Alþýðublaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 9
o ÍÞRÖTTIK NM stúlkna 22 ára og yngri ... ... Verður haldið hér um helgina Hvað gera stúlkurnar á heimavelli? íslensku piltarnir keppa í Finnlandi Norðurlandamót stúlkna i handknattleik 22ja ára og yngri verður haldið hér á landi dagana 4.—6. april nk. Þátttakendur auk tslands verða Danmörk, Noregur og Sviþjóð. Þetta er i fyrsta skipti, sem Norðurlandamót stúlkna er hald- ið hér á landi. Landsliðsnefnd hefur nú valið 14 stúlkur til að leika i þessu móti og hafa þær æft saman af áhuga og dugnaði undanfarna 2 mánuði undirstjórn Sigurbergs Sigsteins- sonar. Upplýsingar um erlendu þátt- takendurna sýna okkur, að þær hafa töluvert meiri leikreynslu en okkar stúlkur eða þetta 1—30 A- landsleiki á móti 1—15 A-lands- ieikjum okkar stúlkna. Leikirnir fara nú fram á heima- velli, sem alltaf hefur verið talinn betri kostur en að leika að heim- an, en engu að siður er það stúlk- unum okkar mikil nauðsyn, að allir hjálpist að við að hvetja þær og styðja i leikjum þessum sem framundan eru. Islenska liðið hefur nú verið valið og skipa það eftirtaldar stúlkur: Alfheiður Emilsdóttir, Ármanni Gyða Úlfarsdóttir, F.H. Oddgerður Oddgeirsd. Val Ilalldóra Magnúsdóttir Val Sigurborg Daðadóttir, U.B.K. Birna Bjarnason, F.H. Guðrún Sigurþórsd., Ármanni Kristjana Aradóttir, F.H. Ilrefna Bjarnadóttir, Val, Katrin Axeisdóttir, Ármanni, Hjördis Sigurjónsd., K.R. Arnþrúður Karlsd. Fram, Björg Jónsdóttir, Val Harpa Guðmundsdóttir, Val. Stúlkurnar munu dvelja saman alla þá daga á meðan á mótinu stendur og verður miðað við það að þær væru sjálfar á keppnis- ferð. Munu þær hafa aðsetur i KR húsinu þar sem haldið er til á daginn. Tómas Pálsson virðist vera að komast I sitt gamla form og var vörn Vals oft erfiður i leiknum. II i Standard J_4. sætj_ Um helgina voru Asgeir Sigur- vinsson og félagar hjá Standard Liege i eldlinunni og unnu þá góð- an sigur á Ostende á heimavelli 5- 2. „Loksins erum við komnir með fullt lið”, sagði Asgeir þegar við náðum i hann i gær. ,,Nú er Van Moere byrjaður að leika með aft- ur eftir fótbrotið sem hann hlaut i vetur og er hann mikill styrkur fyrir liðið. Við náðum að gera strax út um leikinn og var staðan orðin 4-0 strax eftir 36 minútur. Van Moere skoraði strax á 2. minútu, en markahæstur hjá okk- ur var Júgóslavinn Bukal með 2 mörk. Við erum nú i fjórða sæti, Molenbeck er efst, Anderlecht er i öðru sæti og Berchot i þriðja sæti. Framundan eru erfiðir leikir hjá okkur, en við gerum okkur góðar vonir þvi nú erum við með alla okkar bestu menn”. Eyjamenn ekki tapað leik — Besta lið sem ég hef séð — sagði þjálfari Vals, eftir tapið í Eyjum Um páskana hélt 1. deildarlið Vals i knattspyrnu til Vest- mannaeyja þar sem liðið lék æf- ingaleik við heimamenn. Höfðu margir að vonum áhuga á þess- um leik, þvi Eyjamenn hafa i vor leikiðnokkra æfingaleiki við frek- ar slök lið og unnið alla leikina með miklum yfirburðum. Lék þvi mörgum forvitni á að sjá hvað skeði þegar mótspyrnan yrði meiri. Bæði léku liðin ágæta knatt- spyrnu, sennilega þá bestu sem sést hefur i vor. 1 fyrri hálfleik tókst hvorugu liðinu að skora, en i seinni hálf leik færðist meira fjör i leikinn. Þá byrjuðu Eyjamenn mjög vel og komust fljótlega i 1-0 með marki Tómasar Pálssonar sem lék sinn besta leik i vor og var vörn Vals sifelldur höfuðverkur. Komst svo Tómasigott færistuttuseinna, en var brugðið illilega og vitaspyrna dæmt. Úr henni skoraði öskar Valtýsson örugglega. Stuttu siðar var Tómas enn á ferðinni, vippaði boltanum yfir vamarmann Vals os tómt markið blasti við. En þá greip varnar- maðurinn boltann með höndunum og Eyjamenn fengu sitt annað viti i leiknum. Ekki tókst Öskari eins vel upp núna og hitti ekki markið. I lokin minnkuðu Valsmenn svo muninn þegar Ingi Björn Alberts- son skoraði eftir vel útfæraða aukaspyrnu. Eftir leikinn sagði Gilroy, hinn skoski þjálfari Vals, sem að von- um var heldur súr yfir tapinu, að lið Eyjamanna væri það besta sem hann hefði séð. Leikurinn hefði verið góður og allt gott við hann, nema tapið. Sagan endurtók sig á Ólafsfirði- Sá besti fékk að keppa sem gestur Á meistaramóti Islands