Alþýðublaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 1
VIÐBRÖGÐ VIÐ ERINDI VILMUNDAR *-----► 3. SÍÐA
alþýðu
inntiTTii
FIMMTUDAGUR "
8. maí 1975 - 104. tbl. 56. árg.
BJÖRN JÓNSSON, FORSETI ASÍ
VARLA FÚSIR
TIL SAMHINGA
„Afstaða útgerðarmanna i
togaradeilunni bendir ekki til
þess, að atvinnurekendur séu
beinlínis fúsir til samninga, en þó
er ekki um nákvæmlega sama
hlutinn að ræða, og rétt að hafa
ekki uppi miklar getgátur”, sagði
Bjöm Jónsson forseti ASt í sam-
tali við Alþýðublaðið i gær.
Seinni lota kjarasamninga Al-
þýðusambandsins og vinnuveit-
enda hefst á morgun með samn-
ingafundi þar sem byrjað verður
aö ræða endanlega kjarasamn-
inga, eins og gert er ráð fyrir i
bráðabirgðasamkomulaginu frá i
vetur, en eins og kunnugt er renn-
ur það út 1. júni.
„Það má segja, aðallt það, sem
rættverður um, séu visitölumál”,
sagði Björn ennfremur, „en þó
má skipta þvi i tvennt. t fyrsta
lagi er um það að ræða að vinna
upp þá kjaraskerðingu, sem hefur
orðið frá þvi siðustu samningar
voru gerðir, og i öðru lagi að
semja um frambúðar visitölu”.
Um þá yfirlýsingu nokkurra að-
ildarfélaga Alþýðusambands
Norðurlands, að þau muni ekki
veita ASt umboð til samninga
fyrir sig, sagði Björn Jónsson, að
þar hafi raunverulega engin
breyting orðið á.Niu manna-
nefndin hafi ekki samið fyrir
þessi félög, þegar bráðabirgða-
samkomulagið var gert i vetur,
en skömmu siðar hafi þau siðan
undirritað samhljóða samkomu-
lag. Þá benti Björn á, að öll
stærstu verkalýðsfélögin fyrir
norðan hafi veitt niu manna nefnd
ASt samningaumboð, og þar á
meðal væru Iðja og Eining og
flest verslunar- og iðnaðar-
mannafélögin fyrir norðan. „En
nái þessi félög, sem ekki vilja
semja með okkur, betri samning-
um, óska ég þeim bara til ham-
ingju”, sagði Björn.
EKKI GRUNDVÖLLUR FYRIR
SAMNINGUM EINS 0G ER
„Ég mun hafa samband við sáttasemjara rikisins i kvöld, eða á
morgun, og skýra honum frá þvi að ekki er grundvöllur fyrir þvi samn-
ingaformi, sem útgerðarmenn lögðu fram tillögur að á siðasta sátta-
fundi”, sagði Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambands íslands, i
viðtali við Alþýðublaðið i gær.
„tltgerðarmenn lögðu til”, sagði Jón ennfremur, „að farið yrði inn á
bátakjarasamningana, en það getum viö ekki sætt okkur við og þvi
verður þvi hafnað. Hvað svo verður, get ég ekki sagt til um.”
Ráðuneytið svaraði aldrei bréfinu oa
VIÐ IIRDUM AF 50
MILLJÖNUM I
GJALDEYRISTEKJUM
Mikið strið hefur verið háð undanfar-
ið milli hagsmunaaðila á ferðamála-
markaðnum. Stjórnvöld virðast taka
beinan þátt i þessu striði. Nú er sýnt, að
íslendingar verða af gjaldeyristekjum,
sem hefðu numið nálægt 50 milljónum
króna þar sem stjórnvöld „gleyma” að
svara beiðni islenska flugfélagsins Air
Viking um leyfi til að flytja farþega frá
Norðurlöndum til íslands i sumar.
Tekjurnar falla í hlut danska flugfélagsins Sterling Airways.
Um langa hrið i vetur stóðu yfir
viðræður milli Alþýðuorlofs og
Flugleiða h.f. varðandi ódýrar or-
lofsferðir fyrir félagsfólk laun-
þegasamtakanna á Norðurlönd-
um til og frá íslandi á þessu
sumri og tók samgönguráöuneyt-
ið þátt i þessum viðræðum.
