Alþýðublaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 3
ATHUGASEMD FRÁ SIGURÐIE. GUÐMUNDSSYNI Sigurður E. Guðtnundsson hcfur beðið blaðið að birta eftir- farandi athugasemd: „1 greinarstúf i Þjóðviljanum hinn 8. maí sl. er reynt að af- flytja afstöðu mina til tillögu, er Ellert B. Schram, starfandi for- maður útvarpsráðs, flutti á fundi þess hinn 6. mai sl. t tilefni þessa vil ég gera neðanskráða grein fyrir afstöðu minni: Undir lok útvarpsráðsfundar umræddan dag greindi formað- ur Ellert B. Schram frá þvl, að sér hefðu borist nokkrar kvart- anir vegna erindis Vilmundar Gylfasonar um daginn og veg- inn I útvarpinu mánudaginn 5. mai sl. Kvaðst hann telja þær eiga við rök að styðjast, sem og kvartanir vegna erindis Bárðar Halldórssonar i sama þætti nokkru fyrr. Nokkrar umræður urðu um málið, en I lok þeirra lagöi Ellert fram tillögu, þar sem Útvarpsráð itrekar stefnu sina varðandi dagskrárþátt þennan, þær reglur, sem um hann gilda og krefst þess, aö þær séu virtar. I tillögunni var alls ekki minnzt á neina sér- staka nafngreinda menn, er hér áttu hlut að máli, heldur var hún almenns eðlis að efni til. Hér var þvi aðeins um að ræða al- menna Itrekun á stefnumörkun Útvarpsráðs gagnvart öllum flytjendum þáttar þessa og alls ekki gagnvart neinum sérstök- um flytjanda eða flytjendum hans. Mér fannst tillagan hin mesta þarfleysa og tilefnislaus með öllu og ekki snerta þá Bárð og Vilmund hið minnsta, um- fram aðra flytjendur þessa þáttar, en nennti hins vegar ekki að hafa á móti þvi, að Út- varpsráð léti ekki einu sinni i ljósi viðhorf sitt til dagskrár- þáttar þessa. Gerði ég þvi hvorugt, að vera með né spyrna gegn því, að útvarpsráð Itrekaði enn einu sinni stefnu sina á þessu sviði, úr þvi að það fann hjá sér löngun til þess. Sé ég ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þaö mál. Sigurður E. Guðmundsson.” Tryggingaeftirlitið hefur starfað í hálft annað ár Spor í áttina til þess að tryggja hag neytendanna Margar eru þær sög- urnar, sem spunnist hafa af viðskiptum manna við trygginga- félög, og flestar á þá lund, að fólk telur sig hafa farið halloka fyrir þeim og fengið minna tryggingafé en það áleit sig hafa átt rétt á. Með lögum um vá tryggingastarfsemi, sem voru sett árið 1973, var stigið fyrsta skrefið i áttina til þess að tryggja hag almenn- ings gagnvart trygg- ingafélögum, og má segja, að timi hafi ver- ið kominn til þess að slik lög væru sett, sér- staklega með það i huga, að trygginga- eftirlit hefur verið starfrækt um áratuga- skeið i öllum ná- grannalöndum okkar og viðar um heiminn. Aðalhlutverk Tryggingaeftir- litsins, sem nú hefur starfað i nær hálft annað ár, er að sjá til þess að vátryggingafélög og stofnanir, sem leyfi hafa til slikrar starfsemi hér á landi, geti staðið við skuldbindingar sinar gagnvart þeim tryggðu, og ennfremur að kanna vá- tryggingaskilmála, sem félögin nota, iðgjaldagrundvöll þeirra og iðgjaldaskrár og birta árs- reikninga þeirra opinberlega og skýrslu um afkomu þeirra i ein- stökum vátryggingagreinum. Mikilvægi fyrra atriðsins, sem nefnt var hér að framan, er ljóst, þegar athugað er, hver var kveikjan að stofnun Trygg- ingaeftirlitsins. Hún var einmitt gjaldþrot tryggingafélags, sem olli viöskiptavinum þess meiri og minni skaða. Með opinberu eftirliti ætti slikt varla að endurtaka sig, og þótt ekki sé enn orðinn mikill áþreifanlegur árangur af starfsemi eftirlits- ins, má benda á, að áður en til þess kom, að tryggingafélögun- um var gert skylt að fá starfs- leyfi til að fá að halda áfram starfsemi sinni, voru nokkur hin minnstu þeirra lögð niður, fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að þau uppfylltu ekki kröfur Tryggingaeftirlitsins um lág- marks hlutafé. Þannig hefur Tryggingaeftirlitið þegar komið I veg fyrir hugsanlegt fjárhags- tjón ýmissa tryggingataka. Eftirlit með skilmálum