Alþýðublaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 5
(Jtgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson Fréttastjóri: Helgi E. Helgason Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siðumúla 11, slmi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simar 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. ASÍ SAMA SINNIS í forystugrein Alþýðublaðsins i gær var m.a. fjallað um fyrirheit rikisstjórnarinnar um skattalækkanir. í þvi sambandi benti blaðið á tvennt. í fyrsta lagi að hér er um að ræða ráð- stöfun, sem getur létt byrðum af ákveðnum hóp- um i þjóðfélaginu, getur þvi a.m.k. að einhverju leyti komið i stað kauphækkana til þeirra og þvi sé rik ástæða fyrir rikisvaldið til þess að hafa verkalýðshreyfinguna með sér i ráðum um, hvernig þessar skattalækkanir beri að framkvæma. 1 annan stað vakti Alþýðublaðið athygli á þvi, að ef stefna ætti með þessum ráð- stöfunum i þá átt að létta sérstaklega skattbyrð- ar hinna tekjulægstu væri miklu æskulegra að skattalækkunin yrði eingöngu eða þvi sem næst eingöngu framkvæmd á beinum sköttum vegna þess að lækkun á söluskatti myndi koma há- tekjumönnum til góða ekkert siður en lágtekju- fólki — og jafnvel mun frekar þvi þá slyppu þeir best, sem mest eyða. 1 Alþýðublaðinu i gær var skýrt frá þvi i frétt, að Alþýðusamband íslands hefði sent fjárhags- og viðskiptanefndum Alþingis, sem m.a. fjalla nú um skattalækkunarfyrirheitin, bréf þar sem einmitt er óskað eindregið eftir þvi, að öllum þeim heimildum til skattalækkana, sem i frum- varpi rikisstjórnarinnar eru, verði beitt til lækk- unar beinna skatta. Sagði Björn Jónsson, forseti ASÍ, að launþegasamtökin nytu stuðnings Þjóð- hagsstofnunarinnar i þessu efni. Sú hefur verið yfirlýst stefna hinna pólitisku foringja Alþýðubandalagsins — þeirra Lúðviks og Magnúsar — að leggja ætti áhersluna á lækk- un söluskatts en ekki tekjuskatts og hafa þeir i þvi efni látið i ljós algerlega andstæðar skoðanir við það, sem Alþýðuflokkurinn hefur haft. Nú hefur komið i ljós, að verkalýðshreyfingin — og þar á meðal verkalýðsforingjar Alþýðubanda- lagsins — eru á öndverðum meiði við hina pólitisku foringja flokksins, en sama sinnis og Alþýðuflokkurinn. Þetta er aðeins eitt dæmið enn af mörgum um þann djúpstæða skoðana- ágreining, sem rikir i Alþýðubandalaginu milli menntamannaliðsins i hinni pólitisku forystu annars vegar og verkalýðsmannanna hins vegar. ÁGREININGUR ENN Eins og Alþýðublaðið hefur áður bent á rikir ekki fullt samkomulag i stjórnarherbúðunum um eitt af meginatriðum frumvarps rikis- stjórnarinnar um ráðstafanir i efnahagsmálum — þ.e.a.s. um framkvæmd fyrirheitsins um sparnað á rikisútgjöldum um 3.500 m.kr. Ýmis öfl i Framsóknarflokknum hafa berlega látið i það skina, að þessi sparnaður eigi aðeins að verða til á pappirnum. Dagblaðið Visir staðfesti þessa frásögn Al- þýðublaðsins i forystugrein sinni i gær. Blaðið ræðir þar um sparnaðaráformin og segir svo: „Heyrst hefur, að sumir þingmenn telji þetta ekki framkvæmanlegt. Þess vegna er nú nauð- synlegt, að ábyrgir þingmenn láti slikar úrtölur sem vind um eyru þjóta og taki þátt i þeim nið- urskurði, sem allir sjá, að er óhjákvæmilegur”. Þessum orðum sinum beinir ritstjóri Visis til Framsóknarflokksins. Það eru þingmenn hans, sem hann talar um sem „suma menn” og lætur i veðri vaka að skorti ábyrgð. Þannig er stöðugur ágreiningur jafnvel um yfirlýst stefnumál milli stjórnarflokkanna tveggja—og i stjórnarráðinu heyja flokksforingjarnir eilifa bændaglimu Kissinger að gefa leikinn Ný stefna er í mótun í