Alþýðublaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 4
„Ný” fræðslulög. Nokkurnveginn samhliða og i kjölfar hinna s.n. skólarann- sókna upphófst áhugi stjórn- valda fyrir „nýrri” fræðslulög- gjöf. Um þessi mál hefur verið mikið ritað og rætt og ennþá er það mjög á huldu, hvernig til tekst um framkvæmdir. Þegar málið er skoðað niður i kjölinn verður hinsvegar að lita svo á, að öll sú mikla fyrirhöfn, sem höfð var við þessa lagasmlð, hafi verið að mestu hreinn óþarfi, hafi ætlunin verið sú að sniða nýjan og betri stakk. Lög- in frá 1946 voru nægilega rúm til þess að þar væri unnt að koma fyrir þeim litlu breytingum til bóta, sem grunnskólalögin inni- halda. Menn verða að gera sér ljóst, að breyttir hættir um kennslu og nám og löggjöf um skóla eru sitthvað. Enda þótt frændþjóðir okkar á Norðurlöndum og grannar á Bretlandi stæðu i breytingum á löggjöfum i lönd- um sínum og freistuðu að troða nýjar slóðir, virtist einsætt að biða um stund og sjá hverja raun það gæfi. Engin ástæöa er til að haga sér eins og óvitar, sem vilja apa eftir fullorðnum undir flagginu ,,Mi me” þ.e. ,,ég lika”. Ohætt er að segja fullum hálsi, að þessi lagasmið tókst herfi- lega, sem vænta mátti. Lögin eru hreinn hrærigrautur eðlilegra lagaákvæða og ákvæða, sem ekki eiga heima nema i reglugerð- um. Ef til vill hefur þetta átt að sýna gjörhygli lagasmið- anna, sem sæju fyrir sem allra flest tilfelli I framkvæmdinni. 1 reyndinni orkar það þó fyrst og fremst á.menn, sem þekkja til reksturs skóla, eins og fáránleg smámunasemi, sem ekki á skylt við hiö lifandi lif. Skylt er að geta þess ákvæðis, sem ris þó upp úr flatneskjunni, ákvæðisins um bókasöfn skól- anna. Hvortþað svo verður ann- að en pappirsgagn er önnur saga, en vist ber að vona að I framkvæmd komist hið bráð- asta. Þetta ákvæði samfara aukningu húsnæðis til daglegrar hagnýtingar fyrir nemendur mundi, ef I framkvæmd kemst, orka til aðstöðujöfnunar nem- enda, sem engin vanþörf er. Hitt .er svo jafnljóst, að það verður fjárfrekt i stofnframlögum og að auknu starfsliði. Að þessu slepptu er fátt, sem til bóta horfir, en þvi fleira vafa- samt eða óhæft. Skal það nú litilega rakið. Lenging skólaskyldunnar er, að minum dómi, alvarlegt vixl- spor. Þvingun á hendur nemendum, sem hvorki geta né vilja stunda nám, er hrein fjar- stæða. Hafi það vakað fyrir lagasmiðum, að auka kunnáttu þess fólks, er slikt hreint vind-ef ekki klámhögg. Reynslan sýnir einnig, að það voru aðeins 3,5—6% af árgangi, sem ekki kom I hinn fyrirhugaða skyldu- bekk af frjálsum vilja. Skóla- menn vita glögglega, hvaða slóöa þvingunin muni draga, fyrir störf annarra nemenda. Barnalegt hugmyndaflug fyrr- verandi menntamálaráðherra, Magnúsar Torfa, sem birtist I framslætti hans, að „þeir sem hefðu lokið námi I grunnskóla, gætu snúið sér að hverju sem væri „er lýsandi dæmi um fá- tækt andans, sem sveif yfir vötnunum, að minum dómi. Reynslan sýnir þvert á móti, að það er inntak kunnáttu og hagnýting, sem sker úr, en ekki lengd skólasetu, þegar árangur skal meta. Áætlað fyrirkomulag