Alþýðublaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 11
Kl. 22.20:
Tyrkjaránið 1627 hefur þótt
einhver válegasti atburður i
langri hörmungasögu islensku
þjóðarinnar. Hefur að vonum
margt verið ritað um strand-
högg Tyrkja hér, hervirki
þeirra á varnarlausu fólki og
mannrán. Jón Helgason, rit-
stjóri, hefur ritað bókina
„Tyrkjaránið”. Flytur hann bók
þessa sem kvöldsögu i útvarpi
og hófst lestur sögunnar á
þriðjudagskvöldið var.
Rekur Jón Helgason sögu
Tyrkjaránsins eftir fáanlegum
heimildum viðs vegar að. Að
sjálfsögðu fléttast inn i frásögn-
ina afdrif fólks þess, er Tyrkir
rændu hér við land og fluttu til
Algeirsborgar, þar sem það var
siðan selt hæstbjóöendum á
uppboði. Enda þótt alltaf sé get-
ið Vestmannaeyja i þessu sam-
bandi, má minna á, að Tyrkir
rændu einnig fólki i Grindavik
og á Austfjörðum.
Tilraunir voru gerðar til þess
að finna aftur þetta fólk, en það
var ekki fyrr en nær 9 árum eftir
ránið, sem hollenskur maður fór
þeirra erinda til Barbarisins að
kaupa aftur það, sem til náðist,
af eigendum þess og húsbænd-
um. Tiu árum eftir ránið er vit-
að um 27 manns, sem komust
hingað heim aftur.
Guðriður Simonardóttir var
sú, sem siðast náðist til að
kaupa, og má segja, að skipið,
sem flutti þetta fólk fyrsta á-
fangann til heimahaga, hafi los-.
að landfestar, þegar Guðriður
kom til skips.
Alls verður kvöldsaga þessi 26
lestrar og lýkur henni þar, sem
segir frá dauða Guðriðar i Saur-
bæ.
Jón Helgason er kunnur af á-
gætri frásögn og framsögn, og
geta hlustendur vænst ánægju-
stunda þau kvöld, sem sagan
verður flutt, enda þótt hún lýsi
hryggilegum atburðum, eins og
áður segir, og verður 2. lestur
hennar i kvöld.
STJÖRNUSPÁIN
Vatnsberinn 20. janúar—18. febrúar
Sinntu heilsu þinni og likamlegri velferð.
Hvildu þig og ástundaðu andleg störf eftir
megni. Farðu varlega i fjármálum og vertu á
verði gagnvart áhrifafólki.
Fiskarnir 19. febrúar—20. mars
Vinir þinir ætlast til mikils af þér i dag og þú
skalt reyna að valda þeim ekki vonbrigðum, en
vertu á verði gagnvart fjáraflafyrirtækjum
þeirra. Vandamál barna gætu gert þér erfitt
fyrir, en sýndu þeim þolinmæði.
Hrúturinn 21. mars—20. april
Vandamál sem varða atvinnu þina valda lik-
lega nokkrum áhyggjum i dag. Þú verður fyrir
óþægilegum þrýstingi og verður aö fara varlega
til þess að ofreyna þig ekki. Treystu ekki loforð-
um.
o
Nautið 21. apríl—20. mai.
Taktu ekki þátt i neinum áhættufyrirtækjum I
dag. Treystu ekki á þá sem fjarlægir eru og
vertu á verði gagnvart misskilningi af hverju
tagi sem er.
Vogin 23. september—22. október
Samstarfsmenn þinir gætu hegðað sér undar-
lega i dag, en sinntu ekki þvi sem þeir nudda út af
— það gæti reynst þér erfitt að gera öllum til
geðs. Fjölskyldan truflar liklega vinnudaginn
hjá þér og þú gætir mætt erfiðri mótstöðu.
Sporðdrekinn 23. október—22. nóvember
Ferðalög valda vonbrigðum I dag. Taktu enga
áhættu, þar sem þú ert liklegri til að tapa en
græða. Breyttu I engu vanabundnum störfum
þinum og sinntu ástarmálunum i kvöld.
Bogmaðurinn 23. nóvember—20. desember
Farðu áfram varlega i fjármálum og haltu
eyðslu þinni i lágmarki. Faröu einnig varlega
gagnvart maka þinum eða ástvini og reyndu að
halda þig við vanabundin störf i dag.
Steingeitin 21. desember—19. janúar
Erfiður dagur og ekki heppilegur til aö koma
persónulegum áætlunum þinum I framkvæmd.
Tafir og ruglingur setja mark sitt á hann og
reyndu ekki að biðja fólk um greiöa. Ef þú ert
einhleyp(ur) ættu ástarmálin þó að verða góð.
