Alþýðublaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 12
alþýðu
ilhmyl
l'l.isl.»s liF
plastpqkaverksmioja
Símar 82639-82655
Votnagðr6um 6
Box 4064 — Reykjavík
KÓPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
GLUGGAÐ í DdMSMÁLASKYRSLUR
ÁRIN 1969-1971
Hagstofa íslands hefur nýlega
gefið út dómsmálaskýrslur fyrir
árin 1969 til 1973. Þar eru yfirlit
yfir opinber mál, einkamál, mál
fyrir siglingardómi og fyrir
hæstarétti.
Við gripum aðeins niður i
skýrslu þessa:
Um opinber mál i Reykjavik
segir, að i kærubók sakadómara-
embættisins i Reykjavik séu
færðar allar kærur, sem embætt-
inu berist, efni kærunnar skil-
greint, afgreiðsla og niðurstaða
eru einnig meðal þess, sem þar er
að finna. Kærubókin skiptist i tvo
hluta, dómahluta og sáttahluta. I
dómahluta eru þær kærur, sem
afgreiddar eru með dómi eða á
sambærilegan hátt. 1 sáttahluta
eru þær kærur aftur á móti, sem
aðra afgreiðslu fá. Þar koma til
greina afgreiðslur eins og sátt,
niðurfelling og sending til ann-
arra stofnana.
Alls eru færð i kærubók á þessu
timabili 8553 mál og fengu þau af-
greiðslu, sem hér segir:
A. Dómahluti
Dómaralls ............1436
Önnur mál:
Mál felld niður (afturkölluð) .... 4
öryggisgæsla felld niður......1
Beiðni um sviptingu sjálfræðis:
Sjálfræðissvipting..........7
Sýkna.......................1
Fellt niður ................1
Beiðni um sviptingu lögræðis:
Lögræðissvipting............3
Alls i dómahluta kærubókar 1453
B. Sáttahluti
Mál afgreidd með sátt eða á ann-
an hátt.................. 6657
önnur mál:
Beiðni um sviptingu sjálfræðis:
Afturkallað...........59
Felltniður .................4
Hælisvist (i sta.ð sjálfr.svipt.) 5
Endursentsaksóknara ........3
Afgreiðsla ótilgreind ......1
Beiðni um endurveitingu sjálf-
ræðis:
Sjálfræði endurveitt........5
Afgreiðsla ótilgreind ......1
Beiðni um endurveitingu
fjárræðis:
Fjárræði endurveitt.........1
Beiðni um sviptingu lögræðis:
Afturkallað ................1
Sent héraðsdómara utan Rvk. 1
Beiðni um endurveitingu
lögræðis:
Lögræði endurveitt..........2
Rannsókn á málsatvikum án
frekari aðgerða:
Vegna umferðarslysa ......186
Vegna annarra slysa
(þó ekki vinnuslysa)... 19
Vegna ikviknana............67
Framhaldsrannsókn i hæstarétt-
armálum:
Sent saksóknara.............9
Sent héraðsdómara utan Rvk. 1
Afgreiðsla ótilgreind ......2
Dómsrannsóknir (yfirheyrslur,
skýrslutökur):
Fellt niður.................1
Sent saksóknara.............2
Sent héraðsd. utan Rvk......1
Sent dómsmálaráðuneyti......1
Annað (kæruefni ótilgreint, máls-
atvik óljós o.fl.) ..........71
Alls i sáttahl. kærub......7100
Þeir 1436 dómar, sem kveðnir
voru upp skiptust þannig:
Nauðgun.......................5
Kynmök við börn...............5
Særð blygðunarsemi............2
önnur skirlifis- og sifskaparbrot 5
Brot gegn valdstjórninni......2
Manndráp af ásetningi ........3
Manndráp af gáleysi i sambandi
við bifreiðaslys, ekki ölvunar-
akstur .......................6
Likamsárás...................19
Likamsmeiðing af gáleysi i sam-