bandarískum stjórn- málum. Þingið krefst þess nú að fá að vera með í ráðum. Stefna Bandaríkjanna í utan- rikismálum ræðst ekki lengur af duttlungum eins manns — forsetans. Jafnvel er það farið aðgerast, aðþíngið tekur völdin af ríkisstjórn- inni í utanríkismálum og knýr fram þveröfuga stefnu á við það, sem forsetinn vildi. Ýmislegt bendir til þess, að Bandaríkin kunni að vera að taka upp nýja einangrunar- stefnu. Striðið í Indó-Kina hefur orðið Banda- ríkjamönnum lærdómsríkt. Nú vilja þeir um- fram allt forðast að lenda í slíku ævintýri aft- ur. Þess vegna kann að vera, að á næstu árum hætti Bandaríkin að mestu afskiptum sinum af málefnum annara heimshluta. Og hvaða áhrif mun það hafa? Utanrikisstefna Bandarikjanna er aöhrynja. USA stefnir nú beint inn i nýtt einangrunartimabil. Kissinger hefur tapað leiknum og býr sig nU til að hætta. Slika spádóma gefur að lesa i svo til hverju einasta dagblaði I Bandarikjunum um þessar mundir. Þeir bergmála svo i evrópskum blöðum. Þau segja, ekkert siður en þau bandarisku að Ford og Kissinger séu búnir að týna áttunum i utanrikismálum. Það er talsvert til i þessu. Sjálfur varnarmálaráðherra Bandarikjanna, James Schles- inger, lýsti þvi nýlega yfir i viðtali við timaritið News week, að það sé rétt, að miklum meirihluta Bandarikja- þegna finnist ekki lengur, að teflt sé um hagsmuni Bandarikjanna I Vletnam og Kambódiu. Og að mikill meirihluti Bandarikja- manna sé andstæður þvi, að Bandarikin skipti sér frekar en orðið er af þróun mála i Miöjarðarhafsbotnum. Fleiri fletir En það eru fleiri fletir á málinu en þessir. Bandariskir sérfræð- ingar i utanrikismálum, sem hægt er að reiða sig á, segja, að S.-A. Asia sé eitt, en Evrópa annað. I Bandarikjunum fylgjast menn enn af áhuga með þróun mála iEvrópu og telja, að Banda- rikin eigi ábyrgðarhlutverki að gegna i Evrópu. Þetta er ekki aðeins tilfinningamál fyrir Bandarikjamenn heldur ekki siður pólitiskt — og um efnahags- lega hagsmuni. Allt of mikið af bandarisku fé hefur verið varið til fjárfestingar i Evrópu til þess að Bandarikjamenn vilji sætta sig við aö missa þar öll áhrif. Þá er mörgum Bandarikjamanninum einnig i fersku minni, að hann á ættir sinar að rekja til Evrópu og sá hópur manna, sem er skoðana- myndandi i Bandarikjunum man vel þá kenningu, að varnir Bandarikjanna byrji i Evrópu. Einkum og sér i lagi á atómöld. Lexia En Vietnam er lærdómsrfkasta lexia, sem Bandarikjamenn hafa numið i stjórnmálum frá árum siðari heimsstyrjaldarinnar. Það er áreiðanlega rétt, sem banda- risku blöðin segja, að Bandarikjamenn óttist mjög að eiga eftir að flækjast i fleiri ævin- týri áþekk Vietnam og Kambódiu og sá ótti hefur smitað stjórn- málamennina i öldungadeildinni, þar sem demókratar hafa traustan meirihluta eins og i fulltrUadeildinni. Bandariskri utanrikisstefnu er ekki lengur stjórnað frá fundarherbergjum i Hvita hUsinu. Forsetinn getur ekki lengur háð sinar einkastyrjaldir með banda- riskum vopnum og bandariskum hermönnum og utanrikisráð- herrann getur ekki lengur stjómað utanrikisstefnu Banda- rfkjanna eftir geðþótta forsetans eins, eins og átti sér stað I tið þeirra Kennedys, Johnsons og Nixons. Aðalástæðan fyrir þvi er að sjálfsögðu Vietnam. Evrópumönnum þykir sjálfsagt og eölilegt að svona eigi það að vera — stefna lands Ut á við eigi ekki að ráðast að geðþótta eins—tveggja manna — en þetta er nýmæli I bandariskum stjórn- málum. Bandarfkjaþing krefst þess nU ákveðið að verða haft með i ráðum um utanrikisstefnu landsins — og á það jafnvel til að knýja fram stefnu, sem