trygg- ingafélaganna og iðgjalda- grundvelli þeirra er einnig mik- ið hagsmunamál neytendanna og ætti að koma i veg fyrir mis- ræmi og hugsanlega hæpna sölumennsku i þvi skyni að afla viðskiptavina. Reyndar eru tryggingaskilmálar svotil þeir sömu hjá öllum tryggingafélög- unum, sem reka samskonar tryggingingar, og samkeppni er sáralitil — tryggingamenn hafa varpað fyrir róða hinni frjálsu samkeppni á þeirri forsendu, að hún geti skapað undirboð og jafnvel gjaldþrot einstakra félaga. Þá má nefna eitt athyglisvert atriði I lögunum um vátrygg- ingastarfsemi, en það kveður á um, að i hverju vátrygginga- hlutafélagi skuli einn stjórnar- manna valinn með það fyrir augum að gæta hagsmuna vá- tryggingataka, þ.e. viðskipta- vina, og hinna tryggðu. Þessum stjórnarmanni ber m.a. að sinna umkvörtunum einstakra vátryggingataka og kanna rétt- mæti þeirra. Þessi breyting hlýtur aðhafa orðið á stjórnum allra tryggingafélaganna nú þegar, en þó hafa aðeins tvö þeirra kynnt hana almenningi, — og þau gengu svo langt i að ganga til móts við viðskiptavini sina, að þau völdu þessa fulltrúa úr hópi þeirra. Þá má að lokum velta fyrir sér spumingunni um það, hvort hér á landi starfi of mörg trygg- ingafélög. t greinargerð frá Tryggingaeftirlitinu segir, að nú hafi 28 félög starfsteyfi, þar af 15einkafélög og 13 sem starfa samkvæmt sérstökum lögum. Þetta er all mikill fjöldi trygg- ingafélaga miðaö við hina frægu höfðatölu, en þegar á skrá yfir tryggingafélögin kemur I ljós, að verkaskipting milli þeirra er glögg, og tiltölulega fá eru i hverri grein. Þannig starfa að- eins sjö hlutafélög og þrjú gagn- kvæm félög við skaðatrygg- ingar, tvö hlutafélög selja lif- tryggingar og eitt gagnkvæmt félag, en samkvæmt nýju lögun- um mega slik félög ekki selja aðrar tryggingar og tvö hluta- félög starfa eingöngu að endur- tryggingum. Af þeim 12 félög- um, sem starfa samkvæmt sér- stökum lögum, eru átta báta- ábyrgðarfélög viðsvegar um landið og eitt endurtrygginga- félag, en auk þess eru Trygg- ingastofnun rikisins, Húsa- tryggingar Reykjavikurborgar og Samábyrgð Islands á fiski- skipum. Þannig er aðeins um 'að ræða tiu tryggingafélög, sem reka al- hliða tryggingastarfsemi, en eigin iðgjöld átta þeirra nema 80% iðgjaldateknanna iheild, og tryggingasjóður þeirra er 87% af heildinni. Heildariðgjöld til tryggingafélaga námu á árinu 1973 fjórum milljörðum króna, en beinn rekstrarkostnaður ásamt greiddum umboðslaun- um nam um 640 milljónum króna, vaxtatekjurum 155 millj. króna og aðrar tekjur umfram gjöld um 34 millj. kr. Bókfærður hagnaður nam tæplega 80 millj. kr. á árinu 1973 Þessar tölur segja almenningi ekki mikið, nema hvað trygg- ingareksturinn i landinu kom út með hagnaði árið 1973, þegar flestöll iðgjöld hækkuðu á þeirri forsendu, að allur tilkostnaður hefði stórhækkað. Sérstaklega bar á þessu i bilatryggingunum, sem tryggingafélögin sögðust stórtapa á en höfnuðu þó uppá- stungu Magnúsar Kjartansson- ar þáverandi tryggingaráð- herra um, að rfkistryggingafé- lagið Brunabótafélag Islands, tæki á sig allar þær tryggingar. En allar spurningar um tap eða gróða og væntanlega spurningin um of mörg tryggingafélög eða mátulega mörg leysast væntan- lega þegar Tryggingaeftirlitið er farið að birta ársreikninga félaganna á þann hátt sem al menningur skilur, og auk þess sundurliðað milli einstákra tryggingagreina. AHAFNARSTÆRÐIN ER AGREININtSMALK) Vegna togaradeilunnar hefur Félag islenskra botnvörpuskipa- eigenda sent frá sér greinargerð til fjölmiðla um kjarasamninga- an. Segir félagið nú svo margt hafa verið um þá rætt og sumt missagt, jafnvel af kunnugum mönnum, að það sjái sig tilknúið að senda frá sér þessa greinar- gerð, til birtingar i fjölmiðlum. Fyrst eru raktir samningar þeir, sem gildandi eru um kjör togaramanna, og sérstaklega að þvi vikið að i höfuðatriðum sé tvenns konar samningsfyrir- komulag á togaraflotanum, eftir stærðtogara. A hinum minni, þ.e. undir 500 brúttórúmlestum, eru hrein hlutaskipti með lágmarks- kauptryggingu, ef afli bregst á tilteknu timabili, en á stærri togurum er um að ræða fast mánaðarkaup og aflaverðlaun, segir i greinargerð togaraeig- enda. Þá er skýrt frá þvi, að útvegs- menn sætti sig ekki við þann mannaflamun, sem á skipunum er, þrátt fyrir stærðarmun togar- anna. Telja togaraeigendur, að hann sé ekki réttlætanlegur. 