í viðræðunum lét Alþýðuorlof i
ljós áhuga á þvi, að komið yrði á
samnorrænum fargjöldum og
beindist þessi áhugi að þvi marki,
að sömu fargjöld giltu fyrir alla
Norðurlandabúa burtséð frá bú-
setu þeirra á flugleiðinni milli ís-
lands Kaupmannahafnar og
Stokkhólms.
Um þetta stóðu viðræður allt
fram I miðjan janúar s.l., en þá
lögðu Flugleiðir h.f. fram endan-
legt tilboð sitt. Fulltrúar Alþýðu-
orlofs fóru með tilboð þetta til
bræðrasamtaka sinna annars
staðar á Norðurlöndunum. Kom
strax i ljós, að þau höfðu ekki á-
huga á tilboði Flugleiöa h.f.
vegna þess, hve hátt það var. Al-
þýðuorlof leitaði þá til islenska
flugfélagsins Air Viking, sem
taldi sig geta tekið þessa flutn-
inga að sér fyrir miklum mun
lægra verð en fólst i endanlegu
tilboði Flugleiða h.f.
Forsaga þessa máls er þessi:
Stærsta ferðaskrifstofa á Norður
löndum, RESO, sem er i eigu
samvinnusamtakanna og laun-
þegasamtakanna i Sviþjóð ákvað
á siðastliðnu hausti að efna til
sérstakra flugferða fyrir félags-
menn samtakanna, sem að ferða-
skrifstofunni standa, til tslands á
þessu sumri. í byrjun nóvember i
fyrra var leitað hófanna um,
hvort Air Viking vildi og gæti tek-
ið þessa flutninga að sér. En á-
kveðið var þá, að farnar yrðu til
íslands nitján ferðir I sumar frá
Kaupmannahöfn með Norður-
landabúa.
tslenska samgönguráðuneytið
synjaði Air Viking leyfis til að
taka umrædda flutninga að sér og
samkvæmt upplýsingum, sem
blaðið hefur aflað sér, fór ráðu-
neytið ekki dult með það I bréfi til
Air Viking, að ráðuneytið bæri
sérstaka umhyggju fyrir Flug-
leiðum h.f. og leyfi þetta kynni að
hafa áhrif á hag þess félags.
Reso leitaði nú samninga við
danska flugfélagið Sterling um
flutningana á farþegunum til ts-
lands frá öðrum Norðurlöndum
og vildi þá svo til, að ekki stóð á
samþykkt stjórnvalda fyrir lend-
ingum flugvéla frá Sterling Air-
ways hér á landi, þegar eftir
henni var leitað.
Reso var hins vegar ekki að öllu
leyti ánægt með þá þjónustu, sem
i boði var hjá Sterling, þar sem
danska félagið getur aðeins flogið
hingað til lands að næturlagi, en
hins vegar hafði Air Viking svar-
að þvi til, að það gæti tekið flugið
að sér að deginum til, en dagflug
er alla jafna vinsælla en nætur-
flug eins og kunnugt er. Af þess-
um sökum leitaði Reso enn á ný
til Air Viking.
Air Viking sótti nú enn á nýjan
leik um leyfi til að fljúga sam-
kvæmt þeim samningi, sem I boði
var við Reso, en samkvæmt upp-
lýsingum, sem Alþýðublaðiö hef-
ur aflað sér, hefðu þessir flutn-
ingar, ef islenskir aöilar hefðu
tekið þá að sér, gefið gjaldeyris-
tekjur, sem nema nálægt 50
milljónum islenskra króna.
Air Viking hefur enn ekki borist
svar við bréfi sinu og ákveðið hef-
ur verið, að Sterling Airways taki
þessa farþegaflutninga að sér og
hefjast þeir upp úr miðjum mai.
Þó að ekki hafi orðiö af samn-
ingum milli Alþýðuorlofs og
Flugleiða h.f. um hin svonefnd
„samnorrænu fargjöld”, mun Al-
þýðuorlof nota hópferðarfargjald
Flugleiða fyrir félagsmenn sina á
sama grundvelli og aðrar feröa-
skrifstofur i sumar.
