Alþýðublaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 10
mm
■W' M a.
iL. f M \ # > f
ý í* Mí ■
,*■ r ' W:
■ >; ^ i 1
Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður
af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið
H. Montgomery Hyde
I þýðingu Hersteins Pálssonar
DULARFULLI 24
KANADAMAÐURINN
starfsemi var skipulagt á laun í þýzka sendiráðinu í Washington af sér-
staklega viðurkenndum, háttsettum flugumönnum eins og dr. Gerhard
Alois Westrick, sem kom til New York frá Japan vorið 1940 um sama
leyli og Stephenson. Westrick hafði sendimannstign sem viðskiptafull-
trúi sendiráðsins og var skráður sem slíkur hjá utanríkisráðuneytinu. En
hann bjó í húsi, sem leigt var fyrir mikið fé á Langey við New York,
þar sem hann veitti áhrifamiklum, bandarískum kaupsýslumönnum, eink-
um mönnum í olíuiðnaðinum. Stephenson, sem fór að kanna starfsemi
hans í júní 1940, varð þess áskynja, að hann fékk einnig heimsóknir
fjölda tiltölulega óþekktra, ungra Bandaríkjamanna af þýzkum ættum,
er störfuðu í hernaðarlega mikilvægum verksmiðjum. Westrick átti
hagsmuna að gæta í mörgum verzlunarfyrirtækjum, þar á meðal Inter-
national Telephone & Telegraph Company, og í einu þeirra var hann
í félagi við Heinrich Albert, sem verið hafði virkur, þýzkur áróðurs-
maður í Bandaríkjunum í fyrri heimsstyrjöldinni.
Einn helzti tengiliður Westricks var forseti olíufélags eins, sem grun-
að var um að selja möndulveldunum olíu þrátt fyrir hafnbann Breta.
Eftirtektarvert er, að Westrick lézt vera starfsmaður fyrirtækis þessa, og
þegar hann sótti um ökuskírteini, kallaði hann skrifstofu þess vinnustað
sinn. Forseti félagsins var einnig viðstaddur veizlu, sem haldin var til
heiðurs Westrick í New York, til að fagna falli Frakklands. Augljóst var,
að tilgangur Westricks var að sannfæra helztu kaupsýslumenn Banda-
ríkjanna um, að Þjóðverjar hefðu þegar unnið sigur, og afla stuðnings
við baráttu einangrunarsinna. Laun iðjuhöldanna áttu að vera fólgin í
forréttindum á sviði viðskipta í Evrópu, þegar möndulveldin réðu þar
öllu.
Stephenson fékk meðalgöngumann til að koma þessum staðreynd-
um á framfæri við New York Herald-Tribune, þar sem þetta varð fyrsta
flokks frétt og síðan uppistaða í greinaflokki. Greinar þessar leiddu svo
til þess, að forystugreinar birtust í blöðum víðs vegar um landið um
hætturnar af leynilegri 5. herdeild, og var sérstaklega vitnað til ósigurs
Frakklands, sem kenndur var spillingu þarlendra kaupsýslumanna og
stjórnmálamanna af völdum Þjóðverja.
Þessar uppljóstanir höfðu skjót og mikil áhrif. Svívirðingarbréfum
og símtölum rigndi yfir Westrick. Fjandsamlegur manngrúi safnaðist úti
fyrir húsi því, sem hann bjó í, og þótt hann reyndi að sefa menn með
því að leika „God Bless America“ og „The Star Spangled Banner“ á
grammófón sinn, varð F.B.I. samt að láta gæta húss hans sólarhring-
um saman. Loks bað húseigandinn hann að flytjast úr húsinu. ökuskír-
teini hans var afturkallað, af því að hann hafði lýst sjálfum sér svo í
umsókn um það, að liann væri „ekki fatlaður41, en Herald-Tribune hafði
upplýst, að liann hafði misst annan fótinn. Loks óskaði utanríkisráðu-
neytið, samkvæmt tilmælum frá F.B.I., sem Stephenson ýtti undir, að
þýzka stjórnin kallaði hann heim fyrir að fást við starfsemi, er væri
fjandsamleg Bandaríkjunum. Yarð árangurinn sá, að í ágústlok 1940 var
hann á leið heim til Þýzkalands á japönsku skipi.
Herald-Tribune var óskað innilega til hamingju með að hafa svælt
út hættulegan sendiboða Adolfs Hitlers og uppástunga kom jafnvel fram
um, að blaðið fengi Pulitzer-verðlaunin fyrir þetta afrek. Jafnframt féllu
hlutabréf í olíufélaginu mjög í verði, og forseti þess var svo kvíðinn um
framtíðina, að hann fullvissaði blöðin um, að hann væri Bretavinur í alla
staði. Hann neyddist samt til að segja af sér starfi eftir hávaðasaman
hluthafafund, og þótt hann héldi áfram störfum í olíuiðnaðinum, voru
hafðar á honum nánar gætur eftir þetta, svo að liann liafði því lítil tök
á að láta illt af sér leiða.
Vegna þess hve margir Bandaríkjamenn voru af þýzkum ættum og
jafnvel fæddir í Þýzkalandi — þar var meira en fjórðungur milljónar
Reichsdcutsche — þótti tilvalið að beina fjandmannaáróðri að þeim.
