Alþýðublaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 7
James Bond er engin skáldsöguhetja
Viöbragösflýtir og framar rétt viöbrögð á réttum
tíma. Það er fátt svo flókið, að kempan Bond ráði
ekki fram úr þvi.
Fylgif iskar hetjunnar eru
sjaldnast af lakari end-
anum. Duska Papov —
fyrirmyndin kunni líka að
meta kvenfólk.
James Bond lifir góðu
lifi. Raunverulegt nafn
hans er Duska Popov.
Hann er 62ja ára gamall
Júgóslavi, sem hin síðari
ár hefur lifað kyrrlátu
lífi í þorpi einu í Suður-
Frakklandi. Og nú hefur
þessi maður, sem lan
Flemming notaði sem
fyrirmynd að hinni f rægu
hetju sinni, ritað bók um
ævintýri sín á árum síðari
heimsstyrjaldarinnar.
Hann var einn af bestu
leyniþjónustumönnum
bandamanna,en lét Þjóð-
verja jafnan standa í
þeirri trú, að hann ynni
fyrir þá.
Eins og allir væntan-
lega vita er James Bond,
hetja lan Flemings,
starfsmaður bresku
leyniþjónustunnar. Þegar
fólk gagnrýndi Fleming
fyrir að gefa of ótrúlegar
lýsingar á Bond og af rek-
um hans sagði hann jafn-
an, að fyrirmynd Bonds
væri njósnari úr síðari
heimsstyrjöldinni sem
borið hefði dulnefnið Tri-
cycle.
Þagnarheitið er leyni-
þjónustumönnum heilagt.
Jafnvel eftir að þeir hafa
hætt störfum eru breskir
njósnarar bundnir af
þessu heiti og eiga á
hættu fangavist ef þeir
missa taumhaldið á tungu
sinni. Það er ástæðan fyr-
ir því, að menn haf a þurft
að biða í 30 ár eftir að fá
að vita, hver Tricycle
raunverulega var.
Þegar Dusko Popov
er spurður að því, hvort
hann sé stoltur af að vera
fyrirmynd James Bond
segir hann:
— Nei, eiginlega er ég
það ekki. Ég held, að
Bond sé ekki ýkja gáf-
aður náungi. En framar
öllu er ég sannfærður um,
að ef einhvern tíma hef ði
verið til maður, sem
hegðaði sér eins og James
Bond, þá myndu ekki
hafa liðið tveir sólar-
hringar áður en hann
hefði endað starfsferil
sinn — í líkkistunni.
En Tricycle lifir — og
það er kraftaverk þegar á
það er litið hvernig hann
léká Þjóðverja alla síðari
heimsstyrjöldina. Þeir
töldu hann vera einn af
bestu njósnurum sínum
en í rauninni var hann
aðalnjósnari Breta. Hug-
myndin var ákaflega ein-
föld — á pappírnum. Tri-
cycle — „þýskur njósn-
ari" — gaf Þjóðverjum
Roger Moore er einn þeirra kvikmyndaleikara, sem
farið hafa með hlutverk kraftaverkamannsins
James Bondá hvíta tjaldinu, m.a. í myndinni „The
Man with the Golden Gun".
upplýsingar, sem banda-
menn höfðu vandlega
valið og sem aðeins inni-
héldu mátulega mikið af
sannleik til þess að virð-
ast vera alsannar.
— Ég var glaumgosi á
meðan ég sem ungur
maður og ríkur átti heima
í Dubrovnik og ég hef
ekkert breytst, segir
hann. Ég ann konum, ó-
hófslífi og sportbílum, og
starfið breytti ekki því
eðli mínu.
I ágúst árið 1941 sendu
nasistar Tricycle til
Bandarík janna. Með-
ferðis hafði hann ómet-
anlega gjöf — uppiýsing-
ar, sem jafnvel afbragðs-
njósnarar sjaldan koma
höndum yf ir. í ágúst vissi
hann ekki aðeins, að Jap-
anir ráðgerðu að ráðast á
bandaríska flotastöð,
heldur einnig á hvaða
flotastöð — Pearl Har-
bour.
J. Edgar Hoover var þá
yfirmaður FBI, banda-
rísku alríkislögreglunn-
ar. Hann gat ekki liðið
fólk, sem skipti sér af
verkum, sem hann taldi
sér vera ætluð, og hann
hafði mikla fyrirlitningu
á njósnurum, sem bjuggu
á Waldorf Astoria og sá-
ust opinberlega með
heimsfrægum kvik-
myndastjórnum — en
slikur njósnari var Dusko
Popov einmitt.
Fundur þeirra Hoovers
og Popovs gekk því ákaf-
Hinn 62 ára gamli júgóslavi er fyrirmynd lan
Flemmings að hinni víðfrægu hetju: James Bond.
Duska Popov var einn af bestu leyniþjónustumönn-
um bandamanna í síðari heimsstyrjöldinnj.
lega stirðlega. Án árang-
urs reyndi Popov að
sannfæra Hoover um
áreiðanleik upplýsinga
sinna. Hoover öskraði:
„Þessi maður er að reyna
aðkenna mérstarf mitt".
um hin f jölmörgu manns-
líf, sem hægt hefði verið
að spara ef aðeins at-
burðirnir hefðu verið aðr-
ir, en þeir urðu. Það er
þess vegna, sem ég hef
ritað bók mína.
Þann 7. desember árið
1941 gerðu Japanir loft-
árás á Pearl Herbour án
þess að nokkurt banda-
rískt herskip, sem þar
var, væri þess umkomið
að svara árásinni með
skothríð.
— Ég hef aldrei getað
gleymt þeim, sem létu
lífiðí Pearl Harbour, seg-
ir Popov. Ég hugsa enn
í maí í vor ætlar Popov
aftur að fara til Banda-
ríkjanna. Edgar Hoover
er látinn, en Dusko Popov
hefur verið beðinn um að
fræða rannsóknarnefnd
öldungadeildarþing-
manna nánar. 34 árum
síðar eigum við e.t.v. eft-
ir að fá að vita allan
sannleikann um Pearl
Harbour.
LIFIR KYRRLATU LIFI
f SUDUR-FRAKKLANDI
Fimmtudagur 3. apríl 1975