Tviburarnir 21. mai—20 júni
Farðu varlega I peningamálum i dag. Láttu
ekki tæla þig til óþarfa eyðslu og forðastu sam-
vinnu viö vini og félaga I fjármálum. Sinntu
heilsu þinna nánustu af natni.
Krabbinn 21. júni—20. júli
Þetta er einn þeirra daga þegar allt gengur á
afturfótunum. Vandamál innan fjölskyldunnar
gætu tekið mestan hluta dagsins og jafnvel
ástarmálin eru þér óhagstæð. Vertu heima við,
ef þú getur.
Ljónið 21. júli—21. ágúst
Yfirmenn þinir gætu átt það til að hlaða á þig
allt of miklu af verkefnum i dag og verða þér
ekki einu sinni þakklátir þó þú sýnir ofurmann-
leg afköst. Heilsan gæti einnig valdið þér
áhyggjum en þetta skánar allt með kvöldinu.
Meyjan 22. ágúst—22. september
Fastheldni I fjármálum er dyggð i dag.
Forðastu að blanda saman viðskiptum og
skemmtunum og farðu varlega I samskiptum
við fjölskylduna.
RAGGI RÓLEGI
Komdu
Tommi....Gvendur
frændi ætlar að
lesa fyrir þig
sögu....
á»WI llll////
y' ....og vitiausa litla
' öndin sagði bra brabra
\'_og þá hoppaði gamia
sviníö í tjörnina...
FJALLA-FUSI
Barnabókavika
í ár efna um fjörutiu þjóðir,
víðsvegar um heim, til barna-
bókaviku, að tilefni þess að nú
eru liðin rétt 100 ár frá dánar-
dægri danska ævintýra- og
barnabókahöfundarins Hans
Christian Andersen. Hér verð-
ur Barnabókavikan haldin i
Norræna húsinu, dagana 2.-6.
april, og aila dagana verður á
dagskrá hússins eitthvað i
sambandi viö börn og barna-
bækur.
1 gærkvöld, miðvikudags-
kvöld 2. april, var opnuð i
bókasafni Norræna hússins
sýning, sem er þáttur i barna-
bókavikunni. A sýningu þess-
ari kennir nokkuð margra
grasa, en allir gripir þar eru
tengdir börnum og þvi sem
þeim er ætlað til afþreyingar.
Barnabækur, myndskreyting-
ar á þeim og frágangur þeirra
eru megin uppistaða sýning-
arinnar, en einnig eru á henni
gömul og ný leikföng, svo og
barnagull, sem gegn um
aldirnar hafa verið gerð á
hverju heimili fyrir sig. Þjóð-
minjasafn og Landsbókasafn
hafa lánað mikið af munum á
sýningu þessa og meðal ann-
ars, sem þar gefur að lita, eru
frumútgáfur af barnabókum
og handrit.
íkvöld, fimmtudagskvöld 3.
april klukkan 20.30, munu
þrjár íslenskar konur, sem
allar eru höfundar barnabóka,
halda fyrirlestra i Norræna
húsinu. Það eru þær Vilborg
Dagbjartsdóttir, Jenna Jens-
dóttir og Guðrún Helgadóttir.
Þær munu ræða um afstöðu
sina og viðhorf til barnabók-
mennta og lesa upp úr eigin
verkum. Aætlað er að á eftir
fari fram umræður um efni
fyrirlestranna.
Föstudagskvöld 4. april
klukkan 17.00 mun svo norski
barnabókagagnrýnandinn
Tordis Orjasæter flytja fyrir-
lestur i Norræna húsinu. Fyr-
irlestur sinn nefnir hún „Barn
og böker i f jernsynstider”, en
eins og nafniö gefur til kynna,
fjallar hann um börn og bók-
menntir á sjónvarpsöld.
Laugardaginn 5. april
klukkan 16.00 er það svo
danski barnabókahöfundurinn
Ole Lund Kirkegaard, sem
heldur fyrirlestur og nefnist
hann „Forfatteren og hans
böger”, Kirkegaard mun
fjalla um efni sitt á svipaðan
máta og islensku skáldkon-
urnar gera i kvöld og skýra frá
viðhorfum sinum til barna-
bóka og gerðar þeirra.
Dagskrá barnabókavikunn-
ar lýkur svo á sunnudag 6.
april klukkan 14.00, en þá hefst
i Norræna húsinu barna-
skemmtun og gefst börnum
þar kostur á að horfa á brúðu-
leikhús.
Árnað heilla
85 ára er i dag, 3. april, Kjart-
an Ölason, Keflavik. Hann
verður á heimili dóttur siiinar,
að Njarðargötu 12, Keflavik, á
afmælisdaginn.
Fimmtudagur 3. apríl 1975
o