Alþýðublaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 3
EINN SEM EKKIER
BLANKUR Á ÞESSUM
SIUUSTU UG VERSTU
Skýrsla Lands-
virkjunar
Samband veitinga- og gistihúsaeigenda:
RlKID GREIDIR 350
MILUÓNIR MEÐ MÓTU-
NEYTDM
ERU FÆDISHLUNNINDIN
EKKI FRAMTALSSKYLD?
kostaði yfir 800 þús.!
— og samt ekki
öll kurl til
grafar komin
„Kostnaður vegna prentunar á
ársskýrslu Landsvirkjunar fyrir
árin 1972 og 1973 var um 815.000
krónur, en við höfum ekki enn
fengið reikning frá Auglýsinga-
stofu Gisla Björnssonar, sem sá
um hönnun hennar og vitum þvi
ekki hve mikill sá kostnaður er”,
sagöi Agnar Friðriksson, skrif-
stofustjóri Landsvirkjunar, i við-
tali við Alþýðublaðið i gær.
„Það verður þó að taka fram”,
sagði Agnar ennfremur, „aðmik-
inn hluta af hönnun skýrslunnar
heföum við þurft að láta fram-
kvæma hvort eð var, þar sem eru
töflur og annað það sem við verð-
um sjálfir að hafa handbært.
Einnig verður að taka það fram,
að við erum skyldugir til þess,
samkvæmt samningum okkar við
erlendar lánastofnanir, að gefa út
skýrslu um starfsemi okkar ár-
lega, en höfum í sparnaðarskyni
gefið út sameiginlega skýrslur
fyrir tvö til þrjú ár, þannig að á
tiu ára starfstima höfum við að-
eins gefið út þrjár skýrslur”.
Skýrslan um starfsemi Lands-
virkjunar árin 1972—73 er mjög
vönduð að allri gerð, bæði hvað
varöar hönnun hennar og prent-
un. Hún er prentuð á mjög góðan
myndapappir og engin siða henn-
ar prentuð án lita. Hún er 30 sið-
ur, auk kápu og i henni er mikið af
litmyndum. Auglýsingastofan hf.
sá um hönnun skýrslunnar, en
prentsmiðjan Grafik h.f. um
prentun hennar.
J’ | ^ 'éi; $0 jgÍj frpjM jpl jj| pW I^ \ jf i y'' ' ''
SKÝRSLA UM
STARFSEMINA
Veitinga- og gistihúsaeigend-
ur telja mötuneytarekstur rikis-
og bæjarfélaga beina ógnun við
tilvist almennra veitingastaða I
landinu. Kemur þetta meðal
annars fram i ályktun, sem gerð
var á fundi Sambands veitinga-
og gistihúsaeigenda nú fyrir
skömmu. Er skorað á rikis-
stjórnina að taka rekstur mötu-
neytanna til gagngerðrar
endurskoðunar. Er I þessari
ályktun talið, að rekstur mötu-
neytanna kosti rikissjóö um 350
milljónir króna á þessu ári. Þá
er og talið, að starfsmenn hins
opinbera njóti skattfrjálsra fæö-
ishlunninda með núverandi til-
högun á þessari fæðissölu.
Kjötmáltið gegn matarmiða
kostar nú i rikismötuneyti kr.
150.00 en fiskmáltið kr. 130.00. 1
veitingahúsum meö sjálfsaf-
greiðslu kosta sambærilegar
máltiðir um kr. 400.00 og um kr.
350.00, en nokkru meira þar,
sem þjónað er til borðs.
A fundi veitingamanna kom
fram megn óánægja með að
mötuneyti hins opinbera skuli
rekin sem opinberir veitinga-
staðir, þar sem öllum sé frjáls
þjónusta, hvort heldur þeir eru
starfsmenn þeirrar stofnunar,
sem mötuneytið rekur eða ekki.
Þá segir i ályktun fundarins:
„Þannig tiðkast það i vaxandi
mæli, aö óviðkomandi fólk, fær
afgreiðslui téðum mötuneytum,
eins og um almennan veitinga-
stað sé að ræða. Starfsfólk
mötuneytanna hefur leyfi til
þess að nota aðstöðu þá, sem
mötuneytið skapar, til þess að
taka aö sér meiri háttar veislur
og matarsölu, I beinni sam-
keppni við veitingahúsin, en eru
á hinn bóginn undanþegin
greiðslu söluskatts.
Það er þvi augljóst, að meö si-
fellt hækkandi söluskatti, sem I
dag er 20%, og stórfelldum nið-
urgreiðslum á fæði starfs-
manna, er rekstur þessara
mötuneyta bein ógnun við veit-
ingareksturinn i landinu”.
1972-73
Þvi miður verður mynd þessi af forslðu hinnar dýru og giæsilegu
skýrslu ekki nema svipur hjá sjón. öll litadýrðin hverfur I svart-hvltt,
en litprentanir eru á hverri opnu svo og á kápusiðum — allir regnbog-
ans litir á gijáandi myndapapplr!
FISKHEILOSALA
IÖRFIRISEY
Borgarráð Reykjavikur hefur
samþykkt að veita Fiskbúðinni
Sæbjörgu ábyrgð borgarsjóðs
vegna skammtimaláns að fjár-
hæð allt að 10 milljónir króna, til
byggingar húsnæöis til fiskheild-
sölu I örfirisey.
Húsnæði það, sem Sæbjörg er
að reisa i örfirisey, mun kosta að
þvi talið er 20—30 milljónir króna.
Er stefnt að þvi, að koma þar upp
góöri aðstöðu til fiskmóttöku og
einskonar miðstöð fyrir önnur
fisksölufyrirtæki i borginni.