Þegar þ. 16. maí 1940, þegar Frakkland var að falla, hafði Roosevelt for-
seti varað þjóðþingið við beitingu 5. lierdeildarinnar, er gerði að verk-
um, að menn, sem væru taldir friðsamir borgarar, væru raunverulega
hluti setuliðs fjandmannanna, og tíu dögum síðar hafði hann fylgt
þessu eftir með arineldsrabbi í útvarpi, þar sem hann hafði bent hin-
um bandarísku hlustendum sínum á, að öryggi þjóðarinnar væri ekki
aðeins ógnað af vopnum. „Við vitum um nýjar árásaraðferðir,“ sagði
hann, „Trójuhestinn, fimmtu herdeildina, er svíkur þjóð, sem er óvið-
búin svikum. Njósnarar, spellvirkjar, svikarar eru leikendur í þessum
nýja harmleik.“
En Bandaríkjamenn höfðu lítt sinnt aðvörun forsetans. Þvert á móti,
því að föðurlandsvinafélög höfðu sprottið upp um landið gervallt og
áttu þau, að því er látið var í veðri vaka, að þjóna hagsmunum „ame-
ríkanisma“, en mikilvægasti fulltrúi hans var hin auðuga og volduga
„America First“-nefnd. Tugir þessara samtvinnuðu samtaka einangrunar-
sinna efndu til fjöldafunda, gáfu út bæklinga og fréttablöð, þjálfuðu
götuhomaskúma og skipulögðu „menningar“fundi undir vernd starfandi
klúbba. I Detroit var Halifax lávarður hæfður eggjum og þroskuðum
tómötum, sem fleygt var af undraverðri skotfimi af einangrunarsinnuð-
um konum. („Við höfum enga þvílíka ofgnótt í Englandi,“ sagði sendi-
herrann þurrlega og tók þessu með jafnaðargeði, eins og Englendinga er
vandi). „Það er ekki frelsi úthafanna, sem England óskar,“ sagði öld-
ungadeildarþingmaður úr hópi einangrunarsinna á 3000 manna fundi í
Brooklyn, meðan fulltrúadeildarþingmaður með svipað innræti lýsti yfir
fyrir jafn stórum áheyrendahópi, að „England og Frakkland neyddu
núverandi stríð upp á Þriðja ríkið.“ Aðeins fáeinum mánuðum fyrir árás-
ina á Pearl Harbor lýsti Lindbergh ofursti, einn helzti framámaður
America First-samtakanna, sem höfðu milljón meðlimi, yfir því opin-
berlega, að það væru aðeins þrír aðilar í landinu, sem vildu, að Banda-
ríkin færu í stríð, nefnilega Bretar, Gyðingar og Roosevelt-stjórnin.
Stephenson ákvað að beita sér gegn America First, og í þeim til-
gangi fékk hann að sjálfsögðu í lið við sig starfandi andnazistafélög eins
og Frelsisbaráttunefndina (Fight for Freedom Committee) og Aldarhóp-
inn (Century Group). Síðarnefndu samtökin, sem unnu ágætt starf í
sambandi við að fá áhrifamikla Bandaríkjamenn til fylgis við tundur-
spilla- og bækistöðvakaupin, og voru heils hugar hlynnt íhlutun, voru
undir forustu Francis P. Millers ofursta, sem var náinn vinur Dono-
vans ofursta, en auk þess þingmaður á fylkisþingi Virginíu og hafði
stundað nám í Bretlandi með Rhodesstyrk. Jafnframt lét Stephenson
menn sína sækja fundi hjá America First í ýmsum hlutum landsins og
fylgjast með nýjum meðlimum. Einn manna hans vingaðist við konu þá,
er stjórnaði fyrirlestraskrifstofu America First í New York og fékk hjá
henni miklar upplýsingar um áróðursefni samtakanna, fjárhag þeirra og
stuðningsmenn, einkum þýzka stuðningsmenn eins og Ulrich von Gienanth
í þýzka sendiráðinu og Giinther Hansen-Sturm. Hinn síðarnefndi greiddi
Hamilton Fish þjóðþingsmanni ávísun, sem Stephenson tókst að krækja
í afrit af og koma á framfæri við blöðin til birtingar. Þegar Fisli þing-
maður flutti ræðu á America First-fundi í Milwaukee, féklc Stephenson
tiltekna meðlimi Frelsisbaráttunefndarinnar til að sækja fundinn. Rétt
áður en Fish lauk máli sínu, afhenti einn þessara manna honum spjald,
sem á var letrað: „Der Fiihrer þakkar þér tryggð þína.“ Um leið tók
ljósmyndari mynd af þessu atviki, og þótti myndin ágætt blaðaefni —
ásamt skilaboðum Hitlers, sem getið var í textanum. Stephenson kom því
einnig svo fyrir, að menn úr samtökum bandarískra uppgjafahermanna,
American Legion, héldu mótmælavörð úti fyrir fundarsalnum, meðan
stúlkur dreifðu ritum Frelsisbaráttunefndarinnar í sjálfum salnum.
Aðeins einu sinni mistókst ráðagerð um að gera America First erfitt
fyrir. Það var í Madison Square Garden í New York 30. október 1941,
þegar Lindbergh átti að ávarpa fund, sem menn gerðu ráð fyrir, að verða
mundi mjög fjölmennur. Stephenson lét prenta falsmiða að fundinum,
Föstudagur II. apríl 1975.