Guðmundsson sem allir áttu að þekkja frá þvi að hann lék i Frakklandi og sé nú franskur ræðismaður á tslandi og Asgeir Sigurvinsson. Siðan er farið lofsamlegum oröum um árangur Asgeirs og sagt að hann geti orðið mjög góður leikmaður, á heimsmæli- kvarða eftir nokkur ár. En hann sé aðeins 19 ára og eigi enn nokkuð eftir ólært til að öðlast þá reynslu sem með þarf. óskar að ráða BLAÐAMANN STRAX! Upplýsingar á ritstjórn, Skipholti 19, sími 28800 eftir hádegi Þessar myndir birtust I vikublaðinu PANORAMA og sýnir minni myndin Asgeir ásamt móður sinni sýna blaöamanninum myndir af eld- gosinu i Eyjum. En á stærri myndinni er Asgeir á æfingu hjá Standard. Föstudagur 24. janúar 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.