Alþýðublaðið - 06.05.1975, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 06.05.1975, Qupperneq 1
KR-INGAR REYKJAVÍKURMEISTARAR - SJÁ BLS. 9 alþýdu ÞRIÐJUDAGUR 6. maí 1975 - 102. tbl. 56. árg. NJOSNA- TÆKIN UPPTÆK - PUNKTUR OG BASTA „Bæjarfógetanum i Hafnarfirði hefur verið sent bréf, frá embætti rikissaksóknara, þar sem þess er krafist, að fjárskiptatæki þau, sem fundust i Kleifarvatni haust- ið 1973 og ekki voru flutt löglega til landsins, verði gerð upptæk til rikissjóðs, svo sem gert er ráð fyrir i lögum númer 19 frá 1940 og niðurlagi laga númer 59 frá 1969 um tollheimtu og tolleftirlit”, sagði Þórður Björnsson yfirsak- sóknari rikisins, i viðtali við Al- þýðublaðið i gær. „Það var 8. október 1973”, sagði Þórður ennfremur, ,,að bæjarfógetinn i Hafnarfirði sendi til okkar skýrslu um fund á fjar- skiptatækjum i Kleifarvatni, á- samt umsögn Póst og simamála- stjórnarinnar, sem látið hafði skoða umrædd tæki. Þann 11. október sama ár voru skjöl þessi send dómsmálaráðuneyti, þaðan til utanrikisráðuneytis og hafa nú borist aftur til baka. Krafa okkk- ar um að tækin verði gerð upp- tæk, verður eina aðgerð embættis saksóknara i þessu máli.” Alþýðublaðið sneri sér einnig til bæjarfógetans i' Hafnarfirði, Ein- ars Ingimundarsonar, og innti hann eftir frekari gangi málsins. „Við höfum fengið bréf sak- sóknara og munum framfylgja kröfum hans”, sagði Einar, ,,en frekari rannsókn er ekki farið fram á og þvi fer hún ekki fram.” Svo sem kunnugt er fundust umrædd fjarskiptatæki i Kleifar- vatni i september 1973. Bæjar- fógetinn i Hafnarfirði tók málið til rannsóknar og sendi það saksókn- ara rikisins ásamt umsögn Póst og simamálastjórnar, sem lét skoða tækin. Saksóknari sendi dómsmálaráðuneytinu máls- skjölin til umsagnar 11. október 1973 og dómsmálaráðuneyti sendi utanrikisráðuneyti þau — einnig til umsagnar — siðar i sama mánuði. Þar hefur svo mál þetta verið til umsagnar þar til i lok april á þessu ári, að það var endursent dómsmálaráðuneyti. t gær, þegar Alþýðublaðið hafði samband við Pétur Thorsteinsson ráðuneytisstjóra I utanrikisráðu- neytinu, fengust þær upplýsingar að málið yrði ekki tekið til nánari athugunar þar. Dómsmálaráðu- neyti sendi málið saksóknara og tók undir umsögn utanrikisráðu- neytis þess efnis, að þar sem ekki lægi fyrir hverjir tilteknir aðilar hefðu flutt tækin til landsins, væri ekki ástæða tii annarra aðgerða en þeirra, að gera tækin upptæk til rikissjóðs. MIKIÐ UM MISNOTKUN SKOTVOPNA „Það væri óskandi að þeir, sem skotvopn hafa undir höndum, reyndu. að halda sig innan ramma laganna um meðhöndlun þeirra, en þvi miður vill verða nokkur mis- brestur á þvi. Til okkar berast alltaf öðru hvoru kvartanir og tilkynningar um misnotkun skotvopna og þá jafnvel lika skotvopn, sem gerð hafa verið upptæk af lagavörðum i öðr- um lögsagnarumdæmum”, sagði Bjarki Eliasson, yfirlög- regiuþjónn, i viðtali við Al- þýðublaðið i gær. „Sérstaklega eru það fuglafriðunarlögin, sem ekki eru virt”, sagði Bjarki enn- fremur, „eins og okkur berast Framhald á bls. 4 LEKI AF VELLINUM Nokkur hundruð flöskur af á- fengi og nokkur hundruð karton af sigarettum hafa á undanförn- um mánuðum verið keypt ólög- lega og smyglað út, af Keflavikur- flugvelli af einum og sama útveg- unaraðila, sem starfar á flugvell- inum en er búsettur i Keflavik. Það var á laugardaginn, sem lögreglan lét til skarar ’skriða og veitti eftirför leigubilstjóra i Keflavik, sem fylgst hefur verið með um nokkurn tima. Hafa tiðar ferðir hans inn og út af flugvallar- svæðinu vakið grunsemdir um, að hann hefði ekki hreint mjöl i pola- horninu. Var hann handtekinn við ibúðarhús i Reykjavik og leit gerð ibifreiðhans. Fannst þegar nokk- urt magn af áfengi og sigarettum og játaði hann við yfirheyrslu, að hann hefði um nokkurra mánaða skeið annast flutninga á slikum varningi fyrir mann, sem hann tilgreindi. Reyndist þetta vera is- lenskur starfsmaður á flugveliin- um, sem búsettur er i Keflavik. Var hann handtekinn og situr nú i gæsluvarðhaldi. Einnig var handtekinn vamar- liðsmaður, sem viðurkenndi að hafa selt hinum islénska útvegun- araðila talsvert magn af áfengi og tóbaki. Er talið, að hann hafi viöurkennt