1 aðalatriðum má segja, að út- gerðarmenn telja ekki fremur nauösyn á loftskeytamanni á stærri togara en hinum minni. Einnig telja þeir ofaukið vélstjóra eða aðstoðarmanni I vél á stærri togurum, sem og öðrum tveggja matsveina. Um það segir m.a.: „Það er hald manna, að einn matsveinn geti annast matseld fyrir 19 menn, sérstaklega, ef létt væri af honum allviðtækri ræstingarskyldu, sem á honum hvilir nú, og aðrir skipverjar gætu e.t.v. tekist á herðar.” Fram kemur, að ekki aðeins telja togaraeigendur óeðlilegan mannaflamun á hinum mismun- andi stærðum togara, heldurog, að á báðum stærðum sé réttlæt- Nemendur viö Kennaraháskóla Islands samþykktu á nemenda- fundi á fimmtudaginn að aflétta prófverkfalli þvi, sem þá haföi staðið i nær tvær vikur. A fundin- um var fjallað um tillögur skóla- stjórnar, sem samþykktar höfðu verið daginn áður, og eftir um- ræður, sem stóðu framundir klukkan tvö á miðvikudag og i þrjá tima á fimmtudag, var sam- þykkt með atkvæðagreiðslu að af- létta verkfallinu á grundvelli þessara tillagna. Eins og áður hefur verið skýrt anlegt og nauðsynlegt vegna út- gerðarkostnaðar, að fækka mönnum. Þannig telja þeir 15-16 menn á minni togurum og 19 menn á stærri togurum nægan mannafla. Samkvæmt samning- um, sem gilt hafa, voru 24 menn á stærri togurunum. Þetta hefur eigendur stærri togaranna talið óeðlilegan mun mannafla. Segjast þeir hafa tjáð frá i Alþýðublaðinu samþykkti skólastjórn að „taka til vinsam- legrar athugunar” skriflegar um- sóknir þeirra sjö nemenda, sem visað hafði verið frá prófi, þ.e. fimm á fyrsta ári og tveggja á þriðja ári. Ennfremur samþykkti skólastjórnin að ganga að kröfum nemenda um að þeir fái aðild að endurskoðun laga um KHl og nefndum, sem eiga að vinna að endurbótastarfi og breyttum kennsluháttum við skólann i sum- ar. Hér á eftir fer ályktun nem- sig um þetta atriði strax 13. april 1974. Siðan segir: „Það hefur þvi gefist gott tóm til að ihuga þessi mál. Það skal að visu viðurkennt, að samningaviðræður lágu niðri i öllu þvi stjórnmálaumróti, sem var hér á landi frá þvi i mai 1974 og fram á þetta ár, er stjórnvöld hafa verið að kljást við efnahags- vandann, sem steðjað hefur að þjóðinni i heild, en útgerðinni sér- endafundarins þar sem sam- þykkt var að aflétta prófverk- fallinu: Nemendafundur haldinn 15. mai 1975, kl. 13.00 ákveður að af- létta prófverkfalli i trausti þess: 1) að endurbótasamstarf nem- enda og kennara, sem ályktað varum á skólastjórnarfundi 14. mai, hefjist strax að afloknum prófum og að einhver árangur hafi náðst fyrir upphaf næsta skólaárs. staklega, nú i meira en heilt ár.” Gerð er grein fyrir drögum F.I.B. að hugsanlegum samningum viö togaramenn miðað við það hagræði, sem út- gerðinni væri af fækkun manna. Er lögð áhersla á það, hve bilið á milli hæstu og lægstu tekna myndi minnka á grundvelli þess, að það kæmi öllum til góða, sem sparaðist við mannfækkunina. 2) að i framhaldi af endurbóta- starfi og breyttum kennsluhátt- um verði 22. gr. reglugerðar endurskoðuð til samræmis viö það. 3) að rektor og skólaráð leiti af- brigða (samkvæmt bókun skólastjórnarfundar þann 14. mai 1975) fyrir þá nemendur sem ennþá hafa ekki heimild til próftöku þannig að þeir fái lokið prófum fyrir upphaf næsta skólaárs. PROFVERKFALLI KENNARA- HÁSKðLANEMA ER AFLÉTT Laugardagur T7. mai 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.