Alþýðuorlof hefur á hinn bóginn
2. SÍÐA
LOFTLEIÐIR ÞREIFUÐU FYRIR
SÉR UM FREKARI ÞOTUKAUP
Alþýðublaðið varpaði fram
þeirri spurningu i gær, hvort
Flugleiðir h.f. væru að undirbúa
flugvélakaup til viðbótar þeim,
sem félagið heíur þegar lýst yfir,
að það telji sig nauðbeygt að
kaupa. En vegna þeirra kaupa
hefur félagið sem kunnugt er ósk-
að eftir rikisábyrgð, að upphæð
nálægt 2.500 milljónir islenskra
króna, sem rikisstjórnin hefur
enn ekki lagt blessun sina yfir.
FRAKKI K0M HINGAÐ TIL AÐ LEIÐ-
RÉTTA FERÐAFÉLAGSMISSKILNING
„Ég er hingað kominn, i þetta sinn, til þess að leið-
rétta og hrekja ónákvæman og villandi málflutning I
deilum þeim, sem komið hafa upp um ferðir meðlima
Nouvelles Frontieres til Islands, og jafnframt til
að fullvissa mig um að sú þjónusta og fyrirgreiðsla,
sem okkur hefur hingað til verið veitt hérlendis, standi
enn til boða”, sagði Cristian Pinot, forsvarsmaður
franska ferðaklúbbsins Nouvelles Frontieres Associ-
ation, i viðtali við Alþýðublaðið I gær, en hann dvelst
um þessar mundir hérlendis, til viðræðna og ráðagerða
við Einar Guðjohnsen, um áframhaldandi ferðir
klúbbsins hingað.
„Ég vil koma þvi á framfæri”, sagði Pinot ennfrem-
ur, „að við erum ekki kaupmenn sem selja sólskin á
fölskum forsendum og erum ekki hingað komin til að
valda mengun. Ferðamannamengun er staðreynd á Is-
landi sem annars staðar, en við viljum taka höndum
saman með ykkur, um að berjast gegn henni. Við erum
fyrst og fremst að halda uppi ódýrum ferðum hingað,
til þess að franskt fólk geti kynnst tslandi og tslending-
um og vináttutengsl geti skapast milli þjóðanna. Þetta
hefur heppnast nokkuð vel, að mlnu viti, og meðal ann-
ars hef ég orðið var við það, að island virðist hafa
meiri áhrif á ferðalanga, en önnur lönd.
Við munum halda áfram ferðum okkar hingað”,
sagði Pinot að lokum, ,,og fjölga þeim. A komandi
sumri verða farnar hingað 18 ferðir, sem er nokkur
aukning frá þvi I fyrra og vonandi getum við leiörétt
misskilning þann, sem upp hefur komið, svo að starf-
semí klúbbsins geti haldið áfram á þeim grundvelli
samstarfs og vináttu, sem myndast hefur. Ég vil svo
taka það sérstaklega fram, að ég er ekki kominn hing-
að til að skipta mér af innanfélagsmálefnum Ferðafé-
lags tslands, heldur einungis til að kveða niður þann ó-
nákvæma og villandi málflutning, sem gert hefur okk-
ur að nokkurs konar grýlum i augum tslendinga.”
t gær leitaði Alþýðublaðið nán-
ari upplýsinga um viðræður Flug-
leiða h.f. við erlenda aðila varð-
andi flugvélakaup og ræddi i þvi
sambandi við Mr. Glen Allred,
sölustjóra og yfirmann þjálfunar-
deildar United Airlines i Denver,
Colorado USA. Hann sagði: „Það
er alveg rétt, að fyrir nokkru síð-
an barst okkur fyrirspurn frá
Loftleiðum um það, hvaða flug-
vélar við hefðum til sölu. Þá áttu
sér stað viðræður um flugvéla-
markaðinn á breiðum grundvelli,
en þar sem við höfðum engar
flugvélar, sem Loftleiðir töldu sig
geta notað, komust viðræðurnar
aldrei á það stig, að þeir sýndu
verulegan áhuga á kaupum”.
„Einu vélarnar, sem við höfð-
um handa þeim”, sagði Mr. All-
red ennfremur, „voru vélar af
geröinni DC833, en á þeim virtust
þeir ekki hafa mikinn áhuga. Bo-
eing 720 vélar höfðum við engar
til sölu”.