skólaloka, svifur mjög i lausu lofti. Svo- kallað „námsmat”, sem koma eigi i stað prófa eftir gamalli hefð, virðist reist á aragrúa skyndiprófa m.a. Þetta býður heim alvarlegri hættu I samskiptum nemenda og foreldra annarsvegar og kennara hinsvegar. Vissulega eru próf afstæöur hlutur. En skynsamlega gerð próf, sem miðast við kennslu vetrarins, eiga að geta skorið ótvirætt úr um hæfni og getu nemenda auk þess sem þau birta ástundun. Orlausnir i skriflegum prófum sýna svart á hvitu, hvernig nemandi hefur brugðizt við. Það getur hver hlutaðeigandi fengið að sjá og þarf þá ekki um að ræða samúð eða andúð kennara með einstaklingum, sem ýmsir bera sér i munn. I hringekjunni V. Ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hf.jómsveit Garðars Jóhannessonar. Songvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. ÚTBOÐ Tilboö óskast i 2000 stk. kllówattstunda*mæla fyrir Raf- magusveitu Reykjavikur. (Jtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3. Tilboðin veröa opnuö á sama staö, þriöjudaginn 13. mai 1975. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORQAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 » Sendlar óskast á afgreiðslu Alþýðublaðsins Hvgxfisgötu 8—10. f.h. Hafið samband við afgreiðsluna, simi 14900. + Eiginkona min og móöir okkar, Eggrún Arnórsdóttir, andaöist 10. april. Steingrímur Guömundsson, Margrét Steingrimsdóttir, Kristjana Steingrimsdóttir. Þökkum auðsýnda samúö viö andlát og jaröarför Bjarna Ásgeirssonar, frá ísafirði, Norðurbrún 1. Unnur Guömundsdóttir, Asgerður Bjarnadóttir, Þorsteinn Jakobsson, og börn. Olían 5 landanna af oliunni næstum sjö- faldast og hlutur þeirra af oliu- gróðanum hefur aukist úr 13% ár- ið 1973 i 36,4% árið 1974 samkvæmt útreikningum Chevaliers. Á sama tima minnk- aði hlutur oliufélaganna úr 26,5% i 20,1%, en þó hefur hagnaður þeirra af oliuverslun og vinnslu aukist um 63%. Ástæðan er i fyrsta lagi sú, að verð á oliuvör- um hefur hækkað að meðaltali um 75% og i öðrulagi sú, að tekjur oliuneyslulandanna af oliu — i formi tolla, skatta og efnaiðnaðar úr oliu — hafa lækkað úr 60,5 i 43,6% M.ö.o. þá hafa oliufélögin bætt sér upp tekjumissinn til oliu- framleiðslulandanna með þvi að sækja sér tekjur til oliuneyslu- landanna. Chevalier telur einnig, að þegar öll kurl séu til grafar komin þá muni oliufélögin hafa hag af þess- ari þróun. Oliuverð sé nú orðið svo hátt, að það fer að borga sig að nýta aðrar orkulindir og oliu- félögin hafa fengið svo rikulegan skerf i sinn hlut af oliugróðanum, að þau geta fjárfest mjög á þeim sviðum lika. Vekur Chevalier athygli á þessu með þvi að greina frá fjárfestingu oliufélaganna hin siðari ár i kolanámum, tjöru- sandsnámum og kjarnorkuver- um. Chevalier telur, að oliufélög- 'in stefni nú markvisst að þvi að láta oliuvinnsluna lönd og leið en tryggja sér jafn sterka stöðu varðandi vinnslu á öðrum orku- lindum og þau hafa haft til skamms tima i vinnslu oliunnar. Hið háa oliuverð hefur haft mikil áhrif á fjármál heimsins. Vandamálið er nú það, að tiltölu- lega fámenn oliuframleiðslulönd