bandi við bifreiðaslys, ölvunar-
akstur........................7
Likamsmeiðing af gáleysi i sam-
bandi við bifreiðarslys, ella.3
Peningafals, skjalafals o.þ.h. . 135
Þjófnaður og gripdeild......244
Fjárdráttur............22
Fjársvik....................115
Umboðssvik, skilasvik.........2
Fjárkúgun, rán ........1
Hilming.......................9
Skemmd á eignum annarra.......1
Nytjastuldur farartækja.......50
Tékkamisnotkun o.fl...........6
Rangur framburður og rangar
sakargiftir...................2
önnur brot, sem hafa i för með
sér almannahættu..............3
Ærumeiðingar og brot gegn frið-
helgi einkalifs...............1
Hegningarlagamál alls648
Ákvæði umferðarlaga um öku-
tæki..........................5
Ákvæði um, að ökumaður skuli
vera andlega og likamlega fær .. 2
Ákvæði um ölvun við akstur... 562
önnur ákvæði umferðarlaga um
ökumenn......................47
Of hraður akstur..............9
Aðrar umferðarreglur umferðar-
laga ........................11
önnur umferðarlagabrot........82
Áfengissmygl...........13
Meðferð áfengis...............5
Akvæði áfengislaga um ölvun ... 1
önnur áfengislagabrot ........9
Lagaákvæði um fiskveiðar i land-
helgi........................16
Lög um iðnað og iðnfræðslu....2
Lagaákvæði um innflutnings- og
gjaldeyrismál...................2
Skatta- og útsvarslög og hliðstæð
lög............................11
Lög um tollheimtu og tolleftirlit. 8
öll önnur brot (ekki hegningar-
lagabrot) ......................4
Sérrefsilagamál alls 788
1 143 tilfellum var um sektar-
afgreiðslu að ræða, skilorðs-
bundið varðhald 11 sinnum,
óskilorðsbundið varðhald 661
sinni, skilorðsbundið fangelsi
165 sinnum, en óskilorðsbundið
378sinnum, þrir dómar voru um
öryggisgæslu, 26 sýknanir, 606
ökuleyfissviptingar, einu máli
var visað frá, refsing var felld
niður i 26 málum og frestað i 36
málum.
.Tilgreind er skipting ákærðra
eftir atvinnu og er hún svohljóð-
andi:
Sjálfstæðir atvinnurekendur 224
Iðnlærðir og iðnnemar 182
Sjómenn 216
Bflstjórar 84
verkamenn 165
ólikamleg störf 148
önnur atvinna 94
óvinnufærir, starfslausir 15
lifeyrisþegar 1
nemar 79
húsmæður 24
ótilgreint 1933
Þarna vekur ekki athygli sér-
staklega skiptingin tölulega,
enda litið á henni að byggja, þar
eð meirihlutinn lendir i flokki
þeirra, sem ekki eru tilgreindir
eftir atvinnu, heldur það að ekki
er haft fyrir að sundurliða frek-
ar „ólikamleg störf” og ekki
siður sá sess, sem húsmæðrum
er skipaður á listanum fyrir
neðan óvinnufæra, starfslausa.
Af opinberum málum utan
Reykjavikur eru afgreidd 7712,
þar af 791 með dómi, en 6921
með sátt. Þrir fjórðu hlutar
þessara mála voru afgreidd hjá
fimm lögsagnarumdæmum og
ber Kópavog þar hæst með 1858,
Hafnarfjörður, Gullbringu- og
Kjósarsýsla með 1319, Vest-
mannaeyjar, 975, Akureyri og
Eyjafjarðarsýsla með 914 og
Keflavikurflugvöllur með 685.
Sé litið á aðra skiptingu kem-
ur i ljós að af þeim málum, sem
afgreidd eru á þessu timabili,
þá eru 80% rúm af
Reykjavikur/Reykjanessvæð-
inu.
