Alþýðublaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 1
STÖÐUTAFLA SKÁKMÓTSINS [ LAS PALMAS -—► BAKSÍÐA i FOSTUDAGUR I 11. april 1975 - 83.tbl.56. árg. GLEÐIFRÉTTIR? Vladimir Ashkenazy, lék i gærkvöldi með Sinfóniuhljóm- sveit islands á tónleikum hcnnar i Háskólabiói. Eins og kunnugt er hefur Ashkenazy um árabil gert árangurslaus- ar tilraunir til að fá leyfi sovéskra yfirvalda til að hitta föður sinn, sem búsettur er i Sovétrikjunum. Skyldi utan- rikisráðherra færa honum gleðifréttir eftir allar viðræð- urnar við leiðtogana i Moskvu undanfarna daga? Sjá leiðara „Sú ráðstöfun Nigeriumanna aö fella niður innflutningsleyfi á skreið, ætti að auðvelda okkur allan innflutning þangað. Skreiðarsölur til Nigeriu hafa verið háðar innflutningsleyfum frá þvi i borgarastyrjöldinni og innflutningsbann hefur verið á köflum. Þóhefur okkur tekist að selja þangað skreið, en það hef- ur verið erfiðleikum bundið og kostað mikla fyrirhöfn, en þessi ákvörðun hefur i för með sér ný viðhorf”, sagði Stefán Gunn- laugsson, deildarstjóri i við- skiptaráðuneytinu i simtali við Alþýðublaðið i gær. Gowon Nigeriuforseti lýsti því yfir i sjónvarpsræðu, að frá siðustu mánaðamótum væri frjáls innflutningur á skreið til landsins. Skreiðarframleiðsla hefur dregist mikið saman hér á landi undanfarin átta ár, eða siðan borgarastyrjöldin stóð i Nigeriu. Aðalviðskiptaland okk- ar með skreið hefur verið Italia. Þar er skreiðarverð gott, en þeir gera miklar gæðakröfur. Verð á Nigeriuskreið hefur ekki verið nema rúmur helmingur af verði Italiuskreiðarinnar, en hefur þó farið eitthvað hækkandi. Samhliða niðurfellingu inn- flutningsleyfanna er lagður á innflutningsskattur á skreið til Nigeriu. Nemur hann rúmum sex krónum islenskum á kiló. Nú eru til hér á landi um 500 tonn af skreið. Helmingur henn- ar ætti að geta selst til Italiu. ,,Það er gert ráð fyr- ir nýjum viðræðum við Sovétmenn seint i júni og verður rætt um nýj- an fimm ára viðskipta- samning við þá. Það fer eftir niðurstöðum þeirra viðræðna, hvernig oliukaupum okkar verður hagað í framtiðinni”, sagði Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri við- skiptaráðuneytisins i simtali við Alþýðublað- ið i gær. Þórhallur var formaður samninga- nefndar þeirrar, sem Alþýðublaðið greindi frá i fyrradag, að náð hefði breytingum á verðlagsgrundvelli oli- unnar, sem keypt er til landsins frá Sovétrikj- unum. Viðræður þessar fóru fram á grundvelli þess ákvæðis i við- skiptasamningi rikjanna frá i fyrra, að yrði breyting á mark- aðsverði oliu á þessu ári, þá á- skildu Islendingar sér rétt til AFSKRIFA ULlU- LÆKKUN viðræðna um endurskoðun. Niðurstöður viðræðnanna urðu eins og blaðið hefur greint frá þær, að verðlagningin er miðuð við verð oliu bæði i Cura- cao i Karabiska hafinu og Rotterdam, en ekki Curacao eingöngu. Miðað við núverandi markaðsverð á þessum stöðum er liklegt að þessi samningur spari tslendingum hátt á annað hundrað milljónir króna til ára- móta. Lætur nærri, að það séu 2—3% af heildarverði oliukaup- anna. Þó er ekki að vænta, að oliu- verðlækki i bráð. Til eru birgðir keyptar á gamla verðinu og farmar á leiðinni. Auk þess er oliusjóður „öfugur” vegna „lágrar” verðlagningar innan- lands og einhvern tima tekur að vinna það upp. TOGARAVERKFALLIÐ: ÁGREININGUR UM FLEST- ÖLL ATRIÐIN „Við erum að ganga frá at- kvæðagögnunum til sjómannafé- laganna núna, og þetta verður ein allsherjar atkvæðagreiðsla, þannig að annað hvort verður samkomulagið samþykkt eða fellt, — það verður ekki um það að ræða, að einstaka félög felli það fyrir sitt leyti”, sagði Jón Sig- urðsson forseti Sjómannasam- bands Islands i samtali við Al- þýðublaðið i gær. „Við teljum þennan háttinn eðíilegri en láta greiða atkvæði i hverju félagi fyrir sig”, sagði hann ennfremur, „en þó er þetta ekki allsherjarregla hjá okkur. Þessi háttur var t.d. ekki á hafður I fyrra. „Um togarasamningana er það að segja, að útgerðarmenn hafa enn sáralitið komið til móts við óskir okkar, og þegar siðasta fundi lauk, kl. eitt i fyrrinótt, var engin hreyfing. Málin standa þvi enn þannig, að ágreiningur er um flest eða öll atriði”, sagi Jón Sig- urðsson. Að sögn Jóns