i nor- rænu greinunum sem fram fór á Olafsfirði yfir páskana skeði svipað atvik og á Isafirði i flokki fullorðinna þegar Sigurður Jónsson.sem var of ungur til að keppa, sló þeim eldri ref fyrir rass. A Ólafsfirði var lika ungur piltur sem var of ungur til að mega keppa!!! Hann lék sama leikinn og Sigurður, sigraði með yfirburðum I stökkinu. Sá litli heitir Haukur Hilmarsson og er 12 ára gamall einu ári of ungur til aö mega keppa á mótum sem þessum. Hilmar stökk lengst og fallegast af öllum keppendum og fékk hæstu stigatöluna, hann stökk 32 metra og fékk 220 stig eða 5 stigum meira en sigurveg- arinn i eldri piltaflokknum. Verður ekki sagt annað en þetta sé vel af sér vikið hjá Hauki og kannski er þarna á ferðinni upp- rennandi stökkstjarna. Veður var gott til keppni á Olafsfirði um páskana og spillti það ekki fyrir ágætri keppni. Göngukeppnin fór fram við barnaskólann sem er syðst i bænum, en keppnin i stökkinu i svokölluðu Kleifarhorni en þar eru aðstæður mjög góðar til stökkkeppni og æfinga. Keppendur voru um 20 talsins sem ekki er mikið enda áhuginn Haukur Hilmarsson, 12 ára, sigraði með yfirburðum í stökkinu fyrir Alpagreinum mun meiri hér á landi ennþá. Úrslitin I keppninni urðu þessi: Stökk 15—16 ára. 1. Valur Þ. Hilmarsson 215 stig (Valur er bróðir Hauks) lengsta stökk 29, 5 m. 2. Guðmundur Garðarsson Ó. 211,5 stig. Lengsta stökk 31 m. Stökk 13—14 ára: 1. Kristinn Hrafnsson Ó. 210,5 stig Lengsta stökk 31,5 m. 2. Gotleb Konráðsson ó, 138,4 stig. Lengsta stökk 23,5 m. Ganga 15—16 ára 7,5 km. 1. Jón Konráösson Ó. 34,33 min. 2. Björn Asgrimsson S. 38,16 min. Ganga 13—14 ára 5 km. 1. Gottleb Konráösson Ó, 24,11 min. 2. Halldór Ólafsson 1, 27,22 min. Úrslit i norrænu tvikeppninni urðu þessi:: 13—14 ára 1. Gotleb Konráösson ó, 298,7 stig 2. Kristinn Hrafnsson Ó, 328,8 stig 15—16 ára 1. Jón Konráðsson Ó, 428,1 stig 2. Guðmundur Garðarsson Ó, 398,4 stig Úrslitin i boðgöngunni urðu þessi, gengnir voru 3x5 km: 1. A sveit Ólafsfjarðar 56,43 min. 2. B sveit Ólafsfjarðar 62,57 min. 3. Sveit Akureyrar 71,16 min. Auk þess keppti gestasveit sem var skipuð tveim tsfirðing- um og einum Ólafsfiröingi og fékk hún timann 64,34 min. Það má geta þess að þeir Jón og Gotleb Konráðssynir sem urðu mjög sigursælir á mótinu erubræöur. Á Akureyri var mjög góð þátt- taka og skemmtileg og spenn- andi keppni i öllum greinum. Keppt var i einum flokki stúlkna og tveim flokkum pilta, 13—14 ára og 15—17 ára en i þeim flokki hefði Isfirðingurinn ungi Sigurður Jónsson átt að keppa i með réttu. En hann kaus heldur að keppa á Isafirði og gerði það ekki endasleppt þar — sigraði bæði i svigi og stórsvigi. i stúlknaflokki urðu úrslit þessi í stórsviginu: 1. Katrín Frimannsdóttir A, 141,08 sek. 2. Steinunn Sæmundsdóttir, R, 143,40 sek. Stórsvig pilta 13—14 ára: 1. Kristinn Sigurðsson R, 152,50 sek. 2. Finnbogi Baldvinsson A, 156,60 sek. Stórsvig pilta 15—17 ára: 1. Björn Vikingsson A, 154,60 sek. 2. Ingvar Þóroddsson A, 156,60 sek. Svig stúlkna: 1. Katrin Frimannsdóttir A, 86,72 sek. 2. Steinunn Sæmundsdóttir R, 88,06 sek. Svig pilta 13—14 ára: 1. Kristinn Sigurðsson R, 84,80 sek. 2. Kristinn Olgeirsson H, 90,37 sek. Svig pilta 15—17 ára: 1. Björn Vikingsson A, 103,15 sck. 2. Ottó Leifsson A, 103,15 sek. I flokkasvigi sigraði sveit Akureyrar i stúlknaflokki, sveit Reykjavikur i flokki pilta 13—14 ára og Akureyringar i flokki pilta 15—17 ára. I tvikeppninni sigraði Katrin Frimannsdóttir i flokki stúlkna, Kristinn Sigurðsson i flokki pilta 13—14 ára og Björn Vikingsson i flokki pilta 15—17 ára og hlutu þessi þrjú fjögur gullverðlaun hvert á mótinu — stórsvig — svig — flokkasvig og tvikeppni. Stigakeppni milli héraða. Alpabikarinn 1. Akureyri 72stig 2. Reykjavik 37 stig 3. tsafjörður 9 stig 4. Húsavik 8stig Norræni bikarinn 1. Ólafsfjörður 57 stig 2. Isaf jörður 13stig 3. Siglufjörður 5 stig 4. Akureyri 5stig Stigahæsta hérað 1. Akureyri 77 stig 2. Ólafsfjörður 57stig 3. Reykjavik 37 stig 4. tsaf jörður 22stig 5. Húsavik 8 stig 6. Siglufjörður 5 stig Frá unglingmóti Islands í alpa- og norrænu greinunum Fimmtudagur 3. apríl 1975 Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.