Alþýðublaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 2
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Cafeteria, veitingasalur meö sjálfsafgreiöslu opin alla
daga.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Blómasalur, opinn alla daga vikunnar.
HÓTEL BORG
við Austurvöll. Resturation, bar og dans í Gyllta
salnum.
Simi 11440.
HÓTEL SAGA
GriIIiö opið alla daga. Mimisbar og Astrabar, opið alla
daga nema miðvikudaga. Simi 20890.
INGÓLFS CAFÉ
við Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826.
ÞÓRSCAFÉ
Opið á hverju kvöldi. Simi 23333.
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR
Akranes Atvinna
Hér með eru störf tveggja flokksstjóra
hjá Vinnuskóla Akraness auglýst laus til
umsóknar. — Umsóknarfrestur er til 1.
mai n.k.
Starfstimi skólans verður 12 vikur, frá 2/6.
— 29/8. með sumarleyfi i eina viku. (1.
viku ágústmánaðar).
Höfuðáhersla verður lögð á vinnu við
skógrækt. — Umsóknir er greini frá aldri,
menntun og fyrri störfum, berist undirrit-
uðum.
Akranesi, 10. april 1975.
Bæjarritarinn, Akranesi.
Lausar stöður
Með tilvisun til 5. og 7. gr. laga nr. 108.31.
desember 1974 um Framleiðslueftirlit
sjávarafurða eru hér með auglýstar laus-
ar til umsóknar stöður deildarstjóra við
eftirtaldar deildir stofnunarinnar:
1. Hreinlætis- og búnaðardeild.
2. Ferskfiskdeild
3. Freðfiskdeild
4. Saltfisk- og skreiðardeild.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf berist sjávarútvegsráðu-
neytinu fyrir 10. mai n.k.
Sjávarútvegsráðuneytið
9. april 1975.
FLOKKSSTARFIÐ
ALÞÝÐUFLOKKSKONUR REYKJAVÍK
Aðalfundur Kvenfélags Alþýðuflokksins i
Reykjavik verður haldinn nk. mánudagskvöld,
14. april kl. 20.30 i Iðnó, uppi.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagskonur mætið vel og stundvislega!
STJÓRNIN
NAUD-
EN
Atvinnurekendur þinga:
„VERKSVIPTIHG
VARNARADGERD
EKKI TIL ÁRÁS”
„Flest aðildarfélög VSÍ hafa
samþykkt samkomulag VSt og
ASl frá 26. fyrra mánaðar. Þau
félög, sem það hafa gert, geta
reitt sig á stuðning VSl, ef svo
færi, að staðbundnar vinnudeilur
héldu áfram vegna þess að
einstök verkalýðsfélög kunna að
hafna samkomulaginu, og vera
má, að á einstökum sviðum
athafnalifsins kunni Vinnuveit-
endasamband islands að þurfa að
gripa til verksviptingaraðgerða
til aðstoðar félagsmönnum
sinum, sem standa vilja við
heildarsamkomulagið. Til sliks
myndi Vinnuveitendasambandið
þó aðeins gripa sem nauðvarnar-
aðgerða, en ekki til árása”.
Þannig komst Jón H. Bergs,
formaður Vinnuveitendasam-
bands tslands, m.a. að orði i
setningarræðu sinni á aðalfundi
sambandsins, sem hófst i gær og
lýkur i kvöld.
1 ræðu sinni fjallaði Jón um
gang kjaramála á siðastliðnu ári
og þróun efnahagsmála. I niður-
lagi ræðunnar sagði formaður
Vinnuveitendasambands islands:
Framundan eru samningavið-
ræður um kjarasamninga til
langs tima eftir 1. júni. Til þess,
að um slikt náist samkomulag,
verður liklega ekki komist hjá þvi
að taka upp einhvers konar verð-
tryggingu launa, enda munu
viðræður fyrst og fremst snúast
um þetta atriði, þar eð þegar hafa
verið veittar miklar launa-
hækkanir, sem hljóta að teljast
liður i samningagerðinni til lengri
tima.
t sambandi við breytingar á
vlsitölukerfinu er i hópi vinnu-
veitenda helst rætt um, að
kaupgjaldsvisitalan verði aðeins
látin mæla hækkun framfærslu-
kostnaöar að hluta eins og tiðkast
i nágrannalöndum okkar að visi-
talan verði endurskoðuð sjaldnar,
t.d. tvisvar á ári I stað fjórum
sinnum og að við útreikning visi-
tölunnar verði tekið tillit til
breytinga á viðskiptakjörum
þjóðarinnar. Með þessu er stefnt
að þvi að draga úr verðbólgu-
áhrifum visitölukerfisins og
afskiptum rikisvaldsins af kjara-
samningum, þegar viðskiptakjör
versna.
