Alþýðublaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 3
□ SUMARVINNA SKÓLAFÓLKS: HELST EF MAÐUR ÞEKKIR MANN SEM ÞEKKIR MANN... Slöustu tvo daga höfum viö leit- aö nokkuö svara viö spurning- unni: Hvernig tekst skölafólki aö litvega sér sumarvinnu. Horfurn- ar eru vægast sagt slæmar fyrir mikinn fjölda ungs fólks, sein þarf á sumarvinnu aö halda tii aö kosta sig i skóla yfir veturinn. Sem betur fer hafa þó ýmsir haft heppnina meö sér og ættu þvi aö vera á grænni grein. En forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja, sem viö ræddum viö, voru upp tii hópa svartsýnir. Viöa er svo háttaö, aö vegna slæms fjárhags og efnahagsástandsins i heild veröur I lengstu lög reynt aö komast hjá því aö ráöa fólk til sumarstarfa eöa i afleysingar. Haiidór Valdimarsson, blaöa- maöur Alþýöublaösins, sem kannaö hefur þessi mál, hitti svo aö máli i gær 10 ungmenni og spuröi þau spurningarinnar: Ert þú búinn aö tryggja þér sumar- vinnu? Pétur Guöbjartsson. ,,Mér gekk vel aö fá vinnu i ár, aöég held. Ég býst fastlega viö aö komast aö í steinsmiöju, þar sem ég hef unniö undanfarin tvö sum- ur. Ég leitaöi ekki fyrir mér ann- ars staöar, enda veit ég ekki, hvernig þaö myndi ganga. baö er illmögulegt aö fá vinnu yfir sum- ariö ööruvisi en gegnum kliku, eöa þar sem maöur hefur unniö áöur. Jón Friörik Bjartmarz ,,Ég held ég sé nokkuö öruggur með vinnu á Kefiavlkurflugvelli, þar sem ég hef veriö i tvö sumur. Það er verkamannavinna hjá Aðalverktökum, sem ég treysti á og þegar ég athugaöi máliö fyrir um mánuöi siöan, virtist allt lita út fyrir, að ég fengi vinnuna. Ég veit aftur á mótí ekki hvernig öör- um hefur gengiö,” Andri Guömundsson ,,Ég hef ekki örugga vinnu fyrir sumarið. Ég sótti um vinnu i Straumsvik fyrir nokkru og held það séu nokkrar likur á að ég fái hana, en það er ekki öruggt. Ég hef aldrei unnið þar áður og reyni þetta i gegnum kliku — þaö er enga vinnu að fá ööruvisi.” Ólafur Jóhannsson ,,Nei, ég hef ekki örugga vinnu fyrir sumarið. Ég hef leitað svo- litið fyrir mér, meðai annars i Straumsvik, en hef hvergi fengið loforö um vinnu. Það virðist vera mjög erfitt um vik i þessum mál- um núna og eins og málin standa veröur maöur að nota sér þá sem maöur þekkir og komast þannig aö einhvers staöar.” Björn Guömundsson „Sennilega er sumarvinnan á hreinu hjá mér núna. Ég fer i fiskvinnu, þar sem ég hef verið tvö sumur áöur. Ég hef ekki reynt aö komast i annaö, enda heyrist mér á skólasystkinum minum, aö þaö sé erfitt núna. Þorbjörg Magnúsdóttir ,,Jú, ég er búin aö fá vinnu fyrir sumariö. Ég verö I sumarleyfaaf- leysingum hjá Landsbankanum. Ég hef unniö þar áöur og leitaöi ekkert annars staðar.” Jarþrúöur Jónsdóttir ,,Ég er ekki viss, en held þó aö töluverðar likur séu á aö ég fái vinnu viö Kópavogshæliö. Ég hef hug á aö kynna mér þroskaþjálf un og sótti þvi um þar.” ♦ Helen Gunnarsdóttir ,,Nei, ég hef ekki fengið neina vinnu enn. Ég veit ekki hvernig það kemur til með aö ganga, þaö virðist vera erfiöara núna en ver- ið hefur undanfariö. Þetta kemur allt i ljós meö vorinu.” Björg Páisdóttir ,,Nei, ég