Skipting dóma utan Reykja-
vikur var þessi:
Nauðgun ......................3
Kynmök viðbörn ...............2
Kynmök milli einstaklinga
af samakyni...................2
önnur skirlifis-
ogsifskaparbrot...............1
Brot gegn valdstjórninni ... 2
Manndráp af gáleysi
I sambandi við bifreiðaslys,
ekki ölvunarakstur ...........7
Likamsárás ...............12
Likamsmeiðing af gáleysi
i sambandi við bifreiðaslys,
ölvunarakstur..............2
Peningafals, skjalafals
o.þ.h.....................11
Þjófnaðuroggripdeild ....59
Fjárdráttur ...............5
Fjársvik .................23
Umboðssvik, skilasvik .....1
Hilming ...................1
Skemmd á eigum annarra ..7
Nytjastuldur farartækja ..32
Tékkamisnotkun o.fl .......3
Rangur framburður
ograngarsakargiftir........2
Brenna ....................1
Önnur brot, sem hafa
i för með sér almannahættu ... 1
Ærumeiðingar og brot
gegn friðhelgi einkalífs...1
Hegningarmál alls/ 180
Ákvæði umferðarlaga um
ökutæki ...................1
Akvæði um, að ökumaður
skuli
vera andlega og likamlega fær 1
Ákvæði um ölvun við
akstur....................480
önnur ákvæði umferðarlaga
um ökumenn . ..............25
Of hraður akstur.........1
Aðrar umferðarreglur
umferðarlaga ...............4
önnur umferðarlagabrot ...5
Afengissmygl ...............7
Áfengisbruggun .............5
Meðferð áfengis ............3
Lagaákvæði um fiskveiðar
ilandhelgi.................71
Lög um friðun fugla,
lax, sels o.fl.......... 1
Lög um tollheimtu og Tolleft-
irlit ......................3
Lögum verðlag o.fi .........2
Lögreglusamþykkt ...........1
öll önnur brot
(ekki hegningarlagabrot)...1
Sérrefsilagamál alls/ 611
Af þessu má sjá, að flestir
dómar eru kveðnir upp vegna
ölvunar við akstur, næst koma
svo þjófnaðir og gripdeildir.
Ýmislegt Beira er i skýrslu
þessarri að finna. 95 barnsfað-
ernismál eru tekin fyrir á tima-
bilinu, þar af er dæmt faðerni i
16, en i einu er sýknað, i 24 velta
útslit á eiði móður, en aldrei á
synjunareiði tilstefnds föður, 35
lýkur með sátt, 17 mál eru hafin
án dóms (dregin til baka eða
sæst á málið utan réttar og i
tveim málum eru fleiri en einn
dæmdir meðlagsskyldir.
Lögreglukærur á þessu tima-
bili eru rúmlega 128 þúsund, þar
af eru rúmlega 85 þúsund stöðu-
mæla mál, Af þessum 128 þús-
und kærum lauk 72. 571 með
sekt, en 5288 voru felldar niður.
FIMM á förnum vegi
Grétar Rjarnason, smiður:
,,Ég á nú heldur bágt með að
tjá mig einhliða um það, þar
sem ég er bæði launþegi og
vinnuveitandi, en i heildina tek-
ið er ég bara ánægður með að
samiðvarog það sem samið var
um.”
Einar Þórðarson, nemi:
,,Ég veit ekki hvað segja skal.
Ég hef ekki fylgst með þessum
samningum, enda tek ég yfir-
leitt ekki mikið eftir svona mál-
um”.
Pálmi Glsiason, bankastarfs-
maður:
,,Já, það er ég. Ég hef að vísu
ekki kynnt mér samningana
sem gerðir voru, en er ánægður
með að friður skuli haldast I
bili.”
Ragnar Guðlaugsson, blikk-
smiður:
,,Ég veitekki. Hef reyndar lit-
ið um það hugsað. Var nokkuö
annað að gera en að semja
bara?”
Ólafur Guðjónsson, vagnstjóri:
,,Ég hef bara ekki kynnt mér
það hvað samið var um. Fylgist
enda lítið með svona málum
yfirleitt og get þvi ekki svarað
þessu.”