Alþýðublaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 4
Líðandi ár Aldrei fór það svo, að við karl- menn yrðum ekki rækilega á það minntir, að nú er kvennaár. Og þess var raunar ekki langt að biða. Auðvitað munu ýmsir hafa átt þess von, að nú á jþessu ári mundi blessað kvenfólkið safnast i eina órjúfandi heild i þeim tilgangi að tugta okkur rækilega til. Sannarlega er ekki þvi að kenna, að þær gangi ekki fram gegnt grænu ljósi i þessum efnum, og þó. Eflaust hafa ýmsir okkar bor- ið talsverðan ugg i brjósti við þessa framtiðarsýn i upphafi ársins. Það er nefnilega allt annað en álitlegt, að eigi að heyja baráttu við betri hluta mannkynsins. Ekki bætir það úr skák, að við erum bornir þeim sökum, að hafa um árþúsundir kúgað, niðurlægt og bælt undir okkur þessar blessaðar verur. Ætla mátti, að til einskis kæmi að setja upp einhvern sauðar- svip og klóra sér i höfðinu. Við getum vist ekki með góðri sam- vizku laumast frá þeirri ábyrgð, að hafa átt nokkurn þátt i þeirra tilurð. Það er vist lika til litils að taka undir með Bjarna Guðna- syni, meðan hann var og hét, ,,Ja, það er nú það, og svo er nú það.” En það hefur nú vissulega far- ið svo á landi hér, eins og stund- um áður, að „þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst”. Nú hafa komið upp nokkuð alvar- legar deilur innan þessa friða „andstæðingahóps” okkar, sem birtast i gömlu spurningunni: „Skal, eða skal ekki?” Ekki vil ég fullyrða, hvort við eigum einhverja sök á kveikj- unni i þessum deilum. Það væri þá ekki „fyrsta bragð Satans” og máske okkur likt, að hafa til þeirra stofnað. En um árangur- inn þarf ekki að deila, eftir þvi sem nú litur helzt út. I stað þess að þurfa að horfast beint i augu við stálsett og einhuga lið her- væddra skjaldmeyja, hefur á- greiningur þeirra sjálfra svarf- að okkur út fyrir sviðsljósið. Við erum nú orðnir, i hæsta lagi, eins og nokkurs konar léttvopn- að riddaralið úti i dimmunni, og þó nálægir, eins og vera ber. Og nú er bezt að draga það ekki lengur að minnast á þennan bjarghring, sem til okkar hefur verið kastað úr óvæntri átt — frumvarpið um fóstureyðingar — sem hefur nú tvistrað kvennaliðinu jafn eftirminni- lega og raun er á. Ekki ætla ég að setjast þar i dómarasæti. Sannarlega er ég ekki neinn Salómon! En eigi að siður mætti þó, ef til vill, benda á örfáar staðreyndir. Sennilega er hér rætt um eitthvert djúp- stæðasta tilfinningamál i lifi hverrar persónu, og ef við sam- þykkjum að svo sé, þá hangir aftan i þeirri samþykkt smá- spurning. Hvenær hefur jafnvel hin ágætasta rökvisi, dugað ein- um eða öðrum i tilfinningamál- um? í annan stað er liklega bezt að gera sér grein fyrir, að það er svo margt sinnið sem skinnið. Þess vegna er engin fær leið til þess, að alhæfa álit einnar fremur en annarrar. 1 þriðja lagi mætti,ef til vill, benda á, að fóstur er ekki ein- göngu orsök, þótt svo sé látið i veðri vaka i deilunum milli kvennanna. Það er einnig af- leiðing náinna samskipta kynj- anna. Og gerist þau með eðli- legum hætti, verður varla horft fram hjá frivilja kvenna. „Tók- um saman Jón og ég / Jafnt var gaman beggja”, er haft eftir einni raunsærri konu. t fjórða lagi. Konum verður vist ekki fullþakkað það frá okk- ar hálfu, að i umræðum öllum hafa þær grunnfest þá skoðun sina, að fóstur verði og hljóti að verða til i framtiðinni, hvað sem öðru liður, svo sem verið hefur. Um þetta er ég sammála. En ekki get ég imyndað mér, i allri einfeldni, að þeim þætti meira aðlaðandi að hér væri um aö ræða einhvern þátt i einskonar skemmtiiðnaði. Hversu marg- ar, sem kynnu að fullyrða slikt i min eyru, mundi ég ekki trúa. Og þá er aftur komið á upphafs- stað — að tilfinningamálum. Ekki ætla ég að rökræða þau. Aðeins mætti árétta þann grun og vissu, sem örugglega bærist i brjóstum fjölda kvenna, að allt örðuvisi horfir um eyð- ingu fósturs, hvort sem skammt er á veg komið eða ekki, en dag- lega hreinsun húsa og hýbýla. Þar getur rökvisin átt sinn fulla rétt með ryksugu og afþurrkun- arklút, i fyrra tilfellinu ekki. Enn mætti spyrja. Er vist, að þroski verðandi mæðra, sem jafnvel eru ekki vaxnar upp úr fermingarkjól sumar hverjar sé slikur, að þær séu bærar um áð stiga jafn örlagarikt skref og fóstureyðing er? Er ekki verið að freista þess að reka Satan á flótta með hjálp Belzebubs? Mnílir mín í 1 mí Inrí” „muuir llllll 1 1 lYI, 1 HVI HVERT STEFNIR? Alþýðuflokksfélögin á Akureyri efna til stjórnmálafundar nk. iaugardag kl. 2 e.h. i fundarsaln- um að Strandgötu 9. Frummælendur verða: Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður Garðar Sveinn Arnason, formaður SUJ Bárður Halldórsson, menntaskóiakennari Að framsöguræðum loknum hefjast almennar umræður og fyrirspurnir. Mætum vel og timanlega. Alþýðuflokksfélögin á Akureyri. 1 1 <2 ^þaóMMi Jm um miima! Utavers lága verö á öllum vörum ERTU AÐ BYGGJA? VILTU BREYTA? ÞARFTU AÐ B/ETA? LITAVER Allt til að fegra heimilið, teppi, gólfdúkar, veggfóður og málning. Lítið við í Litaveri, það hefur ávallt borgað sig. GRENSÁSVEGI 18 - 22 - 24 MÁLNING, VEGGFÓÐUR, DÚKAR SÍMI 30280, 32262 — TEPPI 30480. f IÍTB0D Tilboð óskast f eftirfarandi verk fyrir Hitaveitu Reykja- víkur: 1. Lögn Reykjaæðar II, 4. áfanga (endurnýjun á hita- veitulögn yfir Elliðaár). Opnunardagur tilboða: 18. april nk„ kl. 11.00 f.h. 2. Lögn dreifikerfis hitaveitu I Kópavogi 11. áfanga (norð- an Borgarholtsbrautar milli Hafnarfjarðarvegar og Urðarbrautar). Opnunardagur tilboða: 22. aprll nk„ kl. 14.00 e.h. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3. gegn 10.000,- króna skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Frílcirkjuvegi 3 — Simi 2S800 ( Alþýðublaðið á hvert heimili ) Trésmiðafélag Reykjavíkur Félagsfundur verður haldinn að Hótel Loftleiðum, föstu- daginn 4. þ.m. kl. 20.30. Fundarefni: Samningarnir. Stjórnin. w* Félag jérniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 5. april 1975 kl. 13.30 e.h. i Domus Medica v/Egilsgötu. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Samningarnir 3. önnur mál. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna o Fimmtudagur 3. apríl 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.