er ekki búin aö fá sum- arvinnu, enda hef ég litið sem ekkert leitað fyrir mér. Mér skilst á öllu að nú þegar sé atvinnuleysi og væntanlega batnar þaö ekki þegar skólakrakkarnir koma út á vinnumarkaöinn. Helga Guömundsdóttir ,,Já, ég held ég sé nokkuö örugg meö vinnu i sumar. Ég hef veriö tvö sumur áöur hjá Landsbank- anum, við afleysingar og býst við áð fara þangaö i sumar aftur. Yf- irleitt virðist mér fólk eiga i erfiö- leikum meö að fá vinnu, nema þaö sem getur gengiö aö föstum afleysingum.” Tilkynning um aðstöðugjöld í Reykjavík Ákveðið er að innheimta i Reykjavík að- stöðugjald á árinu 1975 samkvæmt heim- ild i V. kafla laga nr. 8/1972 um tekju- stofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald, sbr. lög nr. 104/1973. Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar verður gjaldstigi eins og hér segir: 0.20% Rekstur fiskiskipa. 0.33% Rekstur flugvéla. 0.50% Matvöruverslun i smásölu. Kaffi, sykur og kornvara til manneldis i heildsölu. Kjöt- og fiskiðnaður. Endurtryggingar. 0.65% Rekstur farþega- og farmskipa. 1.00% Sérleyfisbifreiðir. Matsala. Land- búnaður. Vátryggingar ót. a. (Jt- gáfustarfsemi. útgáfa dagblaða er þó undanþegin aðstöðugjaidi. Rak- ara- og hárgreiðslustofur. Verslun ót. a. Iðnaður ót. a. 1.30% Verslun með kvenhatta, sportvör- ur, hljóðfæri, snyrti- og hreinlætis- vörur. Lyfjaverslun. Kvikmynda- hús. Fjölritun. Skartgripa- og skrautmunaverslun. Tóbaks- og sælgætisverslun. Söluturnar. Blómaverslun. Umboðsverslun. Minjagripaverslun. Barar. Billj- ardstofur. Persónuleg þjónusta. Hvers konar önnur gjaldskyld starfsemi ót. a. Með skirskotun til framangreindra laga og reglugerðar er ennfremur vakin at- hygli á eftirfarandi: 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignarskatts, en eru aðstöðu- gjaldsskyldir, þurfa að senda skatt- stjóra sérstakt framtal til aðstöðu- gjalds, sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 81/1962. 2. Þeir, sem framtalsskyldir eru I Reykja- vik, en hafa með höndum aðstöðu- gjaldsskylda starfsemi i öðrum sveitar- félögum, þurfa að senda skatttjóranum i Reykjavik sundurliðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi, sbr. ákvæði 8. gr. reglugerð- ar nr. 81/1962. 3. Þeir, sem framtalsskyidir eru utan Reykjavikur, en hafa með höndum að- stöðugjaldsskylda starfsemi i Reykja- vik, þurfa að skila til skattstjórans i þvi umdæmi, þar sem þeir eru heimilisfast- ir, yfirliti um útgjöld sin vegna starf- seminnar i Reykjavík. 4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks samkvæmt ofan- greindri gjaldskrá, þurfa að senda full- nægjandi greinargerð um, hvað af út- gjöldunum tilheyri hverjum einstökum gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 81/1962. Framangreind gögn ber að senda til skatt- stjóra fyrir 25. april n.k., að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið, svo og skipting i gjaldflokka, áætlað eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. Reykjavik, 10. april 1975. Skattstjórinn i Reykjavik. Föstudagur 11. apríl 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.