Borgarfulltrúarnir Björgvin
Guðmundsson og Ólafur B. Thors
hafa um skeið haft þaö verkefni
að kanna fisksöluna I borginni og
benda á leiðir til úrbóta. Mæltu
Hálfur gæslutíminn liöinn
þeir með þvi, að umrædd ábyrgð
yrði veitt.
1 samtali við Alþýðublaðið i
gær sagöi Björgvin Guðmunds-
son, aö Fiskbúöin Sæbjörg væri
nú þegar öðrum þræði fiskheild-
sölufyrirtæki. Heföi hún fengið
borgarábyrgð þessa með þvi skil-
yrði, að Sæbjörg gegndi þvi hlut-
verki að miðla öðrum fiskversl-
unum nýjum fiski.
Sagði Björgvin, að borgarráö
telji rétt að stuðla aö þvi, að að-
drættir á neyslufiski fyrir borgar-
búa yrðu sem mest á einni hendi,
Þeir Björgvin Guðmundsson og
Ölafur B. Thors hafa enn ekki lok-
ið athugunum sinum á fiskdreif-
ingunni I Reykjavik og að sögn
Björgvins hefur enn ekki fengist
úr þvi skorið, hvort unnt sé að
tryggja betri aðstööu til fiskmiðl-
unar og —dreifingar með hjálp
heilbrigðissamþykktar borgar-
innar. —
án geðrannsóknar
Sæmundur Gunnar Jónsson,
pilturinn sem úrskurðaöur var i
gæsluvarðhald og geðrannsókn
þann 11. mars siðastliðinn dvelur
enn i fangageymslu lögreglunnar
I Reykjavik, þar sem erfiðlega
gengur að fá sjúkrahússrými fyr-
ir hann, þannig að geðrannsókn
geti farið fram. Gæsluvaröhald
það sem hann var úrskurðaður I
nemur 60 dögum og er sá timi nú
þvi sem næst hálfnaður.
Alls eru það átta árásir, sem
pilturinn hefur veriö ákærður fyr-
ir á siðastliðnum tveim árum og
fyrstu tveim mánuðum þessa árs.
Er þar ýmist um vopnaðar eða ó-
vopnaðar árásir að ræða og hefur
hann veitt þeim, sem hann réðst
á, nokkra áverka, einkum þeim,
sem hann hefur ráðist á óvopnað-
ur. Þeir, sem hafa orðið fyrir
hnifsstungum frá honum hafa
ekki hlotið alvarleg meiðsli og
munu hafa náð sér alveg, einnig
flestir þeir, sem hann hefur ráðist
á óvopnaður. Einkum var óttast,
að piltur sá, sem hann réðst á fyr-
ir utan Silfurtunglið myndi bera
varanleg merki eftir. Hann mun
nú hafa jafnað sig af heilahrist-
ingi þeim sem hann fékk, en end-
anlegt sjónpróf hefur ekki verið
framkvæmt og þvi ekki enn stað-
fest hvort sjón hans hefur skadd-
ast til frambúðar eða ekki.
Hálfsársbið eftir kauphækkun
Launagreiðslur samkvæmt nú-
gildandi samningum BSRB við
samningsaðila, ríkisvaldið og
Reykjavikurborg, áttu að taka
gildi frá 1. janúar 1974. Aðal-
samningur var gerður i lok febrú-
ar I fyrra og einstakir sérsamn-
ingar I framhaldi af því. Túlkun-
arágreiningur hefur þó valdið
þvi, að samningaákvæði eru enn
þann dag í dag að koma til
greiðslu og önnur eru óútkljáð.
Um siðustu mánaðamót komu
loks til greiðslu innstæður hjúkr-
unarkvenna á dagvöktum, deild-
ar- og yfirhjúkrunarkvenna á
Borgarspitalanum fyrir 25 minút-
ur á hverja vakt, sem greitt
skyldi i uppbót á óreglulegan
matartima. Aðrar hjúkrunarkon-
ur og sjúkraliðar þar fengu þessa
greiðslu i október siðastliðnum,
rúmu hálfu ári eftir að um var
samið. ,
Það tók einnig hálft ár að fá til
greiðslu launaþrepshækkun, sem
nýráðnar hjúkrunarkonur áttu að
fá eftir 6 mánaða starf.
Hins vegar stóð Borgarspital-
inn fyllilega við það ákvæði i
samningum við hjúkrunarkonur,
að vinna þeirra á námstimamum
skyldi reiknuð þeim til launa-
þreps, en hins vegar þurfti
Félagsdóm til að fá viðurkenn-
ingu þeirra réttinda á Lands-
spitalanum.
Þá er nýlega genginn dómur
fyrir Félagsdómi um að starfs-
timi hjá þvi opinbera skuli reikn-
ast til launaþrepa hjúkrunar-
kvenna, þótt ekki hafi verið unnið
á sjúkrahúsum.
HVER
HREPPIR
HNOSSIÐ?
Mikið er um það rætt manna
á meðal, hver hljóti stöðu
bankastjóra i Otvegsbanka Is-
lands. Talið er öruggt, að hann
verði valinn úr rööum fram-
sóknarmanna. Þessir eru
einkum nefndir: Kristinn
Finnbogason, framkvæmda-
stjóri, Hannes Pálsson, úti-
bússtjóri, Jón Skaftason, al-
þingismaöur, Tómas Arnason,
alþingismaður, Bjarni Guö-
björnsson, útibússtjóri, og
Heimir Hannesson, varaal-
þingismaður.
Samkvæmt lögum um Út-
vegsbankann eru bankastjór-
ar ráðnir af bankaráði, en i þvi
sitja nú Ölafur Björnsson,
Guðlaugur Gislason, Björgvin
Jónsson, Haraldur Henrysson
og Halldór Jakobsson.
Fimmtudagur 3. apríl T975