utanrikis- ráðherrann er mótfallinn. Það þarf ekki endilega að merkja, að þingið hafi rétt fyrir sér og utan- rikisráðherrann rangt, en það merkir, að pólitiskt eftirlit þjóð- kjörinna fulltrUa með stefnu- mótun i utanrikismálum hefur orðið ofaná i Bandarikjunum. Betra seint en aldrei. Ósigur Ford, Kissinger og hershöfð- ingjarnir i Pentagon hafa beðið hvem ósigurinn á fætur öðrum. Þingið lætur þá ekki lengur hafa umyrðalaust peninga til styrktar stjóminni i Kambódiu aðeins vegna þess, að forsetinn segi að það verði að gera til þess að Bandarikin glati ekki tiltrU. Þessi nýja afstaða þingsins hlýtur auð- vitað að vera rétt og skynsamleg. Það á ekki að gera viðskipta- samning við Sovétrikin bara vegna þess, að Kissinger segi að þaö sé rétt. Miðurstaða þess máls — er þingið neitaði að fara að vilja Kissingers — virðist i sjálfu sér vera röng (en það meginatriði er þó rétt, að það eru áhrif hinna þjóðkjörnu fulltrUa, sem eiga að ráða Urslitum i málum sem þessu —• þótt þeir hafi „rangt” fyrir sér). Þá hefur hernaðaraðstoð við Tyrkland veriö stöðvuð þvert gegn vilja rikisstjórnar Fords. Þetta kann lfka áð vera pólitiskt rangt, þvi ekki á að veikja NATO á þeim sviðum þar sem hægt er að nota bandalagiö til þess að draga Ur spennu og viösjám. Það er sennilega meirihluti i bandariska þinginu fyrir þvi, að Bandarikin kalli herlið sitt i Evrópu heim innnan ákveðins tima. En það er engu að siður skyssa að gera það of fljótt og of hratt vegna þess að auðvitað á að nota þennan herstyrk sem „verslunarvöru” I samningum við Sovétrikin um gagnkvæman samdráttherafla á meginlandinu En þetta sýnir þó, að jafnvel Evrópa getur „orðið fyrir baröinu” á hinum nýju kenndum i bandariskum stjórnmálum — tilhneigingunni til þess að Bandarikin dragi Ur afskiptum sinum af málefnum annara heimshluta til þess að þau lendi ekki Inýjum Vietnam ævintýrum. Enn þurfa Evrópumenn þó engar sérstakar áhyggjur að hafa. Ef Bandarlkin taka á ný upp einangrunarstefnu þá verður Evrópa siðasti heimshlutinn, sem þeir munu hætta afskiptum af og auðvitað höfum við lika gagn af góðri sambuð við Bandarlkin. Gagnsemin af þvi er ekki aðeins á aðra hlið — siður en svo. En sé litið til lengri framtiðar og reynt að segja fyrir um atburði, sem kunna að gerast, þá blasir sU nauðsyn við, að Evrópurikin verða að treysta samvinnuna sin á milli. NU þegar er slik samvinna nauðsynleg til þess að veita Evrópurikjunum vörn gegn tilraunum risaveldanna til óæski- legra áhrifa — áhrifa, sem aðeins yrðu þeim einum að gagni. En valdahlutföllin á nýkjörnu Bandarikjaþingi og þær skoðanir, sem þar eru uppi, gera það enn brýnna en jafnvel áður, að Evrópurikin efli samvinnu og samstarf sin á milli — ekki með þvi að reisa um sig nýjan KinamUr — EvrópumUr — heldur með þvi að þróa með sér eðlilega samvinnu innávið og æskilega samstöðu Ut á við. Þessi nýju viðhorf koma m.a. mjög fram i afstöðu Efnahagsbandalags- landanna hin siðari ár. Aður var megináherslan lögð á myndun innbyrðis samannjörfaðrar rikja- blokkar, en nU er stöðugt meiri áhersla lögð á samstöðuna Ut á við. Og þegar dýpra er skyggnst komast menn að raun um, að þessi nýju viðhorf má i raun og veru rekja til Víetnamsstyrj- aldarinnar. Ahrif hennar á heimsmálin eru meiri og djUpstæðari en flesta órar fyrir. Ósigur á ósigur ofan.Kissinger átti erfitt meö aö verjast gráti þegar hann kvaddi Rabin, forsætisráðherra israels, eftir aö tilraunir hans til þess að ná sættuni milli israelsmanna og Araba höfðu farið Ut um þúfur. Fimmtudagur 3. april 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.