sina hlutdeild i þess- um ólöglegu viðskiptum. Þorgeir Þorsteinsson, lögreglu- stjóri á Keflavikurflugvelli, sagði I viötali við fréttamann Alþýðu- blaðsins, að ekki væri vist, hversu mikið magn væri um að ræða. „Þessir menn halda ekki bókhald yfir viðskipti sin”, sagði Þorgeir, „en það er fyrst og fremst upp- sprettan,sem reynt er að grafast fyrir um”. „Þar kemur til greina meira en einn möguleiki”, sagði Þorgeir. Kvað hann þær reglur gilda, að hver varnarliðsmaður, sem náð hefði 21 árs aldri, mætti kaupa 5 flöskur á mánuði. Væru þetta yf- irleitt 5 pela flöskur. Þessu gætu menn safnað saman, ef þeir neyttu þess ekki, og væri þá möguleiki meðal annars fyrir hendi, að þeir seldu sinn skammt. „Sé mönnum þetta freisting, þá er liklegt, að hún vaxi frekar en hitt við hverja hækkun, sem verð- ur á áfengi hér”, sagði Þorgeir. Þorgeir kvað aðra möguleika koma til greina, en fslenski út- vegunaraðilinn situr i gæsluvarð- haldi, þar sem ekki eru fullkönn- uð sambönd hans. Miðað við 300 flöskur af áfengi og 500 karton af sigarettum, er trúleg álagning ekki langt frá 1,5 milljónum króna, ef boriö er sam- an við islenskt verðlag, hvernig, sem hún kann að skiptast á milli þeirra, sem eiga hlut að svona verslun. MINNI SMYGL- MÁL UPPLÝST VIÐ RANNSÖKN ÞESS STÓRA „Rannsóknin á dreifingunni þokast áfram”, sagði Asgeir Friðjónsson, dómari, er frétta- maður blaðsins hafði tal af hon- um. „Við þá rannsókn hafa komiö fram nýir angar, sem leitt hafa til þess, að upp hefur nú komist um fjögur ný smyglmál”, sagði Ás- geir. Hann kvað þau að þvi leyti til sams konar og þau, sem gjarn- an hafa verið nefnd „stórsmygl- málin”, að skipverjar á Islensk- um flutningaskipum ættu þar hlut að máli, en að þau værú minni i Það er gamait, en gerði sitt gagn. Einhvern tima endaði það svo feril sinn vafið utan um Ijósastaur, en verðbólgan hefur séð fyrir þvi, að þessi hjólgarm- ur var þó sleginn á 100 krónur á óskilamunauppboði lögreglunn- ar á laugardaginn. Dýrustu hjólin, sem enginn eigandi hirti um að sækja, voru slegin á um 17 þúsund. sniðum, eftir þvi, sem enn væri upplýst. Tveir nýir menn hafa viður- kennt hluta af dreifingu smygls- ins, að leigubilstjóri i Reykjavik, sem enn situr i gærluvarðhaldi, hefur ekki kannast við hlutdeild sina. Nokkrir skipverjar á fleiri en einu skipi eru viðriðnir þessi fjög- ur nýju smyglmál. Vegna skipa- feröa og fjarvista smyglaranna af þeim sökum og öðrum, er enn ekki ljóst, hvaða magn er hér um að ræða, en eins og áður segir virðist ljóst, að þessi mál eru minni i sniðum en þau, sem rann- sókn á dreifingu beinist einkum að, og eins hitt, að ekki eru hér sömu menn að verki. Rannsóknin á dreifingunni i „stórsmyglinu” heldur áfram, sem og hinum fjórum, og ekki séð fyrir endann á þvi, hvort þeim á enn eftir að fjölga. Umferöarslys barna helst á mánudögum og fimmtudögum Á siðastliðnu ári slösuðust 296 börn I umferöinni, og urðu þar af 212 börn fyrir bilum, en 84 voru farþegar i bilum. Þetta sýnir slysaskráning Umferöarráðs, og hún leiðir ennfremur i ljós, að flest börn slasast á mánudögum og föstudögum, og meira en þriðjungur þeirra slasaðist á tlmabilinu kl. 14—17 á daginn. Þá leiða skýrslur Umferöarráös i Ijós, að fiest börn slasast á vorin og haustin. Þeir árstimar eru þvi mest not- aðir til umferðarfræðslu, og I mai og júni gengst Umferöarráð, I samvinnu við lögregluna, Leik- vallanefnd Reykjavikur og bif- reiðatryggingafélögin, fyrir upp- lýsingastarfi um börn i umferð. Tilgangur þessa fræöslustarfs er aö kynna líkamleg og sálræn vandamál, sem börn eiga við að striöa i umferöinni, og gerð verð- ur grein fyrir þvi, hversu mikil á- hrif skipulag Ibúðarhverfa hefur á tiðni slysa á börnum. Hvatt veröur til þess, að lóðir og leik- svæði verði gerö þannig úr garði, að þau laði börn til leikja og að leiktæki séu sett upp á sem flest- um stöðum, sérslaklega þó við fjölbýlishús. Einnig verður fjall- að um börn og reiðhjól og foreldr- ar hvattir til þess að kaupa ekki of fljótt reiöhjól handa börnum sln- um, eða þeir sendi þau ekki út I umferðina ein sins liðs á reiöhjól- um fyrr en þau hafa þroska og getu til.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.