ráða nú yfir miklum fjármunum, sem þau hafa ekki not fyrir. Þetta mikla ónotaða fjármagn er vandamál, sem skapar mikið óöryggi i alþjóðlegum efnahags- og fjármálum. Þá hefur hið háa oliuverð einnig haft mikil áhrif á heifnspólitikina. í fyrsta sinn hafa hráefnisfram- leiðslulönd getað bundist samtök- umog ógnað iðnaðarlöndum. Þar með hafa lönd eins og Lybia, íran og Saudi-Arabia öðlaast mikla áhrifaaðstöðu i heimspólitikinni. Hagstæðara fyrir Bandaríkin. Chevalier kemur einnig með einkar athyglisverða ábendingu i bók sinni. Hann bendir fyrst á, að undanfarin ár hafi Bandaríkin verið á undanhaldi gagnvart Japan og Vestur-Evrópu. Iðnaður Japana og Vestur-Evrópumanna hafi reynst bandariskum iðnaði skeinuhættur og allt útlit hafi ver- ið fyrir það, að Vestur-Evrópa og Japan væru að vaxa Bandarikj- unum yfir höfuð efnahagslega. Þar sem Vestur-Evrópa og Japan treysta mjög á aðflutta orku en Bandarikin eiga hins vegar enn talsverðar ónýttar orkulindir — m.a. olíulindir i Alaska — sem áður stóðust ekki samkeppni við Arabaoliuna hefur oliuverðhækkunin breytt þessu aftur. Bandariskur iðnaður virð- ist nú eiga meiri framtiðarmögu- leika en iðnaður Japana og Vestur-Evrópumanna svo Chevalier spáir þvi, að i framtið- inni muni Bandarikin i raun hagnast á oliukreppunni — a.m.k. gagnvart Evrópu og Japan — og öðlast þar aukin áhrif og itök. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Velarlok — Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Auglýsing um áburðarverð 1975 Vegna mikillar hækkunar áburðarverðs á árinu 1975 miðað við auglýst heildsöluverð ársins 1974 hefur rikisstjórnin ákveðið að greiða niður áburðarverð á árinu 1975, sem nemur helmingi þeirrar hækkunar sem orðið hefir frá þvi verði sem gilti árið 1974. Eftir að tillit hefur verið tekið til nið- urgreiðslu rikissjóðs fyrir árið 1975, er heildsöluverð fyrir hverja smálest eftir- talinna áburðartegunda ákveðið þannig fyrir árið 1975: Viö skipshlið á ýmsum höfnum Afgreitt á blla umhverfis land I Gufunesi Kjarni 33% N kr. 23.660,- kr.24.160 Magni 1 26% N kr. 20.160,- kr. 20.660 Magni 2 20% N kr. 18.260,- kr. 18.760 Græðir 1 14-18-18 kr. 29.440,- kr. 29.940 Græöir 2 23-11-11 kr. 27.380,- kr. 27.880 Græðir 3 20-14-14 kr. 27.840,- kr. 28.340 GraÆir 4 23-14-9 kr. 28.640,- kr. 29.140 Græðir 4 23-14-9-4-2 kr. 29.440,- kr. 29.940 Græðir 5 17-17-17 kr. 28.320,- kr. 28.820 N.P. 26-14 kr. 28.260,- kr. 28.760 N.P. 23-23 kr. 31.500,- kr. 32.000 Þrlfosfat 45% kr. 24.600,- kr. 25.100 Kali klórit 60% K kr. 17.100,- kr. 17.600 Kali súlfat 50% K kr. 21.100,- kr. 21.600 NPKM 12-12-17 + 2 kr. 22.740,- kr. 23.240 Tröllam jöl 20,5% N kr. 29.400,- kr. 29.900 Aburðarkalk kr. 10.700,- kr. 11.200 Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifalið i ofangreindu verði fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og afhendingargjald er hinsvegar innifalið i ofangreindu verði fyrir áburð, sem af- greiddur er á bila i Gufunesi. Áburðarverksmiðja rikisins o Föstudagur 11. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.