Að lokum sagði Jón H. Bergs:
„Enn reynir á samstöðu félags-
manna Vinnuveitendasambands
Islands. Þvi verður að treysta, að
félagsmenn samtakanna og
aðildarfélög láti ekki i neinu
undan kröfum, sem ganga lengra
en samningar heildarsamtak-
anna ráðgera.
Félagsmennirnir geta treyst á
stuðning og aðgerðir Vinnuveit-
endasambandsins gegn slikum
kröfum. Mönnum er skylt að hafa
i huga, að undanlátssemi kann að
grafa undan heildarsam-
komulagi, sem þjóðfélaginu er
mikil nauðsyn á að riki á
vinnumarkaðinum, en með
algerri samstöðu auka vinnu-
veitendur efnahagslegan styrk-
leika á íslandi.”
Verslunarmenn sömdu í fyrrakvöld:
HEFÐI MÁTT SEMJA
FVRIR HALFUM MÁNIIUI
„Þetta endaði með samkomu-
lagi, nálægt miðnætti i gær, um
nákvæmlega sömu samninga og
gerðir voru milli okkar og ann-
arra viðsemjenda. Það er ekki á
kaupmönnum aðheyra að fundir
þeirra með ri'kisstjórninni hafi
borið nokkurn árangur, svo við
teljum að allt eins hefði mátt
semja strax fyrir hálfum mánuði,
i stað þess að standa I þessu þófi,
til einskis”, sagði Magnús L.
Sveinsson, varaformaður
Verslunarmannafélags Reykja-
vikur, i viðtali við Alþýðublaðið i
gær, en samkomulag milli
verslunarmanna og kaupmanna
þeirra^sem ekki eru i Vinnuveit-
endasambandinu, voru undirrit-
aðir I fyrrinótt.
„Nú eiga félögin eftir að athuga
samningana, hvert fyrir sig,”
sagði Magnús ennfremur, „en
verkfalli hefur verið frestað
þangað til. Ætlunin er að þessu
ljúki fyrir sunnudagskvöld, en
lengsti frestur er til miðvikudags
16. april.”
Með þeim samningum, sem
gerðir voru i fyrrinótt, má telja
að viðræðum milli kaupmanna og
verslunarmanna sélokið að þessu
sinni —að því tilskyldu að einstök
félög samþykki þá. Eins og samn-
ingar annarra launþega, fela þeir
i sér greiðslu láglaunauppbóta,
fram til 1. júni næstkomandi og
eru þvi bráðabirgðasamkomulag.
Unnið að áætlun um eflingu
Bæjarútgerðar Reykjavíkur
Borgarráð Reykjavikur sam-
þykkti fyrir nokkru tillögu frá
Björgvin Guðmundssyni og
Albert Guðmundssyni um að fela
borgarhagfræðingi að gera fram-
kvæmda- og fjármögnunaráætlun
vegna þeirrar f járfestingar
Bæjarútgerðar Reykjavikur, sem
tillaga þeirra tvimenninganna frá
þvi I fyrra gerir ráð fyrir. A
borgarhagfræðingur að skila
áætlun þessari fyrir vorið. En
ásamt honum munu forstjórar
BÚR vinna aö áætlanageröinni.
Það var i byrjun s.l. árs, að
borgarráð fól þeim Björgvin Guð-
mundssyni og Albert Guðmunds-
syni að athuga framtið Bæjarút-
gerðar Reykjavikur. Skiluðu þeir
áliti og tillögum og iögðu til stór-
fellda eflingu BÚR. Þeir lögðu
fram i borgarráði tillögu um, að
reist yrði nýtt, fullkomið frysti-
hús fyrir BÚR i Bakkaskemmu á
Grandagarði. Keyptur yrði einn
nýr skuttogari fyrir BÚR og
komiö yrði upp i samvinnu við
einkaaðila skelisframleiöslustöð.
Tillagan hefur enn ekki verið
afgreidd. En framangreind áætl-
anagerð mun væntanlega gera
kleift að ganga til afgreiðslu á til-
lögunni.
Nýlega lýsti Ragnar Júliusson,
borgarfulltrúi, sem sæti á i út-
gerðarráði fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, yfir stuðningi við tillögu
þeirra Björgvins og Alberts. Allir
fulltrúar minnihlutaflokkanna i
bnrgarstjórn styðja tillöguna.
Þannig virðast nú tryggður
meirihluti borgarstjórnar,
pfc ^ » &í
| Hafnaiijarðar Apótek
» Afgreiðslutími: S,
*i Virka daga ,kl. 9-18.30
Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12 $
Eftir lokun: $
Upplýsingasími 51600. $
i
WREMF/UI
Sími 8-55-22.
Opið allan sólarhringinn
íl
1
tg
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA f KR0N
DUflfl
í CíflEIIBflE
/ími 64300
0
Föstudagur 11. apríl 1975.