voru togarasjó- menn komnir talsvert afturúr SEGIR JÓN SIGURÐSSON bátasjómönnum áður en skrifað var undir bráðabirgðasamkomu- lag fyrir hönd þeirra siðarnefndu, enda sömdu togarasjómenn sið- ast árið 1973, en bátasjómenn 1. april i fyrra. Þá sömdu bátasjó- menn um 21,6% hækkun kaup- tryggingar á meðan togarasjó- menn fengu enga hækkun. Næsti fundur i togaradeilunni er boðaður klukkan hálf tvö i dag. Vegna verkfallsins hafa fjórir togarar stöðvast i Reykjavik, einn á Akureyri og einn i Hafnar- firði. OTTI UM FJÁRFLÓTTA ÚR LflNDI ALLAR EIGNA- YFIRFÆRSLUR STOÐVAÐAR VERÐA SKULDIR NÚ VÍSITðL UBUNDNAR? „Það þarf að sniða vísitölukerf- ið þannig, að ekki þurfi að taka það úr sambandi i hvert sinn, er áfölldynja yfir. Það væri ekki sist launþegum til hagsbóta, ef unnt reyndist að koma slikum breyt- ingum fram”, sagði Geir Hall- grimsson, forsætisráðherra, i ræðu á aðalfundi Vinnuveitenda- sambands tslands i gær. 1 ræðunni sagði forsætisráð- herra, að framundan væru við- ræður aðila vinnumarkaðarins, launþega og vinnuveitenda, um nýja skipan visitölumálanna, en báðir þessir aðilar hafi lýst vilja sinum til að breyta þvi kerfi, sem hér hefur verið við lýði hingað til”. Þótt umræður um visitölukerfið hafi að undanförnu eðlilega snúist mest um visitölubindingu launa, hefur jafnframt á sviði lánamála gætt vaxandi áhuga á visitölu- bindingu, og hefur rikisstjórnin haft hug á að kanna þau mál nán- ar. Hér væri fyrst og fremst um það að ræða, að til greina kæmi með visitölubindingu lánsfjár að leysa þau vandamál, sem i vax- andi mæli gætir, að sjá fjárfest- ingarlánasjóðakerfinu fyrir nægi- legu fjármagni á hverjum tima og tryggja verðgildi fjármagns lifeyrissjóðanna. I Lifeyrissjóðnum sjálfum hefur nú orðið æ ljósari nauðsyn þess, að þeim séu opnar leiðir til að tryggja fjármagn sitt á arðbæran hátt i samkeppni við forgangs- kröfur meðlima sinna um óverð- tryggð lán til ibúðabygginga, þar sem brátt rekur að þvi, að hinir eldri af lifeyrissjóðunum þurfi að inna af hendi verulegar lifeyris- greiðslur til félagsmanna sinna. Hér við bætist svo sú staðreynd, að opinberir starfsmenn njóta lif- eyris, sem bundinn er launum fyrir siðasta starf lifeyrisþega eins og þau eru á hverjum tima, en á hinn bóginn eru lífeyris- greiðslur flestra annarra sjóða ó- I verðtryggðar með öllu. Af þessu leiðir mikinn kjaramun á milli þeirra, er lifeyris njóta úr ver- tryggðum sjóðum og hinna, sem fá lifeyri úr óverðtryggðum sjóð- um. Til lengdar fær þessi mis- munun og kjaramunur ekki stað- ist”, sagði forsætisráðherra. En i þessum kafla ræðu sinnar sagði forsætisráðherra ennfrem- ur: „Það er þvi sennilegt, að visi- tölubinding fjárskuldbindinga i einu eða öðru formi verði aukin á næstu árum, sérstaklega þar sem aðgengilegra virðist að tryggja raunverulegan afrakstur fjár- magns sjóðanna með þessum hætti en með sveigjanlegri vaxta- stefnu”. — Ein af fyrstu ráðstöfunum þeim, sem yfirvöld gripu til, þeg- ar ákveðið var að draga úr gjald- eyriseyðslu i vetur var að stöðva algerlega allar eignayfirfærlsur, þannig að þeir, sem flytjast úr landi, fá ekki yfirfært nema venjulegan ferðamannagjald- eyri. Þetta þýðir, að nú siðustu tvotil þrjá mánuði hafa þeir, sem flust hafa búferlum til annarra landa, ekki getað tekið með sér neitt af eignum sinum. Reglur þær sem almennt gilda um eignayfirfærslur, eru mjög strangar, en þær voru á sinum tima settar til að koma i veg fyrir fjárflótta úr landi. Megininntak þeirra er, að hver sá sem flytur búferlum til annarra landa, getur fengið yfirfærðar um 80-100 þús- und krónur á fyrsta ári, en i mesta lagi 100 þúsund krónur á ári eftir það. Samkvæmt þessu tæki það mann, sem á einbýlishús hér og seldi það fyrir 13 milljónir króna, sem er algengt verð i dag, 130 ár að ná eignum sinum til sin. Gildir þetta fyrir alla þá, sem bú- settir eru hérlendis og lúta is- lenskri lögsögu, hvort sem þeir eru islenskir rikisborgarar eða ekki. Frá þessum reglum, sem gilt hafa og koma væntanlega til með að gilda aftur, þegar gjald- eyrisstaða okkar batnar á ný, hefur stundum veriö vikið litil- lega, en ekki svo nokkru nemi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.