Alþýðublaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 8
Borðstofu- og eldhúsborð Tvær stærðir af borðum. 5 gerðir af stólum Verslunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund þriðjudaginn 15. apríl 1975 kl. 20.30 að Hótel Esju. Fundarefni: Samningarnir. Verslunarmannafélag Reykjavíkur Tannlækningastofa min er flutt að Brautarholti 2 III. hæð. Hrafn G. Johnsen, simi 10755. Tannlækningastofa min er flutt að Brautarholti 2 III. hæð. Gylfi Felixson, simi 21282. Tannlækningastofa min er flutt að Brautarholti 2, III. hæð. Sigurgeir Steingrimsson, simi 23495. IhBÍTTir Bobby Moore.... fékk 10 I einkunn fyrir góöan leik en slfkt er mjög sjaldgæft, að knattspyrnumenn fái aö sýna slfkan afburöaleik. ENNÞÁ LIFIR í GÖMLUM GLÆÐUM — fékk 10 í einkunn fyrir frábæra frammistöðu Bobby Moore sem verður 34 ára i þessum mánuði hefur heldur betur verið i sviðsljósinu að undanförnu ásamt annarri gamalli kempu, Alan Mullery, en þeir eru á svipuðum aldri. Báöir leika þeir nú með 2. deildarliðinu Fulham, félaginu sem öllum á óvart er komið i úr- slit i ensku bikarkeppninni og mætir West Ham i úrslitaleikn- um á Wembley 3. mai nk. Moore hefur leikið fleiri landsleiki en nokkur annar með enska landsliðinu og samanlagt hafa Moore og Mullery leikið 140 sinnum með enska landsliðinu. Mullery sem er fyrirliði liðs- ins kom frá Tottenham en Moore frá West Ham og kostuðu Fulham litinn pening. Þeir hafa átt stærstan þátt i velgengni Fulham i vetur og á laugardaginn ifyrri leiknum við Birmingham á Hillsborough i Sheffield sýndi Moore slikan snilldarleik að lengi verður i minnum haft. Hann fékk lika einkunnina 10 hjá einum af ensku blöðunum en slikt skeður afar sjaldan og má leita langt aftur i timann til að finna hliðstæðu. En það var kappinn George Best sem siðast náöi þessari einkunn þegar hann var upp á sitt besta 1968. Þetta er ekki i fyrsta skipti sem þeir Moore og Mullery komast á Wembley i úrslitaleik i bikarkeppninni. Mullery lék þar með Tottenham 1967 þegar fé- lagið sigraði Chelsea i úrslita- leiknum 2—1 og tveim árum áð- ur hafði Moore leitt lið sitt sem þá var West Ham til sigurs i sömu keppni á sama stað. Árið eftir tók svo West Ham þátt i Evrópukeppni bikarhafa og bar þar sigur úr býtum. Það verða þvi menn með mikla reynslu sem koma til með að verða potturinn og pannan i leik Fulham á Wembley eftir 3 vikur ileiknum gegn West Ham. Þvi má bæta við að einvaldur enska landsliðsins Don Revie hafði fyrir leikina i undanúrslit- unum spáð þvi að það yrðu Ips- wich og Birmingham sem kæm- ust á Wembley. Þarna sannast enn, að sist er fyrir sérfræðinga i knattspyrnu að spá um úrslit þegar knatt- spyrnulið i Englandi eru ann- arsvegar og alls ekki i bikar- keppninni. Leikur Birmingham og Ful- ham mun verða á dagskrá sjón- varpsins á morgun svo framar- lega sem leikurinn kemst til landsins i tæka tið. Borðtennismót gagnfræðaskólanna Arlegt borötennismót gagnfræöaskólanna I Reykjavik var haldiö 22. mars sl. I flestum gagnfræöaskólum borgarinnar fer fram borðtenniskennsla á vegum Æskulýðsráðs Keykjavlkur og voru þátttakendur I vetur 718. Mót þetta var lokaþáttur þeirrar starfsemi. 15 sveitir mættu til leiks úr 14 skólum, og hefur þátttaka aldrei veriö jafnmikil. Keppt var I tveim aldursflokkum: A fiokki, 13—14 ára, um bikar, sem Austurbakki h/f gaf og B flokki 15—16 ára um bikar Æskulýösráös. 1 A flokki sigraöi sveit Hlföaskóla, en sveit Fellaskóla varö önnur. t B flokki fór sveit Hagaskóla meö sigur af hólmi, en i ööru sæti varö sveit Ármúlaskóla. Móts- stjóri var Aöalsteinn Eirfksson, en umsjónarmaöur Jón Pálsson. Hansi Schmit varð ekki markahæstur Hansi Schmidt gat ekki leikið með Gummersbach i siðasta leiknum í deildarkeppninni og missti þar með af að verða markahæsti maðurinn i deildinni. Hansi skoraði 121 mark i deildarkeppninni, en sá er sigraði var með 122 mörk Schobel sem leikur með Hofwier. Góð endur- hæfing Markskorarinn mikli hjá Stoke John Ritchie er nú sem óðast að ná sér eftir slæmt fótbrot sem hann hlaut i upphafi keppnistima- bilsins. Þá lenti hann i samstuði við Kevin Beattie i leik Stoke og Ipswich. ,,Ég er að vonast til að verða búinn að ná mér að fullu fyrir næsta keppnistimabil”, segir Ritchie. „Þessvegna keypti ég mér hjól og hjóla nú á hverjum degi að heiman til æfinga á Victoria Ground sem er um 15 km. Vöðvarnir rýrnuðu mikið meðan ég var i gipsinu og sömu- leiðis stirðnuðu liðir i fætinum, en með þvi að hjóla 30 km á dag vonast ég til að veröa kominn á fulla ferð i byrjun næsta keppnis- timabils”. ;l« ;------------------V VINNINQUR; r ad vorðmæti kr. 3.500.000 L . - KF,uMMAM6wel (ícrKJAvlt B M j Mbóðin Mifeor Úbúln undir trévtrk m*a biltkýll, m: zrT3! v»wb» «!|irt*reió|-uq|ao i -j 0,'^ % ER KRJZi^. í H f ^ ^ftDW 1- ^ MUNIÐ Ibúðarhappdrætti H.S.i. 2ja herb. íbúðað ' verðmæti kr. 3.500.00. Verð miða kr. 250. 0 Föstudagur 11. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.